Tíminn - 04.01.1994, Síða 14
wwilllw
14
Gubjon Baldvin
Ólafsson
forstjóri
Fæddur 18. nóvember 1935
Dáinn 19. desember 1993
Guðjón B. Ólafsson, afi minn,
hann var gó&ur maður. Hann
var duglegur maður. Hann starf-
aði að minnsta kosti í Sambandi
íslenskra samvinnufélaga, Frí-
múrurum og Samband of Ice-
land.
Hann var góður í skapi. Hann
hjálpaði mér nijög mikiö í lífinu.
Og hann var mjög gjafmildur.
Hann var mér mjog mikið í líf-
inu. Hann gerði mjög mikið fyr-
ir mig. Hann var og er okkur
mikils vifði. Sem dóttursonur
hans heföi ég viljað að hann
heföi ekki dáið. Ég hefði viljað
að hann hefði lifað yfir jólin.
Bara aðeins yfir jólin.
I’að væri þó miklu, miklu betra
ef honum hefði batnað. En það
gerðist, að hann andaðist á
sjúkrahúsi í Bandaríkjunum.
Það þykir mörgum leitt, til
dæmis Asgerði systur Guðjóns,
Bryndísi dóttur Guðjóns, Lúlú
konu Guðjóns, Ásu dóttur Guð-
jóns, Brynju dóttur Guðjóns,
Jenna syni Guðjóns og Ólafi
Kjartani syni Guðjóns.
Mér þótti mjög vænt um afa
minn. Hann gaf mér lífið, hann
gaf mér ást. Mér þykir jafn vænt
um hann og honum þótti vænt
um mig.
Ólafur Friðrik Magnússon,
10 ára
Guðjón B. Ólafsson, fyrrverandi
forstjóri Sambandsins, andaðist
þann 19. desember s.l. eftir lang-
varandi veikindi.
Ætt Guðjóns og uppruna ætla
ég ekki að rekja hér. Þar þekkja
aðrir betur til, en mig langar aö
minnast hans með nokkrum
orðum vegna kynna okkar og
samstarfs, er hófst fyrir rúmum
tuttugu árum.
Ég hitti Guðjón fyrst áriö 1972,
er ég sem starfsmaður Iðnaðar-
deildar Sambandsins á Akureyri
átti fund meö forstjóra og fram-
kvæmdastjórn fyrirtækisins á
Akureyri til að yfirfara iðnrekst-
urinn, sem á þeim tíma var mjög
umfangsmikill. Guðjón var þá
framkvæmdastjóri Sjávarafurða-
deildar Sambandsins, en hafði
greinilega mikinn áhuga á því
starfi sem fram fór á sviði iðnað-
arins, ekki síst útflutningsfram-
leiðslunni.
Dagleg samskipti okkar voru
hinsvegar lítil á þessum tíma,
þar sem starfssvið okkar skömð-
ust ekki. Tveimur ámm síðar,
eða 1974, var ég ráðinn til sér-
stakra tímabundinna starfa fyrir
stjórn Iceland Products Inc. í
Bandaríkjunum og í tengslum
við mikil samskipti fyrirtækisins
og Sjávarafurðadeildar hófust
okkar fyrstu raunverulegu
kynni, ekld síst eftir að ákveðið
var að hann kæmi til starfa sem
forstjóri Iceland Products árið
1975. Guöjón átti þar árangurs-
ríkan starfsferil í 11 ár og árið
1985 var hann ráðinn til starfa
sem forstjóri Sambandsins. Tók
hann við því starfi rúmu ári síð-
ar eða 1986.
Þau árin, sem Guðjón og Lúlu
bjuggu í Bandaríkjunum, átti ég
MINNING
oft erindi vesmr um haf vegna
þess starfs er ég þá gegndi við
flutningaþjónustu. Kom ég
nokkmm sinnum á heimili
þeirra í þeim ferðmn og átti með
þeim ánægjulegar samveru-
stundir. Guðjón fylgdist með
því sem var að gerast á íslandi,
haföi ákveðnar skoðanir á því
sem gerðist eða ekki gerðist, og
lét þær óhikaö í ljós. Hugur hans
stefndi greinilega heim aftur, en
skiljanlega hefur ákvöröunin
um aö flytja verið erfið, þegar að
henni kom, þar sem fjölskyld-
imni leið vel fyrir vestan haf og
árangur hafði verið góður í
áhugaverðu starfi.
Síðustu fimm ár var samstarf
okkar fyrst og fremst á sviði vá-
trygginga, en Guðjón átti sæti í
stjórnum Samvinnutrygginga
og Líftryggingafélagsins And-
vöku frá árinu 1988. Hann var
strax fylgjandi hugmyndum um
breytingar á starfsskipulagi fé-
laganna og samstarfi við Bruna-
bótafélagið um stofnun VÍS og
Líftryggingafélags íslands hf. í
þeim tilgangi að sameina og efla
vátryggingastarf stofnfélaganna.
Guðjón varð síöan formaður
stjórna Samvinnutrygginga og
Andvöku og varaformaður stjór-
na VÍS og Líftryggingafélags ís-
lands við stofnun þeirra. Hann
var alla tíð áhugasamur um að
fylgja eftir þeim markmiðum,
sem lágu til grundvallar stofnun
þessara félaga, og tók virkan þátt
í stefnumörkun og ákvarðana-
töku í stjórnum þeirra meöan
heilsa leyfði.
Þrátt fyrir að veikindi væru far-
in að skerða starfsþrek og gera
Guöjóni illkleift að sinna því
sem hugur hans stóð til, heyrði
ég hann aldrei kvarta. Hann bar
erfiðleika sína ekki á borð fyrir
aðra, en ræddi þó opinskátt og
hreinskilið um sjúkdóminn og
baráttu sína við hann, ef svo bar
undir.
Nú, þegar leiðir skilja, vil ég
þakka Guðjóni öll störf hans í
þágu þessara félaga. Ég þakka
honum samstarfið um að láta
verða að veruleika þá framtíðar-
sýn, er við áttum sameiginlega
um öflug innlend vátryggingafé-
lög er byggja á löngu og farsælu
starfi stofnfélaganna, sem í stað
þess að eyða púðrinu í innbyrðis
samkeppni ákváðu að snúa bök-
um saman til aö ná betri árangri.
Við Haffý sendum Lúlú og fjöl-
skyldunni allri innilegar samúð-
arkveðjur og biðjum góðan Guö
aö styrkja þau í erfiðum ástvina-
missi.
Axel Gíslason
Hann opnaði bílgluggann og
bauð mér far. Hann vissi hvert
ég var aö fara ojg að viö áttum
stutta samleið. Eg þáði farið og
þannig hófst sú langa samleið
sem við áttum. Þetta var fyrir
þrjátíu árum og þó tveimur
mánuðum betur. Guöjón var þá
tæpra tuttugu og átta ára að
aldri, beinvaxinn og stæltur,
maður sem sá enga ástæðu til að
opna garöshlið sem hægt var að
stökkva yfir, glaðvær og fullur
áhuga á öllu því sem kom starf-
inu við og sjáJfsagt mörgu öðru,
þó aö ég vissi minna um það. Og
nú er Guðjón allur, langt um
aldur fram.
Þetta var ekki í fyrsta sinn að ég
sá Guöjón. Við höfðum fyrr átt
orðaskipti, en í þessari stuttu
ökuferð varð mér ljóst hvern
mann hann hafði að geyma.
Dugnaöur og áhugi voru mest
áberandi í fari hans, ásamt
hjálpsemi og góðvild, hrein-
lyndi og drengskap. Síðar varð
mér það ennþá betur ljóst að
hann kom jafnan til dyranna
eins og hann var klæddur, við
hvern sem við var að eiga. Þó að
þaö sé mikill kostur er því ekki
að leyna að síðar á lífsleiðinni
varð Guðjóni þetta oft þungt í
skauti.
Skömmu eftir þetta fór Guðjón
til starfa sem framkvæmdastjóri
Lundúnaskrifstofu Sambands-
ins. Af starfi hans þar bárust þær
fréttir einar að þegar ráða þurfti
nýjan framkvæmdastjóra að
Sjávarafurðadeild Sambandsins
með stuttum fyrirvara síðla vetr-
ar 1968, var valið auðvelt. Guð-
jón var framkvæmdastjóri Sjáv-
arafurðadeildar í nærri sjö ár,
uns hann lét undan þrýstingi
um að taka að sér forystu í Ice-
land Seafood Corp. í Bandaríkj-
unum.
Guðjón tók til starfa í Sjávaraf-
urðadeild í djúpri kreppu í sjáv-
arútvegi og raunar þjóölífinu
öllu. Síldin hvarf og þaö varð
aflabrestur á þorskveiðum, jafn-
hliða miklu verðfalli. Þessu fylg-
di fólksflótti úr landi. Kreppan
kom harðar niöur á Sjávaraf-
urðadeild Sambandsins og þeim
fyrirtækjum, sem framleiddu
fyrir hana, en almennt gerðist.
Astæöa þess verður ekki rakin
hér. En þetta varð til þess að
geröar voru skipulagsbreytingar
í starfsemi Sjávarafurðadeildar,
hún varð sjálfstæðari en aðrar
deildir Sambandsins og starfaði í
nánari tengslum við framleið-
endur. Við þetta hófst mikill
uppgangur í starfsemi deildar-
innar.
Á sjöunda áratugnum snerist
þjóðlífið um síld, allt þar til síld-
in hvarf haustið 1967. Þá varð
ófyllt skarð í atvinnulífinu. Á
sOdarámnum sat margt annað á
hakanum í sjávarútvegi, meðal
annars frystihúsin, sem áttu örð-
ugt meö að halda í horfinu,
hvaö þá að sækja verulega fram.
Það átti ekki síst við um frysti-
hús á vegum Sjávarafurðadeild-
ar, sem mörg vom á aðal síldar-
svæðinu á Austur- og Norðaust-
urlandi, en þau voru mörg um
það bil að verða ónothæf í þann
mund að síldin hvarf. Um þetta
leyti vom kröfur um vömmeö-
ferð og hollustuhætti líka að
aukast og jók þaö á vanda þess-
ara gömlu og úreltu húsa. Á
sama hátt snerist útgeröin að
mestu um sOdina og leið meira
en háifur annar áratugur frá því
að skuttogarar komu fram á
sjónarsviðið þangaö til sú tækni
náði hingað til lands. Ný ríkis-
stjórn, sem mynduð var í júlí-
mánuði 1971, hafði endurbygg-
ingu frystiiðnaöarins og fiski-
Þri&judagur 4. ján'úár 1994
skipaflotans að forgangsverkefni
og kom það í hlut sjávarútvegs-
ráðherra að leiða það verkefni,
meðal annars með útvegxm fjár-
magns. En það þurfti fleira til en
stjómvaldsaðgerðir og átti Guö-
jón drjúgan hlut í þeim stórstígu
framfömm sem urðu á næstu ár-
um, ekki síst í því að stýra end-
uruppbyggingunni í þann far-
veg að íslenskur frystiiðnaður
kæmist í fremstu röð í heimin-
um, en þar hefur hann verið síð-
an, þó að nú sé fast að honum
sótt.
Á þessum áram ávann Guðjón
sér traust langt út fyrir raðir
samverkamanna sinna, við-
skiptavina og keppinauta og átti
hann margra kosta völ, en kaus
að starfa áfram á sama vettvangi.
En svo fór að hann lét undan
þrýstingi í ársbyrjun 1975 að
fara vestur til Bandaríkjanna og
gerast forstjóri Iceland Seafood
Corporation, sem þá hét reyndar
Iceland Products Inc., en ég kýs
að nefna það nýrra nafninu.
Bandaríkjamarkaður er erfiður
viðfangs og má lítið út af bera.
Það hafa mörg fyrirtæki, bæði
bandarísk og erlend, fengiö að
reyna. Iceland Seafood hafði
nokkm áður reynt fyrir sér um
nýja markaössetningu, sem fólst
meðal annars í því að slíta í
sundur framleiðslustarfsemina
og markaðssetninguna og var
það í samræmi við kenningar í
rekstrarfræðum á þeim tíma.
Þessi tilraun tókst ekki og þó að
nokkur tími væri liðinn átti fyr-
irtækið í erfiðleikum með að ná
sér á strik að nýju, og kom raun-
ar fleira til.
Viðskiptabanka Iceland Se-
afood Corp. leist ekki alltof vel á
blikuna, þegar Guðjón kom
vestur og byrjaði feril sinn á því
að eyða fé í að laga til í fyrirtæk-
inu, ytra sem innra, og planta
blómum. Hann var kallaöur á
teppiö, en honum tókst að sann-
færa bankann um að hann væri
á réttri leið. Og á undra skömm-
um tíma breytti fyrirtækið um
svip, ekki eingöngu í útliti, af-
koman varð viðunandi á
skömmum tíma og síðar mjög
góð. Og innan skamms hafði
fýrirtækið tileinkaö sér alla nýj-
ustu tækni á sínu sviði, og raun-
ar haft forgöngu um áður
óþekkta tækni, og unnið sér það
traust sem nauösynlegt var til
þess að halda velli á þessum erf-
iðasta markaði heims og leggja
grunn að markvissri sókn til
langrar framtíðar. Þrátt fyrir að
Iceland Seafood væri smátt fyrir-
tæki á bandarískan mælikvarða,
leið ekki á löngu uns Guöjón
varð þekktur í bandarísku við-
skiptalífi og raunar meðal allra
þeirra sem fengust við fiskvið-
skipti að einhverju marki um all-
an heim. Mér er til efs að meira
orð hafi nokkurn tíma farið af
nokkmm íslendingi í viðskipt-
um á alþjóöavettvangi.
Það var mikið átak að slíta sig
frá þessu, þegar til orða kom að
hann gerðist forstjóri Sambands
íslenskra samvinnufélaga. Guð-
jón B. Ólafsson sjálfur og Ice-
land Seafood höfðu á vissan hátt
tvinnast saman, þannig að ekki
varð auðveldlega sundur slitiö,
eins og greinilega kom í Ijós,
þegar hann fór þaðan, og kom
það víöar niður en réttmætt var.
En það er til marks um þá virð-
ingu og vinsældir, sem hann
naut í fyrirtækinu, að nú, meira
en sjö ámm eftir að hann hvarf á
braut, óskaði starfsfólkið eftir
því aö haldin yrði minningarat-
höfn um hann áður en jarðnesk-
ar leifar hans yrðu fluttar til ís-
lands. Árið 1986 var ennþá full
þörf fyrir Guðjón fyrir vestan,
en hins vegar vom margir þeirr-
ar skoðunar að þörfin fyrir
starfskrafta hans hér heima væri
brýnni. Og Guðjón varð viö kall-
inu að koma heim.
Ég hygg að langur tími líöi áður
en menn átta sig til fulls á því
sem gerðist í Sambandi ísl. sam-
vinnufélaga áður og eftir að
Guðjón kom heim. Enn sem
komið er veldur það því að erfitt
er að meta síðustu ár starfsævi
hans og skipa honum sess í sög-
unni. Þab verður auðveldara,
þegar horft verður yfir sviöið úr
meiri fjarlægð. En þegar kapp
var lagt á að fá Guðjón til þess að
koma heim, var það vegna þess
að mörgum var ljóst að þörf var
ferskrar forystu. Margir telja að
Sambandið hafi ekki getab lifaö
við jákvæða raunvexti og í þeim
hafi fall þess verið falið. Þetta er
mikill misskilningur. Það er ab
vísu rétt að sveiflan frá neikvæö-
um raunvöxtum til óeðlilega
hárra raunvaxta var öllu at-
vinnulífi þung í skauti, Sam-
bandinu einnig. Mörg fyrirtæki