Tíminn - 29.07.1995, Blaðsíða 14
14
Laugardagur 29. júlí 1995
■:w
1 J jR. ■ ■ IJj-
I markabsborginni Ludlow skemmta gestir og gangandi sér meb leikjum og ýmsum uppákomum. Hér er þab harmonikkuleikarínn sem kennir hríngdans og stjórnar honum, og hefur ábur
kennt unga manninum, sem hjá honum situr, ab slá og strjúka taktinn á rífflaban tréstokk.
Shropshire — vagga iönbyltingarinnar og ööruvísi England:
Helgarferð á söguslóð-
ir bróður Cadfaels
Sennilega hafa Islendingar ekki
mikið farið um Miölöndin í
Bretlandi. Það er í sjálfu sér
skaöi, því þaö er afar skemmti-
legt landsvæöi og um margt
frábrugöiö því sem flestir Is-
lendingar þekkja helst í ríki El-
ísabetar annarrar: London,
Glasgow, Edinborg — og nú síö-
ari árin eilítið Newcastle líka.
Sýslan Shropshire — eða skírið,
ef menn vilja heldur nota fornt,
enskt heiti — er fagurt land. Þar
stóö vagga iðnbyltingar, þar ólgar
sagan á hverju götuhorni, og þar
stendur mannlíf meö þeim
blóma aö undirritaöur hefur ekki
annars staöar séö jafn stóran
hluta Bretlands ljóma af snyrti-
mennsku, hreinlæti — og mér
liggur viö aö segja af velmegun.
Aðalborgin í Shropshire er
Shrewsbury — forn borg sem eitt
sinn var viöskiptaborg í alfaralejö
milli Wales á einn veg, Noröur-
Englands á annan og Suður-Eng-
lands á þann þriðja. Þar stóö auö-
ugt klaustur um skeið og allt fram
á miðja 16. öld, og þar kaus rit-
höfundurinn Ellis Peters (Edith
Pargeter) að láta sögur sínar um
bróöur Cadfael gerast. Þegar hún
skrifaði fyrstu bókina um Cadfa-
el, ætlaði hún svo sem ekkert aö
hafa þær fleiri, en henni fór eins
og flestum öörum: þegar hún
haföi eitt sinn kynnst bróöur
Cadfael (ath: nafniö er fram boriö
Kadfa-el, líkt og til aö mynda
Rafa-el), fór henni aö þykja vænt
um hann, svo þannig fór aö hún
skrifaöi aöra bók með hann sem
aðalhetju. Eftir þaö átti hún ekki
undankomu auðiö. Lesendur
heimtuðu meira og meira.
84% komu aö „heim-
sækja'' Cadfael
Fyrsta bókin um bróður Cadfa-
el kom út árið 1977, og nú eru
þær orönar 20 talsins. Þær hafa
verið þýddar á milli 20 og 30
tungumál og gefnar út í öllum
helstu löndum heims og seljast
ekki bara í tugþúsundatali, heldur
í milljónatali. Breska sjónvarpið
CTV hefur þegar gert kvikmyndir
eftir 4 bókanna, sem þegar hafa
verið sýndar á íslandi; 6 aðrar eru
ýmist fullgerðar eða í vinnslu og
verða frumsýndar fljótlega.
Þegar kom fram um 1990 upp-
götvuðu íbúar Shrewsbury að
ferðamannastraumur hafði aukist
stórlega. Ferðamenn spuröu eftir
ýmsum kennileitum sem koma
fyrir í sögunum um Cadfael, svo
að árið 1992 gengust ferðamála-
yfirvöld borgarinnar fyrir könnun
meðal ferðamanna, sem sýndi að
84% erlendra gesta og 46% inn-
lendra komu gagngert til að sjá
söguslóðir Cadfaels. En harla lítið
var raunverulega til þess aö sýna
þessu fólki.
Þetta er „ Enska bruin " yfir Severn, rétt utan vib þar sem klausturhlibib í Shrewsbury stób forbum. Ut af þessarí
brú — eba annarri á sama stab — á skjaldsveinninn joscelin ab hafa stokkib til ab flýja úr höndum löggœslu-
mannanna íbókinni Líkþrái maburinn.
Niöurstaöan varð
Shrewsbury Quest
Þá var sest á rökstóla og niður-
staðan varð sú að taka það sem
eftir stóð af mannvirkjum klaust-
ursins gamla og gera það að eins
konar minja- og sögusafni fyrir
bróður Cadfael. Þetta hefur tekist
einstaklega vel. Safnið hefur nú
verið opið gestum í ríflega ár og
fengiö á sjötta tugþúsund gesta.
Útgáfa Cadfaelbókanna á íslandi
gengst einmitt þessa dagana fyrir
verðlaunasamkeppni meðal les-
enda bókanna, þar sem aðalvinn-
ingurinn er helgarferð til Shrews-
bury með heimsókn í klaustur-
safniö, Shrewsbury Quest.
Einkunnarorð safnsins eru