Tíminn - 29.07.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.07.1995, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 29. júlí 1995 Ríkisskattstjóri telur tónlistarhátíöina Uxann viröisaukaskattskylda: „Fullkomið virðingar- leysi við popptónlist" Útihátíöargestir í Eyjum — þar er haldin brenna og flugeldum skotiö, dœmigerö útihátíö. Uxinn á Klaustri er ekki slík hátíö segja forráöamenn og vilja losna viö vaskinn. „Þab er verib ab mismuna tónlist- artegundum af fullkomnu virb- ingarleysi vib popptónlist af öll- um sortum og gerbum. Þab er ljóst ab ríkisskattstjóri leggur annan skilning í popp-, rokk- og danstónlist heldur en t.d. klassík og djass," sagbi Kristinn Sæ- mundsson, framkvæmdarstjóri Uxans, í samtali vib Tímann í gær. „Viö sættum okkur ekkert vib þetta. Við erum ab vinna ab risa- stóru dæmi sem flokkast algjörlega undir tónleika. Vib erum ekki meb varbeld eba brekkusöng eða tívol- ídót. Viö erum með hreina og klára tónleika og þeir taka ab vísu þrjá daga, sveitarfélagið skaffar að vísu tjaldstæði og við erum svo óheppn- ir að vera ab halda þessa útitónleika um verslunarmannahelgi og þá telja skattayfirvöld ab við séum ab halda útihátíð undir fölskum for- merkjum." Enn er óvíst hvort úrskuröur rík- isskattstjóra muni standa um það að borga eigi virbisaukaskatt af seldum mibum. Kristinn sagði end- urskoðanda Uxa vera að vinna í því máli. „Þab eru skýr ákvæbi um það í skattalögum að tónleikar eru virð- isaukaskattlausir og vib erum bara að halda tónleika. Ef þetta væri bara eitthvert skítaplott hjá okkur og við værum einungis að reyna skjóta Eyjar í kaf þá hefðu stærstu nöfnin, Björk og Prodigy, alveg dugað. Þá hefðum við verið komin meö pakka sem allir hefðu sætt sig við og verið miklu betri en Árni Johnsen og kapparnir í Eyjum." Kristinn segir að nokkur þúsund gesti þurfi til að hátíðin standi und- Vel hefur veiöst í sumar: Alls 1.100 laxar komnir í Norburá Alls 1.100 laxar eru nú komnir á land í Norburá í Borgarfirbi þab sem af er sumri. Almennt hefur laxveibi í ám landsins verib mjög gób þab sem af er sumri. Hítárá á Mýrum hefur gefið mjög vel þab sem af er. Þar hafa veiöst um 170 laxar til þessa í sumar og í gærmorgun kom í bæ- inn hópur sem hafði veitt þar 170 laxa á fíugu á þremur veiðidögum. í Mibá í Dölum hafa 15 laxar veibst til þessa og þar af veiddust 13 á tveimur dögum nú í vikunni. 415 laxar hafa veibst í Elliðaán- um, 179 í Gljúfurá í Borgarfirði og það er meira en veiddist í allt fyrrasumar í þeirri á í fyrra. Og 35 laxar hafa veiðst í Hvítá við Snæ- foksstaði í Grímsnesi það sem af er sumri að því er fram kemur í yf- irliti frá Stangveiðifélagi Reykja- víkur. ■ ir kostnaði. Hann segir hana ekki jafn óhóflega dýra og hún liti út fyrir að vera. Hins vegar væri ljóst að þyrftu þeir ab greiða virbisauka- skatt af seldum mibum þá væri þörf fyrir 1100-1500 fleiri gesti en ella. Að sögn Kristins er öll umfjöllun um hátíöina í erlendum fjölmiðl- um á þá leið að hér sé um tónlistar- hátíð að ræba á borb við"þær sem haldnar eru í Reading og Hróar- skeldu. En erlend tónlistarpressa hefur sýnt tónleikunum mikinn áhuga og hefur t.d. verið fjallað um þá í 20 breskum blöðum. Von er á fjölda blabamanna, MTV og fleiri fjölmiðlum á hátíðina. „Skattstjór- inn virðist leggja einhvern annan skilning í þessa hátíð en allur heim- urinn." Kristinn sagöist vona að mögu- leiki væri að halda aðra hátíð ab ári ef skatturinn hafi þá skilið muninn á tónleikum og útihátíð. Hins vegar segir hann nánast öruggt ab þeir verbi ekki um verslunarmanna- helgi því þaö eina sem sé líkt meb Uxanum og öðrum skemmtunúm um verslunarmannahelgina sé tímasetningin. „Þetta er ekki disk- ótekib Dollý heldur alvöru lista- menn, hluti af menningu dagsins í dag." Á haustin hafa verib haldnir 3ja daga kammertónleikar á Kirkjubæj- arklaustri en þeir tónleikar eru ekki krafðir um virðisaukaskatt. Tíminn hafði samband vib Hönnu Hjartar- dóttur, starfsmann á Upplýsinga- þjónustu ferbamanna á Kirkjubæj- arklaustri, en henni fannst ekki beinlínis hægt að bera þetta tvennt saman. Annars vegar væri um tón- listarhátíð að ræða sem um leib væri útihátíð en hins vegar klass- íska tónleika rétt eins og þeir sem haldnir eru í Gerðubergi eða annars staðar þar sem aðstaba leyfir. Ann- ab snið er á kammertónleikunum þar sem listamennirnir koma á Kirkjubæjarklaustur og æfa þar saman í viku og sýna svo afrakstur þess á tónleikum sem haldnir em þrjá daga í röð. „Hins vegar er ég mjög ósátt við það að ríkisskatt- stjóri skuli ekki hafa klárar reglur um það hvaö útihátíð, tónleikar og skemmtun sé, það vantar skilgrein- ingu á því hvað er átt við." Hanna segir að Uxinn sé settur upp einsog tónlistarhátíð og þar verði flutn- ingur tónlistar frá því um miðjan dag og fram á nótt. „Þetta er ekki ball eða tívolí en mér finnst ekkert verra að kalla þetta útihátíö því há- tíb getur verið í svo mörgum myndum." Sagt var... Vegib ab trúgirnl mætra manna „Vera má að telja megi þingmönn- um e&a einstaka landbúna&arráb- herra trú um a& birki vaxi upp af grasfræi en varla veröur land- græ&slumönnum ætlaö slíkt trúar- þrek." Ágúst H. Bjarnason doktor í grasafræbi skrifar í Moggann í fyrradag. Daubatjaldib „Væri okkur hollt ef viti bornar og edrú þjó&ir heimsins boykotter&u&u „Alþjó&lega rá&stefnu um unglinga- drykkju" vegna sjónvarpsmyndar sem fariö heföi sigurför um heiminn þar sem sýndar væru svipmyndir af „Ingólfstorgi hins himneska friðar" þar sem áfengislíkin lægju eins og hráviði um stéttar og sum þeirra spörkuö til ævilangrar hjólastólsdval- ar. Sjónvarpsþátturinn héti kannski „Dau&atjaldið" (The Dying Tents) og myndi enda á útihátíö um Verslunar- mannahelgi." Hallgrímur Helgason atyrbir hinn vest- ræna heim og ekki síst landa sína fyrir skinhelgi í mótmælum sínum á kín- verskum mannréttindabrotum. Alþýbu- blabib í gær. Ástleitnir andar „Alþýðubla&i& ...en anda sem unnast fær eilífð aldregi a& skiliö". Alþý&ubla&iö auglýsir Alþýbublabiö á hinn fegursta hátt í Alþýbublabinu í gær. Vantraust Trausta „Tilraunir til aö spá einn til tvo mán- u&i fram í tímann, a& það hafi gefist jafn vel a& spá í bolla eða rá&a í drauma." Trausti Jónsson, veburfræbingur, í vib- tali vib Tímann í gær. Minningarathöfn „Mönnum er á endanum a& skiljast a& svona rit hafa ekkert gildi umfram þaö að vera heimild um gæfuleysiö sem fellur að sí&um ritstjóranna, hvar sem þeir fara, á nóttu sem degi." Einar Kára hjálpar Gubmundi Andra vib útför Mánudags/Helgarpóstsins degi eftir frágang ritstjórans. í gubs heilaga nafni „Rómversk kaþólski biskupinn í Sarajevo hvatti vesturveldin í gær til þess a& varpa sprengjum á her Serba til a& binda enda á stríbið." DV í gær. í heita pottinum... Daví& Oddsson er sagður „jafnan úti á þekju þegar alþjóðamál eru til umræ&u og tæpast samræðufær við útlendinga" í lei&ara Alþý&ubla&sins í gær. Þar segir að ekki sé mikil von til þess a& Davíb Oddsson sjái Ijósið sem kollegar hans í öðrum hægri- flokkum fylgja. Pólitísk hugmynda- fræði hans byggi fyrst og fremst á forsjárhyggju, mibstýringu og hafta- kerfi. Þarna er höggib fast. Stílfræb- ingar segjast hér kenna fingraför jóns Baldvins Hannibalssonar á lei&aranum... • Forsetaembættiö fékk væna gusu á sig í grein Helga Hálfdanarsonar í Mogganum á fimmtudag. Reyndar fer Helgi fögrum orðum um forseta, en segir sí&an: „En þrátt fyrir þessa happareynslu er nokkur hætta á því, þegar fram í sækir, a& embætti þetta eigi það fyrir sér að ko&na ni&ur í lágkúrulegan hégóma, sem flestir meti lítils. Hætt er viö a& þar muni bera einna hæst hásta&laðar tylli- dagaræ&ur, og veizlusukk hér heima og út um hvippinn og hvappinn, bor&aklippingar og skóflustungur, e&a jafngildi slíkra athafna, a& ógleymdum afhendingum mark- lausra ver&launa fyrir gu&veithvaö". Tillaga Helga er a& nú ver&i samein- u& embætti biskups og forseta ís- lands í eitt embætti, sem heita skal Biskup íslands. Umsvif forsetaemb- ættis yrbu minnkub verulega við sameininguna, án þess aö kæmi nokkub í sta&inn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.