Tíminn - 29.07.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.07.1995, Blaðsíða 8
8 W $'jí Laugardagur 29. júlí 1995 Húsiö er byggt áriö 1765. Húsiö hefur á síöustu misserum veriö endurbyggt til þess horfs sem þaö var upphaf- lega í, aö taliö er. s Byggbasafn Arnesinga opnar sýningar sínar í Húsinu á Eyrarbakka í nœstu viku. Fornleifarannsókn er þar nú í gangi: Merkar gangstéttir finnast við Húsið Fjöldi iönaöarmanna hefur komiö nœrri endurbótum á Húsinu. Hér sést Gísli Ragnar Krístjánsson smiöur af Bakkanum viö þennan forláta brunn sem mikil prýöi er aö. GuÖlaugur heitinn Pálsson kaupmaöur á Sjónarhóli íversiun sinni. Inn- réttingar úr verslun hans veröa í Assistentahúsinu og þar veröur vísir aö krambúö einsog þœr geröust fyrr á tíö. Ur myndasafni Tímans. Merkar gangstéttir, aö minnsta kosti 200 ára gamlar, hafa fundist við fomleifaupp- gröft viö Húsið á Eyrarbakka. Þar opnar Byggöasafn Árnes- inga sýningar sínar innan fárra daga, en í uppgröft var ráðist samfara miklum endur- bótum á Húsinu. Að sögn Vil- hjálms Arnar Vilhjálmssonar fornleifafræðings, sem stjórn- ar þessum uppgreftri, eru hér merkar mannvistarleifar að koma í ljós — og sambærilegt hefur ekki áöur sést á íslandi. Nú þegar hefur veriö grafið upp sunnan og vestan við Húsið og þar er allstaðar þessar merku stéttir að finna. Segist Vilhjálm- ur að því megi búast við að stéttirnar nái allt í kring. Húsið á Eyrarbakka er upphaflega byggt áriö 1765 og var allt fram á þessa öld íveruhús danskra kaupmanna viö Eyrarbakka- verslun. Var Húsið menningar- miðstöð um áratugi og þaöan bárust ýmsir straumar í menn- ingu og samfélagsþáttum. Svipaðar stéttir í Danmörku „Gangstéttir sem þessar sem við erum hér að finna eru víða sjáanlegar við gömul hús í Dan- mörku svo sem við herragarða á Jótlandi. Þar halla stéttarnar frá hvorri hlið og mynda rás í miðj- unni. Þaö sama sjáum við hér. Þetta eru merkar þjóðminjar hér á landi og viðbót viö annað það sem tilheyrir Húsinu. Þetta kann að benda til að fleiri hús hafi verið hér á lóðinni," sagði Vilhjálmur Örn, þegar blaða- maður Tímans ræddi við hann í gær. Lækka þurfi jarðveg á lóð Hússins svo þessar merku stéttir komi í ljós. Rannsóknir þessar verða að vinnast á afar skömmum tíma og á að ljúka á mánudagskvöld. Byggöasafn Árnesinga opnar svo sýningar sínar í húsinu næstkomandi fimmtudag, 3. ág- úst. Islandsklukkan á Eyrarbakka Árið 1926 lauk hlutverki Hússins sem heimilis verslunar- stjóra Eyrarbakkaverslunar. Fljótlega komst Húsið í eigu Landsbanka íslands og síöar þeirra Halldórs K. Þorsteinsson- ar og Ragnhildar Pétursdóttur, sem gjaran voru kennd viö hús sitt að Háteigi í Reykjavík. Þau leigðu húsið út til ýmissa, svo sem til Guðmundar Daníelsson- ar rithöfundar og þar skrifaði hann margar bóka sinna. Sum- arið 1945 bjó Halldór Laxnes þar og einmitt þá skrifaði hann þar þriöja og síðasta hluta ís- landsklukkunnar, bókina Eldur í Kaupmannahöfn. Pétur Sveinbjarnarson, nú framkvæmdastjóri Þróunarfé- lags Reykjavíkur, og Auðbjörg Guðmundsdóttir eignuðust Húsið 1979 og létu gera á því margháttaðar endurbætur. Bjó Auðbjörg í húsinu frá þeim tíma og fram til 1992 er ríkissjóður eignaðist Húsið í þeim tilgangi aö endurbyggja það og koma Byggðasafni Arnesinga þar fyrir. Það hefur 'nú verib gert og við endursmíðina var reynt aö koma Húsinu í það horf sem það var í upphaflega, í lok 18 aldar. Héraðsnefnd Árnesinga, þ.e. rekstraraðili Byggðasafns Árnes- inga, mun sjá um sýningar í Húsinu og annað viöhald þess, en Eyrarbakkahreppur mun sjá um Ióö. Sambyggt Húsinu er Assistentahúsið en þaö var byggt árið 1881. Þar var aösetur verslunarþjóna og eigenda Eyr- arbakkaverslunarinnar. Innréttingar Gub- laugs kaupmanns í þeirri sýningu sem nú er ver- ið að leggja lokahönd á verður í Assistentahúsinu sýning á inn- réttingum og munum úr versl- un Guölaugs heitins Pálssonar kaupmanns á Eyrarbakka sem rak verslun sína í húsinu Sjónar- hóli frá árinu 1917 til dánar- dægurs í desember 1993, þá kominn hátt á tíræðisaldur. Áf- komendur Guðlaugs gáfu inn- réttingarnar og munina til Kaupmannasamtaka íslands og samtökin láta Byggöasafninu þetta nú í té og í Asstistentahús- inu verður lítil krambúð. Einnig verða þar ýmsir kirkjugripir, sýning á munum og myndum sem tengjast Flóaáveitunni og önnur sýning um vefnað og tó- vinnu. í Húsinu sjálfu verður sagt frá því og íbúum þess meö munum, myndum og texta. Ein stofan hefur verið endurgerð sem líkast því sem var nærri síð- ustu aldamótum. Að öðru leyti verður sýningar- hald í Húsinu þróað áfram, en skemmri tími hefur gefist til uppsetningar sýninganna í Hús- inu en æskilegt væri. -sbs. Fjárreibustjóri Staða fjárreibustjóra Reykjavíkurborgar er laus til um- sóknar. Um er ab ræba nýja stöbu. Starfslýsing liggur frammi hjá ritara borgarstjóra í Rábhúsinu. Gerb er krafa um háskólamenntun og reynslu á svibi fjármála. Rábib verbur í stöbuna frá 1. október eba eftir nánara samkomulagi. I Skriflegar umsóknir meb upplýsingum um menntun og starfsferil skal skila til borgarstjóra, Rábhúsi Reykja- víkur, fyrir 14. ágúst. Borgarstjórinn í Reykjavík júlí 1995 •Rétt er ab vekja athygli á ab þab er stefna borgaryfirvalda ab auka hlut kvenna f stjórnunar- og ábyrgbarstöbum á vegum borgarinnar, stofnana hennar og fyrirtaekja. Fornleifafrœöingar aö störfum. Ragnar Edvaldsson og Vilhjálmur Örn Vil- hjálmsson, t.h. Þeir veröa aö hafa hraöar hendur þvíverkefni þeirra á aö Ijúka á mánudagskvöld. Tímamyndir: Siguröur Bogi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.