Tíminn - 29.07.1995, Blaðsíða 18

Tíminn - 29.07.1995, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 29. júlí 1995 Hagvrðingaþáttur Aðalsteinn Sigurðsson sendir tvær vísur um stjórn- arfarið og er hin fyrri um ástandið í heilbrigðismál- um: Enn er sama árans nurlið og hjá Hvata, á því sé ég engan bata, á Ingibjörgu trúnni glata. Eftir lestur blaðaviðtals við Hrein Loftsson, for- mann einkavæðingarnefndar fyrrverandi ríkis- stjórnar: Ríkiseigna strax í stað stóran hagnað á að banna. Það er háleit hugsjón að hefta ei gróða stórlaxanna. Sveinn Sigurjónsson, Galtalæk II, orti eftirfarandi vegna framkvæmda á Landvegi og öðrum vegum á Suðurlandi, og er tekið mið af tekjum til ríkissjóðs: Marga hremming þekkti þjóð þá var morgunn fagur. Dofhar yfir dauðaslóð, dvínar bcenda hagur. Gróðaleiðir gleymast senn, gjalda fœrist megin. Fœlir burtu ferðatnenn, fara sama veginn. Hér er ekki gatan greið, grafa blóm og hlyni. Fundu þingmenn fína leið, fengna hjá Pótemkini. Frcegu tjöldin eru enn ykkar fyrirmyndir. Þrautalausir þingsins menn, þeir eiga salt á syndir. Garpana áður gerðist siður greina að kvöldi sérhvem dag. Þeir fá að skipta fénu niður í fáránlegt vinnulag. ÓÞ sendi þættinum eftirfarandi vísur: Eftir lestur nýútkominna „ljóðabóka": Sálin lifir við sultarfceði, sitthvað heitir nú Ijóð og kvceði. Órímað þrugl og ambögufjandar ungdómsins skyni á Ijóðhefð grandar. En atómtittimir eru glaðir, enda ríflega verðlaunaðir. Þeir mikla í túni andans auðu sín afrek að ganga afljóðinu dauðu. Staka Áleitin spuming og ekkert svar angrar í nálcegð sinni. Síðasta ferðin, sem farin var, fólki er lengst í minni. Eftir að hafa horft og hlýtt á söngvara í skemmti- þætti í sjónvarpinu. Söngvarinn er furðufugl, fettir sig og skœlir. Textinn aðeins eintómt mgl úr afstyrmi sem vœlir. Nýr fyrripartur. Hringhenda: Flesta daga fjörgar lund, fitl við Braga þrautir. Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA Fvrirmyndir og ímynd tiskuheimsins í síðasta pistli svaraði Heiðar spurningum um hvort sýning- arstúlkur vektu meiri athygli en flíkumar sem þær eru að sýna. Frægustu módelin eru yfirleitt meira fréttaefni en tískuvörurn- ar sem þær auglýsa, og á há- tískusýningum virðist stundum vera meira lagt upp úr hverjar sýna fötin en hvernig þau eru. í framhaldi af þessu var þeirri spurningu komið til Heiðars hvort tískukóngarnir og hönn- uðirnir væru ekki undir svipaða sök seldir, að spila sig meiri númer en fötin sem þeir skapa og selja. Heibar: Tískukóngarnir hafa lengi verið stjörnur og vakið að- dáun og athygli, eins og sköp- unarverk þeirra. Á árunum 1940-50 var Christian Dior óskapleg stjarna. Þar löngu áður voru miklar tískuhetjur frægar og Coco Chanel kom fram fyrir 1920. Hún var alltaf að hætta og koma aftur og það var heims- viðburður þegar hún startaði einhverri sýningunni eftir ein- hverra ára hlé. Lacroix er einn áhrifamesti hönnuöur um þessar mundir og eykst frœgb hans meb hverri sýningu. Hér er hann meb einu af „sköpunarverkum" sínum. Allt eru þetta viöskipti Á þessum tíma voru íslend- ingar ekki komnir inn í þennan heim. Það var ekki lesið um svona hluti og hér þekkti eng- inn deili á þessu fólki, nema kannski einstaka broddborgari. Það var fylgst miklu meira með kvikmyndastjörnum þeirra tíma og reynt að líkja eftir útliti þeirra með hárgreiðslu og svo- lítið í klæðaburði. Það fólk, sem þá var fylgst með, var miklu ósiðsamlegra á þeirra tíma mælikvaröa en þær fyrirsætur og tískukóngar sem nú eru frægust. Coco Chanel átti elskhuga út um allan bæ og þar fram eftir götunum. Ég held að kynningin á mód- elum og hönnuðum sé jákvæð þróun. Auðvitað eru þetta allt viðskipti. Tískuheimurinn er að selja fatnað og aðrar neysluvör- ur. Fólkið, sem við þetta starfar, leitast við að gera vöruna eftir- sóknarverða og eigulega. Björk er mebal þeirra listamanna sem skapa ímynd meb klœbaburbi sínum og framkomu. Karl Lagerfeld stórhönnubur meb ofurfyrirsœtunni Claudiu Schiffer. Björk höfðar til tán- inganna Þá vaknar spurningin um hvort verið sé að kaupa fötin eða ímyndina, nafn hönnuðar- ins og glæsilegu sýningarstúlk- una? Við erum aö kaupa hvort tveggja, ímynd- ina og fötin. Tísk- an er mjög sterk núna. Mussutíska hippatímabilsins er liðin tíð og til er nokkurs konar táningatíska og hátíska og alls kyns straumar og stefnur. í táningablöð- unum sjást frægu módelin ekki. Þar eru smástirnin sem eru að hafa áhrif á unga fólk- ið undir 18 ára aldri. Fullorðnu og frægu módel- in eru orðin of gömul til að ná til aldurshóp- anna, sem eru áhrifagjarnastir. Þar höfum við til dæmis Björk, sem er að verða mjög sterk ímynd. En það verður enginn spámaður í sínu föðurlandi og ég efast um að Björk hafi nokkru sinni þau áhrif hér sem hún er að hafa er- lendis. Hún hefur áhrif á tísku, hún hefur áhrif á framkomu og hún fær vissa gagnrýni fyrir að vera orðhvöt og segja það sem henni finnst. Ég er voða stoltur af henni og við íslendingar megum vera það. En hún er djörf. Það eina sem ég er dálítið hræddur um að Björk geri, er að hún geri al- þjóöaunglinginn kjaftforari. Því hún lætur allt vaða. En hún hefur það mikla list á sínu valdi og svo mikið talent, að þetta verður hluti af hennar ímynd. Þarna fetar hún að vissu leyti í fótspor Madonnu. Það er gaman að fylgjast með hvernig ímynd Madonna er hjá unglingunum. Þeir ýmist elska hana eða hata. Og ég býst við að unglingar, aö minnsta kosti í Bretlandi, annaðhvort elski eba hati Björk. Síðan koma þessar ofurfyrir- sætur sem eru elskaöar af öllum þeim eldri, en unglingarnir láta sér fátt um þær finnast. Svona tvinnast oft saman að- dáun og andúð á tískufyrirbær- um og þeirri ímynd sem sköpuð er, af hönnuöum, af listafólki og þeim sem markaðssetja vöru og ímynd eða fyrirmyndir. Allt eru þetta viðskipti á sinn hátt og svo eigum við að hafa vit og þroska til ab velja og hafna eftir smekk og efnahag. En tíska, ímynd og fyrirmyndir varða alltaf til og gefa lífinu sannar- lega gildi. Heiðar Jónsson, snyrtir, svara spurningum lesenda Hvemig áégab vera?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.