Tíminn - 06.11.1993, Qupperneq 8
8 Tlminn
Laugardagur 6. nóvember 1993
Englendingar aö taka Québecborg I sept. 1759: endurminningar úr sögunni eiga sinn þátt íaö halda viö þykkju milli þjóöerna í Kanada, sem víöar.
Hrun gamalgróins
flokkakerfis
Söguleg úrslit kanadísku þingkosninganna skömmu fyrir mánaðamótin virðast gefa
tvíræða vísbendingu. Annars vegar kom þar fram ósk eftir stöðugleika og ótti við
upplausn ásamt með vissri fortíðarþrá. Hins vegar afneitun á gamla flokkakerfinu,
hingað til ríkjandi hefðum í stjómmálum landsins og jafnvel Kanada sjálfu í þeirri
mynd sem landsmenn og aðrir þekkja það. Hefðbundið flokkakerfí Kanadamanna,
sem hrundi í kosningunum, var byggt upp eftir breskri fyrirmynd. Það var kerfí með
tveimur stórum stjómmálaflokkum sem skiptust á um að stjóma. í Kanada kenndi
annar þessara stóm flokka sig við íhaldsstefnu og hinn við frjálslyndi, eins og var hjá
Bretum áður en Verkamannaflokkurinn þar mddi frjálslyndum til hliðar og kom í
stað hans. Fijálslyndi flokkurinn breski hefur síðan verið „litli flokkurinn á milli
hinna“ og má þar með segja að tveggja flokka kerflð hafí orðið að þriggja flokka kerfl.
Þannig varð það einnig í Kanada, því að eins og áður í Bretlandi upphófst þar eins-
konar sósíaldemókratískur flokkur (er nefnist Nýi lýðræðisflokkurinn). Honum tókst
ekki, eins og breska bróðurflokknum, að verða annar af tveimur stómm flokkum og
hefur þannig í kanadískum stjómmálum haft að nokkm hliðstætt hlutverk og frjáls-
lyndir í Bretlandi lengst af aldarinnar, sem þriðji og minnsti „kerfísflokkurinn“.
KOSNING-
ARNARí
KANADA
Þurrkuðust
nærfellt út
íhaldsflokkur, frjálslyndi flokkur
og jafnaðarmannailokkur Kanada-
manna eiga siimeiginleg þau grunn-
atriði að þeir teljast hafa hefð-
bundna strauma í vestrænum
stjómmálum sem grundvöll og vilja
að Kanada verði áfram til sem sam-
bandsríki með allsterkri miðstjóm.
Flokkakerfið, sem þessir þrír flokk-
ar stóðu vörð um sameiginlega, fór
svo illa út úr kosningunum að í
bráðina verður vart séð að það eigi
sér viðreisnar von. Frjálslyndi flokk-
urinn (Liberal Party) vann að vísu
stórsigur og fékk hreinan meiri-
hluta í neðri deild sambandsþings.
Hinir tveir gömlu „og virðulegu"
flokkamir fóm á hinn bóginn slíkar
hrakfarir að þeir þurrkuðust nær-
fellt út Ósigur íhaldsflokks Kanada-
manna, sem heldur eftir tveimur
þingsætum af 155 er hann hafði fyr-
ir kosningar, er slíkur að leitun er í
sögu þingræðisins á öðmm eins
hrakfömm gamalgróins kerfisflokks
í einum og sömu kosningunum. Nýi
lýðræðisflokkurinn tapaði 45 þing-
sætum og heldur eftir átta.
Frjálslyndir bættu við sig næstum
hundrað þingmönnum og hafa nú
178 af 295 alls í neðri deild. Um af-
ganginn er það að segja að hann
skiptist að mestu á milli tveggja
ílokka, sem eiga það sameiginlegt að
vera í uppreisn gegn gamla tví- eða
þríflokkakerfinu, kærulausir um
„fomar" og virðulegar hefðir þess og
kæmlitlir um eða í andstöðu við
einingu Kanada. Þeir em Bloc Qué-
becois (skammst. BQ) og Umbóta-
flokkurinn (Reform Party, til hægri
verka gjaman kallaður Reform).
Hvor þeirra um sig hefur yfir 50
þingsæti á hinu nýja Kanadaþingi.
„Fransmennimir
mega missa sig“
BQ bauð aðeins fram í fylkinu Qué-
bec, þar sem meirihluti íbúa er af
frönskum ættum og frönskumæl-
andi. Flokkur þessi beitir sér fyrir
því að fylkið segi skilið við Kanada
og verði sjálfstætt ríki. Hann er eftir
kosningarnar næststærsti flokkur-
inn á sambandsþingi og má mikið
vera ef frönskumælandi menn hafa
nokkm sinni haft sterkari stöðu í
stjómmálunum þarlendis frá því að
Bretar tóku Kanadanýlendu Frakka
af þeim skömmu eftir miðja 18. öld.
Umdeilt er að vísu, hversu mikil al-
vara Québecmönnum sé með skiln-
aðaráform sín. Hefur því oft verið
haldið fram að tilgangur þeirra með
hótunum um skiinað sé miklu frem-
ur sá að herja fríðindi út úr sam-
bandsstjóminni í Ottawa. í kosn-
ingabaráttunni kom BQ öðrum
þræði fram sem „óánægjuflokkur"
almennt og meðal fréttaskýrenda er
sagt að út á það muni hann hafa
laðað til sín marga kjósendur sem
lítinn eða engan áhuga hafi á skiln-
aði.
Reform er einnig í fréttaskeytum
gjarnan skilgreindur sem „óánægju-
flokkur" og mikið til svæðisbund-
inn. Hann beitir sér fyrir hagsmun-
um vesturfylkjanna og þar er fylgi
hans mest. Margra mál þar er að
Ontario og Québec — þau fjölmenn-
ustu og ríkustu af eldri fýlkjunum
þar sem valdið í stjóm- og efnahags-
málum hefur jafnan verið saman-
komið — hafi lengi hundsað hags-
muni vesturfylkjanna. Ennfremur
telja menn þar vestra að sambands-
stjómin hafi kostað til alltof miklu
af fyrirhöfn og fjármagni til að hafa
Campbell: mesti hrakfallabálkur þingræöissögunnar?
Fransmennina í Québec góða og
hafi það verið á kostnað vesturfylkj-
anna. Telur Reform ekki ná neinni
átt að láta meira eftir Québecmönn-
um er þegar hefur verið gert. Stefnu
flokksins gagnvart Québec er að
sögn eins fréttamannsins best lýst
með eftirfarandi orðum: „Vilji
frönskumælandi Kanadamenn ekki
vera í Kanada með núgildandi skil-
yrðum, mega þeir fara sína leið!“
í efnahagsmálum beitir Reform sér
fyrir allharðri hægrifrjálshyggju og
vill ráðstafanir til takmörkunar á
innflutningi fólks, en í þeim efnum
er Kanada meðal örlátustu ríkja.