Tíminn - 29.07.1995, Blaðsíða 11
Laugardagur 29. júlí 1995
11
Hvern hefur ekki dreymt um oð sigla á kajak. Á þessari mynd eru nokkrir af eigendum Ferbajónustunnar Subur-
strandar. Fremst er Helgi Valur Einarsson, í mibib er Rut Gunnnarsdóttir og fjcerst er Bárbur Valgeir Magnússon.
Tímamynd: Siguröur Bogi.
Nýstárleg feröaþjónusta á Stokkseyri:
Kajakaferðir á sjávarlónum
Hvern hefur ekki dreymt um a&
reyna fyrir sér í kajakasiglingum.
Ab sigla um sjávarlón í lognvær-
unni og sjá forvitna seli fylgjast
me& í seilingarfjarlæg&< alls
óhrædda. Þetta geta feröalangar
um Su&urland nú reynt, en þessa
dagana er a& fara af sta& nýtt fyr-
irtæki á Stokkseyri, Fer&aþjón-
ustan Su&urstönd hf., sem bý&ur
uppá þetta nýmæli.
Lífríkiö í nágrenni Stokkseyrar er
afar fjölskrú&ugt. Þar geta kajak-
ræöarar skobaö margar tegundir
fulga, jurta og annaö sem lífríkið
prýðir. Kakjaferðirnar hefjast í
hinni svonefndu Löngudæld sem
er inni í miðju Stokkseyrarþorpi.
Út úr henni eru þræddir gamlir
áveituskurðir í Hraunsá og þaðan
svo til sjávar. Mynni árinnar er um
það bil einn km. fyrir austan
Stokkseyri og milli skerja í fjöru-
garðinum er lei&in þrædd að höfn-
inni á Stokkseyri. Þaöan er stutt í
kaffihúsið Við fjöruboðið þar sem í
ferðalok er boðiö uppá heimsins
bestu ostakökur.
Tekur þessi ferð alls um þrjár
klukkustundir og kostar 3.800 kr.
fyrir manninn.
Aðrar ferðir, nokkuð skemmri,
kosta 3.200 kr.
Að sögn Rutar Gunnarsdóttur
hjá ferðaþjónustunni Suðurströnd
er öryggisþáttarins sérstaklega gætt
varðandi kajakaferðirnar. Leið-
sögumenn eru allir þrautþjálfaðir
björgunarsveitarmenn og öllu van-
ir. Kajakarnir eru síðan sérstaklega
stööugir og á allra færi er að róa
þeim. ■
Skagafjöröur um verslunarmannahelgina:
Solin í Miögarbi
Hljómsveitin SSSól mun
um verslunarmannahelg-
ina halda tvenna dansleiki
í félagsheimilinu Mi&garði í
Skagafir&i, þaö er í Varma-
hlíö. Fjórar a&rar hljóm-
sveitir koma vi& sögu.
Dansleikir þessir eru á
föstudags- og laugardags-
kvöld. Að sögn Einars Þórs
Bárðarsonar, framkvæmda-
stjóra SSSólar, hefur verið
gengið frá því að hljómsveit-
irnar Skítamórall, Sólstrand-
argæjarnir, B.L.C.B., og Bylt-
ing leiki á þessum dansleikj-
um. Þá verða góðir diskótek-
arar á svæðinu og þeir og
hljómsveitirnar góðu sjá um
fjörið fram undir dagsmál í
Skagafirði.
Fjölskylduhátíöin Vopnaskak véröur á Vopnafiröi:
Hagyröingakvöld
og sagnaskemmtan
Hagyröingakvöld þar sem
margir af bestu vísnasmiöum
landsins koma saman er há-
punktur fjölskylduhátíðar-
innar Vopnaskaks sem haldin
veröur á Vopnafiröi um versl-
unarmannahelgina. Dagskrá
þessarar hátíöar er afar fjöl-
breytt og er í fullum undir-
búningi nú.
Hátíðin Vopnaskak hefst
raunar strax nú á laugardag þeg-
ar opnuð verður í safnaðar-
heimili kirkjunnar sýning á
málverkum Sigfúsar Halldórs-
sonar. Mun listamaðurinn jafn-
hliða opnun sýningarinnar
leika lög sín á píanó og Frið-
björn G. Jónsson syngur. Þá
mun Jónas Jónasson útvarps-
maður flytja ávarp við þetta til-
efni. Um kvöldið verður sagna-
meistarakvöld í félagsheimilinu
Miklagarði. Þar segir þekkt fólk
sögur af sjálfu sér og öðrum og
þeir sem þátt taka í sýningunni
eru hjónin Brynja Benedikts-
dóttir og Erlingur Gíslason,
Gunnar Sigurjónsson, Kjartan
Magnússon, Sigfús Árnason og
Sigurður Örn Pálsson.
Hagyrðingakvöldið góða er
fimmtudagskvöldið 3 ágúst.
Þátttakendur eru vísnasmiðimir
Andrés Valberg, Elís Kjaran ýtu-
stjóri á Þingeyri, Halldór Blön-
dal samgönguráðherra, Hjálmar
Jónsson þingmaður og sóknar-
prestur á Sauðárkróki, Hákon
Aöalsteinsson skógarbóndi og
hreppstjóri á Egilsstöðum, Jón
Sigurðsson bóndi í Skollagróf í
Hreppum og Stefán Vilhjálms-
son. Stjórnarndi þessa hagyrð-
ingakvölds er Ómar Ragnarsson
fréttamaður.
Föstudaginn 4. ágúst fer svo
að verða verulega mikið umleik-
is á Vopnafirði samfara Vopna-
skaki. Þá verður fjölskylduhátíð
í nágrenni hafnarinnar og þar
verða leiktæki, götuleikhús,
andlit barna verða máluð, gillað
verður á götum úti, útimarkað-
ur verður haldinn, töframaöur
sýnir listir sínar, Mókollur,
lukkudýr Landsbankans sýnir
listir sínar og fleira. Þennan
sama dag verður unglingaball í
Miðgarði um kvöldið og dan-
leikur í félagsheimilinu Mið-
garði, þegar komið er fram yfir
miðnótt.
Á laugardeginum verður
byggðasafnið að Burstafelli til
sýnis, fjölskyldutónleikar í fé-
lagsheimilinu Miðgarði með
Stjórninni og Bananas. Á
sunnnudag verður sjóstang-
veiðimót haldið á vegum Hótels
Tanga, lokahátíð verður haldin í
fjörunni skammt frá Vopna-
fjarðarkauptúni og um kvöldið
verður ball í félagsheimilun
Miðgarði með Páli Óskari og
milljónamæringunum. ■
Mikib verbur um dýrbir á Þjóbhátíb í Eyjum þetta árib. Á þessari mynd eru fulltrúar nokkurra þeirra hljómsveita
sem þar leika, þjóbhátíbarnefnd og lengst til haegri á myndinni er Árni johnsen — sem horfir til himins.
Tímamynd: Siguröur Bogi.
Þjóöhátíö í Eyjum. Árni johnsen:
„Hér eru flestir í fötum"
„Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum
um verslunarmannahelgi á
sér enga hliöstæðu meðal
annara hátíöa í hinum vest-
ræna heimi. Hér skemmta all-
ir aldurshópar sér saman og
kynslóðabil þekkist ekki.
Helst er aö þjóöhátíö svipi til
kjötkveðjuhátí&ar í Ríó, nema
hvaö hér eru flestir í fötum,"
sagöi Árni Johnsen, forsvars-
ma&ur Þjó&hátíðar í Eyjum, á
blaðamannafundi vegna há-
tíðarinnar. Mikiö er lagt undir
aö þessu sinni og ekkert til
sparaö svo hátíðin megi veröa
sem glæsilegust.
Sem endranær verða margar
af þekktustu hljómsveitum
landsins á svæðinu og skemmta
þar. Hafa Sálin hans Jóns míns,
Hálft í hvoru, Tweety, Algleymi,
Björgvin Halldórsson, Eyjólfur
Kristjánsson, Karma og Vinir
vors og blóma verið fengin til
að halda uppi fjöri á þjóðhátíð
— og þá eru ekki nándar nærri
allir nefndir til sögunnar.
Sem endranær byggjast há-
tíðahöld á þjóðhátíð mjög á
föstum póstum. Þannig er í
samkomuhúsi Eyjamanna hald-
ið svonefnt húkkaraball
fimmtudaginn fyrir þjóðhátíð
þar sem unga fólkið nær sér í
förunaut yfir helgina — og jafn-
vel til lengri tíma. Á föstudags-
kvöld er brenna í Herjólfsdal, á
laugardagskvöld er flugeldasýn-
ing í dalnum og að kvöldi
sunnudags stjórnar Árni John-
sen brekkusöng þar sem allt að
10.000 manns þenja raddbönd-
in í einu og heyrist söngurinn
stafna á milli í eynni. Allir þess-
ir dagskrárliðir hafa unnið sér
fasta hefð og standa ævinlega
fyrir sínu.
Verð aðgöngumiða á þjóðhá-
tíð í ár er 6.500 kr. Ýmsir mögu-
leikar bjóðast varðandi að koma
sér til Eyja svo sem flug frá
Reykjavík, sigling með Herjólfi
frá Þorlákshöfn og þá hugsan-
lega rútuferð þangað. Einnig má
nefna flugferð frá Bakka í Land-
eyjum með Flugfélagi Vest-
mannaeyja, en þangað og yfir
Eiðið til Eyja er ekki nema fjög-
urra mínútna flug. ■