Tíminn - 29.07.1995, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.07.1995, Blaðsíða 13
Laugardagur 29. júlí 1995 13 I t ingu. Því miöur sá ég leikrit Dorf- manns ekki þegar það var sýnt á litla sviði Þjóðleikhússins og verð því að gefa mér að það hafi byrjað og endað, eins og kvikmynd Polanskis, á hljóm- leikum þar sem verið er að spila d-moll kvartett Schuberts, Dauðinn og stúlkan. Tónlistin er buröarás myndarinnar og vekur upp spurningar um eðli mannsins og gildi siðmenning- arinnar. Læknirinn var vanur að spila þessa tónlist af snældu í hvert skipti sem hann nauög- aði konunni sem myndin snýst um. Hvernig má það vera að í sama manninum búi unnandi fagurra lista, virtur borgari og góður faðir og svo sadískur nauðgari? í dag, sunnudaginn 23. júlí, bárust fréttir af því að herlög hefðu verið framlengd í Dœminu snúiö vib: Sigourney Weaver og Ben Kingsley í hlutverkum sínum íkvikmynd Polanskis, Daubinn og stúlkan. Bólivíu. Fyrir nokkrum vikum varaði Augusto Pinochet, fyrr- verandi einræðisherra Chile, stjórnvöld við að sækja yfir- menn hersins til saka fyrir glæpi unna í stjórnartíö hans. Enn er langt í land meb að lýð- ræbið standi traustum fótum í ríkjum Suður-Ameríku, þó að herforingjarnir séu komnir frá völdum. Þróunin virðist þó vera sú að það sé heldur að styrkjast, þó erfitt sé að meta slíkt án tímalegrar fjarlægðar. Kvikmyndin Dauðinn og stúlkan veitir okkur innsýn í veröld sem til allrar hamingju er okkur framandi hálfri öld frá lokum valdatíbar. þýskra nas- ista. Óskandi væri að hún yröi tekin til sýningar að nýju í ein- hverjum af minni bíósölum borgarinnar eða aö viökomandi rétthafar útvegi hana á mynd- bandi viö fyrstu hentugleika. Ágúst Þór Ámason . y $ {*&• s ■ r' ■■ > ■ ' Afturbati stjórnarfars í Suöur-Ameríku: Listrænt uppgjör viö handbendi herforingja Hljómsveitin Pop Dogs, önnur íslenska hljómsveitin sem tekur þátt í verk- efninu og spilar í Tunglinu n.k. mibvikudagskvöld. Þeir heita, frá vinstri, jói, Eyjó, Svanberg og Raggi. Rokkið borið saman Þann 31. júlí n.k. koma hingað tvær unglingahljómsveitir frá Hamborg og halda m.a. tón- leika í Tunglinu þ. 2. ágúst n.k. Tónleikarnir eru hluti af dag- skrá hópsins á meban hann dvelur hér. Meö hópnum eru þrír fullorbnir einstaklingar, tónlistarmenn, sem hafa þann starfa ab leibbeina krökkunum vib sína tónlistaribkan. Hamborgar-borg býður hópn- um hingað, en íslenskur hópur tekur á móti þeim. íslenski hóp- urinn er samsettur úr tveim ís- lenskum unglingahljómsveitum og tveim ábyrgharmönnum. U.F.E. á íslandi veitir styrk til heimsóknarinnar, en það er sjóbur á vegum Evrópubanda- lagsins sem styrkir evrópsk ung- menni til að hittast og kynnast hvert öðru með tilliti til aö minnka fordóma þjóða á milli og auka samstöðu ungs fólks í Evrópu. Þar sem tónlistarhlustun og -iökun er stór þáttur í ung- menningu víðast hvar í heimin- um, er tilhlökkunarefni að sjá hvað hinir eru að fást við í sínu „rokki", bera saman texta, tón- listarstefnur og áhugasviö í því efni. Hópurinn frá Þýskalandi til- heyrir stærra verkefni, sem Ham- borg hefur á sinni könnu og ber heitið Lass 1000 Steine rollen. Hljómsveitirnar, sem koma, bera nöfnin D-Cups (hip metal) og Dawn Patrol (speed death met- al). Islenski hópurinn heitir Stöðv- um ekki steinana og hljómsveit- irnar bera nöfnin Tjalz Gizur og Pop Dogs. Þeir, sem tilheyra Stöðvum ekki steinana-hópnum, fara til Ham- borgar þ. 2. október í haust og verður tekiö á móti þeim þar með svipuðum hætti og tekib verbur á móti Þjóbverjunum hér. Strákarnir spila á tónleikum í Hamborg og fara einnig í stúdíó. Tónleikarnir í Tunglinu verða kl. 20-24 miövikudagskvöld 2. ágúst n.k. og verður götuleikhús á staönum innan dyra, auk þess sem ljóbalestur verbur viðhafbur milli atriða. í byrjun sumars tók Laugarás- bíó til sýningar nýjustu mynd Romans Polanski, Daubinn og stúlkan, sem byggö er á samnefndu leikriti eftir chíl- eska skáldib Ariel Dorfmann. Myndin fjallar á sérlega á- hrifaríkan hátt um endur- fundi kvalara og fórnar- lambs: læknis, sem í valdatíð herforingjastjómar í ónefndu ríki í Subur-Ameríku hafbi þab hlutverk meb höndum ab segja til um hve miklar pynt- ingar fangarnir þyldu án þess ab gefa upp öndina og konu sem hafbi orbib fórnarlamb kvalalosta læknisins á meban henni var haldiö í fangelsinu. Því miöur fékk myndin ekki þá umfjöllun sem hún átti skil- ið, þegaT hún var sýnd hér. Annars staðar hefur henni ver- ið betur tekið og orðið tilefni umræöna um stjórnmálaþróun og ástandið í Suður-Ameríku og það uppgjör við herforingjana og handbendi þeirra sem nú á sér stab í mörgum ríkjum álf- unnar. Ég sá myndina í Stokkhólmi í lok apríl, sem breytir í sjálfu sér ekki miklu, nema aö kvöldið sem ég sá hana komu fréttir af því að yfirmaður Argentínuhers hefði beðið þjóð sína opinber- lega afsökunar á framferði hers- ins þegar hann var við völd. Þessi afsökunarbeiðni hlýtur að teljast hin merkustu tíðindi og ætti að kalla á vangaveltur um þróun og stööu stjórnmála í Argentínu sem og í öbrum ríkj- um Suður-Ameríku. Hver er staða lýöræðis meðal þjóða sem búið hafa við ógnarstjórn og mannréttindabrot af verstu gerð svo áratugum skiptir? Spurningunni um réttlæti, sem velt er upp í Dauðinn og stúlk- an, verður að svara til að fórn- arlömb handbenda herforingj- anna geti endurheimt mann- lega reisn sína. Polanski tekst að sýna meö snilldarlegum hætti hversu erfitt það er að beita hefö- bundnum aðferðum við ab lög- sækja pyntingasérfræðinga ógnarstjórnar, þegar fórnar- lömbin hafa ekki annað til að styöjast við en lykt og heyrn til ab bera kennsl á kvalara sína. „Sannleikurinn" lendir undir smásjánni í tilbúnum réttar- höldum yfir fangelsislækninum og í Ijós kemur að konan, fórn- arlambið, hafði ákveðið að segja manni sínum ekki hvern- ig henni var misþyrmt í fang- elsinu til aö vernda sambandið, sem var undir miklu álagi vegna framhjáhalds eigin- manns á meðan konan hélt nafni hans leyndu þrátt fyrir ó- lýsanlegar kvalir og niðurlæg- Allir vita að það er leikur einn að grilla lambakjöt. Og nú færist enn meira fjör í leikinn því nú getur þú unnið þér inn glæsllegt gasgríll í skemmtilegum safnleik. Safnaðu 3 rauðum miðum sem finna má á öllum grillkjötspökkum með lambakjöti og sendu ■ pósthólf 7300, 127 Reykjavík ásamt þátttökuseðli sem fæst ( næstu matvöruverslun. Þar með ertu með í potti og átt möguleika á að vínna glæsilegt Sunbeam gasgrill. Dregíð er tvisvar sinnum, 10 gasgrill í hvort sinn. I fyrra skiptið þann 7. júlí og í seinna skiptið þann 11. ágúst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.