Tíminn - 17.03.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.03.1995, Blaðsíða 5
Föstudagur 17. mars 1995 ®ÍWÍIW% 5 Ingvar Níelsson: Farsímar og skotvopn Ég keypti mér farsíma um dag- inn — svokallaöan GSM-síma. Hann er frá heimsþekktum framleiöanda og kortiö í hon- um frá Pósti og síma — allt eins og vera ber. Kunningjarn- ir voru farnir aö horfa á mig niöur eftir nefinu á sér af því aö ég átti ekki farsíma. Til aö halda viröingu minni átti ég nánast ekki annarra kosta völ en aö kaupa svona síma. Sím- inn er ágætur, nema hann virkar illa. Til dæmis er frá- gangssök aö ætla aö nota hann austan viö Sandskeiö — eöa suöur í Höfnum — en hann er fallegur og fer mér vel. En vart haföi ég keypt sím- ann fyrr en sjálfsásakanir tóku að þjá mig fyrir að hafa látið undan þessum bölvuðum hé- góma. Eg fann ekki til þeirrar gleöi, sem ég vil fyllast — og jafnan fyllist — þegar ég eign- ast fallega hluti. Ekki fann ég heldur haldgóö rök til að rétt- læta kaupin. Þaö jaðraöi við aö ég skammaðist mín. En þá minntist ég atviks löngu liö- inna ára, sem breytti afstöðu minni til farsíma til frambúð- ar. Sagan gerðist í Austurlönd- um fjær fyrir tuttugu og fimm árum. Ég haföi ráöið mig fram- kvæmdastjóra fyrirtækis, sem seldi vélar á Filippseyjum. Nokkru áður en ég hóf störf, hafði afkastamikil vélasam- stæða veriö seld viöskiptavini aö nafni Hector þar í landi. Þegar ég tengdist atburða- rásinni, hafði sambandi Hect- ors og vinnuveitanda míns hrakað nokkuð fyrir þá sök aö svæöisstjóri fyrirtækisins — Sven aö nafni, sænskur þver- haus — og Hector höfðu báöir mjög ákveðnar skoöanir, en þó ólíkar, á því hvernig að verki skyldi staöið. Filippseyingar eru ekki gefn- ir fyrir vífilengjur við meðferð slíkra mála og nú var svo kom- iö aö ekki var lengur fært aö hafa Sven og Hector hvorn í sjónmáli viö annan. Lá oftar en ekki viö blóðsúthellingum. Þannig varð fyrsta verkefni mitt á Filippseyjum aö leiö- rétta mikinn misskilning, sem VETTVANCUR kominn var upp milli tveggja viljasterkra manna af ólíkum toga, og vakti tilhugsunin ein nokkurn óhug. En raunveru- leikinn varð ekki umflúinn. Ég herti upp hugann og lét boða Hectori komu mína til aö ræða stöðuna. Verksmiðjan var í steingrá- um kumbalda í úthverfi Man- ilaborgar. Við hliðið birtust einkennisklæddir og vopnaöir veröir og vildu vita hver hér væri á ferð. Þegar þeir höfðu fullvissað sig um aö allt væri með felldu, vísuðu þeir veginn um stiga og ganga hússins, að voldugri haröviðarhurö sem stakk mjög í stúf við umhverfi sitt, en biöu hæverskir uns húsráðandi sýndi sig. Bak viö huröina miklu reyndist vera skrifstofa á stærö við íþrótta- „Til að halda virðingu minni átti ég nánast ekki annarra kosta völ en að kaupa svona síma. Sím- inn er ágœtur, nema hann virkar illa. Til dcemis er frágangssök að œtla að nota hann aust- an við Sandskeið — eða suður í Höfnum — en hann er fallegur og fer mér vel. “ sal, klædd harðviöi í hólf og gólf. Á miöju gólfi stóð efnis- mikið harðviðarskrifborð í réttu stærðarhlutfalli við skrif- stofuna og olíumálverk af hús- ráöanda í líkamsstærð við enda skrifborðsins, en skot- vopn frá tímum Spánverja og aðrir dýrmætir munir þöktu veggina. Hector kom sjálfur til dyra. Eftir aö hafa vísað mér til sætis gegnt sér við skrifborðið og boðið mér vindil (Manila- vindlar þykja góðir), seildist hann niður í skúffu og dró fram spegilfagra skammbyssu, nokkuð víðhleypta og með harðviðarskepti. Hann vippaði skothylkjahólknum fimlega til hliðar og lét skothylkin sex renna í lófa sér, lagöi skothylk- in í snyrtilega hrúgu á vinstra horn skrifborðsins — tómt skotvopnið á hægra hornið. Allt var framferöi þetta látlaust og vanabundið að sjá og glamriö í málminum áþekkt því sem heyrist í kvikmynd- um. Er skemmst frá því að segja að okkur Hectori samd- ist. Þó minnir mig að hann hafi farið frá þeirri viðureign betur en mérþ)óttu efni standa til — enda var hann á heima- velli og allmikið liðsterkari en ég. Að viðræðunum loknum var hylkjunum raðað aftur í skotvopnið og það sett á sinn stað. Við Hector urðum síðar á- gætir vinir — og erum enn. Eftir fundinn tjáði hann mér að sýndarleikurinn meö skammbyssuna væri ævaforn og táknræn filippínsk hefð, en þar gildir að sá sem tæmir vopn sitt kemur til fundar með friði. Þegar ég rifjaði upp þessa einstæðu viðkynningu — við mann af gerólíkum toga, sem hefur hefðir fólks síns í háveg- um — endurheimti ég sjálfs- traust mitt varðandi farsíma. Ég uppgötvaöi nefnilega já- kvæða hlið á þeim, sem gæti falist í að þegar gengið er til fundar taki hver upp sinn far- síma, slökkvi á honum í aug- sýn fundarmanna og leggi hann á borðið fyrir framan sig. Með þessu myndu hlutaðeig- andi undirstrika áhuga sinn á efni fundarins, en ættu ella ekki að mæta. Höfundur bjó í Austurlöndum fjær um tuttugu ára skeib og var abalræbismab- ur íslands f Singapore frá 1977 til 1985. er greinilegur vinstri kostur Svavar Cestsson: G-listinn DV birti merkilega skoðana- könnun fyrir nokkru um þaö hvort fólk teldi sig vera til hægri eöa vinstri í íslenskum stjórnmálum.. Þar kemur fram að - jafnmargir stuöningsmenn Alþýöuflokksins telja sig til hægri og til vinstri, eða um 42%, en 16% vita ekki hvort þeir eru til hægri eba vinstri í stjórnmálum; - 24% framsóknarmanna telja sig vera til vinstri, en 68% telja sig vera miðjumenn í stjórn- málum; - 65% stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins telja sig vera til hægri, en 26% kjósenda Sjálf- stæðisflokksins telja sig vera miðjumenn; - 72% Kvennalistans telja sig vera til vinstri, en 27% á miðj- unni; - 32% stuðningsmanna Þjóð- vaka telja sig vera til vinstri, en yfirgnæfandi meirihluti eða 47,1% telja sig vera á miðjunni; VETTVANGUR „Eins og kunnugt er, tel- ur einn fokkur með stolti að hann sé vinstri- sinnaður. Það er súi fylk- ing, sem býður fram undir listabókstafnum G — Alþýðubandalagið og óháðir. Einn flokkur gengst við því að vera hœgri flokkur — Sjálf- stœðisflokkurinn." - ab 88% stuðningsmanna Al- þýðubandalagsins og óháðra telja sig vera til vinstri í stjórn- málum. Eins og kunnugt er, telur einn flokkur meb stolti ab hann sé vinstrisinnaður. Þab er sú fylk- ing, sem býöur fram undir lista- bókstafnum G — Alþýðubanda- lagið og óháðir. Einn flokkur gengst við því aö vera hægri flokkur — Sjálfstæðisflokkur- inn. Fylgismannasveitir þessara fylkinga taka líka afstöðu sam- kvæmt þessu. Abalmibjuflokk- arnir eru tveir — Framsóknar- flokkurinn og Þjóðvaki. Al- þýðuflokkurinn veit ekki hvort hann er miöjuflokkur, hægri- flokkur eöa vinstriflokkur. Hann vill bara til Brussel á öll- um brautum. Kvennalistinn er að eigin sögn hvergi; hvorki til vinstri né hægri. Þessi könnun DV skýrir ís- lensk stjórnmál. Þau 27% kjós- enda, sem segjast vera til hægri, hljóta að styðja Sjálfstæðis- flokkinn. Alþýðubandalagið og óháðir eru eini vinstri kostur- inn í íslenskum stjórnmálum á þessu vori. Þeir, sem eftir eru, bítast allir um miðjuna með Framsóknarflokkinn í burðugri forystu með álíka marga mibju- sinnaða kjósendur og Sjálfstæb- isflokkurinn. Eða hvað sagði ekki Halldór Ásgrímsson: „... en við höfum aldrei talið okkur vera vinstriflokk." Höfundur er alþingismabur og skipar efsta sæti G-listans í Reykjavík. FOSTUDAGS- PISTILL ÁSGEIR HANNES MÁLALIÐAR OG SILFURDALIR Danskir kennarar greiða nú her- kostnaö íslenskra kennara á hendur litlum skólabörnum. Þar með eru félagar Hins íslenska kennarafélags orbnir málalibar hjá dönskum ríkis- starfsmönnum og annar eins mál- dagi hefur ekki sést frá dögum Þórbar kakala. Greibslurnar hljóta ab ýta vib stjórnvöldum hér heima og ekki síbur foreldrum. Á sínum tíma var krötum bannab ab taka vib norskum peningum til eigin þarfa og þab sama hlýtur ab gilda um fé- lagsskap kennara í verkfalli. En hver eru vibbrögbin vib þess- um nýja danska máldaga? í stab þess ab færa danska gjaldkerann í varbhald og kæra til refsingar fyrir ab skipta sér af íslenskri kjaradeilu, er honum fagnab meb blómavendi vib hátíblega athöfn. Fjölmiblar fjalla brosandi um greibsluna, eins og ekkert sé eblilegra en útlending- ar beri fé á íslendinga til ab draga á langinn deilu kennara vib íslenskt þjóbfélag. Fjölmiblarnir segja hins vegar minna af högum þeirra unglinga, sem verba nú fyrir barbinu á þrjátíu dönskum silfurpeningum. Sjá námsferil sinn í uppnámi og jafnvel stefnt í voba. Ætli kennarasamtökin myndu ekki kveinka sér, ef danska ríkib sendi íslenskum skólayfirvöld- um milljónatugi til ab halda úti lög- bundinni kennslu í verkfallinu? Raunar er ríkib ekki bundib lengur af skyldum verkfallsins eftir ab kennarar gerbust konungsþjónar. Andinn á bakvib verkfallsréttinn gerir ráb fyrir ab bábir abilar standi jafnt ab vígi í vinnudeilum: Vinnu- veitandinn starfi ekki og starfsfólkib vinni ekki. Skólar leggi því nibur kennslu í verkfalli og kennarar mæti ekki til vinnu. Meb dönsku gjafasilfri kemur hins vegar slagsíba á kjara- deiluna og launab verkfall kennara verbur einhliba þvingun á þjóbfé- lagib. Langvarandi hjól og stegla á skólabörnin. Lög um grunnskóla skylda ríki og sveitarfélög til ab halda úti skóla fyrir öll börn á aldrinum 7 til 16 ára og börnunum er skylt ab sækja skólann. í landinu er skólaskylda. Lög um Bandalag starfsmanna ríkis og bæja leyfa svo ríkisstarfsmönn- um ab fara í verkfall og er versta lagasetning íslandssögunnar. Hér. rekst eitt á annars horn og Alþingi verbur ab breyta lögum og heibra skólaskylduna hvab sem tautar og raular. Eins verbur ab banna inn- lenda verkfallssjóbi og erlenda kost- un á verkföllum. Engum manni dylst lengur ab verkföll verba ekkPi háb oftar á fullum launum. Verkföll eru fyrir löngu úr sér gengin vinnu- brögb og mál ab skynsemin rábi. Þribji abili á allan rétt til skaba- bóta í verkfalli og nemendur og for- eldrar hljóta ab athuga vel sinn gang ab því loknu. Þjóbfélagib þarf ab fá úr því skorib hvort skólar og kennarar séu ábyrgir fyrir röskun á högum nemenda. Þab fæst ekki nema höfba mál á hendur yfirvöld- um fyrir ab bregbast nemendum. Eins þarf ab liggja fyrir hver er rétt- ur foreldra og þjóbfélagsins til ab tryggja börnum sínum kennslu meb hlibsjón af neybarrétti. Sjálf- sagt er ab fara meb niburstöbur ís- lenskra dómstóla fyrir sameiginlega dómstóla í Evrópu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.