Tíminn - 08.07.1995, Page 13

Tíminn - 08.07.1995, Page 13
Laugardagur 8. júlí 1995 Wmmm 13 og Jökulsá á Sólheimasandi er komiö tekur Mýraalur í Vestur- Skaftafellsýslu viö. Þaö er grös- ugt og búsældarlegt í Mýrdal. Af áhugaveröum stööum þar í sveit ber Dyrhólaey hæst. Þá eru í boði skemmtilegar snjó- sleðaferðir á Sólheimajökli. Vík í Mýrdal er snoturt byggöarlag og þar er margt í boði fyrir feröamenn. Athyglis- verðust er útgerö hjólabátanna. Þeim má aka af þurru landi og á haf út og á boðstólum eru ferðir að Reynisdröngum og ef sjóveður er stillt má sigla vestur að Dyrhólaey og í gegnum hið alfræga gat í tá eyjunnar. Hin mikla sandauðn, Mýr- dalssandur, skilur að Mýrdal og Skaftárhrepp. Hluti Skaftár- hrepps er Skaftártunga en það- an liggur Fjallabaksvegur í Eld- gjá og þaðan svo áfram í Land- mannalaugar. Kirkjubæjar- klaustur er höfuðstaður Skaftár- hrepps og vinsæll áningastaður ferðamanna. Myndarlegt hótel er á Klaustri, en nafn sitt dregur staðurinn af því að þar var nunnuklaustur fyrr á öldum og hefst rannsókn á rústum þess nú í sumar. Austan við Klaustur tekur Síða við og þá Fljóts- hverfi. Austasti bær á Suður- landi er Núpsstaður, en þar stendur bænahús sem byggt er aö stofni til árið 1657. Yfir Núpsstað gnæfir síðan fjallið Lómagnúpur og segir þjóðsag- an að þar standi jötunninn mikli jafnan með járnstaf í hendi... - Sigurður Bogi Sævarsson. Gunnarshús á Eyrarbakka. Þar er rekib kaffihúsib Lefolii. Þjóbminjadagur: Gengið um göt- ur á Eyrarbakka Boðið verður uppá áhuga- verða gönguferð um götur og garða á Eyrarbakka á morgun, sunnudaginn 10. júlí, í tilefni svonefnds Þjóðminjadags. Byggðarlag- ið verður skoðað og það sem þar fyrir augu ber. Lagt verður upp frá Sjó- minjasafninu við Túngötu kl. 15. Leiðsögumaður verð- ur Magnús Karel Hannes- son sveitarstjóri á Eyrar- bakka sem er öllum stað- háttum kunnugur. ■ Hvítárbrú viö Brúarhlöö breikkuö og ný brú byggö yfir Seyöisá á Kili: Hlemmifæri er nú orbið fyrir fólksbíla yfir Kjalveg. Nú er komin í fulla notkun brú sem byggb var si. haust yfir Seybisá sem er norban Hveravalla. Það var vinnuflokkur Vega- geröar ríkisins á Norðurlandi sem byggði brú yfir Seyðisá sl. haust. Aður var komin brú yfir Grjótá, sem er sunnan Bláfellsháls á Kjal- vegi. Má segja að með þessum tveimur brúm hafi síðustu hrindrununum á Kjalvegi verið rutt úr vegi, svo hann sé nú orð- inn öllum bílum fær. Þá er þessa dagana að ljúka framkvæmdum við 60 sm. breikkun á Hvítárbrúnni vib Brú- Vel veiöist í Ytri-Rangá: Þröstur Seybisá á Kili. Brú yfir þá á var byggb sl. haust og er nú komin í fulla notkun. arhlöð, þar sem Biskupstungur og Kjalvegur tengjast saman. Sú framkvæmd var orðin brýn, meðal annars vegna mikillrar umferðar breiðra rútubíla yfir brúna. ■ Unnib ab framkvœmdum vib breikkun Brúarhlababrúar. Myndin er tekin úr vesturátt, þ.e. Biskupstungnamegin. Hlemmifæri fyrir fólksbíla yfir Kjöl býst við að metið falli Búast má vib ab fyrri veibimet á vatnasvæbi Rangánna falli í sumar. Vel hefur veibst þab sem af er og Þröstur Ellibason, Ieigutaki Ytri- Rangár og Hóls- ár, er mjög bjartsýnn á fram- haldib. „Sé miðáð við sleppingar síð- ustu ára og skilyrðin í ánni nú má búast við að metiö falli í sumar. 1990 veiddust 1.622 fisk- ar í ánum og 1.578 í fyrra. Núna hafa rösklega hundrað fiskar veiöst í Ytri-Rangá og Hólsá og veiöin fer vaxandi þegar líöur á sumar. Því bendir allt til að þetta gamla met frá 1990 falli þegar tekið er tillit til ab áðurnefnd ár höföu aðeins um 60 fiskar borist á land á þessum tíma sumars," sagði Þröstur Elliðason, þegar Tíminn ræddi við hann í gær. Veiöi í Eystri-Rangá hefur hinsvegar farið mjög hægt af stað skv. upplýsingum frá Guð- jóni Árnasyni hjá ferðaþjónust- unni Sælubúinu á Hvolsvelli. Aftur á móti veiðist alivel í Þverá sem fellur í Eystri- Rangá. „Þab kom hingað í Sælubúiö til okkar maður og keypti leyfi í Þverá. Á örskammri stund veiddi hann tíu fiska," sagði Gubjón Árnason. ■ ■jr Selfoss WM Eyrarbakki Hveragerði Stokkseyri Þorlákshöfn Vík íMýrdal Kirkjubœjarklaustur Vestmannaeyjar Verslanir um allt Suðurland VERIÐ VELKOMIN!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.