Tíminn - 29.07.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.07.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 29. júlí 1995 5 Jón Kristjánsson: íis Evrópusambandið: hvert stefnir? Umræ&ur um Evrópusambandið hérlendis einkennast af bollaleggingum um hvort ís- lendingar eigi að gerast aðilar að því. Sú umræða fer reyndar hljótt nú um þessar mundir, og eru það helst kratarnir sem klifa á slíku. Eigi að síður komst málið á umræð- ustig með ræðu Davíðs Oddssonar 17. júní, þar sem hann tók afstöðu gegn aðild á þjóðernislegum forsendum. Nokkru seinna voru stofnuð Samtök áhugamanna um Evr- ópumálin. Núverandi ríkisstjórn er ekki meb abild ab Evrópusambandinu á stefnuskrá sinni, og það er ekki ætlun mín í þessum línum að ræða það mál sérstaklega. Náin tengsl okkar við þessi samtök með EES-samningnum eru hins vegar stabreynd, og því er naubsynlegt að gera sér grein fyrir þeirri þróun, sem fyr- irsjáanleg er á vettvangi Evrópusambands- ins. Hún skiptir okkur miklu máli, þótt að- ild sé ekki á dagskrá stjórnvalda. Ný aðildarríki? Evrópusambandið er flókib fyrirbrigði og stjórn þess er ekkert áhlaupaverk. Forustu- mennirnir í Brussel hafa það verkefni að halda utan um samruna ólíkra þjóðríkja á efnahagssviöinu. Slíkt er ærib verk, og allar breytingar á starfsemi samtakanna og samningar um inntöku nýrra ríkja eru af- skaplega þungar í vöfum. Tilkoma nýrra aðildarríkja tákna breytingar á stjórnkerf- inu, og nú nálgast sú stund að ætlunin er ab gefa spilin upp á nýtt á ríkjaráöstefn- unni 1996. Þær breytingar hafa nú orðið, ab þrjú Efta-ríki hafa samþykkt aðild að Evrópu- sambandinu. Þetta er ákveðinn áfangi í samrunanum og vekur þá spumingu, hvað verður næst að frétta af þeim vettvangi. Ganga ríki Mið- og Austur-Evrópu í banda- lagið, og ef svo verður, hvað mun sá sam- runi ganga hratt fyrir sig? Viljinn er fyrir hendi Það er ljóst að mikill vilji er til þess hjá ríkjum Mib-Evrópu, sérstaklega Tékklandi, Ungverjalandi og Póllandi, að tengjast ríkj- um Vestur-Evrópu nánari böndum efna- hagslega og í öryggismálum. Þótt þetta sé staðreynd, er líklegt að enn muni nokkur tími líða þar til aðild þessara ríkja ab Evrópusambandinu verbur að veruleika. Kemur þar margt til. Í fyrsta lagi er sá meg- inmunur á þessum ríkj- um og iðnríkjum Vestur- Evrópu að landbúnaður er miklu stærri þáttur í atvinnulífinu. Þar eiga þau samleið með fátæk- ari hluta Evrópusam- bandsins ríkjum Suður- Evrópu. í Póllandi starfa 26,2% vinnuafls- ins við landbúnað. í Ungverjalandi er þetta hlutfall 18,2%. Þessar tölur eru frá árinu 1990, og þá var þetta hlutfall í Tékkóslóv- akíu, sem nú hefur skipst í tvö ríki, 11,4%. Ekki hafa orðib nein straumhvörf á þeim árum sem liðin eru síðan, hvað varðar þessa atvinnuskiptingu. Grikkland, Portúgal, írland og Spánn eru á sambærilegu róli hvað þetta varðar, en hlutfall landbúnaðar í atvinnulífi Breta er aðeins 2,1% og 5,7% í Frakklandi, sem þó er mikið landbúnaðarland. Geta má þess að þessar tölur greina abeins frá hlutfalli vinnuafls, en ekki framleiðslumagni, sem þarf síður en svo að haldast í hendur við þessar tölur. Landbúnaðarvandinn Landbúnaðarmálin munu án efa verða mesta vandamálið, ef til þess kemur að Menn °9 málefni ræða stækkun Evrópusambandsins til austurs af alvöru. Útgjöld Evrópubanda- lagsins til landbúnaðar nema þegar svimandi upphæðum. Áætluð heildarút- gjöld ESB fyrir árið 1994 voru um 70 milljarðar króna, og 54% af þeirri upp- hæð var variö í tryggingakerfi landbún- aðarins til þess að framkvæma sameigin- lega landbúnaðarstefnu bandalagsins. Þar við bætist aö uppbyggingarsjóðir ESB taka til sín 31% út- gjaldanna, þannig að 85% af útgjöldum Evr- ópusambandsins fara til landbúnaðar, sjávar- útvegs og byggöamála. Þab er ljóst að við inngöngu nýrra ríkja mun þörfin fyrir þessi útgjöld vaxa til muna, og hætt er við að það renni tvær grímur á skattgreiðendur hinna ríkari þjóöa í Vestur-Evrópu að standa undir slíku. Að minnsta kosti þarf skýr rök fyrir öðrum efnahagslegum ávinningum af stækkuninni. Stækkun dregst Öll sólarmerki eru um það, ab enn líði langur tími þar til Evrópusambandið stækkar meira en orðið er. Kemur þar margt til. Ekki er Ijóst enn hvaða áhrif leiðtogaskipti í Frakklandi hafa á fram- gang mála, en þeir félagar Mitterrand, forseti Frakklands, og Delors, fyrrverandi framkvæmdastjóri bandalagsins, voru sérlega áhugasamir um viðgang þess. Raunar hafa jafnaðarmannaflokkar haft ákvebnari áherslur í samrunanum en hægri flokkarnir. Framundan eru kosn- ingar í Bretlandi, en veruleg andstaða er þar við nánari samrunaþróun hjá íhalds- flokknum. Svo getur þó farið aö hann missi stjórnartaumana í næstu kosning- um. Forusta í ráðherranefnd bandalags- ins er á næstunni hjá þjóöum sem ekki eru sérlega áhugasamar um stækkun til austurs, en Þjóöverjar undir forustu Kohls hafa talaö mest í þá veru. . Verkefni bandalagsins á næstunni eru ríkjaráðstefnan 1996 þar sem verður rætt um stjórnkerfi samtakanna. Það verður ekkert auðvelt að komast að niðurstöðu í því efni, né samræma sjónarmið abildar- ríkjanna um það hver áhrif hvers og eins þjóðríkis eiga að vera. Hitt höfubverkefnið verður að styrkja aðild Svíþjóbar, Finnlands og Austurríkis í sessi. Við íslendingar eigum því að byggja upp samstarf við bandalagið á grundvelli EES-samningsins og vinna að því ab þróa norrænt samstarf á þann veg að þab eigi sér framtíð við þær breyttu aðstæður, að tvær Norðurlandaþjóðir til viðbótar eru gengnar í Evrópusambandið. Hver veröur framtíö ESB? Margir spá því ab Evrópusambandið muni líða undir lok. Vissulega eru marg- ar gryfjur og ótal ágreiningsefni í þessu samstarfi Evrópuþjóða. Þess ber hins veg- ar að gæta að þetta er alþjóðastofnun, sem miklir fjármunir hafa verið lagðir í á undanförnum árum og áratugum, og aragrúi embættis- og stjórnmálamanna er í fullri vinnu við að halda samtökun- um saman og skipuleggja framtíðina. Hæfni alþjóðasamtaka til þess að við- halda sér er mikil. Þab má því búast við því að Evrópusambandið sé komið til að vera, enda eru forráðamenn þess búnir að krafla sig fram úr mörgum ágreinings- málum á undanförnum árum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.