Tíminn - 29.07.1995, Blaðsíða 24

Tíminn - 29.07.1995, Blaðsíða 24
 Laugarudagur 29. júlí 1995 VebrÍb (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland: S kaldi og súld í fyrstu, en SA kaldi eba stinningskaldi og rigning þegar líbur á daginn. Hiti 10-14 stig. • Faxaflói og Breibafj.: SV kaldi og smáskúrir í fyrstu, SA kaldi og síban stinn- ingskaldi og rigning þegar líbur á morguninn og yfir daginn. Hiti 11-14 stig. • Vestf.: S kaldi og smáskúrir í fyrstu, en SA kaldi eba stinningskaldi og rign- ing þegar líbur á daginn. Hiti 10-20 stig. • Strandir og Norburiand vestra og Norburland eystra: SA qola eba kaldi og dálítil rigning um morginn en ab mestu þurrt síbdegis. Hiti 12-18 stig. • Austurland ab Clettinqi og Austf.: SV kaldi og úrkomulítib í fyrstu, en S kaldi og súld síbdegis. Hiti 9-20 stig. • Subausturland: SV kaldi og úrkomulítib, en S kaldi og súld síbdegis. Hiti 10- 14 stig. • Mibhálendib: Hæg S og SA átt og súld. Hiti 7-10 stig. Rekstrarkostnaöur unglings um verslunarmannahelgi: Pyngjan léttist um minnst 16-18 þús. Þegar allt er talib má gera rá& fyr- ir ab mebalunglingurinn þurfi ab sturta úr vösum sínum u.þ.b. 16- 18 þúsund krónum til ab halda andlitinu um verslunarmanna- helgina. Unglingar eru almennt ekki ríkir að veraldlegum aubæfum en oft á tíbum er þetta æviskeib ansi fjár- frekt. Einn af s'tærri útgjaldalibum hefbbundins íslensks unglings á ársgrundvelli er reisan sem hann tekur sér fyrir hendur um verslun- armannahelgina. Sú helgi vofir nú yfir og þar sem slíkur aragrúi innlendra og erlendra hljómsveita, útlendinga, fjölmibla- fólks og jrví um líkra stjarna mætir á Uxann á Kirkjubæjarklaustri er líklegt ab unglingar fjölmenni á þessa tónlistarhátíb. Blabamabur Tímans tók því lauslega saman hversu mikla peninga unglingur- inn þarf til ab njóta tónleikanna og gera má ráb fyrir ab svipabar tölur gildi um aðrar skemmtanir sem haldnar eru um verslunarmanna- helgina. Þörf manna, og unglingar þar með taldir, fyrir ab létta á pyngj- unni er mis áleitin en þó er öruggt að ákvebinn höfubstól þarf fyrir unglinginn til ab verja þessari helgi meb almennilegum Hróarskeldu- brag. Fyrst er ab telja mibann sem kostar 7600 kr. en auk þess 300 kr. fyrir hvern mann í tjaldi þannig ab til ab komast inn á svæbib þarf 7900 kr. Á BSÍ fengust þær upplýs- ingar ab ferbir fram og til baka um þessa helgi verbi á 4000 kr. Gera má ráb fyrir einhverjum brasmáltíbum þessa þrjá daga og því verbur varla borbab fyrir minna en 3000 kr. ef nesti, kartöflunasl, gos, bland og þess háttar er tekið meb í dæmib. Nú svo eru þab þeir unglingar sem taka sér þab bessaleyfi ab neyta áfengra drykkja. Ef þessir unglingar kaupa löglegt áfengi, þ.e. ekki landa, þá verður ab gera ráð fyrir um 1500-2500 kr. í áfengiskaup, allt eftir þorsta hvers og eins. Er þá ótalinn annar söluvarningur sem verður á bobstólum á Uxanum svo sem geisiadiskar, bolir og abrir þeir hlutir sem fylgja hljómsveitum og freista áhugafólks um þá danstón- list sem spiluð verbur um helgina. Sjávarútvegsráöuneytiö: Heimilar áfram notkun stórmöskva í þorskanetum Sjávarútvegsrábuneytiö hef- ur, ab fengnu áliti Hafrann- sóknarstofnunar, ákvebib ab banna ekki notkun stór- möskva í þorskanetum. Uppi höfbu verib hugmyndir um ab banna notkun neta meb 9 þumlunga möskvastærb. í frétt frá sjávarútvegsrábu- neytinu segir ab þótt marktæk- ur munur sé að meðalþyngd og -lengd þorsks eftir möskva- stærb, miðað við 7 1/4, 8 og 9 þumlunga net, sé ijóst að ald- Biskup vísiterar í Rangárþingi Biskupinn, herra Olafur Skúlason, hóf ab vísitera Rangárþing í gær í Krosskirkju og Akureyjarsöfnubi. í dag vísiterar biskup Keldna- kirkju og verður messa þar kl. 11. Þá sækir biskup Vistheimilið að Gunnarsholti heim og síðan verður messa í Stórólfshvols- kirkju kl. 16.30. Á morgun, sunnudag, vísiterar biskup Oddakirkju kl. 13. Á mánudag verður messa í Kálfholtskirkju kl. 14 og Þykkvabæjarkirkju kl. 21. Á þriðjudag verða messur í Árbæjarkirkju kl. 14 og Skarðs- kirkju kl. 16. Á miðvikudag lýk- ur fyrri hluta vísitasíunnar í Marteinstungukirkju og messað þar kl. 14 og í Hagakirkju kl. 16. Síðari hluti vísitasíu biskups í Rangárþingi hefst 29. ágúst. ■ ursdreifingin hafi verið svipuð í öllum netum. Hafi 6 og 7 ára þorskur verið mest áberandi, en lítið verið af eldri fiski. „Telur Hafrannsóknarstofnun að ólíklegt sé að samdráttur í veiðum með 9 þumlunga net- um, samfara óbreyttri sókn með 8 þumlunga netum, nái tilsettu markmiði, þegar hlutfall eldri og stærri einstaklinga í stofnin- um er jafn lágt og nú. Gerir Haf- rannsóknarstofnun ekki tillögu um að banna veiðar með 9 þumlunga möskva við núver- andi aðstæður," segir sjávarút- vegsráðuneytib og réttlætir þannig ákvörðun sína um ab leyfa notkun stórmöskva í þorsknetum. Skaftárhlaup í hámarki. Fremst á myndinni er hinn frægi steinbogi sem orbinn er einskonar einkennistákn fyrir myndir af árhiaupum þessum. Tímamynd: SBS Eiríkur Þór Jónsson, bóndi í Skaftárdal: Heimreiðin ónýt á 200 metra kafla „Þab er töluvert farib ab sjatna í ánni og þetta verbur ab mestu leyti búib á laugardag. Vegaskemmdir eru þó ein- hverjar og ég býst viö ab Vega- geröin fari í lagfæringar strax á mánudaginn," sagbi Eiríkur Þór Jónsson, bóndi í Skaftár- dal, í samtali viö Tímann í gær. Vatnsmagn í Skaftá minnkar nú jafn og þétt frá því sem það var mest í hlaupinu. Það náði hámarki um miðjan dag í fyrra- dag og sömu sögu er að segja um hlaupið í Hverfisfljóti og Djúpá á Síðu. Eiríkur Þór Jónsson sagði að á um 200 metra kafla á heimreið- inni að Skaftárdál væri vegurinn ónýtur. Þar hefðu vegagerðar- menn verk fyrir höndum, enda þótt skemmdir á veginum hefðu oft sést meiri en eftir þetta hlaup. Gúmmívinnslan framleibir stálbobbinga Frá Þór&i Ingimarssyni, fréttaritara Tímans á Akureyri: Gúmmívinnslan hf. á Akureyri hefur fært út kvíarnar í starfsemi sinni, en fyrirtækið hefur nú keypt framleibslu á stálbobbing- um vélsmiöjunnar Odda af Kaup- félagi Eyfirbinga. Þegar vélsmiðjan Oddi var sam- einuð Slippstöðinni hf. og úr varð fyrirtækið Slippstöðin Oddi hf., fylgdi framleiðsla á stálbobbingun- um með í kaupunum. Fljótlega var þó þessi rekstrareining skilin frá hinu nýja fyrirtæki og hefur Kaup- félag Eyfirðinga leitað samstarfsað- ila um þessa framleiðslu. Gúmmí- vinnslan hefur um nokkurra ára skeiö framleitt millibobbinga og gúmmíbobbinga fyrir sjávarútvegs- fyrirtæki og mun nú hefja innan skamms framleiðslu á stálbobbing- um. Jafnframt því aö selja Gúmmí- vinnslunni stálbobbingaframleiðsl- una hefur Kaupfélag Eyfirðinga fest kaup á hlut í Gúmmívinnslunni. Er Eitt eintak til sýnis fyrir 100 þúsund íbúa það í samræmi við þá stefnu eig- enda Gúmmívinnslunnar að fara inn á almennan hlutabréfamarkað í framtíðinni. Eignaraöild Kaupfélags Eyfirðinga er fyrsti liður í því efni að víkka eignaraðild að fyrirtæk- inu og stefnt er aö því að fá fleiri traust fyrirtæki til þess að gerast meðeigendur. Gert er ráð fyrir að rekstur á stálbobbingaframleiðsl- unni verði með svipuðu sniði og undanfarin ár og fjórir starfs- menn munu áfram vinna að þessu verkefni. ■ Skattskráin er plagg sem margir vilja hnýsast í þá 14 daga sem hún er opin þeim sem vilja í hana glugga. Það vekur hins vegar athygli að á Skattstofu Reykjavíkur, sem þjónar 100 þúsund manna byggðarlagi, er aðeins ein skrá uppi við. í fyrra- dag og í gær biðu menn því í röðum eftir því að glugga í hag kunningja sinna og nágranna. Myndin er frá Skattstofu Reykjavíkur í gær. Tímamymt Pjetur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.