Tíminn - 29.07.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.07.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 29. júlí 1995 SfMfflW 7 Menntamálaráöherra ákveöur aö skólahald veröi í Reykholti nœsta vetur: Áhersla á áhugasvið og tómstundir Menntamálaráðherra hefur tek- ið ákvörðun um að skólahald verbi í Reykholtsskóla næsta vetur. Skólameistari Fjölbrauta- skóla yesturlands á Akranesi, Þórir Ólafsson, fór á fund í menntamálarábuneytinu í vik- unni þar sem hann lagbi fram tillögur um áframhald starfsins í Reykholti og gerbi tillögur um rábningu bæbi á stjórnanda og kennurum næsta vetur. Þær til- lögur voru samþykktar. Sex kennarar verða vib skólann, sem allir voru starfsmenn skólans sl. vetur. Þórunn Reykdal hefur verib rábin .stjórnandi. Hvorki Oddur Albertsson né Ólafur Þ. Þórðarson sóttu um starf vib skól- ann. Þeim, sem sent hafa inn um- sókn, var sent svarbréf í gær, en þá lágu fyrir 43 umsóknir um skólavist vib skólann. „Þab er spurningarmerki vib fjóra eba fimm sem er óvíst að geti nýtt sér þetta, en abrir fengu jákvætt svar. Það er mikib verib ab spyrja og enn verib ab senda inn umsóknir, þab koma hingab þrjár-fjórar umsóknir á dag, þann- ig að ég á von á að vib eigum eftir ab sjá fimmtán-tuttugu umsóknir í viðbót. Vib höldum umsóknar- fresti opnum út ágúst," segir Þórir Ólafsson skólameistari. Þórir segir ab í Reykholti verði um að ræða eins vetrar nám sem hafi nokkra sérstöbu, þar sem gert sé ráb fyrir mikilli áherslu á ab styrkja nemendur almennt, efla sjálfstraust þeirra og samskipta- hæfni og taka á sérstökum náms- vandamálum ef þau eru fyrir hendi. Einnig verði lögb áhersla á áhugasvib og tómstundir og lögb rækt við áhugamál sem nemend- ur kunna ab hafa, en til þess verba nýttar ýmsar sérstakar aðstæbur sem eru 1 Reykholti, bæbi um- hverfi og mjög góð abstaba sem er fyrir hendi í skólanum. Námib í Reykholti verbur í raun og veru sambland af hefðbundn- um skóla og nýbreytni. Þarna munu nemendur einnig geta lok- ið hefbbundnum framhaldsskóla- áfanga og lokib sínum námsein- ingum. „Kostnaburinn er ekki orðinn Nemendur Reykholtsskóla viö mótmœli. ljós, vegna þess ab vib höfum eig- inlega orðið að sumu leyti að fá að víkja því til hliðar, því allt sumarib hefur farið í þetta áríb- andi verkefni að kynna, byggja upp og innrita," segir Þórir og heldur áfram: „Rábuneytið gerir ráð fyrir í sín- um tillögum að þarna verði skóla- hald sem verði nokkru dýrara en í almennum framhaldsskólum. En mér sýnist ab ef vib náum fimm- tíu nemendum — ég tala nú ekki um yrbu þeir sjötíu til níutíu, eins og ég tel nú líklegt haustið 1996 — þá verbur þetta ekkert mikib dýrara en venjulegur framhalds- skóli. En þetta verbur náttúrlega dýrara ef nemendur verba ekki nema milli þrjátíu og fjörutíu. En náist þessi nýting, sem ég er mjög bjartsýnn á að verbi 1996, þá er- um við ekki að tala um neitt veru- lega dýrari skóla en gengur og ger- ist á landinu." -TÞ, Borgamesi Slysavarnafélag íslands: Fótboltamörkin verður að festa Slysavarnafélag íslands hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varab er vib þeirri hættu ab fótboltamörk séu ekki tryggilega fest nibur. Mörg slys hafi gerst meb þessum hætti, þar af eitt nú mjög ný- lega. I frétt frá SVFI segir ab sex ára gamall drengur hafi slasast af þeim sökum á knattspyrnuvelli í Hafnarfirbi fyrr í mánuðinum og alls hafi 29 börn slasast með þessum hætti sl. 14 ár. Segir jafnframt ab heilbrigðisfulltrúar hafi nú sérstakar gætur á fót- boltamörkum og Hollustuvernd ríkisins hafi hvatt til þess ■ Ingibjörg Þorsteinsdóttir píanóleik- Auöur Gunnarsdóttir sópransöng- ari í Stykkishólmi. kona kemur nú fram ífyrsta skipti á konsert hér heima. Þriöjudagstónleikarnir í Listasafni Sigurjóns á Laugarnesi: Söngur og píanóleikur ungra tónlistarkvenna Tvær ungar og efnilegar tónlist- arkonur halda tónleika á þribju- dagskvöldib í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar í Laugarnesi í Reykjavík. Þetta em sópransöng- konan Aubur Gunnarsdóttir, sem heldur þar sína fyrstu opin- bem tónleika, og Ingibjörg Þor- steinsdóttir píanóleikari. Aubur útskrifaðist frá Söngskól- anum í Reykjavík 1991 og mun ljúka.námi frá tónlistarháskólan- um í Stuttgart á næsta sumri. Framundan hjá henni er einnig ab syngja hlutverk Michaelu í Car- men og verkefni meb Fílharmón- íuhljómsveitinni í Stuttgart. Ingibjörg nam píanóleik vib Tónlistarskólann í Reykjavík og síðar í nokkur ár í Guildhall Scho- ol of Music and Drama í London og lauk þaðan einleikaraprófi 1981. Hún hefur síban lengst af verib píanókennari í Borgarnesi, en einnig kórstjóri. Hún býr í Stykkishólmi í dag og starfar þar við list sína. ■ Haflibi Hall- grímsson opnar mynd- listarsýningu Örn Þórisson framkvœmdastjóri Miölunar, Grétar Friöriksson, nýbakaöur tölvueigandi, Hjalti Már Bjarnason frá Nýherja og Siguröur Frosti Þóröar- son, þjónustufulltrúi Miölunar. Fékk tölvu aö launum Grétar Fribriksson hjá Fisk- markabnum í Hafnarfirbi var hinn heppni þegar dregib var um hvaba fyrirtæki í Net- fangaskránni 1995 hreppti Tulip margmiblunartölvu frá Nýherja. Skráin er gefin út af Miölun ehf. í samvinnu vib Icepro, nefnd sem stuðlar aö einföldun og samræmingu í vibskiptum á íslandi. Upplag skrárinnar er 5 þúsund eintök og henni dreift endurgjaldslaust til skráðra að- ila. Skráin kemur út í september nk. ■ Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara Tím- ans á Akureyri. í dag verður opnuð sýning á verkum Hafliða Hallgrímssonar, myndlistar- og tónlistarmanns, í Listasafninu á Akureyri en sýn- ing Hafliða er liður í dagskrá Listasumars '95 á Akureyri. Haf- liði er kunnur fyrir sellóleik en hefur einnig fengist við tón- smíðar og myndlist. Á sýning- unni í vestursal listasafnsins verða sýndar 35 myndir sem listamaðurinn hefur gert á und- anförnum þremur árum. Við opnun sýningarinnar mun Helga Bryndís Magnúsdóttir leika nokkur píanóverk eftir Hafliða en auk þess verður efnt til tvennra tónleika á Akureyri þar sem verk Hafliða verba flutt. Tríó Reykjavíkur mun halda tónleika í listasafninu 2. ágúst þar sem Halldór Haraldsson pí- anóleikari, Gubný Guðmunds- dótti fiðluleikari og konsert- meistari Sinfóníuhljómsveitar íslands og Gunnar Kvaran selló- leikari koma fram. Síðari tón- leikarnir verða 13. ágúst og þar leikur Helga Bryndís Magnús- dóttir píanóverk eftir lista- manninn. ■ Óttast um líf 4.000 manna á knattspyrnuvelli Amnesty International telur ástæbu til að óttast um afdrif allt ab fjögur þúsund karlmanna sem Bosiiíu- Serbar tóku höndum er þeir nábu Srebreníku á sitt vald og fluttu á knattspyrnuvöll í bænum Bratúnak. Heimildar- menn Amnesty segja ab mennirn- ir hafi verib yflrheyrbir vegna hugsanlegrar abildar þeirra ab stríbsglæpum. Óttazt er að aftök- ur hafi farib fram og ab menn sæti pyntingum. Talib er að flest- ir hinna handteknu, ef ekki allir, séu óbreyttir borgarar, en þeir yngstu eru sextán ára ab aldri. Sögur fara af því að konur hafi flúib Srebreniku akandi þegar Bo- sníu-Serbar hertóku gribasvæbi Sameinuðu þjóðanna þar í grennd og hafi verið numdar á brott er þær voru á leib þaban akandi. íslandsdeild Amnesty Interna- tional vekur athygli almennings á þeim möguleika ab hvetja stjórn- völd í Belgrað til abgerba, eins og segir í fréttatilkynningu, en það má gera meb því ab senda bréf, póst- kort eða símbréf til: Biro Republice Srpske MoOe Pijade 8 11000 Beograd Federal Repulic of Yugoslavia Telefax númerib er: 381 11 338 876 íslandsdeildin lætur í té eftirfar- andi tillögu að texta: Dear Sir(s), I express my concern about the risk of ill tratment, torture, „dis- appearance" and deliberate and ar- bitrary kiilings of men over 16, detained following the capture of Srebrenica. I urge that they be granted full safeguards according to international humanitarian law, and in particular, that they be protected from ill treatment and torture. Furthermore, I express concern about the reports of women refuge- es being abducted by members of the Bosnian Serb armed forces from vehicles transporting them out of the Srebrenica area. Sincerely, (undirskrift). ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.