Tíminn - 29.07.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 29. júlí 1995
9
ilMW
Magnús Scheving þolfimimeistari hefur á síbustu Caltalœkjarhátíbum komib samkomugestum ígott torm. svo
verbur einnig gert í ár. Ljósm: jón Cubbergsson.
Bindindismótiö í Caltalœkjarskógi:
Þriggja ættliða
fjölskylduhátíö
Búast má viö að þrír ættliöir
sömu fjölskyldu komi saman
á Bindindismótinu í Galta-
iækjarskógi, sem nú er þar
haldið enn einu sinn. Mótiö
hefur tryggt sér fastan sess í
skemmtanahaldi þessarar
helgar — og segja móthaldar-
ar aö senn líöi aö því aö fjórir
ættliiðir veröi saman komnir
á hátíöinni.
Meginstefið í Galtalækjarhá-
tíðinni er í ár einsog einatt áöur
að áfengi má þar ekki hafa um
hönd. Skemmtiatriði hátíðarin-
ar eru jafnframt sniðin að því
sem öll fjölskyldan getur sam-
einast um. Vinsælar hljómsveit-
ir leika og syngja í Galtalækjar-
skógi, þar eru margvísleg leik-
tæki, keppt verður í götukörfu-
Fjölmenni sækir utihatíbina i Caltalœkjarskógi á sumri hverju.
bolta og poxi, hestaleiga er á
staönum og skipulagðar ferðir
verða í nýja og ljómandi góða
sundlaug að Laugalandi í Holt-
umi
Á föstudagskvöldið eru það
tvær hljómsveitir sem leika í
Galtalækjarskógi: Skítamórall
og Nátthrafnar. Á Iaugardags-
morgun er reiðhjólakeppni þar
sem ungir geta spreytt sig í hjól-
reiðaþrautum, götukörfubolta,
þolfimi, söngvarakeppni og
ýmsu fleiru. Þá er kvöldvaka þar
sem Ingibjörg Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra ávarpar gesti og
Spaugstofan leikur lausum hala
og þar á ofan eru dansleikir auk
flugeldasýningar og varðeldur á
miðnætti.
Á sunnudag er einnig fjöl-
breytt dagskrá. Þá verður m.a.
íslandsmeistaramótið í poxi,
keppt verður í götukörfubolta,
síðdegis er helgistund sr. Pálma
Matthíassonar, í kúluhúsinu
Heklu er diskótek, og þar er
einnig dansleikur um kvöldið.
Lokaatriði hátíðarinnar er dans-
Ieikur á sunnudagskvöld þar
sem hljómsveitin Sixties leikur
lög frá liðnum árum auk annars
vinsæls efnis.
Aðgangseyrir á Bindindismót-
ið í Galtalækjarskógi er 4.500 kr.
fyrir fullorðna, 16 ára og eldri.
13 til 15 ára greiða 3.500 kr. og
þar af yngri greiða engan að-
gangseyrir. ■
Hvert
skal
halda
í þessum blaðauka kynnir
Tíminn þær helstu útisam-
komur sem haldnar verða á
landinu um verslunarmanna-
helgina. Margvíslegar
skemmtanir og afþreying af
ýmsu tagi stendur fólki til
boða og eru þessar samkomur
vítt og breitt um landið.
Með þessu blaði ætti fólk að
geta glöggvaö sig á því helsta
sem í boði er og nú hefur það
eina viku til að taka ákvörðun
um hvert skal halda. ■
Fjölskylduhátíö á Neskaupstaö:
Neistaflug '95
Varðeldur, Tour de Norö-
fjörö, kraftakeppni, sjóskíða-
sýning, flugeldasýning, götu-
körfubolti, unglingadansleik-
ir, harmonikkuball, útidistó-
tek og fleira áhugavert veröur
fólki til skemmtunar á
Neistaflugi '95 á Neskaupstað
um verslunarmannahelgina.
Þetta er í þriðja sinn sem
þessi fjölskylduhátíð verður
haldin á Neskaupstað. Enginn
aðgangseyrir er að hátíðinni og
tjaldstæði eru frí.
Hátíðarhöldin fara fram í
miðbænum og næsta nágrenni
frá föstudagssíðdegi til mánu-
dagsmorguns. Mikill viðbúnað-
ur er við hátíðina og verður all-
ur miðbærinn skreyttur, sett
upp um 200 fermetra tjald og
ljósaskreytingar munu prýða
bæinn.
Af utanaðkomandi skemmti-
kröftum er helst að nefna
hljómsveit Geirmundar Valtýs-
sonar ásamt Helgu Möller,
bítlahljómsveitina Sixties og
Pál Óskar og milljónamæring-
ana. Einnig spila þar Sólstrand-
argæjarnir og Ózon. Auk fyrr-
greindra skemmtiatriða má
nefna listflug, útitónleika, úti-
bíó, spírólí (leiktæki) og enskan
fjöllistamann, The Mighty Gar-
eth.
Hápunktur hátíðarinnar er á
sunnudeginum en þá verður
skemmtidagskrá sem endar með
varðeldi, söng og flugeldasýningu
í Lystigarði Neskaupstaðar.
Það er Ferðamálafélag Nes-
kaupstaðar sem stendur fyrir
hátíðinni. ■
Biskupstungur:
Tungnadagar
með tilþrifum
Frá Stefáni Bö&varssyni, fréttaritara Tím-
ans í uppsveitum Árnessýslu.
íbúar í Biskupstungum ætla um
verslunarmannahelgina aö
halda svonefnda Tungnadaga
meö sérstökum tilþrifum um
alla sveitina. Ýmsir gjörningar
og leikir veröa í Reykholti þar
sem andlit veröa máluö, keppt í
flugi flugdreka og í ýmsum öör-
um leiktækjum, auk þess sem
höndlaö veröur í markaöstjaldi
þar.
Fjölbreytt dagskrá verður á
Tungnadögunum svo sem í Dýra-
garðinum í Laugarási, á dansleikj-
um og diskótekum í Réttinni í Út-
hlíð eða þá í bjórstofunni á Hótel
Geysi. Sömuleiðis er um helgar
boðið uppá kaffi og kökur í mat-
sal Skálholtsskóla.
Auk þessa verður margt annað
fyrir fólk að gera á Tungnadög-
um, svo sem að renna fyrir silung
eða lax, fara á golfvellina í Úthlíð,
í Miðdal í Laugardal eða á Flúð-
um. Þá er hægt að fara í Hvítár-
siglingu, skreppa í smáferð á há-
lendiö, til dæmis til að kíkja á
Hagavatn og Jarlhettur eða Hvít-
árvatn og Langjökul svo ekki sé
talað um skíðaparadísina Kerl-
ingafjöll. Til allra þessara staða er
fólksbílafæri, einkum ef varkámi
og góða skapiö er með í för, en
það er einmitt það síðastnefnda
sem Tungnadagar byggjast aðal-
lega á. ■
Vatnaskógur:
Fjölskylduhátíð í skóginum
Boöiö veröur uppá fjölbreytta í frétt frá mótshöldurum Tekið er fram aö þessi hátíð
dagskrá á fjölskylduhátíö sem segir að Vatnaskógur sé ein- sé ekki eingöngu fyrir KFUM
haldin veröur í Vatnaskógi stakur fyrir hátíö sem þessa. fólk. Hún er öllum opin, en
um verslunarmannahelgina. Skógurinn, vatnið og aðstaðan tekið er skýrt fram að áfengis-
Kvöldvökur, varöeldar, kapp- á þessu svæði almennt bjóði bann er á svæðinu.
róörar, koddaslagur og fleira uppá aðstæður þar sem allir m
er á dagskránni. geti notið sín.