Tíminn - 17.03.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.03.1995, Blaðsíða 9
Föstudagur 17. mars 1995 iílBtiro - ALÞINCISKOSNINCARNAR 1995 9 Frá messu í Abœjarkirkju í Austurdal (Skagafirbi s.l. sumar. Messaö er í kirkjunni einu sinni á ári og mœtir jafnan fjöidi fólks þó aö einungis eitt sóknarbarn sé eftir í Ábœjarsókn, en þaö er Helgi jónsson, bóndi á Merkigili. TímamyndÁc Sex flokkar takast á um fimm þingsæti í Norðurlandskjördæmi vestra sitja fimm þingmenn, fjórir kjördæmakjörnir og einn upp- bótarmaöur. Undanfarin kjör- tímabil hafa Framsóknarflokk- ur og Sjálfstæbisflokkur fengib tvo þingmenn hvor í kjördæm- inu og Alþýbubandalag einn. Aö sögn frambjóðenda er kosn- ingabaráttan óvenjuleg að því leyti aö hún fer fremur hægt af stað. Þar er m.a. um að kenna miklu fannfergi, en ófærðin veld- ur því að færri koma á framboös- fundi en oft áður. Kratar komu ekki þingmanni að við síðustu alþingiskosningar, en þar áður sat Siglfirðingurinn Jón Sæmundur Sigurjónsson á þingi fyrir flokkinn. Jón Sæ- mundur er nú genginn til liðs við Þjóðvaka Jóhönnu Sigurðardótt- ur, þó svo að hann leiði ekki lista hennar í kjördæminu. Þeir, sem nú bjóða fram, eru fjórflokkarnir gömlu, Kvennalist- inn og Þjóövaki. Kvennalistinn bauð einnig fram síbast, en kom ekki manni aö. Nú hefur verið skipt um konu í efsta sæti listans. Anna Hlín Bjarnadóttir, þroska- þjálfi, fer úr öðru sæti í fyrsta og í hennar stað kemur Anna Dóra Antonsdóttir, bóndi og kennari á Frostastööum í Skagafirði. Fyrsta sætið á lista Þjóðvaka skipar Sveinn Allan Morthens, fram- kvæmdastjóri á Sauðárkróki (bróðir Arthurs borgarfulltrúa og listamannanna Bubba og Tolla). Sveinn Allan var áður í fremstu víglínu í starfi Alþýðubandalags- ins í kjördæminu og hefur komið nokkuð vel út í skoðanakönnun- um í nýjum flokki. Evrópusambandið þvælist fyrir Vilhjálmi Framsóknarflokkurinn hefur lengi verið sterkasti flokkurinn í kjördæminu. Þingmennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmunds- son skipa efstu sætin á lista Fram- sóknarflokksins. Þeir tókust á um fyrsta sætið í prófkjöri eftir ára- mót og niöurstaöan varb óbreytt uppröðun með Pál í fyrsta sæti og Stefán í öðru. Pálmi Jónsson, alþingismaður, dregur sig nú í hlé eftir langa setu á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðurlandskjördæmi vestra. Vil- hjálmur Egilsson, alþingismaður, keppti í prófkjöri um fyrsta sætið við Hjálmar Jónsson, prófast á Sauðárkróki og varaþingmann, og lauk þeirri rimmu með sigri séra Hjálmars. í síðustu kosningum var Vilhjálmur kjörinn sem upp- bótarþingmaður og fimmti og seinasti þingmaður kjördæmis- ins. Margir spá því aö hann standi tæpt nú, sérstaklega í ljósi þess, að hann hefur lýst því yfir að ísland eigi ab ganga í Evrópusambandib, en sú skobun á sér fremur lítinn hljómgrunn í kjördæminu. Þá hafa menn jafnframt haft horn í síðu hans fyrir að sinna starfi framkvæmdastjóra Verslunarráðs með þingmennskunni. í stað Jóns Sæmundar Sigur- jónssonar er Jón Hjartarson, skólameistari Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki, í fyrsta sæti hjá kröt- um, en flest bendir til að hann eigi hverfandi möguleika á að endurheimta þingsætib. Flestlr þingmenn úr Skagafirði Segja má aö kjördæmib skiptist landfræðilega í þrennt: Siglufjörð og Fljót, Skagafjarðarsýslu og Húnavatnssýslur. Skagafjörbur með Sauðárkróki er fjölmennasta svæðið, en þaðan eru einnig flest- ir þingmennirnir. Bæði Hjálmar Jónsson og Vilhjálmur Egilsson eru á Sauðárkróki, þó að Vil- hjálmur sé reyndar burtfluttur til Reykjavíkur. Stefán Guömunds- son er rótgróinn Sauðkrækingur og Sveinn Allan Morthens sækir vinnu til Sauðárkróks, þó að hann sé búsettur nálægt Varma- hlíb. Ragnar Arnalds á heimili í Varmahlíb, þó ab hann sé í raun búsettur í Reykjavík, og Kvennal- istakonan Anna Dóra Antons- dóttir er einnig búsett í Skaga- firöi. Siglfirðingar eru óánægöir með að eiga ekki neina von um þing- mann, og lá við ab sú óánægja yrði til þess að stofnaður væri þverpólitískur Siglufjaröarlisti, en um það náðist þó ekki samstaða. Þá kann einnig að vera að Páll Pétursson hagnist á því að vera eini þingmaður Húnvetninga fyr- ir þessar kosningar. Áhersla á atvinnumál Atvinnumái eru fyrirferöarmest í Norðurlandskjördæmi vestra fyrir þessar kosningar, en mebal- laun í kjördæminu eru þau lægstu yfir landið. Landbúnabur og sjáv- arútvegur eru undirstöðuatvinnu- greinar. í landbúnabi hafa menn ekki farið varhluta af samdrætti, en á móti kemur að vegur sjávar- útvegs hefur farið vaxandi, þrátt fyrir skerðingu aflaheimilda al- mennt. Næsta stórátak, sem fyrirhugað er í samgöngumálum, er lagning nýs vegar til Siglufjarðar, en einn- ig eru uppi hugmyndir um ab tengja Sauðárkrók, Blönduós og Skagaströnd með vegi yfir Þverár- fjall. Þá hefur verið horft til feröa- þjónustu sem nýrrar atvinnu- greinar, og þegar hefur átt sér stab uppbygging á því svibi sem lofar góðu. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.