Tíminn - 17.03.1995, Page 11

Tíminn - 17.03.1995, Page 11
Föstudagur 17. mars 1995 WfHWWtt - ALÞINGISKOSNINGARNAR 1995 11 Páll Pétursson, Framsóknarflokki: Atvinnumálin í öndvegi Hver er sérstaða þíns framboðs? Framboð framsóknarmanna á Noröurlandi vestra hefur svip- aöar áherslur og framboð flokksins annarstaðar á landinu. Framsóknarflokkurinn er og hefur verið stærsti flokkur á Norðurlandi vestra og það legg- ur okkur sérstakar skyldur á herðar að vinna ötullega að hagsmunamálum kjördæmisins og gæta réttar þess og fólksins sem þar býr. Hvert er helsta baráttumálið? Viö setjum atvinnumálin í öndvegi, vegna þess að á öflugu atvinnulífi byggist hagsæld fólksins. Við viljum standa vörð um þann atvinnurekstur, sem fyrir er í kjördæminu, og efla hann ásamt því að byggja upp ný atvinnutækifæri. Ráöa verður bót á atvinnu- leysi, sem sumstaðar hefur verið nokkurt vandamál, og dulið at- vinnuleysi í sveitum er alltof mikið. Sjávarútvegur og vinnsla sjávarafla er víðast í allgóðu horfi og þar eru miklir mögu- leikar fyrir hendi. Landbúnaður hefur átt við mjög mikla erfið- leika að etja, sérstaklega sauð- fjárræktin. Búvörusamningur- inn hefur reynst illa og verið va- nefndur af stjórnvöldum. Breyta verður um stefnu í sauö- fjárrækt og heimila aukna fram- leiðslu. Það verður ekki gert nema til komi tímabundinn markaðsstuðningur við útflutn- ing. Samgöngumálin eru snar þáttur í lífi fólksins hér og mik- ilvægt er að vinna ötullega að uppbyggingu samgöngumann- virkja. Á næsta kjörtímabili verður lokið við aö endurbyggja og leggja bundið slitlag á veg- inn til Siglufjarðar. Bundið slit- lag veröur sett á Sauðárkróks- flugvöll. Skólamálin eru mjög mikil- væg og góðir skólar eru for- senda þess að fólk vilji búa hér. Ráða verður bót á skuldastöðu heimilanna. Við framsóknar- menn höfum lagt fram raun- hæfa áætlun um hvernig það verði gert. Nauðsynlegt er að við fáum afl til að hrinda henni í framkvæmd. Stefna ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar hefur komið harka- lega við kjördæmi okkar. Ríkis- stjórnina verður að fella í næstu kosningum, fjögur ár í viðbót með óbreyttri stjórnarstefnu verða kjördæminu óbærileg. íbúar Norðurlandskjördæmis vestra eiga heimtingu á að njóta svipaðrar lífsaðstöðu og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Hjálmar Jónsson, Sjálfstœöisflokki: Áframhaldandi stöbugleiki gefur mikil sóknarfæri Hver er sérstaða þíns frambods? Ég er í framboði til þess að gæta hagsmuna kjördæmisins í hví- vetna. Ég er kvaddur til forystu og trúnaðarstarfa af fólkinu í kjör- dæminu og veit fullvel hvar ég á heima. Sérstaðan markast af því sem er sérstætt fyrir Norðurlands- kjördæmi vestra. Að öðru leyti er ég hluti af liðsheild Sjálfstæðis- flokksins. Vegna góðs árangurs Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabil- inu er hægt að gera sér vonir um áframhaldandi stöðugleika og vaxandi efnahagsbata. Þessi staða gefur mikil sóknarfæri, verði ár- angrinum ekki kollvarpað. Við- skiptajöfnuður við útlönd er okk- ur hagstæður, skattar og vextir fara lækkandi og atvinnuleysi minnkar. Þjóðin hefur tekið á sig byrðar á samdráttarskeiði. A næsta kjörtímabili bendir flest til þess að skrefin til framfara geti orðið stærri, verði núverandi stöðugleika haldið. Hvert er helsta baráttumálið? Helsta baráttumálið er að við- halda stöðugleikanum og þeim árangri, sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur náb, og nýta hann til frekari sóknar og sigra. Ömgg efnahagsstjórnun í land- inu er forsenda fyrir vexti og við- gangi þess. Atvinnulífið er sá grunnur, sem þarf að vera traust- ur. Með því að búa í haginn fyrir arðberandi atvinnurekstur styrkj- ast byggðirnar. Aö því líður ab fiskveiðistjórnunin beri tilætlað- an árangur. Aukinn veiðikvóti kemur til með aö gjörbreyta skil- yrbum byggðanna. Miklar breytingar eru að ganga yfir í íslenskum landbúnaði. Eg hef trú á því að landbúnaðurinn komi sterkur út úr þeim. íslensk sauöfjárrækt á mikla möguleika, en hún þarf stuðning í bili. Nýsett lög um grunnskóla hljóta að leiða til meiri samvinnu sveitarfélaga. Það kemur í hlut sveitarstjórnanna að meta og ákvarba hvort sé heppilegra að efla fræðsluskrifstofur kjördæ- manna eða koma upp skólaskrif- stofum í héruðum landsins. Allt verður það að miðast vib aðstæð- ur. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra þarf að miða námsfram- bobið við þarfir landshlutans í starfsmenntun auk hins hefð- bundna náms. Matvælafram- leiösla er býsna stór þáttur í at- vinnulífi á Norðvesturlandi. Naubsynlegt er aö undirbúa hið fyrsta nám viö skólann í mat- vælavinnslu og markaðssetningu. Tengsl og gagnkvæmur stuðning- ur atvinnulífs og skóla þarf að verða miklu meiri. Meö því er æskan fyrr kölluð til ábyrgbar gagnvart atvinnuvegunum — einmitt það sem flest ungt fólk vill, þ.e. að taka þátt í að móta betra ísland — ísland framtíðar- innar. ■ Sveinn Allan Mörthens, Þjóövaka: Þj óðvaki ógnar nkjandi ástandi Anna Dóra Antonsdóttir, Samtökum um kvennalista: Yrði fyrsta konan á þingi fyrir Norbur- land vestra Hver er sérstaða þíns framboðs? Sérstaða framboðs Þjóðvaka felst í ógnun hans við ríkjandi ástand og vilja hans til breyt- inga. Við viljum raunverulega sameiningu félagshyggjuafl- anna, en ekki tyllidagaræður Ólafs Ragnars og Jóns Baldvins. Við viljum stefnu sem byggir á trúnabi við almenning og legg- ur áherslu á bætt siðferði í stjórnmálum og viðskiptalífi. Þjóðvaki hefur eitt félags- hyggjuframboða gefið út af- dráttarlausa yfirlýsingu um að ríkisstjórnarsamstarf með Sjálf- stæðisflokknum komi ekki til greina eftir kosningar. Gömlu flokkarnir vilja halda öllu opnu, vegna þess að þar ráða persónulegir hagsmunir einstakra þingmanna, ekki stefnuskrá flokksins. Stefna Sjálfstæðisflokksins er stefna at- vinnurekenda og stóreigna- manna og gengur þvert á stefnu Þjóðvaka. Því telur Þjóðvaki að kjósendur eigi rétt á að vita hvernig verði farið með atkvæði þeirra að kosningum loknum. Því kemur ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki ekki til greina. Hvert er helsta baráttumálið? Skapa verður 10 þúsund ný störf fyrir aldamót. Það verður aðeins gert meö sameiginlegu átaki allra landsmanna. Þjób- vaki leggur áherslu á að treysta velferð í landinu með sókn í at- vinnumálum, nákvæmri stefnu í sjávarútvegsmálum, áherslu á vaxtarmöguleika landbúnabar- ins, vistvænni og lífrænni fram- leiðslu. Menntun er forsenda framfara. Þjóðvaki leggur til að framlög til menntamála verði aukin um einn milljarð á ári næstu 8 árin, en með auknu fjármagni til menntamála er verið að fjárfesta í framtíðinni. Auka verður forvarnarstarf í heilbrigðisþjónustu og efla heilsugæslu. Taka verður á skattsvikum og leggja verður á fjármagnstekjuskatt. Þjóðvaki leggur áherslu á „Trúnað — vel- ferb — velmegun". ■ Hver er sérstaða þíns framboðs? Það er sérstakt að því leyti að vib höfum jafnrétti karla og kvenna að leiðarljósi. Konan er kjölfesta heimilisins og það leiðir til farsældar ef hún er sátt við hlutskipti sitt. Konur hér sem annars staðar eru afskiptar varðandi svo margt. Þær eru ekki þátttakendur í ákvöröun- um varðandi atvinnuuppbygg- ingu, uppbyggingu félagslegrar þjónustu, né hvernig sameigin- legum sjóbum er varið. Það er sérstakt líka að því leyti að ef ég næ kjöri, yröi ég fyrsta konan til aö ná kjöri sem aðal- maður á Alþingi fyrir Norður- landskjördæmi vestra. Þab er mjög sérstakt miðað við þab að íslenskar konur hafa nú haft kjörgengi í 80 ár. Hvert er helsta baráttumálið? Hverju þarfað breyta? Launamisréttinu fyrst og fremst. Fjárhagslegt sjálfstæði er grundvöllur daglega lífsins í samfélagi okkar. Þab er niður- lægjandi fyrir konu aö vinna við hlið karlmanns og fá aðeins 60- 70% af hans launum. Það er sárt að komast að því að aukin menntun kvenna er þeim held- ur til trafala en hitt. Konur eru ab komast að því að þær hafa verið ab ljúga að dætrum sínum í gegnum tíðina, þ.e. að mennt sé máttur. Nýjasta launakönn- un sýnir að samfara aukinni menntun eykst launabil milli karla og kvenna hröðum skref- um. Vib verðum aö komast til valda. Við verðum ab fá þann þingstyrk sem þarf til ab komast í ríkisstjórn. Öðruvísi verða kjör kvenna ekki bætt. Þab verður að koma nýtt sjónarhorn inn í valdastofnanir landsins, ef ríkja á jafnræbi mebal þegnanna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.