Tíminn - 29.07.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.07.1995, Blaðsíða 1
STOFNAÐUR 1917 79. árgangur Laugardagur 29. júlí 1995 140. tölublað 1995 Innflutningur minnkaö um helming á pítsum og bökum: Pastakaup jukust yfir 40% í fyrra og fjórfaldast á 6 árum Innflutningur á pasta jókst meira í fyrra en nokkru sinni fyrr. Alls voru rúmlega 860 tonn af pasta flutt til landsins í fyrra sem er 41% aukning frá 610 tonnum árib áður. Fyrir sex ár- um voru aðeins flutt inn 240 tonn af pasta þannig að inn- flutningur hefur hátt í fjórfldast síðan. Islenskir pítsu- og böku- gerðarmenn virðast á hinn bóg- inn hafa náð yfirhöndinni á þeim markaöi. Innflutningur á pítsum og bökum komst mest í 160 tonn árið 1991, en minnk- aði aftur í 140 tonn árið eftir og hafði síðan hrapað niður í rúm- lega 60 tonn á síðasta ári, eða aðeins 40% þess sem flutt var inn þrem árum fyrr. Pastainnkaupin í fyrra svara til um 3,2 kílóa á mann að með- altali. Heildarverðmætið var rúmlega 110 milijónir kr., sem ' i vl yfji fcíw4’"' i mTwfJ Pastahillurnar í verslunum svigna undan þessari erlendu matvöru sem veitir innlendum vörum óvœgilega samkeppni. Tímamynd Pjetur. þýðir tæplega 130 kr. cif verð að meðaltali. Fyllt pasta var um fimmtungur innflutningsins og kostar um 250 kr. að meðaltali á kílóið. Það er svipað kílóverð og var á innfluttum pítsum og bökum á síðasta ári. Innflutningur þeirra vara jafngilti aðeins rúm- um 0,2 kg. að meðaltali á mann. Aukinn innflutningur á pasta um 250 tonn á síðasta ári skýrir því tæpast nema að hluta þann 650 tonna samdrátt sem varð í kjötsölu í fyrra, eins og margoft heyrist giskað á. Og ekki verður heldur séð að aukning á sölu pasta um 2,3 kg. á marin frá 1988 geti skýrt nema kannski um þriöjung af þeim 7 kg. sam- drætti í kjötsölu á mann sem orðið hefur sömu ár. Þarna hlýt- ur fleira að koma til. Miöbœr hf. í Hafnarfiröi aö komast í þrot: Skuldir viö bæjarsjóö rúmlega 200 millj. kr. Eignarhaldsfélagið Miðbær í Hafnarfirði, sem byggt hefur stórt verslunarhús við Strand- götu þar í bæ, er að komast í greiðsluþrot. Skv. frétt Fjarð- arpóstsins skuldar félagiö Hafnarfjarðarbæ rösklega 200 millj. kr. og eru það ábyrgðir og eins vangoldin fasteigna- og gatnagerðargjöld. Hafnarfjarðarbær er í ábyrgð- um fyrir Miðbæ Hafnarfjarðar uppá 140 millj. kr. og áður- nefnd gjöld, sem í vanskilum eru, nema rösklega 60 millj. kr. Þetta kemur fram í greinargerð sem ráðgjafafyrirtækið Sinna hefur gért, og í framhaldi af henni hafa bæjaryfirvöld óskað eftir fundi þar sem skoða á stöðu málsins frekar. Ekki náðist í Viðar Halldórs- son, forsvarsmann Miðbæjar Hafnarfjarðar, vegna þessa máls í gær. ■ Nýtt lagafrumvarp um kvikmyndamál liggur fyrir. Bryndís Schram, framkvœmdastjóri Kvikmyndasjóös: Geri ráð fyrir auknum tekjum Vilhjálmur Egilsson alþingis- maöur og Knútur Hallsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri hafa gengið frá drögum aö lögum um kvikmyndamál, sem leggja á í hendur þing- manna fyrir haustið. Bryndís Schram, fram- Ferðahelgin mikla í Tímanum í dag er fjallað um hina miklu ferðahelgi sem framundan er. Greint er frá ótrúlega miklu framboði af úti- hátíðum og öðru því sem ferða- langar sækjast eftir um Verslun- armannahelgina. - Sjá bls. 9-12 kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, segir ekki rétt að skýra frá efni frumvarpsins, en ljóst sé að ef lögin nái fram að ganga, verði töluveröar breytingar á fyrir- komulagi stjórnunar og úthlut- unar. Auk þess sé gert ráð fyrir auknum tekjum til handa sjóðnum. Spennandi veröi að fylgjast með framvindu mála og segir að miklar vonir séu bundnar við þá Knút og Vil- hjálm og frumvarpsvinnu þeirra. „Ég held að enginn dragi í efa að Knútur Hallsson var svo sannarlega málsvari kvik- myndagerðarfólks á meðan hans naut við í ráðuneytinu," segir Bryndís Scram. ■ Stíll yfír fyrri alda Stokkseyringum: Þar gengu menn á gangstéttum á 18. öld Merkar gangstéttir, um það bil 200 ára gamlar, hafa fundist við Húsið á Eyrar- bakka í fornleifauppgreftri sem þar er nú í gangi. Byggðasafn Árnesinga opnar sýningar sínar í Húsinu inn- an fárra daga. Jarðvegur á lób Hússins var lækkaður samfara miklum end- urbótum á því og þá komu þessar hleðslur í ljós. Þær gætu bent til að fleiri hús hafi verið á þessum stað. Þessi mynd var tekin austur á Eyrarbakka í gær og sýnir þá Vilhjálm Örn Vil- hjámsson (t.h.) og Ragnar Ed- valdsson fornleifafræðinga að störfum. Sjá bls. 8. Fiturýrir og snöggeldaöir og löngu tímabœrir lambakjöts- molar eru nú komnir á markab. Molarnir hafa hlotib nafnib Nagg- ar, sem klingir sjálfsagt einhverj- um bjöllum hjá unnendum kjúk- lingabita á McDonalds. Vonast er til ab Naggarnir verbi teknir upp á arma unga fólksins og skáki pít- sum, borgurum, McNuggetunum og öbrum viblíka jukkmat. Á myndinni sést Sigurgeir Þorgeirs- son frá Bœndasamtökum íslands teygja sig í nokkra nagga og hafa þeir sjálfsagt runnib óhindrab í maga. Tímamynd Pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.