Tíminn - 17.03.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.03.1995, Blaðsíða 8
8 mmz_z.__ wtmmm Föstudagur 17. mars 1995 Glæsileg landkynning í nýjasta tölublabi Hello! er fimm blabsíbna kafli um Vigdísi Finnbogadóttur, for- seta íslands, í máli og mynd- um. Bresku blabamennirnir lögbu land undir fót í janúar sl. og gefur nú ab líta afrakst- urinn, sem er sérlega glæsi- legur, fallegar myndir og hressilegt vibtal vib forset- ann. Hello! slær því upp í fyrir- sögn að Vigdís sé fyrsta konan til að verða kjörin forseti í lýð- ræðisríki og segir jafnframt að Vigdís hafi verið einna fyrst einhleypra íslendinga til aö ættleiða barn, Ástríði, áriö 1972. Þá leikur þeim hugur á að kynnast íslenskri þjóðar- skapgerö, feröamannaþjón- ustu o.fl. o.fl. Hello! er eitt alstærsta blaö sinnar tegundar í heiminum, með gríðariega útbreiðslu. Er vandfundin betri landkynn- ing fyrir Iand og þjóð en viðtal sem þetta, þar sem glæsilegasti fulltrúi íslendinga gengur fram fyrir skjöldu. Svör forsetans eru hispurs- laus og koma jafnvel íslend- ingum sjálfum svolítið á óvart á köflum. Sem dæmi má nefna að forsetinn viðurkennir að vera oft á síðasta snúningi í undirbúningsvinnu fyrir skyldustörf sín og segist vinna best undir álagi. Hún hælir landi og þjóð á alla lund, segir íslenska karlmenn bera mikla virðingu fyrir konum og þaö hafi aldrei truflab hana í starfi að hún sé kona. Þá er baráttan við að halda tungumálinu hreinu henni hugleikin, sem og umhverfismál, sérstaklega skógrækt. ■ Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Vigdís forseti í viötali viö hiö útbreidda tímarit Hello! Bláa iónib hefur löngum heillaö erlenda blabamenn og notubu Flello-menn tækifœrib og bábu Vigdísi og dóttur ab stilla sér upp vib Svartsengib. Vib Geysi. Vigdís og Astríbur, dóttir henn- ar, fyrir framan Þingvalla- kirkju. ■I. ' << V 'U" V ; A

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.