Tíminn - 17.03.1995, Blaðsíða 18

Tíminn - 17.03.1995, Blaðsíða 18
18 Wmtom Föstudagur 17. mars 1995 Árni Benediktsson: Fortíðarvandinn fyrr og nú Þessi grein er skrifuö vegna orða sem forsætisráðherra lét falla í eldhúsdagsumræöunum þann 22. febrúar, en þar sagði hann að stöðnunarskeið hefði hafist með myndun ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar og Ólafs Ragn- ars Grímssonar haustið 1988, eins og hann orðabi það. Forsæt- isráðherra viröist vera ókunnugt um stöbu efnahagsmála haustið 1988 og hefur því komist upp meb það átölulaust í heilt kjör- tímabil, sennilega af því að hann veit ekki betur, að halda því fram ab ríkisstjórnin sem sat frá hausti 1988 til vors 1991 hafi borið ábyrgð á því ástandi sem var þeg- ar hún kom til valda haustið 1988. Þessi ókunnugleiki forsæt- isráðherra kann að hafa valdið þeim afdrifaríku mistökum sem núverandi ríkisstjórn gerði á sviði efnahagsmála á fyrstu árum ferils síns. Mistök sem leiddu til þess að þaö endurreisnarstarf, sem hófst haustið 1988 og var komið vel á veg vorið 1991, var stöðvað og stóð svo hátt á þriðja ár. Úlfur, úlfur Þegar lengi hefur verið hrópað úlfur, úlfur, án þess að úlfurinn láti sjá sig, verbur mönnum oft á ab láta af þeim andvara sem þarf ab hafa á sér. Lengi hafði verið varað við veröbólgunni, en hún hafði ekki þau áhrif sem hún var sögð hafa, eða að minnsta kosti voru mönnum áhrifin ekki ljós. Menn gerðu sér ekki ljóst hvern- ig verðbólgan holaði atvinnulíf- ið að innan, þannig ab víða stóð ekkert eftir nema skelin. Á með- an á því stóð voru lífskjörin betri en efni stóðu til. Árin 1987 og 1988 voru flestir hættir ab taka mark á viövörunum um hættuna af verðbólgunni. Afleiðingarnar urbu þær að á þeim tíma fóru rík- isfjármálin úr öllum böndum, kostnaður margra atvinnugreina var í litlu samræmi við tekjur, og úlfurinn lék lausum hala um efnahagslífið. Þetta duldist ekki þeim sem voru staddir úti í hag- anum, þó að það færi ef til vill framhjá einhverjum sem inni sátu og ornuðu sér vib eldana. Atvinnuvegirnir voru að hruni komnir og lífskjörin hlutu að versna vegna þess að það hafbi verib haldið uppi fölskum lífs- kjörum. Um haustib 1988 var flestum orðib þetta ljóst og ný ríkisstjórn, sem tók vib völdum, hafði þab ab markmibi að vinna sig út úr vandanum, koma í veg fyrir að atvinnulífib stöðvaðist og að ná valdi á ríkisfjármálun- um. Eftir á má segja að sú ríkis- stjóm hafi farið of hægt af stab. Hún ákvab ab „vinna sig út úr vandanum" í staö þess að skera á hann, ef svo má ab orbi komast. Engu ab síður vannst mikið á. Tímamót urbu þegar abilar vinnumarkaðarins tóku höndum saman við ríkisstjórnina í árslok 1989 um ab kveba verbbólguna niður. Við það vöknuðu vonir um ab takast mætti ab rétta at- vinnulífib við á fáum árum, koma í veg fyiir þab atvinnu- leysi, sem vofði yfir, og lífskjör gætu farib að batna á ný ab fáum árum libnum. Staða atvinnulífs- ins batnabi mjög á árinu 1990 og fram eftir ári 1991 og allt benti til áframhaldandi þróunar í þá átt, eins og til var stofnað. En þá skipti aftur um ríkisstjórn og staban gjörbreyttist. Skipt um stefnu Staðan gjörbreyttist vegna þess að skipt var um stefnu. í stab þess að hlúa ab atvinnulífinu var nú í mörgum tilfellum þrengt að því. í besta falli var þab látib af- skiptalaust. Það hlýtur að verða verðugt rannsóknarefni síðari tíma hvað 'þab var sem gerðist með stjórnarskiptunum voriö 1991. Það er ekkert vafamál að efnahagslífið átti vib mikinn vanda að etja og þurfti mjög að hlúa að því. Það var vandinn frá árinu 1988 og verðbólguárunum þar á undan. Vandi sem ríkis- stjórnin, sem sat frá hausti 1988 til vors 1991, var að leysa, þó að löng leiö væri ófarin. Margt bendir til þess, ekki síst ofan- greind ummæli forsætisráðherra, ab skipt hafi sköpum um efna- hagsstjórnina sá misskilningur núverandi ríkisstjórnar að vandamálin frá 1988 stöfuðu af efnahagsstjórn stjórnarinnar sem sat ab völdum frá hausti 1988 tilvors 1991. Á skömmum tíma hvarf sá ávinningur sem náðst hafði í síð- ari ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar. Atvinnuleysið, sem barist var vib og var á undan- haldi, kom nú fram af fullum þunga og síban hefur verið við- varandi atvinnuleysi. Þab er lítil- mótlegt að hæla sér af því að at- vinnuleysi sé hér minna en víða annars staðar. Á síöustu árum hefur atvinnuleysi vaxib meira hér en víöast hvar annars staðar. Atvinnuleysi er á fáum ámm orðib landlægt. Þab er gjörbreyt- ing frá því sem áður var. Og þab er það sem skiptir máli, en ekki hitt hvort ástandib er einhvers staðar enn vena. Á fyrstu árum þessarar ríkis- stjómar fór mikil orka í aö móta nýja stöbu atvinnuveganna, sýna fram á að þeir mættu einsk- is vænta af stjómvöldum. Þeir ættu sjálfir að laga sig að aðstæb- um hverju sinni. Sýna fram á að allt það, sem fyrri ríkisstjóm gerbi til þess ab styrkja stöbu at- vinnulífsins, hefði verið rangt. Aubvitaö er það rétt að ríkisvald- ib á fyrst og fremst ab hugsa um að hafa umhverfi atvinnurekstr- arins í lagi, en minna ab hugsa um einstakar atvinnugreinar og einstök byggðarlög. Hins vegar hefur allt sinn tíma. Til þess að koma atvinnuvegunum á eðli- legan rekspöl ab nýju, varð að leggja eðlilega undirstöðu frá hausti 1988. Undirstaða at- vinnulífsins var brostin. Sú ríkis- VETTVANGUR „Á síöustu árum hefur atvinnuleysi vaxið meira hér en víðast hvar annars staðar. Atvinnuleysi er á fáum árum orðið land- lœgt. Það er gjörbreyting frá því sem áður var. Og það er það sem skiptir máli, en ekki hitt hvort ástandið er einhvers stað- ar enn verra." stjóm, sem þá tók vib, varb ab leggja nýja undirstööu. Til þess þurfti hún að beita ýmsum tíma- bundnum ráðum. Þegar ríkis- stjómin fór frá vorið 1991, var ennþá langt í land ab búib væri ab treysta 'stöðu atvinnulífsins eins og þurfti, þó að allt væri á réttri leið. Mestu máli skipti þó, að tekist hafði að ná tökum á þeim fortíðarvanda, sem löngum hafði reynst erfiðastur, en þab var verðbólgan. Með dyggri ab- stob abila vinnumarkabarins var verbbólgan að komast í svipab horf og var í nálægum löndum. Núverandi ríkisstjóm eyddi í upphafi ferils síns mörgum orð- um og mikilli orku í að draga kjarkinn úr mönnum. Lögb var höfubáhersla á að allar tilraunir síbustu ára til nýsköpunar í at- vinnulífinu hefbu verib rangar og dæmdar til að mistakast. Eng- in tilraun var gerð til þess ab skil- greina hvers vegna þær mistók- ust, en síðustu ríkisstjóm kennt um allt saman, ekki síst það sem ekki var á hennar valdi. Það við- horf varð fljótlega uppi meðal landsmanna, að í stab framtaks væri rétt að halda að sér höndum og aðhafast ekkert. Þetta varb til þess að seinka efnahagsbata um árabil. Sá bati, sem náðist árið 1990 og framan af ári 1991, stöðvaðist og þab er fyrst í árslok 1993 sem rofar til að nýju, en þá var botni náð svo ab allar leiðir hlutu að liggja upp á við. Þar að auki hafði ríkisstjórnin snúið við blaðinu í vibhorfum til atvinnu- mála. Þar vó einna þyngst að hún hafði látib undan kröfu verkalýðshreyfingarinnar um vaxtalækkun, sem löngu var orð- in tímabær. Þar að auki hafði hún í ýmsu sveigt stefnu sína inn ab miðjunni, eins og löngum hefur verib happadrýgst. Þab er mjög athyglisvert að þegar núverandi ríldsstjórn átt- aði sig á því að atvinnulífib þurfti velvildar við og margar greinar þess vom svo veikar aö ekki varð hjá því komist ab hjálpa þeim yfir hjalla, greip hún til sömu ráða og síðasta ríkis- stjórn gerði og hún hafði gagn- rýnt mest. Hún gekk þó stundum ennþá lengra. í stað þess að að- gerðir síðustu ríkisstjórnar til stuönings atvinnulífinu vom fyrst og fremst almennar, þ.e.a.s. nábu til heilla atvinnugreina, leggur núverandi ríkisstjórn vemlega stund á sértækar ráb- stafanir. Þar má nefna aðstoð vib þann hluta landsmanna sem býr á Vestfjörðum, sem vissulega er alls góðs maklegur, aðstoð við hluta skipasmíðaiðnaðarins, að- stoð við þann hluta smábáta sem er á aflamarki, skuldbreytingu í Fiskveibasjóöi sem nær ekki til allra hráefnisöflunarskipa, aö- stoð við eitt útgerðarfyrirtæki við endurkaup skips. Þá er það nýtt ab efna til útgjalda strax, en afla teknanna ámm eða áratug seinna, eins og gert var í lögun- um um Þróunarsjób og eins og ákveðið hefur verið ab gera í vegagerð. Sjálfstæbisflokkurinn sýndi ábyrgb, og þó Þó að margir hafi gleymt þvi nú, var almennt vitað og viður- kennt í íslensku atvinnulífi þegar leib á árib 1988, að engu mátti muna ab stórslys yrði. Þess vegna var almenn samstaba um nauð- syn þess að gera róttækar ráðstaf- anir, þó að margir hefðu athuga- semdir viö þær einstöku aðgeröir sem gerðar vom, og þætti ekki nógu hart gengib fram. Þab hefur löngum verið einkenni á íslensk- um stjórnmálum að Sjálfstæbis- flokkurinn hefur verið erfiður í stjórnarandstöðu og hefur mörg- um þótt að stundum skeyti hann minna um þjóðarhag en ímynd- aða eða raunvemlega flokkshags- muni. í þetta skipti brá öbmvísi við og er nóg ab geta þess að at- vinnurekendur innan flokksins tóku af fullum heilindum þátt í „þjóðarsáttinni". Árib 1990 tóku sjálfstæðismenn í atvinnurekstri undir áraburð ríkisstjórnarinnar og töldu sig reyndar hafa fingur á stýrinu líka. Þeim var vel ljóst hve miklu skipti að koma at- vinnurekstrinum í eðlilegan far- veg að nýju. Forysta Sjálfstæðis- flokksins virtist láta sér þetta vel líka um sinn. Þab var þó ekki lengi. Borgar- stjórinn í Reykjavík snerist hart gegn „þjóðarsáttinni" og beitti borginni ótæpilega fyrir sig. Það er mikill misskilningur að Mark- ús Örn Antonsson og Árni Sig- fússon beri einir ábyrgð á þeirri skuldasöfnun, sem Reykjavíkur- borg stóð fyrir á síðasta kjörtíma- bili. Gmnninn að þeirri fjármála- stjórn lagði Davíð Oddsson haustið 1990 og veturinn þar á eftir. Þetta gerði þáverandi ríkis- stjórn vissulega erfiðara fyrir í baráttunni við verðbólguna og annan fortíöarvanda. Fortíbarvandinn í upphafi núiíöandi kjörtíma- bils lagði ríkisstjórnin mikla áherslu á að viö fortíbarvanda væri að glíma, fyrst og fremst vegna verka fyrri ríkisstjórnar. Orðið fortíðarvandi var nýtt í umræðunni, en vandinn var að sjálfsögðu eldri. Þab er ekki nýtt að ríkisstjórnir taki við fortíðar- vanda. Hlutverk síðusm ríkis- stjórnar var ab stærstum hluta að leysa fortíðarvanda. Á sumum sviðum heppnaðist það vel, sér- staklega varðandi afkomu at- vinnuveganna og í barátmnni við verðbólguna. Á öbmm svið- um heppnaðist miður. Til dæmis gekk glíman við ríkisfjármálin ekki eins vel. Skuldir heimilanna héldu einnig áfram ab aukast, þó ab hraðinn væri minni en síbar varð. Einhverjir munu segja að sá tími sem fyrrverandi ríkis- stjórn hafði til umráða, tvö og hálft ár, hafi verið of skammur til þess ab hægt væri að ná fullum árangri og má það vel vera rétt. Núverandi ríkisstjórn tók við fortíöarvanda, eins og allar abrar ríkisstjómir hafa alltaf gert. Munurinn er þó sá ab nú var lagt kapp á að vekja athygli á vand- anum og að kenna fyrri ríkis- stjórn um hann. Þess vegna er ekki úr vegi að horfa yfir svibið og sjá hvernig til hefur tekist í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það er skemmst frá að segja ab ekkert þeirra vandamála, sem í upphafi kjörtímabilsins var skilgreint sem fortíðarvandi, hefur verib leyst. Flest þessara vandamála eru nú stærri og erfiðari viðfangs en í upphafi kjörtímabilsins og nægir þar að nefna skuldir ríkis- ins og skuldir heimilanna. Þá hefur nýtt vandamál bæst við þann hrikalega fortíðarvanda, sem næsta ríkisstjóm verður að glíma við. Það er atvinnuleysib, sem hefur orbiö varanlegt á þessu kjörtímabili. Næsta ríkis- stjórn verbur því ab glíma við stærri fortíðarvanda en ábur hef- ur þekkst. Höfundur er formabur Vinnumálasam- bandsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.