Tíminn - 17.03.1995, Blaðsíða 24

Tíminn - 17.03.1995, Blaðsíða 24
Vebrib í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland til Breibafjarbar: Dálítil él á stöku stab og skafrenning- ur. Lægir sibdegis. • Vestfirbir: Snjókoma eba éljagangur. Lægir þegar líbur á daginn. • Strandir og Nl. vestra og Nl. eystra: N-hvassvibri eba stormur, sums stabar rok og snjókoma. Lægir í dag. • Austurland ab Clettingi og Austfirbir: NA-hvassvibri en stormur eba rok síbar. Ofsavebur á annesjum og snjókoma. • Subausturland: NA-rok meb morgninum, einkum austan til. Skaf- renningur og él austan til. Ekki tekst aö veiöa upp í loönukvótann, en margir höföu fjárfest mikiö fyrir vertíöina og œtl- uöu aö hagnast vel. Sighvatur Bjarnason í Eyjum: „Nýliöarnir brenna sig illa" „Þab munu margir brenna sig á þeim fjárfestingum sem þeir rébust í fyrir þessa lobnuvertíb. Margir nýgræbingar fóru af stab fyrir vertíbina og fjárfestu óvar- lega. Á því brenna þeir sig sjálf- sagt og eins því ab gæbi fram- leibslu þeirra séu ekki nægileg. Hinir reynslumeiri hafa hins- vegar farib hægar í sakirnar, ekki fjárfest of mikib og senda frá sér góba vöru." Þetta sagbi Sighvatur Bjarna- son, framkvæmdastjóri Vinnslu- stöövarinnar í Vestmannaeyjum, í samtali viö Tímann í gær. Ljóst er aö margir ríða ekki feitum hesti frá loönuvertíö. Heildarkvótinn á vertíöinni var um 832 þús. t. en 200 þús. t. vantar upp á ab þaö náist. Þar fyrir utan fór vertíöin seint af staö, karlfiskur í henni var mikill og talsverb áta framan af. Allt þetta veröur til þess aö vænt- ingar þær sem menn geröu til ver- tíðarinnar rætast ekki fullkom- lega. Vinnslustöbin í Eyjum fjárfesti í ýmsum búnaöi fyrir loðnuvertíö- ina fyrir 6 til 8 milljónir og slepp- ur því frá öllum skellum, ab sögn Sighvats. Margir hinna nýju fóru hinsvegar af staö af kappi fremur en forsjá og þaö um allt land. „Viö sáum aö margir færu í framleiðslu á þessari vertíö — þaö yröi offram- boö á unnum loönuafuröum — og því tókum viö ekki þá áhættu aö spenna bogann hátt," sagöi Sighvatur. Varöandi þá sem fjárfest hafa mikib og e.t.v. óvarlega fyrir loönuvinnslu, segir Sighvatur aö hann velti fyrir sér hvaöan fjár- magn til slíks komi. Máski sé þaö gert fyrir eigiö fé en sér bjóöi þó í grun aö bankarnir hafi lánaö til þessa. Tapi bakarnir svo á þeim út- lánum greiöi þeir sem varlega hafi farið og komi jafnfætis niöur. Fyrir utan aö fjárhagsleg af- koma manna af vertíöinni veröur verri en ella vegna ytri aðstæöna, þ.e. aö veiöi fór seint af staö, átu og of mikils karlfisks, segir Sig- hvatur ab innri aöstæöur hafi sitt aö segja varðandi þaö hvernig út- koman viröist ætla aö veröa. Sölu- samningar vib Japansmarkaö hafi veriö óhagstæðir og þá gagnrýnir hann. Verö til framleiðenda hér sé lægra en þab var í fyrra og verö til kaupenda í Japan lækki ekki held- ur. Þab séu því milliliöirnir sem hagnist „... og þaö segir okkur að viö veröum aö veita sölusamtök- um okkar enn meira aðhald," sagði Sighvatur Bjarnason. ■ Ófœrb og óvebur á Vesturlandi: Mjólkurbíl- arnir ná ekki mjólkinni „Þeir ganga illa, bílarnir kom- ast ekki heim nema á einstaka bæi og var ófært strax vib Haf- fjarbará fyrir þann sem þurfti ab fara vestur," sagbi Ragnar Olgeirsson á Bifreibastöb Kaup- félags Borgfiröinga í samtali vib Tímann um miöjan dag í gær, aöspurbur um hvernig mjólkurflutningarnir gengju. Hann sagöi að Reykjavíkurbílun- um heföi gengib sæmilega suöur þrátt fyrir mikið hvassviöri og hátt í tveggja tíma tafir við Skorholt í Leirár- og Melasveit vegna smábíla sem sátu þar fastir. ■ Svimandi há upphæð! Handa þér? Fjórfaldur fyrsti vinningur á laugardag. Námsmenn eru 20 þúsund atkvceöi! lönnemasamband íslands og Bandalag íslenskra sérskólanema stóöu fyrir baráttufundi um mennta- mál og lánasjóösmál í Háskólabíói í gær. Fundurinn er liöur í átaki helstu námsmannahreyfinga á ís- landi íþví aö gera menntamál aö kosningamáli. Meöal þess sem námsmenn minna stjórnmálaflokk- ana á er aö Námsmannahreyfingarnar telja samanlagt um þúsund manns og þar af hafa um 20 þúsund kosningarétt. Hins vegar voru fáir þeirra mœttir til fundarins, enda veöur meö versta móti í ReykjaVlk. Tímamynd cs Kennarar ásaka ríkib um ab gefa villandi upplýsingar um kostnabarmat á gagntilbobi þeirra: Áróbursstríb í skotgröfum Formenn kennarafélaganna telja ab þab væri nær fyrir samn- inganefnd ríkisins aö leggja fram gagntilboö viö þeirra til- bobi í stab þess ab liggja í skot- gröfunum og bera á borb fyrir al- þjób misvillandi upplýsingar um stabreyndir málsins. Þessum ásökunum kennara vísar samn- inganefnd ríkisins á bug. Á blaöamannafundi sem samn- inganefnd kennarafélagana boð- aöi til í gær höfnubu kennarar þeirri túlkun ríkisins ab meö gagn- tilboöi þeirra væri kjaradeilan komin á ný á byrjunarreit. Á fund- inum sagöi formaður KÍ m.a. ‘að miðað viö reikniabferbir samn- inganefndar ríkisins heföu kenn- arar nálgast sjónarmiö ríkisins um 1250 milljónir króna með sínu gagntilboði. Hann segir jafnframt að kostnaðarmat á tilboöi þeirra sýnir aö launabreytingar muni kosta 1,7 milljarð en ekki yfir 3 milljarða. Á fundinum kom einnig fram það mat kennara að breyting- ar á kennsluskyldu hefðu í för með sér 4,5% launahækkun en ekki 6% eins og SNR heldur fram. Kennarar gagnrýna einnig þá ákvöröun Þjóðhagsstofnunar að vilja ekki gera úttekt á sérkjara- samningum aöildarfélaga ASÍ, samkvæmt beibni ríkissáttasemj- ara. Kennarar telja aö sérkjara- samningar félaga á almennum markaöi feli í sér töluverðar kjara- bætur umfram rammasamning- inn. Aftur á móti telur ríkiö aö sér- kjarasamningarnir skili afar litlu, eöa um 0,3%. Áhrif sérkjarasamn- inganna skiptir kennara töluveröu máli vegna þess aö ríkiö hefur boð- iö þeim samsvarandi hækkanir og aðrir hafa fengib. Kennarar vekja jafnframt at- hygli á því aö þegar einsetning grunnskóla er aö fullu komin til framkvæmda, muni kennarar að- eins fá um 70% af fullu starfi. Þab þýðir aö byrjunarlaun þeirra yröu abeins 56.500 krónur, en ekki 80.748 krónur á mánuöi um mitt næsta ár, samkvæmt þeim launa- breytingum sem fram koma í gagntilboði þeirra til ríkisins. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.