Tíminn - 29.07.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.07.1995, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 29. júlí 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1,105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb f lausasölu 150 kr. m/vsk. Klofningur Nato-ríkja Þau tíöindi hafa nú gerst aö Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt meö 2/3 greiddra atkvæöa aö aflétta vopnasölubanni til Bosníustjórnar. Þetta eru mikil tíöindi fyrir margra hluta sakir. í fyrsta lagi hefur þaö ekki skeö nú í seinni tíö aö Banda- ríkjaþing taki fram fyrir hendurnar á forsetanum meö þess- um hætti og þessi atburöur út af fyrir sig getur veikt stööu Clintons. í ööru lagi er hér kominn upp alvarlegasti klofningur um árabil meöal aöildarríkja Nato. Stærstu ríki bandalags- ins í Evrópu hafa lýst sig andvíg þessari ákvöröun. Þá eru ótalin þau áhrif sem þetta mun hafa á styrjöldina í Bosníu. Þau geta orðiö margvísleg, jafnvel þótt tillagan komi aldrei til framkvæmda. Vopnasala til Bosníustjórnar mun þýöa endalok friöargæslunnar í landinu. Vopnasalan byggir á þeirri hugsun og réttlætingu aö fólkiö eigi rétt á aö verja sig og leikurinn sé ójafn, þung- vopnaöur her gegn illa vopnuöum hersveitum. Sjónvarps- myndir frá hörmungum stríðsins af óbreyttum borgurum, konum, börnum og gamalmennum, örvilnuöum á flótta, gera þaö aö verkum aö almenningur krefst aðgerða. Vopnasalan er leið styrjaldar og stórátaka, og margir, sem komiö hafa að málum á Balkanskaga, halda því fram að hún auki aðeins á hörmungar fólksins í Bosníu og geti ver- iö upphaf átaka miklu víöar. Máliö er ekki svo einfalt aö heimsbyggöin sitji hjá með- an komist er að niöurstöðu í Bosníu meö hjálp vopna. Þótt friöargæsluliðið yfirgefi landiö, munu aðrar þjóöir bland- ast í átökin með beinum og óbeinum stuðningi og stór- hætta er á því að átök brjótist út víðar. Ákvöröun Bandaríkjaþings sýnir aö leiðtogar vestrænna ríkja eru að missa tökin á atburðarásinni vegna ágreinings. Fall griöasvæða S.Þ. í Srbrenica og Zepa markar einnig þáttaskil í styrjöldinni. Griöasvæöin voru tilraun til að halda stríösaöilum aðskildum, svo færi gæfist til samninga og friöarumleitana. Sú áætlun er farin út um þúfur. Sam- komulag milli Nato-ríkja um hvernig við skuli bregðast er ekki fyrir hendi. Þaö er enginn kostur annar fyrir hendi fyrir Nato-ríkin, Rússa og Sameinuðu þjóðirnar heldur en að halda áfram tilraunum til aö koma á friði á Balkanskaga. Einhliöa ákvöröun Bandaríkjaþings er ekki gott innlegg í þessa viö- leitni, þrátt fyrir aö hún hafi ekki borið árangur hingaö til. Samstaöan er minni en áöur og mátti þó ekki viö því. Fyrir samstöðu Nato-ríkja er þetta mál mjög alvarlegt. Samtökin standa nú frammi fyrir erfiðasta svæðisbundna vandamáli í sögu sinni. Það flækir málið að þaö er utan svæöis Nato, en eigi aö síöur er ekki trúverðugt aö samstað- an skuli bresta þegar reynir á. Þá er þaö einnig áhyggjuefni að enn skuli vera kominn upp ófriður og átök sem Rússar og Bandaríkjamenn hafa gjörólíka afstöðu til. Þaö minnir óþyrmilega á fyrri daga. Ákvöröun Bandaríkjaþings mun ekki færa málefni Bos- níu nær friðsamlegri lausn. Þvert á móti er hætt viö að ekki verði þar lát á ótíðindum. Oddur Ólafsson: Ábyrgöarlaus og siölítil lánastarfsemi Forstööumenn lánastofnana þiggja góð laun og ríflegar auka- tekjur fyrir vinnuframlag sitt. Þegar dónar úti í bæ leyfa sér að spyrja fyrir hvað er eiginlega ver- ið að borga þessu fólki margfalt kaup meðaltekjumanna, er svarið aö það sé vegna þess að þeir sem stýra peningastofnunum beri svo mikla ábyrgð. En sú ábyrgð er hvergi sjáanleg. Útlánatöp vegna stórskuldugra fyrirtækja, sem njóta sérstakrar náðar peningavaldsmanna, raska hvergi þeirri einstöku velmegun sem ráðamenn lánastofnana búa viö. Þeir missa einskis þótt þeir valdi stofnunum sínum og þjóð- félaginu stórtjóni með snarbrjál- uðum útlánum. Og orðstír þeirra og mannorö er jafn óflekkað þótt þeir sýni og sanni enn og aftur, aö þeir séu óhæfir til að leysa þau störf af hendi sem þeir þiggja sín- ar ágætu tekjur fyrir. Þeirra ábyrgö og sjálfsáhætta er engin. Óviðkomandi fólk borgar Að hinu leytinu eru lánastofn- anir afar útsmognar að láta aðra bera ábyrgö á eigin viöskiptavin- um og útlánum. Það er þegar hin- ir minni háttar viðskiptavinir eiga í hlut. Þar er átt við uppáskriftir og veðsetningar á eignum þriðja aö- ila, sem peningastofnanir heimta til að firra sig allri áhættu á útlán- um til sinna eigin viðskiptavina. Þegar þeir standa ekki í skilum, er einfaldlega gengið aö eignum þeirra, sem gert hafa þab í greiða- skyni ab skrifa upp á hjá ætt- mennum og kunningjum. Svona viðskipti jaðra oft við siðleysi, svo ekki sé sterkara ab orði kveöiö. Þeir, sem láta nafn sitt á pappírana eða veð í eignum sínum, vita iðulega sáralítið um raunvemlega fjárhagsstöðu þeirra sem lánin taka. Og lánastofnanir láta sér það í léttu rúmi liggja og taka þátt í laumuspilinu í skjóli bankaleyndar. Fjölmargt fólk hefur glatab fjár- hagslegu sjálfstæði sínu og meira og minna af eignum, sumir orðið gjaldþrota og enn aörir verba að greiða vemlegan hluta tekna sinn ævilangt vegna ábyrgða sem þeim koma í rauninni ekkert við, nema aö hafa veðsett banka allt sitt af heimskulegri greiðasemi. Allt er þetta gert fyrir lánastofn- animar, en ekki börnin, frænd- ann eða vinina sem taka lánin. Þab er veriö að tryggja að lána- stofnunin fái sitt og ekkert ann- að. Greiðasemin er við bankann en ekki vininn eöa skyldmennið. Sakbitnir þolendur Vegna svona siölausra viðskipta á mörg fjölskyldan um sárt að binda og bera flestir harm sinn í hljóði, vegna þess að þeir vita ekki hverjum óþverrabrögðum þeir em beittir og halda að allt séu þetta siðleg og eðlileg vibskipti og að þeir einir séu sekir sem tapa. Allt hefur þetta gengið átölu- laust fyrir sig til þessa, enda hefur tekist að gera þolendurna sak- bitna og innheimtudeildirnar að þeim aðila sem sækir rétt lána- stofnananna í vasa og eignir þeirra, sem platabir vour til ab skrifa upp á ábyrgðir í góöri trú um áreiðanleika þeirra sem lána- stofnanir treysta ekki fyrir pen- ingum. En loksins virðist rábamaður vera að taka við sér og lofar að skoða þessi mál. Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra sér hvaba af- leiðingar þessir viðskiptahættir og ábyrgðarleysi lánastofnana hefur á fjárhag og skuldir heimila. Hvað út úr þeirri athugun kem- ur verður ekki spáb um að sinni, en greinilegt er að þarna þarf að beita peningastofnanir aðhaldi og gera þær ábyrgar fyrir gjörbum sínum og vibskiptavina sinna, en ekki meira og minna óviðkom- andi fólk úti í bæ. Aumingjaskapur og varnarleysi Að koma lánastofnunum upp á að kasta allri ábyrgð á lánum til einstaklinga og lítilla og fjárvana fyrirtækja á þriðja abila, sýnir aö- eins aumingjaskap, þekkingar- skort og varnarleysi hins al- menna borgara gegn peninga- valdi. Stjórnmálamönnum er eins varið, en þeir em í raun hluti af útlánavaldinu og bera á þvi fulla ábyrgð, þótt þeir skjóti sér undan henni, eins og allir íslenskir valdamenn komast ávallt upp með. En trúlega dignar Páll Péturs- son hvorki né brotnar, þegar hann fyrstur ráðherra fer að gera kröfur til að lánastofnanir fari sjálfar aö ábyrgjast útlán sín og viðskiptavini. Skuldabréfalán bankanna eru framhald af afskaplega kjánaleg- um og útjöskuðum víxlaviðskipt- um við einstaklinga, sem tíðkuð- ust á verðbólguámm. Þar em þriðji og fjórði aðili látnir passa upp á hag bankans, sem gemr ábyrgðarlítiö lánað hvaða van- skilamanni sem er. Skaðinn lend- ir annars staðar. Ekki barna best Það er nær sama hvar borið er niður í lánakerfum, sem einstak- lingar hafa aðgang að. Sýknt og heilagt er verib að gera einhverja aðra en lánafyrirtækið og við- skiptavini þess ábyrga. Krítarkortafyrirtækin heimta jafnvel tvo ábyrgðarmenn fyrir hvem viðskiptavin til að láta borga fýrir það óráðsíufólk sem þau eiga viðskipti við. Þau þurfa engar áhyggjur að hafa af eyðslu- semi og óheiðarleika þeirra sem fýrirtækin afhenda krítarkort. Aðrir borga. Lánasjóbur íslenska náms- manna heimtar ábyrgðarmenn. Þegar lántakendur standa ekki í skilum, em harðvítugir lögfræð- ingar látnir innheimta hjá ábyrgðarmönnum. Staðfest dæmi eru um að sjóður þessi lét sýslu- mann gera fjámám í tiltölulega verðmikilli fasteign og bíl annars ábyrgbarmanns af tveimur að auki, vegna lágrar upphæðar sem fallin var í gjalddaga. Þar var harkan sex og siðleysið í algleymi. Byggingasjóbur ríkisins pantar veðsetningu á eign þriðja aöila þegar svo býður við að horfa og eignir lántakanda standa ekki undir að tryggja hagsmuni sjóðs- ins. Lífeyrissjóðir, þar á meöal þeir sem em á vegum ríkis og skatt- borgara, lána félögum sínum hik- laust út á veð í fasteignum meira og minna óviðkomandi fólks. Hjá því lendir gluggapósturinn, þegar hinn eiginlegi lántakandi borgar ekki. Hvab gerir Páll? Áfram má telja, því margar eru lánastofnanimar og allar kunna þær bolabrögðin til ab þurfa ekki að vita neitt um áreiðanleika vib- skiptavina sinna eða þurfa að vita hverjum er verið að lána og hvort hann er borgunarmaður fyrir endurgreiðslu og vöxtum. Það er tryggt að þriðji eða fjórbi aðili sér um það, þegar illa fer. Ef ekki tekst að siðvæða lána- stofnanirnar og gera þær sjálfar og viðskiptavini þeirra ábyrga fyr- ir lánum, eiga langþreyttir ábyrgbarmenn og þeir sem lána veð í eignum sínum um einn góðan kost að velja: Að hætta með öllu ab skrifa upp á eitt eða neitt. Hvorki fyrir náin skyld- menni, aðra ættingja né vini. Þá munu útlán stöbvast sjálf- krafa. Hvar eiga forsvarsmenn lána- stofnana þá að tryggja sín góðu kjör? Og löggildir rukkarar hljóta að leita sér að öðm lífsviðurværi. En auðvitað er borin von að unnt sé ab koma á neinni sam- stöðu um slíkar aðgerðir. Þræls- ótti og virðing við peningavald er þjóðinni svo í blóð borin, að fólk sér ekki siðleysið sem það er látið kenna á. Því munu ábyrgðarlausir menn og ábyrgðarlausar stofnanir halda áfram ab ráðskast með fjárhag og eignir fólks, sem verður þeim mun sakbitnara sem verr er farið með þab. Nema ab Páli Péturssyni félags- málaráðherra sé alvara, og láti þá guð gott á vita.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.