Tíminn - 07.04.1995, Blaðsíða 8
8
VfMtlim
Föstudagur 7. apríl 1995
Frásögn Ijósmyndar-
ans, sem tók frœga
mynd afsovéska fán-
anum á þaki ríkis-
þinghússins í Berlín
Senn er hálf öld liðin frá því aö
heimsstyrjöldinni síöari lauk í
Evrópu og til standa hátíöahöld
af því tilefni. í því sambandi birt-
ast nú á ný í fjölmiölum frétta-
myndir, sem teknar voru á loka-
dögum ófriöar þessa. Ein sú fræg-
asta af þeim sýnir tvo sovéska
hermenn vera aö koma sovéska
fánanum fyrir á þaki byggingar
þýska þingsins (Reichstag), yfir
rústum Berlínar.
Myndina tók (meö vél af gerö-
inni Leica) ljósmyndari í þjón-
ustu Tass-fréttastofunnar sov-
ésku, Jevgenníj Khaldei að nafni,
gyðingur fæddur í Úkraínu. Hann
lifir enn, kominn hátt á áttræðis-
aldur, og býr í smáíbúð (eins her-
bergis) í norðurhverfum Moskvu.
Þegar hann tók sína frægustu
mynd, var hann búinn að fylgja
sovéska hernum allt stríðiö og
hafði tekið fjölda mynda af her-
mönnum í bardögum og af sov-
éskum borgurum sem fengu að
kenna á stríðinu.
Örlög fjölskyldu
Ætla má að Khaldei hafi þá
stundum komist í hann krappan,
en það var þá ekki í fyrsta sinn.
Móðir hans var skotin til bana í
gyðingaofsóknum í Donetsk
1918. Kúlan, sem varð henni aö
bana, stöðvaðist í líkama Jevg-
enníjs, sem hún var með í fang-
inu og var þá eins árs. En hann
lifði það af. í stríðinu, þar sem
hann var með sem ljósmyndari,
skutu þýskir nasistar til bana föð-
ur hans og þrjár systur. Bróbir
hans missti báða fætur í stríðinu.
Nú var það ekki svo, ab Khaldei
væri vibstaddur af tilviljun er
rauða fánanum var stillt upp á
þaki ríkisdagshússins. Athöfnin
var sett á sviö meb myndatökuna
fyrir augum.
Khaldei segir svo frá í viðtali
við breska The Sunday Times að
fáninn, sem var aðalatriöið á
þessari mynd mikils sigurhróss,
hafi verib borðdúkur, sem hann
hafi fengið lánaðan hjá birgða-
stjóra einum í Moskvu. Khaldei
og klæðskeri einn, vinur föður
hans, voru síðan heila nótt að því
að búa til hamars-sigöar- og
stjörnutákn og sauma þetta í dúk-
inn, svo ab hann líktist sovéskum
fána. Síðan hraðaöi Khaldei sér til
Berlínar með dúkinn og fékk til
tvo hermenn að festa hann upp á
þak þinghússins.
Heföi Khaldei verið í þjónustu
vestræns fjölmiöils og í fylgd með
herjum vesturveldanna, þáver-
andi bandamanna Rússa, er ekki
ólíklegt ab hann hefði efnast
sæmilega út á myndir sínar, og þá
sérstaklega þessa af fánanum á
þinghúsþakinu. En Tass hafði
höfundarréttinn á myndum hans
og sjálfur auögaðist hann ekki á
þeim. Honum var ekki einu sinni
hrósað fyrir frægustu mynd sína
og var meira að segja ekki laust
við aö hann sætti ákúrum út af
henni.
„Þaö er hræðilegt"
Fyrst var þab birgðastjórinn,
sem brást vib reiður og skelfdur er
Khaldei sagði honum aö dúkur-
inn, sem hann hafði lánað, væri
enn á þaki þinghússins í Berlín.
Birgðastjórinn var á nálum um að
hann yrði gerbur ábyrgur fyrir
hvarfi dúksins og að þab leiddi af
sér meiriháttar vandræöi fyrir
hann.
Engrar hrifningar gætti heldur
Rauöi fáninn yfir rústum Berlínar — umrcedd frœg mynd Khaldeis.
Uriö sem var þurrkaö út
hjá ritstjóra Khaldeis, er hann leit
á myndina. „Gerirðu þér grein
fyrir af hverju þú hefur tekið
mynd?" sagöi ritstjórinn við ljós-
myndarann. „Já, þetta er mynd af
strákunum okkar uppi á Reich-
stag," svarabi Khaldei. „Nei!"
svaraði ritstjórinn. „Þetta er
mynd af hermanni með tvö arm-
bandsúr! Það er hræðilegt."
Alldrjúgur þáttur í sögu sóknar
sovéska hersins vestur á bóginn í
heimsstyrjöldinni síðari var saga
rána og nauðgana. Armbandsúr
voru þá fágæt munaðarvara í Sov-
étríkjunum. Af frásögnum ýms-
um að dæma urðu sovéskir her-
menn þekktir mebal þýsks al-
mennings fyrir að sækjast eftir úr-
um öllu fremur, næst á eftir
konum og áfengi. Allt þetta tóku
þeir ósleitilega til sín með ofbeldi.
Þá kvað hafa verið algeng sjón að
sjá sovéska hermenn með fram-
handleggina alsetta armbandsúr-
um.
Annar hermannanna á þakinu,
sem var frá Dagestan (sá sem á
myndinni stybur félaga sinn sem
er að festa fánastöngina), var meb
úr á báðum úlnliðum. Khaldei
segist ekki hafa tekib eftir því er
hann tók myndina.
Fasistarnir aftur
En vitaskuld var þab ekki „pól-
itískt kórrétt" ab láta svoleiðis
nokkuö sjást á mynd. (Raunar er
ekki alveg víst að enn þyki full-
komlega „pólitískt kórrétt" aö
fjalla mikið um sumt af því sem
gekk yfir almenning í Þýskalandi
austanverðu og víðar af völdum
sovéska hersins kringum stríbs-
lokin fyrir um hálfri öld, ekki
heldur á Vesturlöndum.) Enda
fyrirskipabi ritstjórinn ljósmynd-
aranum að þurrka annað úrib út
af myndinni. í þesskonar meö-
höndlun ljósmynda höfðu sov-
éskir ljósmyndarar þá þegar langa
BAKSVIÐ
DAGUR ÞORLEIFSSON
æfingu að baki.
Sem dæmi um það, hve lítið
Khaldei hafi haft upp úr starfi
sínu með sovéska hernum, nefnir
hann að hann hafi orðið að bíða í
40 ár ábur en hið opinbera út-
hlutaði honum smáíbúb hans.
Og hann lætur sér fátt finnast um
hátíðahöldin, sem nú fara í hönd.
Stjórnvöld hafi lofað hermönn-
unum úr stríðinu og börnum
þeirra öllu fögru, en lítib hafi orb-
ið úr efndum. Nú hafi fáir áhuga
á stríðinu og þeim fórnum, sem
sovétþjóöirnar hafi þá fært, og
hátíðahöldin muni fyrst og
fremst endurspegla valdastreitu
stjórnmálamanna, einkum Jelt-
síns forseta og Luzhkovs, borgar-
stjóra í Moskvu, sem nú er farið
að telja einn helsta keppinaut
Jeltsíns.
Khaldei gefur í skyn ab hann
hafi ekki verið hrifinn af „gamla
kerfinu", en sjái ekki heldur
margt gott vib nýja tímann.
Hann getur þess að fjölmargir
Moskvubúar, þ.á m. margir upp-
gjafahermenn, búi við heilsuspill-
andi aðstæbur (t.d. mikil þrengsli
í húsnæði), sem sé ein af ástæb-
unum til berkla- og barnaveikifar-
aldra, sem nú geisa í höfuðborg
Rússlands. „Og fasistarnir eiu aft-
ur á uppleib," segir Khaldei og fer
hrollur um hann. „Sem gyðingur
er ég hræddari nú en ég var áður."