Tíminn - 18.09.1993, Blaðsíða 15
Laugardagur 18. september 1993
Tíminn 15
Tórínó hefur byrjað tímabilið af
miklum krafti og sigraði Lilleström
í Noregi á miðvikudag. Andrea Si-
lenzi og Robert Jarni, sem skoruðu
mörk liðsins, meiddust lítillega en
búist er við að þeir verði búnir að ná
sér fyrir leikinn á morgun.
Líklegt byijunarlið: Galli, Mussi,
Jarni, Fortunato, Gregucci, Fusi,
Sordo, Venturin, Silenzi, Carbone,
Osio.
PIACENZA - LECCE
Fríherjinn Settimio Lucci, sem var
vísað af velli um síðustu helgi í leik
gegn Reggiana, hefur átt við meiðsli
að stríða en leikur sennilega með á
morgun. Liðið mun sakna hins efni-
lega leikstjórnanda, Daniele Mor-
etti, sem einnig hefur verið meidd-
ur.
Líklegt byijunarlið: Taibi, Polonia,
Carannante, Suppa, Maccoppi,
Lucci, Turrini, Papais, De Vitis,
Iacobelli, Piovani.
Brasilíski tengiliðurinn Gerson
missir af leiknum á morgun vegna
leikbanns en liðið hefur í staðinn
endurheimt Egidio Notaristefano
eftir meiðsli. Nedo Sonetti, þjálfari
Lecce, hefur hrifist mjög af hinum
21 árs hollenska tengilið, Michael
Kamdhai, sem hefur verið til
reynslu hjá Lecce undanfarna viku.
Líklegt byijunarlið: Gatta, Trinc-
hera, Carobbi, Ceramicola, Padal-
ino, Biondo, Notaristefano, Melchi-
ori, Russo, Barollo, Baldieri.
UDINESE-
SAMPDORIA
Stefano Pellegrini, Roberto Sensini
og Andrea Carnevale urðu allir fyrir
meiðslum um síðustu helgi, er Udi-
nese tapaði fyrir Tórínó, en verða
sennilega allir tilbúnir í slaginn á
morgun. Þá hefur varnarmaðurinn
Vincenzo Montalbano verið meidd-
ur á ökkla og óvíst hvort hann getur
leikið. Udinese hefur verið að svip-
ast um eftir markverði að undan-
förnu og er talið líklegt að Marco
Ballotta hjá Parma eða Stefano Tac-
coni hjá Genúa verði fengnir til liðs-
ins í nóvember.
Líklegt byijunarlið: Battistini,
Pellegrini, Kozminski, Sensini, Cal-
ori, Desideri, Rossini, Biagioni,
Branca, Statuto, Carnevale.
Gullit hefur byrjað glæsilega með
sínu nýja félagi, Sampdoria, og verið
besti maður liðsins í hverjum leik.
Þá hefur enski landsliðsmaðurinn
David Platt einnig staðið sig mjög vel
og virðast þeir ná mjög vel saman.
Líklegt byijunarlið: Pagliuca,
Mannini, Rossi, Gullit, Vierchowod,
Sacchetti, Lombardo, Jugovic,
Platt, Mancini, Evani.
OO
<1
'-«C
Þórhallur “Laddi" Sigurðeson
gysmeistari
Óla-fía Hrönn Jónsdóttir
glensiðjukona
Hjálmar Hjálmarsson
spaugsmiður og
Haraldur "Halli" Sigurðsson
spévirki
gera létta úttekt á mannlífinu og rannsaka pjóðareðtið í bráð og lengd
Leikstjórn: öjörn G. öjörnsson Utsetningar bórir 3a\dursson
Hljómsveitin Saga klass og hin fjölhæfa söngkona öerglind Björk
Jónasdóttir eru með í úttektinni og haida áfram leiknum til kl 03.00.
Verð: 4.300 kr.
<
(/)
0
<
c íc/ss'/aAurJ/ö/óre///////1 mat&edt/l
FORRETTIR:
Rjómalöguð villisveppasúpa bœtt Portvíni eða Bleikjufrauð og reyktur lax framreitt
með piparrótarsósu.
AÐALRÉTTIR:
Ofnsteiktur lambahryggsvöðvi í sinneps- og jurtahjúpi eða Léttsteiktur grísahryggur
með reykbragði framreiddur með rauðvínssósu eðu
Grænmetisréttur að hœtti hússins.
EFTIRRÉTTIR:
Grand Marnier ís soufflé eða Súkkulaðifrauð með
vanillukremi og jarðarberjum.
pantanir í síma 91-29900
Hagstætt verð á helgarpökkum: "show" matur og gisting
-lofar góðu!
Meö sínu neíi
Þættinum hafa borist nokkrar fyrirspumir um hvort ekki væri hægt
að hafa í „Nefinu“ einhver lög sem Savannatríóið hefur gert vinsæl. Því
er til að svara að nú þegar hafa komið nokkur slík lög í þættinum,
einkum lög sem Sigurður Þórarinsson hefur gert ljóð við. Hins vegar
hafa flest ef ekki öll lögin, sem Savannatríóið hefur flutt, verið góð
sönglög og síðasta plata þeirrá, „Eins og þá“, er einmitt gott dæmi um
þetta. Þar er m.a. að finna Iögin „Brúðarskómir" og „Veistu um blóm
sem voru hér?“, en það verða lög þáttarins að þessu sinni. Brúðar-
skómir er Ijóð eftir Davíð Stefánsson, úr Svörtum fjöðmm, en lagið er
eftir Þóri Baldursson. Þetta lag er þegar orðið ein af perlum íslenskra
sönglaga og vinsældir þess miklar. Seinna lagið er hins vegar eftir Pete
Seeger og er trúlega best þekkt undir enska titlinum „Where have all
the flowers gone?“. Savannatríóið gerði íslenska útgáfu af laginu vin-
sæla á dögunum, en það er Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, skáld og
vísnavinur, sem á þessa afbragðsgóðu íslensku þýðingu á ljóðinu.
Góða söngskemmtun!
BRÚÐARSKÓRNIR
C Cmaj7 Dm G
Alein sat hún við öskustóna.
Am Dm G
Hugurinn var frammi á Melum.
C Cmaj7 Dm G
Hún var að brydda brúðarskóna.
Am Dm C
Sumir gera allt í felum.
Úr augum hennar skein ást og friður.
Hver verður húsfreyja á Melum?
Hún lauk við skóna og læsti þá niður.
Sumir gera allt í felum.
X 3 2 0 1 0
Cmaj7
X 3 2 o o o
Alein grét hún við öskustóna.
Gott á húsfreyjan á Melum.
í eldinum brenndi hún brúðarskóna.
Sumir gera allt í felum.
Dm
X O O 2 3 1
VEISTU’ UM BLÓM SEM
VORU HÉR?
C Am
Veistu’ um blóm sem voru hér
F G
vor og sumar,
C Am
ótal blóm sem undu sér
F G
á sínum stað?
C Am
Ungar stúlkur út um völl
F G
upp þau slitu’ af rótum öll.
F C
Lærist þeim aldrei að
F G C
efast um stund og stað?
Am
Veistu’ um stúlkur, voru þær
vor og sumar
ungmeyjar með augu skær
og bros á vör?
Allar fundu eiginmann
og sig bundu strax við hann.
Lærist þeim aldrei að
efast um stund og stað?
Veistu’ um menn sem voru hér
vor og sumar,
unga menn sem áttu hér
áningarstað?
Allir, sem í eina tíð
urðu hermenn, fóru í stríð.
Lærist þeim aldrei að
efast um stund og stað?
Veistu’ um hermenn víða að,
vor og sumar,
íjölskrúðugar íylkingar
sem fóru hjá?
Örstutt ævi þeirra varð,
allir lentu’ í kirkjugarð.
Lærist þeim aldrei að
efast um stund og stað?
Veistu’ um garð, já, vígðan reit,
vor og sumar,
friðargarð með fyrirheit
á fögrum stað?
Vaxa þar í vígðri mold
viðkvæm blóm, sem prýða fold.
Lærist þeim aldrei að
efast um stund og stað?