Tíminn - 14.10.1995, Blaðsíða 3
Laugardagur 14. október 1995
dmiim
3
850 milljón kr. fjárþörf Þróunarsjóös sjávar-
útvegs mœtt meb nýjum lántökum:
Tekjur af kvóta-
gjaldi 150-160 m.
I frumvarpi til fjárlaga 1996 er
gert ráó fyrir því a& fjárþörf Þró-
unarsjóðs sjávarútvegsins veröi
850 milljón kr. og ver&ur henni
mætt meö nýjum Iántökum. Þá
er gert ráö fyrir aö innheimta
gjalds af úthlutuöu aflamarki,
sem kemur til framkvæmda 1.
sept. á næsta ári, muni skila
sjóönum 150-160 miljónum
króna.
Tekjur sjóðsins af sérstöku
gjaldi, sem eigendur fiskiskipa og
fasteigna sem notaöar eru til fisk-
vinnslu greiða, eru áætlaðar 165
milljónir króna á næsta ári og
eignasala 75 miljónir. Búist er við
að afborganir og vextir af lánum,
sem koma til greiðslu á næsta ári,
muni nema 1.561 milljónum kr.
Á móti koma vextir og afborganir
af útlánum sjóðsins að upphæð
1.070 milljónir króna.
Um miðjan síðasta mánuð
hafði stjórn Þróunarsjóðs sjávar-
útvegsins veitt loforð um 250 úr-
eldingarstyrki fyrir um 2,4 millj-
arða króna. Á sama tíma höfðu út-
gerðir uppfyllt skilyrði til úreld-
ingar 225 fiskiskipa og fengið
greidda út styrki fyrir 2.210 millj-
ónir króna, sem hefur leitt til 6%
samdráttar í flotanum. Á næsta ári
er áætlað að 200 milljónir króna
fari í úreldingarstyrki til fiskiskipa
og 500 milljónir til fiskvinnslu-
stöðva og þróunarverkefna.
Þróunarsjóðurinn tók til starfa
um mitt ár 1994 til þess að stuðla
að aukinni arðsemi í sjávarútvegi.
Fyrir utan úreldingarstyrki til að
draga úr afkastagetu veitir sjóður-
inn lán og ábyrgðir til nýsköpun-
ar í atvinnugreininni og til að
greiða fyrir þátttöku sjávarútvegs-
fyrirtækja í verkefnum erlendis.
Fiskvinnslan telur aö veriö sé aö „hengja bakara fyr-
irsmiö", ef samninglim veröur sagt upp vegna
ákvöröunar Kjaradóms. Form. ASN:
Fólk er búið
aö fá nóg
Valdimar Guðmarsson, ný-
kjörinn formaður Alþýðusam-
bands Norðurlands, segir að
það sé afar margt sem mælir
með því aö kjarasamningum
verði sagt upp, þannig að þeir
veröi lausir um næstu áramót.
Meðal annars sé þaö ákvörðun
Kjaradóms, sjálftaka þing-
manna og skattfríöindi, svo
ekki sé minnst á fjárlagafrum-
varpið.
Þá hafa nær allir notið ávaxta
stöðugleikans nema fólkið sem
lagði grunninn að honum. En
síðast en ekki síst sé búið að
halda niðri lægstu launum und-
anfarin ár á kostnað stöðugleika,
á sama tíma og framlag ríkis og
atvinnurekenda til umrædds
stöðugleika hefur ekki verið mik-
ið.
Arnar Sigurmundsson, for-
maður Samtaka fiskvinnslu-
stöðva, telur að verið sé að
„hengja bakara fyrir smið", ef
það sé ætlunin hjá verkalýðs-
hreyfingunni að segja upp
samningum og stofna til deilna
á almennum vinnumarkaði
vegna ákvöröunar Kjaradóms
varðandi launamál þingmanna,
ráðherra og embættismanna. En
uppsögn samninga hjá félögum
ófaglæröra mundi koma sér afar
illa fyrir starfsemi fiskvinnslu-
stöðva og það telur formaðurinn
mjög ósanngjarnt.
Hann er hinsvegar þeirrar
skoðunar að Kjaradómur hafi
farið langt út fyrir það sem
menn voru að semja um í febrú-
ar sl., og því sé óánægja verka-
lýðshreyfingar skiljanleg. Aftur á
móti telja atvinnurekendur að
verðlagsforsendur gildandi
kjarasamninga muni halda og
því séu engar forsendur fyrir því
að segja samningum upp.
Formaður ASN segir að eflaust
eigi sérfræðingar verkalýðshreyf-
ingarinnar og atvinnurekenda
eftir að takast á um það í næsta
mánuði hvort forsendur samn-
inga muni halda eöur ei. En eins
og staðan er um þessar mundir,
þá sér hinn almenni félagsmaður
ekki aðra leið í stöðunni en að
segja samningunum upp og
reyna að sækja fram til bættra
kjara með gerð nýs kjarasamn-
ings.
Valdimar telur að sóknarfæri
launafólks séu býsna góð um
þessar mundir, ef samningum
verður sagt upp. Hann bendir
m.a. á að rekstur fyrirtækja hefur
gengið betur en oft áður með til-
heyrandi veltuaukningu, arð-
greiðslum og fjárfestingum á er-
lendri grundu. Hann bindur
jafnframt miklar vonir við þing
Verkamannasambands íslands,
sem hefst 24. okt. n.k., og telur
að það geti orðið vendipunktur í
þessari þróun, ef ríkisvaldið hef-
ur ekki spilað neinu út fyrir þann
tíma vegna Kjaradóms. Hann
minnir jafnframt á að á síðasta
sambandsþingi VMSÍ fyrir
tveimur árum hefði umræðan á
þinginu um vaxtamál m.a. leitt
til þess að stjórnvöld sáu sitt
óvænna og knúöu fram vaxta-
lækkun með svonefndri „hand-
leiðslu", eins og forsætisráðherra
orðaði það á sínum tíma. -grh
Örstutt
Það getur verið gaman aö
skrifa í blööin, sérstaklega ef
maður getur leyft sér að vera
skemmtilegur, jafnvel örlítiö
kvikindislegur, og auðvitað er
allra best að þurfa ekki einu
sinni að standa við það sem
maöur segir, heldur bulla bara
óheft undir nafnleynd.
Þetta gerir Garri Tímans oft
prýðilega, en svo ber til í pistli
hans [í gær] að hann fer þar með
fleipur og dylgjur sem nauösyn-
legt er að leiðrétta.
Garri fullyrðir að sjónvarpsút-
sending frá lokatónleikum Nor-
rænu einleikarakeppninnar hafi
veriö „stytt til að hægt væri að
senda út, enn eina ferðina, beint
fiw****'
|
Cott safn er af skammbyssum á sýningunni.
Tímamyndir: GS
Súlnasker:
Ölduhæð á símatorgi
Frá Þorsteini Cunnarssyni, fréttaritara
Tímans í Vestmannaeyjum.
Nú geta sjómenn komist í sam-
band við dufl suður af Súlna-
skeri sem gefur upp sjólag. Er
þetta gert með því að hringja
inn á símatorg Vita- og hafna-
málastofnunar í síma 9021000
og slá inn 12 á símtækið.
Hægt er að fá upplýsingar um
ölduhæð og sveiflutíðni, sem er
meðaltími milli öldutoppa í sek-
úndum. Þeir sem nota farsíma
verða að grafa upp kóda til að
komast inn á tónvalið, sem er
skilyrði fyrir því að komast inn á
símatorgið, en fyrir þá sem nota
síma í landi er þetta ekkert
vandamál.
Það þykir sérstaklega hentugt
fyrir stjórnendur minni báta að
nýta sér þessa þjónustu. Baujan
er þrjár sjómílur suður af Súlna-
skeri og eru sjófarendur beðnir
að taka tillit til þess.
Fagrit um skotveiöar og
útivist:
Skotvís hefur
göngu sína
Fyrsta tölublaö tímarits Skot-
veiðifélags íslands, Skotvíss, er
komið út. í því eru ýmsar grein-
ar sem tengjast veiði og vopn-
um. Meðal höfunda efnis má
nefna Ólaf Karvel Pálmason,
formann Skotvís, Ásbjörn Dag-
bjartsson veiðistjóra, Sigmar B.
Hauksson matgæðing og skot-
veiðimann, og Arnór Þ. Sigfús-
son fuglafræðing. Blaðið er 72
síður aö umfangi og prýtt fjölda
litmynda. -BÞ
Byssuvinafélag Islands efnir til
stórsýningar á byssum í Laugar-
dalshöllinni í samvinnu við lög-
regluna, Landhelgisgæsluna, spor-
tvöruverslanir, veiðistjóra, Þjóð-
minjasafnið og Skotsamband ís-
lands um helgina. Safngripir eru
um 300 talsins.
Jóhann Vilhjálmsson, byssusmið-
ur og formaður Hins íslenska byssu-
vinafélags, s^gir að þetta sé fyrsta al-
vöru sýningin á byssum á landinu
sem hafi verið haldin, en slíkt hafi
staðið til hjá byssuvinafélaginu í 2-3
ár. „Þetta er saga skotvopnanna og
við höfum grafið upp muni allt frá
1600. Þetta eru byssur sem allir eru
að tala um, en enginn hefur séb,"
sagði Jóhann í viðtali vib Tímann í
gær.
Hann segir allar byssurnar koma
frá innlendum aðilum og hafi marg-
ir lagt hönd á plóginn. „Það er til
ótrúlega mikið af gömlum byssum
hérlendis og við höfum dæmi á sýn-
ingunni um 100 ára gamlar byssur
sem duga ennþá sem veiðibyssur."
. Ævaforn grcenlensk selabyssa meb hreint ótrúlega hlaupvídd. Hœgt er ab
skrúfa byssuna nibur í borbstokkinn.
Elsta byssan er svokölluð luntabyssa
og er tæplega 400 ára gömul. Fyrstu
byssurnar komu fram á sjónarsviðið
á 14. öld, að sögn Jóhanns.
Alls eru um 300 gripir á sýning-
unni og má þar nefna ævaforna sela-
byssu, íslenskar byssur, plastbyssu,
fjölda af skammbyssum, vélbyssur,
hreindýrariffla o.s.frv. Sýningin er
opin frá 9-18 í dag og á morgun.
- BÞ
athugasemd viö Garra
frá einhverjum knattspyrnu-
leik". Síðan leggur Garri út af
þessari fullyrðingu á mörgum
dálksentimetrum og fer allur á
flug um alræði íþróttanna og
virðingarleysi Sjónvarpsins
gagnvart tónlistarkeppninni,
tónlistinni yfir höfuð og auðvit-
að tónlistarmönnum.
Það er synd að Garri skyldi
ekki hafa fyrir því að kynna sér
málavöxtu ábur en hann fór í
loftkastaferð sína um ritvöllinn,
þá hefði lendingin ekki orðið
svona pínleg.
En þegar forsendan er mark-
laus fullyrðing, verður útlegg-
ingin auðvitað ekkert annað en
innantómt blaður. Það er alrangt
hjá nafnleysingjanum Garra að
útsending frá tónleikunum hafi
verið stytt.
Undirbúningur vegna sam-
starfs Sjónvarpsins og aðstand-
enda keppninnar stóð í heilt ár
og var ætíð ljóst að ekki væri um
annað að ræða á lokatónleikum
keppninnar en flutning tveggja
einleiksverka auk verðlaunaaf-
hendingar. Þess vegna voru allar
áætlanir Sjónvarpsins við það
miðaðar og þess vegna kom það
Innlendri dagskrárdeild í opna
skjöldu þegar fram kom, með
u.þ.b. sólarhrings fyrirvara, að
leika ætti fleiri verk við þetta
tækifæri.
Áður hafði verið haft samráð
við íþróttadeild til að unnt væri
að sinna báðum útsendingar-
verkefnum dagsins og ákveöið
ab senda einungis út beint frá
síbari hálfleik landsleiksins til ab
fyrirbyggja nokkra árekstra.
Þarna var því um að ræöa góða
samvinnu og sjálfsagða milli
íþrótta og tónlistar. Vandræðin
urðu til annars staðar.
Ég vænti þess að hefði Garri
skrifaö undir fullu nafni, hefði
hann séð ástæðu til að fara hæg-
ar í sakirnar í skrifum sínum, en
það hefði kannski ekki verið eins
gaman.
Með kærri kveðju,
Sveinbjöm I. Baldvinsson,
dagskrárstjóri, ID