Tíminn - 17.03.1995, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.03.1995, Blaðsíða 15
Föstudagur 17. mars 1995 ŒÍWltlltt - ALÞINGISKOSNINCARNAR 1995 15 NORÐURLAND EYSTRA Frá sundlauginni á Akureyri. Hefðbundin kosningamál st j órnmálaflokkanna Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara Tímans á Akureyri: Óveöur og ófærö setja mestan svip á kosningabaráttuna í Norö- urlandskjördæmi eystra. Fram- bjóöendur hafa oröiö aö aflýsa fundum, þar sem vegir lokast stööugt vegna snjókomu og skafrennings. Kosningabaráttan hefur því hingað til meira fariö fram frá framboðs- og kosninga- skrifstofum flokkanna á Akur- eyri og á nokkrum öörum þétt- býlisstöðum, auk þess sem sím- inn er óspart notaður til kosn- ingaundirbúnings. Þótt aöeins séu rúmar þrjár vikur til kosninga, ber lítiö á á- tökum á milli framboösaðila. Ef til vill má rekja þaö til ótíðarinn- ar og þess aö ekki hefur gefist tóm til mikilla fundahalda. Út- gáfumál eru einnig skammt á veg komin og engin kosninga- blöö hafa enn litib dagsins ljós. Þróun undanfarinna ára sýnir að kosningabaráttan er alltaf ab styttast; hin eiginlega barátta hefst nú nær kjördegi en áöur var og má vera aö ljósvakamiöl- arnir eigi þar nokkum þátt, því endasprettur kosningaundir- búnings á sér nú undantekn- ingalítið staö á öldum þeirra. Þjóövaki ekki í stjórnarsamstarf meb Sjálfstæ&is- fiokknum Þjóbvaki hóf kosningabarátt- una meö kynningarfundi fyrir nokkru og síöan meö kosninga- rábstefnu í Kjarnalundi vib Ak- ureyri. Málflutningur Jóhönnu Siguröardóttur og Svanfríðar Jónasdóttur, sem skipar fyrsta sæti framboöslista Þjóövaka á Norðurlandi eystra, er einkum á þann veg aö jafna beri afkomu fólks, auk þess sem þær segjast vera aö brjóta gamla flokkakerfiö upp. Þá leit yfirlýsing, þess efnis aö Þjóðvaki færi ekki í stjórnar- samstarf með Sjálfstæöisflokkn- um, dagsins ljós að kosningaráb- stefnunni lokinni. Jóhanna Sig- uröardóttir sagði í samtölum á Akureyri að sá flokkur bæri nú á- byrgb á fjögurra milljaröa króna víxli vegna nýgerðra kjarasamn- inga — samninga sem ekki sköp- uöu aukinn jöfnuö í þjóðfélag- inu. Kvennalistinn vili í ríkisstjórn Kvennalistinn býöur nú fram í Norburlandskjördæmi eystra undir forystu Elínar Antonsdótt- ur, markaösfræöings. Þótt Elín hafi starfab aö málefnum Kvennalistans á undanfömum árum, hefur hún ekki verib odd- viti á framboðslista og telst því til nýrra andlita í kosningabar- áttunni. Málflutningur hennar ber einnig nokkub nýjan blæ, ef miö er tekiö af afstööu og mál- flutningi Kvennalistakvenna til stjórnarþátttöku á undanföm- um árum. Hún tekur skýrt fram aö Kvennalistinn eigi einskis aö láta ófreistaö til aö komast í rík- isstjórn. Hún segir óviöunandi ab stefnumál Kvennalistans séu notuö sem hagsmunatæki í kosningabaráttu, ef á milli kosn- inga sé hvorki vilji né nenna til þess að fylgja þeim eftir. Kosningabarátta Alþýbu- bandalagsins og óháöra er meb nokkub heföbundnu sniði. Odd- viti flokksins í Noröurlandskjör- dæmi eystra, Steingrímur J. Sig- fússon, beinir spjótum sínum fyrst og fremst aö ríkisstjórnar- flokkunum og þá einkum Sjálf- stæöisflokknum. Hann segir til- gang kosningabaráttunnar vera aö fella núverandi stjórnarmeiri- hluta og hefur meöal annars var- aö vib því að hugmyndir ýmissa sjálfstæbismanna um einkavæö- ingu séu langt í frá dauðar, þótt kappkostab sé aö flagga þeim lít- iö í kosningabaráttunni. Málefni landsbyggðarinnar em mjög á döfinni hjá alþýöubandalags- mönnum og óhábum í þessari kosningabaráttu, en í öðru sæti listans er Ámi Steinar Jóhanns- son, garðyrkjustjóri á Akureyri og-fyrrum frambjóöandi Þjóðar- flokksins í kjördæminu. Framsóknarmenn: baráttan snýst um að ná þremur þing- mönnum Kosningabarátta framsóknar- manna einkennist af því aö halda þremur þingmönnum í kjördæm- inu. í Gallupkönnun, sem birt var 18. febrúar síöastlibinn, mældist fylgi þeirra í Noröurlandskjör- dæmi eystra 39,3% atkvæba, sem nægir þeim til þess ab fá þrjá þingmenn kjörna, þrátt fyrir aö þingmönnum kjördæmisins fækki um einn vegna breyttra reglna um vægi atkvæöa á milli landshluta. Framsóknarmenn leggja nokkra áherslu á ab ná til einstakra starfshópa í kosninga- baráttunni og hafa boöað til funda um afmörkuö málefni á kosningaskrifstofu sinni í Gler- húsinu í innbæ Akureyrar. Guðmundur Bjarnason, oddviti framsóknarmanna í kjördæminu, segir áhersluna vera á eflingu at- vinnulífs og jöfnun lífskjara. Ráö- ast veröi gegn atvinnuleysi og beita skattkerfisbreytingum til þess að jafna aöstöðu fólks. Sjálfstæðisflokkur- inn treystir á vin- sældir Halldórs Blöndal Sjálfstæöismenn heyja kosn- ingabaráttuna meö hefðbundn- um hætti. Þeir hafa opnaö kosn- ingaskrifstofu í Glerárgötu á Ak- ureyri, en lítið hefur veriö um al- menn fundahöld til þessa. Halldór Blöndal, landbúnabar- og samgöngurábherra, leibir framboöslista flokksins, en hann hefur af mörgum veriö talinn standa sig vel í störfum ráðherra.. Halldór hefur veriö önnum kaf- inn viö rábherrastörf fram til þessa og því veriö minna á vett- vangi en abrir frambjóðendur. Eins og títt er um flokka í sitjandi ríkisstjórnum, leggja sjálfstæðis- menn einkum áherslu á verk sín í ríkisstjórn og boöa áframhald- andi stjórnarsamvinnu takist samstarfsflokkunum ab halda meirihluta þingmanna. Trúlegt er ab sjálfstæðismenn í Noröur- landskjördæmi eystra herbi rób- urinn þegar nær dregur kosning- um, þar sem annar þingmaöur þeirra, Tómas Ingi Olrich, er í fallhættu samkvæmt skoöana- könnunum. Kosningabarátta þeirra miöast vib aö halda tveim- ur þingmönnum á sama hátt og framsóknarmenn berjast fyrir þremur mönnum. Kosningabar- áttan í Noröurlandskjördæmi eystra mun því einkum veröa á milli þessara tveggja flokka; á milli Tómasar Inga Olrich og Jó- hannesar Geirs Sigurgeirssonar, þriðja mannsins á lista Fram- sóknar. Al þýöuf I okku ri n n: klofningurinn setur svip á kosningabar- áttuna Kosningabarátta Alþýðu- flokksins fer einnig af staö með hefðbundnum hætti. Eins og hjá Sjálfstæðisflokknum ber hún keim af undanfarandi stjórnar- þátttöku flokksins og einnig af þeirri staðreynd aö Jóhanna Sig- uröardóttir hefur klofið sig frá Alþýðuflokknum og stofnað Þjóðvaka. Ljóst er aö fyrrum samherjar munu berjast um hylli kjósenda í þessu kjördæmi og þá einkum um fylgi Alþýbu- flokksins frá síbustu kosningum. Til þessa hefur aöeins oröiö vart heföbundinna áherslu- atriöa í stefnu Alþýbuflokksins í kosn- ingabaráttunni í Noröurlands- kjördæmi eystra, og má gera ráö fyrir ab kosningabarátta flokks- ins gangi út frá því aö halda utan um fyrra fylgi og verja þaö fyrir ágangi frá frambjóö endum Þjóövaka. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.