Tíminn - 17.03.1995, Page 4
4
Föstudagur 17. mars 1995
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: |ón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf.
Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Stjórnlaust rekald
Ekki er meö öllu ljóst hvort ríkisstjórnin hefur stefnu í
hafréttarmálum og þá sér í lagi þeim atriðum sem
snerta fiskveiðar á úthöfum. En sé svo, þá eru stefnurn-
ar fleiri en ein og misvísandi, sem er miklu verri stjórn-
arstefna en engin.
Utanríkisráðherra og sjávarútvegsráðherra greinir
svo illilega á um afstöðu til úthafsveiða og hafréttar-
mála þeim tengdum, að þeir eru farnir að skaöa þjóðar-
hagsmuni. Sérstaklega vegna þess að þeir gefa báðir út
yfirlýsingar, sem stangast á í öllum aðalatriðum.
Afstaða þeirra í deilu Kanadamanna og Spánverja
vegna töku togara við smáfiskadráp á Miklabanka er
gjörólík og báðir keppast þeir við að gera lítið hvor úr
öðrum á opinberum vettvangi. Þorsteinn Pálsson sakar
Jón Baldvin Hannibalsson um undirferli og að halda
upplýsingum leyndum fyrir samráðherrum og sérstakri
stjórnskipaðri nefnd, sem fjalla á um mál tengd hafrétti
og úthafsveiðum. Jón Baldvin telur aftur á móti að yfir-
lýsingar Þorsteins um að taka einarða afstöðu með Kan-
adamönnum og að samþykkja töku þeirra á togara á al-
þjóðlegu hafsvæði muni skaða íslenska hagsmuni á Bar-
entshafi.
Þegar þetta er skrifað hefur forsætisráðherra ekkert
látiö uppi um sína afstöðu og lætur fagráðherra sína at-
ast hver við annan og boða gjörólík sjónarmið í einu
mesta hagsmunamáli þjóðarinnar.
Alvarlegast er samt að með þessum vinnubrögðum
skaða ráðherrarnir álit þjóðarinnar út á við, þar sem rík-
isstjórnir, sem ekki bera gæfu til að vera samstíga í við-
kvæmum utanríkismálum, eru ekki taldar marktækar.
Það er eins gott að kjörtímabilið er senn á enda, svo
að von er til að ráðherrar Davíðs Oddssonar fari að láta
af þeirri iðju sinni að skaða hagsmuni þjóðarinnar með
sundurlyndi og stráksskap.
Raunar hefur hver höndin verið upp á móti annarri í
því stjórnarsamstarfi íhalds og krata sem senn er á
enda. Sátt hefur ekki verið um eins veigamikið mál og
það, hvort sækja beri um aðild að ESB eða ekki. Þar-
stefna stjórnarflokkarnir sitt í hvora áttina, eins og í
fiskverndar- og hafréttarmálum og fleiri málefnum
sem skipta sköpum í stefnumörkun til framtíðar.
Afstaðan til deilu Spánar og Kanada er viðkvæm og er
fráleitt að afgreiða málið með flumbrugangi og fljót-
færni. Verið er að bera saman veiðar Spánverja á smá-
fiski úr stofnum í útrýmingarhættu og veiðar íslend-
inga á þorski úr stórum og styrkum stofni í Smugunni.
Þetta er ekki með öllu sambærilegt og er því vel hægt
að styðja málstað Kanada án þess að gefa eftir rétt okk-
ar til að veiða í Smugunni. Þá ber vel að gæta að lang-
tímahagsmunum okkar í Síldarsmugunni og á Reykja-
neshrygg utan lögsögunnar.
Sem strandríki hljóta íslendingar að verja rétt til af-
skipta af rányrkju og veiðum á stofnum í útrýmingar-
hættu, sem ganga inn og út úr lögsögu strandríkja. Því
er mikill ábyrgðarhluti ab taka einhliða afstöðu með
ESB í deilunni við Kanada, og raunar fráleitt þegar litið
er til langtímahagsmuna.
Þessi mál átti að ræba í ríkisstjórninni og ná sam-
komulagi þar um málsmeðferð áður en neinar opinber-
ar yfirlýsingar voru gefnar út. En lánlaus og stefnulaus
ríkisstjórn ber ekki gæfu til slíks, heldur kjósa ráðherr-
arnir að skaða álit og hagsmuni þjóðarinnar með inn-
byrðis deilum og auglýsa um allan heim að ísland sé
eins og stefnulaust rekald í afstöbu til þeirra mála sem
framtíð þeirra byggist á.
„Finnlandíseraður" rábherra
Jón Baldvin Hannibalsson, utan-
ríkisráöherra íslenska ríkisins, er
nú kominn á kaf í kosningabar-
áttuna og í gær var hann í versl-
uninni Bónus í Reykjavík aö telja
fólki trú um að hinar og þessar
vörur myndu lækka gríðarlega,
bara ef viö gengjum í ESB. Þetta
baráttumál Jóns Baldvins Hanni-
balssonar er raunar orðiö vel
þekkt og í sjálfu sér ekkert við því
að segja á meðan hlutunum er
haldið innan eðlilegs ramma, þ.e.
að draumurinn um ESB-aðild sé
fyrst og síðast kosningamál krata,
en hafi ab öðru leyti ekki mikil
áhrif á framgang þjóblífsins. En
því miður virbist svo ekki vera.
Enn er deilt í
ríkisstjórn
Úthafsveibideila er nú komin
upp í ríkisstjórninni éina ferðina
enn og er tilefnib að þessu sinni
afstaðan til rányrkju Spánverja á
grálúðunni á Miklabanka rétt ut-
an 200 mílna lögsögu Kanada.
Jón B. Hannibalsson hefur ekki
viljað taka undir sjónarmið Kan-
adamanna, hvorki meö formleg-
um né óformlegum hætti, og
raunar hefur hann hneigst til að
taka upp hanskann fyrir ESB í
þessu máli. Ástæður hans fyrir
þessari afstöðu eru sagðar tvær.
Önnur er að veiðar Spánverja séu
hlibstæðar veiðum Islendinga í
Smugunni og því þjóni það ís-
lenskum hagsmunum að styðja
ESB. Hin er að viðskiptasambönd
og tengsl vib ESB séu svo mikil-
væg ab vafasamt sé aö fara ab
styggja bandalagið með vafasöm-
um stubningsyfirlýsingum við
Kanadamenn.
Búið er ab svara í nokkub ítar-
legu máli á öðrum vettvangi,
bæði hér í blaðinu og annars stab-
ar, hvernig veiðar íslendinga í
Smugunni eru í grundvallaratrið-
um frábrugðnar þeim gjöreyðing-
arveiðum sem Spánverjar stunda
á Miklabanka. Annars vegar er
svæði þar sem stofn er í upp-
GARRI
sveiflu og fiskur veiddur meb sið-
menntuðum hætti og ágreining-
ur er um skiptingu kvótans. Hins
vegar er svæði þar sem búiö er að
rústa þorskstofninn og grálúðan
að hruni komin, og notabar eru
villimannlegar veiðiaðferðir qg
samkomulög um kvóta og sókn-
arstýringu þverbrotin af þeim,
sem þrátt fyrir allt höfðu fengið
kvóta á svæðinu.
Bónusferö helgi-
athöfn?
En það er þó hin röksemdin hjá
utanríkisráðherranum sem truflar
svefninn hjá Garra. ísland er ekki
hluti af ESB og lýtur ekki pólit-
ískri stjórn þess. Engu að síður
viröist utanríkisráðherra lýbveld-
isins vera í þannig tilfinninga-
tengslum við ESB, að ákvarðanir
hans í utanríkismálum miðast við
að styggja ekki herrana í Brussel.
Návist og mikilfengleiki ESB eru
með öbrum oröum stórkostlegir
áhrifavaldar um utanríkisstefnu
þá, sem stunduð er í utanríkis-
ráðuneytinu og trúlega verður að
líta á Bónusferð ráðherrans í gær
sem helgiathöfn þar sem Brussel
var blótað. Utanríkisstefna ís-
lands er því aðeins að takmörk-
uðu leyti utanríkisstefna sjáf-
stæbrar þjóðar og er helst hægt að
líkja henni vib utanríkisstefnuna,
sem Finnland bjó við á meðan
Sovétríkin voru upp á sitt besta.
Þá hét þetta „finnlandísering" og
Garri man nú ekki betur en að
einmitt sjálfur utanríkisráöherr-
ann núverandi, Jón B. Hannibals-
son, hafi talað frekar niðrandi um
slíkt fyrirbæri. Finnlandísering ís-
lenskrar utanríkisstefnu virðist
hins vegar vera orðin staðreynd,
þegar ákvarðanir rábherrans mið-
ast við ab styggja ekki hetjur hans
í Brussel. Garrí
Auglýsingavor
Fyrir frambjóðendur, sem ferb-
ast um á daginn og líta inn á
vinnustaði og eru á fundum á
kvöldin, verður kosningabarátt-
an í gegnum fjölmiðlana líkt og
fjarlægur niður. Það þýðir ekki
ab spyrja slíka menn hver hafi
unnið stóra sigra í sjónvarpi,
eða hvernig þetta og hitt einvíg-
ið hafi komið út. Þeir sjá minnst
af Jrví.
I stab þessa koma ótal samtöl
við fólk sem stundar vinnu sína,
ef það hefur atvinnu á annað
borð, sem ekki er sjálfgefið nú
til dags. Það fer ekki hjá því að
slíkt gefur snertingu við þau
vandamál sem uppi eru.
Vor í lofti?
Kannanir og
veruleiki
Framsóknarmenn á Austur-
landi létu spyrja í Gallupkönn-
un eftir því hvað viökomandi
álíti að væri mál málanna í
næstu kosningum. Um 60% ab-
spurbra nefndu atvinnumál, en
um 27% samgöngumál sem
komu í næsta sæti. Atvinna og
samgöngur eru því það sem
brennur á fólki í þessum lands-
hluta.
Önnur mál koma þar langt á
eftir.
Þessi könnun kemur nokkuö
heim við það hljóð, sem er í
fólki á vinnustöðum í þessum
landshluta. Auk atvinnumál-
anna minnist fólkið að sjálf-
sögbu á lág laun og háan fram-
færslukostnað í ýmsum grein-
um.
Ég sá það nýlega í Morgun-
blaðinu að Davíð Oddsson er að
auglýsa fundaferð um allt land
undir því kjörorði að það sé vor
í lofti og mesta jafnvægi og
stöðugleiki í efnahagsmálum
Á víbavangi
sem verið hafi um langt skeib.
Þab fer ekki mikið fyrir vorinu
hans Davíös Oddssonar í bók-
staflegum skilningi þessa dag-
ana. Mér finnst einhvern veg-
inn að fólk trúi ekki á efnahags-
voriö hans heldur. Fólki finnst
að vor, sem er búið til á auglýs-
ingastofum fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn, sé ekkert vor. Fólk
berst viö lágu launin, hefur
áhyggjur af minnkandi fisk-
veiðiheimildum og skilur full-
komlega samhengið á milli
þeirra og atvinnuöryggisins.
Svo er barist við afborganir af
húsbréfunum, við að borga ljós
og hita og til að styðja ungling-
ana til náms jafnvel þegar á
framhaldsskólastigi. Nú eru
krakkarnir komin heim í kenn-
araverkfallinu, jafnvel þótt þau
séu búin að borga dýra húsa-
leigu til vors í fjarlægum lands-
hlutum. Þetta er sá veruleiki
sem við blasir nú um miðjan
mars. Efnahagsvorið er víbs
fjarri. Það er áreiðanlega búiö til
við palisanderskrifborö í Valhöll
af auglýsingamönnum í bláum
blazerjökkum undir stjórn
Kjartans Gunnarssonar.
Heimur skemmti-
ferðaskipanna
Skemmtiferðaskip, sem sigla
um höfin með ríkt fólk, geyma
glæsilegar vistarverur og vibur-
gjörning í mat og drykk. Þau eru
sérstakur heimur þar sem fólk er
ekki truflað af lífsbaráttunni.
Heimur þeirra, sem guma af því
ab nú sé vor í lofti og skreyta
kosningaskrifstofur sínar með
plastsólum, er líkur veröld
skemmtiferbaskipanna. Þetta er
í fullu samræmi við það bil sem
orbið er á milli hinna efnubu og
hinna sem minna hafa.
Það er ljóst að vorið kemur í
bókstaflegum skilningi, þótt fátt
minni á það þegar þetta er ritað.
Efnahagsvorib kemur hins veg-
ar ekki nema verði leysing þann
8. apríl. Það er mín sannfæring.
Jón Kr.