Tíminn - 17.03.1995, Blaðsíða 17

Tíminn - 17.03.1995, Blaðsíða 17
Föstudagur 17. mars 1995 WMÚnU - ALMNCISKOSNINCARNAW 1995 17 Gubmundur Bjarnason, 1. sœti á lista Framsóknarflokksins á Noröurlandi eystra: Stefnum á að halda þrem mönnum Hver er sérstaöa þítts framboös? Listi okkar framsóknarmanna á Noröurlandi eystra er skipaöur góöu fólki meö mikla reynslu úr öllum greinum atvinnulífsins auk ungs fólks sem stundar nám viö framhaldsskóla og háskóla. Góö samstaöa var um val á list- ann og þetta er samstæöur hóp- ur sem ætlar aö berjast fyrir því aö halda áfram þremur þingsæt- um í kjördæminu. Framsóknar- flokkurinn er frjálslyndur um- bótasinnaöur flokkur sem hefur félagsleg sjónarmiö að leiöar- ljósi. Viö teljum mikilvægt aö einstaklingurinn fái að njóta sín, annað hvort einn eöa í fé- lagsskap viö aðra og aö öllum sé tryggö viðunandi afkoma. Sam- félagsleg hjálp á að vera trygg þannig að allir eigi öruggan aö- gang að félagslegri þjónustu, heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Viö viljum að á íslandi búi sjálf- stæö fullvalda þjóö sem nýti sjálf auðlindir sínar, en eigi góö samskipti og frjáls viðskipti viö aðrar þjóöir því viö eru svo háö utanríkisverslun. Viö sem skipum þennan framboöslista munum vinna í þessum anda og í samræmi viö stefnu Framsóknarflokksins og erum staöráöin í aö láta gott af okkur leiöa fyrir kjördæmiö, landið og þjóöina. Hvert er helsta baráttumáliö? Þaö er aö tryggja aö fólk hafi næga atvinnu og viöunandi af- komu. Við þurfum aö brjótast út úr því atvinnuleysi sem er aö festa rætur í íslensku þjóðfélagi eftir fjögurra ára valdatíö Sjálf- stæðisflokks og Alþýöuflokks. Atvinna fyrir allar vinnufúsar hendur er markmiðið og aukin verömætasköpun er grundvöll- ur samhjálparinnar og velferö- arinnar. Meö markvissum að- geröum er hægt aö skapa at- vinnulífinu þau starfskilyrði að hagvöxtur aukist um 3% á ári, eöa svipað og gerist í nágranna- löndunum. Þaö má eyöa fjár- lagahallanum á kjörtímabilinu og skapa svigrúm upp á 4 til 5 milljaröa króna til lífskjarajöfn- unar, nýsköpunar í atvinnulífi og aukinna útgjalda til mennta- mála á síöari hluta kjörtímabils- ins. í lífskjarajöfnun felst m.a. aö endurreisa efnahag heimilanna, sem mörg hver eru skuldum vafin. Þaö þarf aö setja lög um greiðsluaðlögun, skuldbreyta, lengja lánstíma og lækka skuld- ir eða frysta um tíma meöan fólk leitar lausna á tímabundn- um erfiöleikum sínum, s.s. vegna atvinnuleysis og veik- inda. Þá þarf aö draga úr skatta- álögum á lágtekju- og meðal- tekjufólk með því aö hækka skattleysismörkin, vaxtabætur og barnabótaaukann. Til þess aö mæta kostnaði viö þessa kjara- jöfnun þarf aö breikka eigna- skattsstofninn og koma á fót fjármagnstekjuskatti, bæta skattheimtu og berjast gegn svartri atvinnustarfsemi og jafna meö því skattbyrðina. Þaö þarf aö örva fjárfestingar í at- vinnulífinu, m.a. meö skatta- ívilnunum, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga og þaö þarf aö leita samkomulags viö lífeyris- sjóðina um áhættufé til nýsköp- unar, þaö þarf aö breyta Byggöastofnun og fjárfestinga- lánasjóöunum og tryggja meö því aö fjármunum sé í meira mæli varið til hvers konar ráð- gjafar og þróunarstarfs. Hvaö varöar áherslur á menntamálin þá teljum viö aö styrkja þurfi tengslin milli menntunar og at- vinnulífs, fræösla um atvinnu- lífiö þarf aö vera virkari í fram- haldsskólum landsins og kenna á ungu fólki meira um atvinnu- rekstur og þátttöku í atvinnulíf- inu. Þaö er nauösynlegt að bæta starfskjör kennara og hækka grunnlaun þeirra. Grunnskól- inn á aö vera einsetinn og nem- endum á að gefast kostur á mál- tíðum og aöstööu til heima- náms og félagsstarfa í skólan- um. Við viljum ekki að nem- endur í framhaldsskóla taki þátt í rekstrarkostnaöi skólanna og viö viljum ekki heldur að skóla- gjöld í háskóla veröi til þess aö hrekja fólk frá námi. Breyta þarf lögum um LÍN á þann hátt að jafnrétti til náms sé tryggt og meira tillit tekið til aðstæðna námsmanna meðan á námi stendur. Mánaðargreiðsl- ur verði teknar upp aftur eftir fyrsta misseri og endurgreiðslu- hlutfalliö lækkaö. Þátt rann- sókna í skólastarfi þarf aö efla og leggja áherslu á mikilvægi endurmenntunar og fulloröins- fræöslu og möguleikana sem skapast hafa meö nýrri tækni til fjarnáms. Fjölmargt fleira mætti nefna en ég tel að þessi veröi að- alháhersluatriðin: Öflugt at- vinnulíf til að treysta velferöar- kerfið og endurreisn fjárhags heimilanna og styrking menntakerfisins. Þess vegna þarf aö fella núverandi ríkis- stjórn svo takast megi á viö þessi brýnu viðfangsefni. ■ Svanfríöur Inga Jónasdóttir, Þjóövaka Semjum okkur ekki frá loforbum Hver er sérstaöa þíns ftamboðs? Megintilgangur meö stofnun Þjóbvaka, hreyfingar fólksins, var ab sameina jafnaðar- og félags- hyggjufólk í eina öfluga fjölda- hreyfingu. Trú þeim tilgangi höf- um viö lýst því yfir ab vib munum ekki fara í stjórn meö Sjálfstæöis- flokknum eftir næstu kosningar. Viö höfum jafnframt skoraö á aöra flokka sem kenna sig viö jafnaöar- og félagshyggju aö gera slíkt hiö sama svo samstarf í næstu ríkisstjórn marki fyrsta skref í þá átt aö hér veröi til sam- fylking til vinstri andspænis sam- fýlkingu hægri manna, Sjálfstæö- isflokknum. Þjóövaki er því skýr valkostur þeirra sem vilja stuðla að uppstokkun í flokkakerfinu. Hvert er helsta baráttnmálið? Við viljum aö menntun hafi forgang á næstu árum og höfum sett fram skýr markmiö í þeim efnum. Menntun er grundvöllur nýrrar framfarasóknar í atvinnu- málum og betri lífskjara; mennt- un er forsenda menningar okkar og sjálfstæðis; menntun er svar viö atvinnuleysi og góöur skóli er góö fjölskyldustefna. Við viljum ná fram meira jafn- rétti í tekju- og eignaskiptingu og sporna viö söfnun auðs og valda á fáar hendur. Við viljum endurvekja trúnað milli stjórnmálamanna og fólks- ins og munum ekki semja okkur frá loforöum viö ykkur meö sam- starfi vib Sjálfstæöisflokkinn. ■ Afkoma Flugleiöa hefur ekki veriö betri síöan 1988: Nýtt félag um innanlandsflugib Flugleiöir vinna ab stofnun nýs flugfélags um innnanflugið og er reiknaö meb aö þab taki til starfa á þessu ári. Þetta er í samræmi vib fyrri ákvörbun félagsins aö skilja á milli rekstrar þess og ann- ars rekstrar félagsins vegna breyttra markabsaöstæöna sem fyrirsjáanlegar eru þegar sam- keppni veröur frjáls í inanna- landsfluginu áriö 1997. Þetta kom m.a. fram í ræöu Haröar Sigurgestssonar stjórnarfor- mannss Flugleiöa á aðalfundi fé- lagsins í gær þar sem lagt var til að greiddur yröi 7% aröur til hluthafa. A fundinum kom einnig fram að heildarhagnaöur af rekstri Flug- leiða á sl. ári var 624 milljónir króna og hefur afkoman ekki verib betri síöan 1988. Tvö undanfarin ár hefur veriö tap á starfsemi félagsins og t.d. var heildartap Flugleiöa árib 1993 um 188 milljónir króna. Á sl. ári fjölgaði farþegum um 17,2% og vom rúmlega milljón og hafa þeir aldrei verið fleiri. Gert er ráö fyrir fjölgun á þessu ári og em bókanir töluvert betri en á sama tíma í fyrra. Hagnaður af reglulegri starfsemi án fjármagnsliöa og skatta var 1.203 milljónir króna og rekstrar- hagnaður því um 8% af veltu. Rekstrartekjur vom rúmlega 14,7 milljaröar króna og hækkuöu um 10% frá fyrra ári. Rekstrargjöld fé- lagsins vom hinsvegar 13,5 millj- arbar króna og hækkuöu um 7% á milli ára í samræmi við aukin um- svif. í árslok í fyrra námu heildar- skuldir Flugleiöa 17,5 milljöröum króna og höfðu þá lækkað um 3 milljaröa frá fyrra ári þegar skuldir félagsins námu 20,5 milljörðum. Eiginfjárhlutfall félagsins var 21% í árslok 1994 en var 16% 1993. Þá var arösemi eiginfjár Flugleiöa 15,8% en var neikvæö um 4,6% ár- iö áöur. ■ UMBOÐSMENN TÍMANS Kaupsta&ur Nafn umbobsmanns Heimili Sími Keflavík Katrín Sigurbardóttir Hólagata 7, Njarövík 92-12169 Njarövík Katrín Sigurbardóttir Hólagata 7 92-12169 Akranes Abalheibur Malmquist Dalbraut 55 93-14261 Borgarnes Hrafnhildur S. Hrafnsdóttir Hrafnaklettur 8 93-71642 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgata 25 93-81410 Grundarfjöröur Cubrún J. jósepsdóttir Grundargata 15 93-86604 Hellissandur Gubni j. Brynjarsson Hjarbartún 10 93-61607 Búbardalur Inga C. Kristjánsdóttir Gunnarsbraut 5 93-41222 Reykhólar Adolf Þ. Cubmundsson Hellisbraut 36 93-47783 ísafjörbur Petrína Georgsdóttir Hrannargata 2 94-3543 Suöureyri Kristín Ósk Egilsdóttir Túngata 14 94-6254 Patreksfjörbur Snorri Gunnlaugsson Abalstraeti 83 94-1373 Tálknafjöröur Margrét Cublaugsdóttir Túngata 25 94-2563 Bíldudalur Haukur Már Kristinsson Dalbraut 9 94-2228 Þingeyri Kan'tas jónsdóttir Brekkugata 54 94-8131 Hólmavík Júlíana Ágústsdóttir Vitabraut 13 95-13390 Hvammstangi Hólmfribur Gubmundsdóttir Fífusund 12 95-12485 Blönduós Snorri Bjarnason Urbarbraut 20 95-24581 Skagaströnd Gubrún Pálsdóttir Bogabraut 27 95-22722 Sauöárkrókur Gubrún Kristófersdóttir Barmahlib 13 95-35311 Siglufjöröur Gubrún Aubunsdóttir Hafnartún 16 96-71841 Akureyri Sigrún Elva Hjaltadóttir Drekagil 19 96-27494 Dalvík Harpa Rut Heimisdóttir Bjarkarbraut 21 96-61816 Ólafsfjöröur Helga jónsdóttir Hrannarbyggb 8 96-62308 Húsavík Þórunn Kristjánsdóttir Brúnageröi 11 96-41620 Laugar, S-Þing. Bókabúb Rannveigar H. Ólafsdóttur 96-43181 Reykjahlíö v/Mývatn Dabi Fribriksson Skútahrauni 15 96-44215 Raufarhöfn Sólrún Hvönn Indribadóttir Ásgata 21 96-51179 Þórshöfn Matthildur Jóhannsdóttir Austurvegur 14 96-81183 Vopnafjörbur Ellen Ellertsdóttir Kolbeinsgata 44 97-31289 Egilsstabir Páll Pétursson Árskógar 13 97-11350 Seyöisfjöröur Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegur 7 97-21136 Reybarfjörbur Ragnheibur Elmarsdóttir Hæbargerbi 5 97-41374 Eskifjöröur Björg Sigurbardóttir Strandgata 3B 97-61366 Neskaupstabur Bryndís Helgadóttir Blómsturvellir 46 97-71682 Fáskrúbsfjörbur Ásdís Jóhannesdóttir Skólavegur 8 97-51339 Stöbvarfjörbur Sunna K. Jónsdóttir Einholt 97-58864 Breibdalsvík Davíb Skúlason Sólheimar 1 97-56669 Djúpivogur Ingibjörg Ólafsdóttir Borgarland 21 97-88962 Höfn Sigurbjörg Einarsdóttir Vikurbraut 11 97-81274 Nesjar Hanní Heiler Hraunhóll 5 97-81903 Selfoss Bárbur Gubmundsson Tryqqvaqata 11 98-23577 Hveragerbi Þórbur Snaebjarnarson Heibmörk 61 98-34191 Þorlákshöfn Halldóra S. Sveinsdóttir Egilsbraut 22 98-33627 Eyrarbakki Jóhannes Erlingsson Túngata 28 98-31198 Laugarvatn Ásgeir B. Pétursson Stekkur 98-61218 Hvolsvöllur Ómar Eyþórsson Litlagerbi 10 98-78269 Vík í Mýrdal Hugborg Hjörleifsdóttir Subumlrurvegur 8 98-71327 Kirkjubæjarklaustur Bryndís Gubgeirsdóttir Skriðuvellir 98-74624 Vestmannaeyjar Auróra Fribriksdóttir Kirkjubæjarbraut 4 98-11404

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.