Tíminn - 04.01.1994, Side 11
t>riðjudagur "4. janúár 1994
SllWÍW
1.1.
imar), en aðrir strangtxúarmúslím-
ar, sem hafa einkar illan bifur á
kúrdneskum þjóðemissinnum.
(Kommúnismi og þjóðemishyggja
em bæði hinar verstu villur í aug-
um bókstafsíslams.) Parlendur tals-
maður mannréttindasamtaka telur
að síðustu mánuðina hafi and-
skæruliðar myrt um 60 manns.
Sumt af því fólki hefur horfið spor-
laust. Meðal þess eru félagar í
mannréttindasamtökum og lög-
fræðingar, sem varið hafa kúrd-
neska þjóðemissinna fyrir rétti.
Turgut özal, fyrrum forseti Tyrk-
lands sem nú er látinn, kvað stríð
þetta vera „sennilega mesta vanda-
málið í sögu tyrkneska lýðveldis-
ins'. Hann gaf lítillega eftir fyrir
réttindakröfum Kúrda (var e.t.v.
sjálfur af kúrdneskum ættum), en
nóg til þess að tíðindum sætti á
tyrkneskan mælikvarða. Hann hélt
því fram að „Kúrdavandamálið"
yrði ekki leyst með ofbeldi einu
saman, heldur yrði að koma í ein-
hverju til móts við kröfur Kúrda og
leitast við að bæta lífskjör í tyrk-
neska Kúrdistan.
Eftirmaður hans, gamall stjóm-
málamaður er Súleyman Demirel
heitir, tekur hinsvegar að sögn
bæði evrópskra og tyrkneskra
blaða ekki í mál neina eftirgjöf fyrir
Kúrdum og hefur á bak við sig í því
m.a. herinn og Tansu Ciller, nú-
verandi forsætisráðherra Tyrk-
lands. „Hún sendir efalítið fleiri
hermenn til átakasvæðanna og
heldur sennilega áfram að reka á
vonarvöl fleira fólk sem ekki vill
gera yfirbót.' (Der Spiegel.)
„Óvininum skal drekkt í
blóði sjálfs sín"
Dogan Gures, formaður tyrk-
neska herforingjaráðsins, tilkynnti
nýverið að innan fárra vikna
myndi herinn heija stórsókn gegn
„hryðjuverkamönnunum', eins og
PKK- liðar em kallaðir opinberlega
í Tyrkiandi. Það verður „útrýming-
arstríð' gegn þeim, sagði Gures.
Eitt af vígorðum PKK er á þá leið
að óvininum (Tyrkjanum) skuli
drekkt í blóði sínu. Fréttaskýrend-
ur kalla vonir um friðsamlega
lausn deilu þessarar „draumsýn'.
Þetta er fyrst og fremst stríð milli
þjóða og sem slíkt gagntekið af
þjóðemis- eða kynþáttahyggju,
eins og fjöldamörg önnur stríð fyrr
og nú. („Tyrkneskur rasismi gegn
kúrdneskum rasisma,' segir tyrk-
neska blaðið Turkish Daily News.)
Slíkum stríðum em oft samfara
þjóðarmorð eða þjóðarhreinsanir,
eins og nú er farið að kalla það.
Tyrkland okkar tíma er að drjúg-
um hluta grundvallað á þesskonar
aðförum. f soldánsdæminu gamla
var sjálfsímynd Tyrkja sem þjóðar
ekki mjög nátengd neinu ákveðnu
landsvæði, heldur öllu fremur
þeim sem þjóð og músh'mum.
Tyrkir bjuggu þá víðsvegar um sol-
dánsdæmið og gert var ráð fyrir því
öllu sem landi þeirra, en ekki endi-
Iega þeirra einna. Hmn soldáns-
dæmisins, sem í aldaraðir hafði
verið stórveldi, varð Tyrkjum að
lfldndum mfldð sálrænt áfall, er átti
trúlega sinn þátt í að þeir fóm að
leggja áherslu á að allt það land,
sem þeir héldu eftir heimsstyijöld-
ina fyrri, væri land Tyrkja einna.
Sú fullyrðing var út í hött með
hliðsjón af því, að í bytjun fyrri
heimsstyrjaldar vom aðrar þjóðir
en Tyrkir, einkum Armenar,
Grikkir og Kúrdar, í meirihluta á
allt að helmingi þess svæðis, sem
nú er Tyrkland, og höfðu búið þar
um langan aldur áður en tyrkneskt
fólk fluttist á þær slóðir. Ráðstafan-
ir Tyrkja til að gera allt núverandi
Tyrkland tyrkneskt að þjóðemi
urðu þjóðarmorð og þjóðarhreins-
anir. Armena og Grikki drápu þeir
eða ráku úr landi, Kúrda strádrápu
þeir einnig á árunum milli heims-
styijalda og reyndu að gera þá, sem
eftir lifðu af þeim, að Tyrkjum með
því að herleiða þá til annarra
landshluta og reyna að útrýma
tungumáli þeirra og menningu.
Meðal ástæðna til þess að ekki var
gengið alveg eins hart að Kúrdum
og Armenum og Grikkjum var Iflc-
lega að Kúrdar em múslímar eins
og Tyrkir og um sumt lfldr þeim í
menningarefnum.
Sú „kenning' að allt núverandi
Tyrkland sé land Tyrkja einna er
áfram gmnnhugmynd á bak við
tyrkneska lýðveldið. Af tilefni yfir-
lýsingar yfirhershöfðingja síns um
komandi „útrýmingarherferð"
gegn PKK sagði Demirel: „Við lát-
um aldrei af hendi svo mikið sem
handarbreidd af landi okkar."
Viðleitni Tyrkja til að gera allt
Tyrkland tyrkneskt hefur hinsveg-
ar ekki tekist „betur' en svo að
Kúrdar í Tyrklandi em nú þjóðem-
issinnaðri en nokkm sinni fyrr.
Þeir eru að sumra ætlan um 12
milljónir í landinu (af um 57-58
millj. íbúa alls) og vegna ný-
nefndra herleiðinga dreifðir um
allt land. Lfldegt er að stríð þeirra
og Tyrkja fari harðnandi og vegna
mikillar dreifingar beggja þjóða em
horfur á að þess gæti í vaxandi
mæli í Tyrklandi utan tyrkneska
Kúrdistans og víðar, ekki síst í Evr-
ópu og þá helst í Þýskalandi. Með
hliðsjón af því, að Kúrdar á grann-
svæðum Tyrklands í íran, írak og
Sýrlandi em e.t.v. um tíu millj., er
ekki fyrir það að synja, að fram-
hald stríðs þessa gæti orðið slíkt
uppnám í ríkjum þessum fjómm
að það leiddi til upplausnar þeirra
sumra og vemlegra breytinga á
landamærum þeim, sem ákveðin
vom í þeim heimshluta í lok
heimsstyrjaldarinnar fyrri.
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Fóstrur eða fólk með uppeldismenntun óskast til starfa á
neðangreindan leikskóla:
Rofaborg v/Skólabæ, s. 672290.
Nánari upplýsingar gefur viðkomandi leikskólastjóri.
Dagvist barna
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277.
í MUTTLáUn rmtt )
uos ”JÍ L uos/
l lÍRÁÐ J
Llk PKK-peshmerga sem Tyrkjaher drap.
Oskum landsmönnum gleði og friðar
á nýju ári
Þökkum samskiptin á liðnu ári!
íí
Sparisjóðurinn í Keflavík
Óskum landsmönnum gleði og friðar
á nýju ári
Þökkum samstarf og viðskipti
á liðnum árum.
PÓSTUR OG SÍMI