Tíminn - 14.10.1995, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.10.1995, Blaðsíða 15
Laugardagur 14. október 1995 15 WUmmm I skjóli mafíunnar egar Alice Colson, 27 ára gömul, keyr&i inn trö&ina a& heimili sínu í Jacksonville, Flórída, fimmtu- dagskvöldiö 12. september 1991, sá hún strax a& eitt- hva& var ööruvísi en þaö átti a& vera. Bílskúrsdyrnar voru opnar og bifreiö sambýlis- konu hennar, Rachelar Aqu- ino Thomas, 25 ára, var horf- inn. Alice og Rachel höföu veriö vinkonur lengi, en aöeins búiö saman í þrjár vikur, eða frá því að Rachel skildi við manninn sinn eftir sex ára hjónaband. Rachel, óviss um framtíðina, fagnaði boöi vinkonu sinnar og flutti inn meö 3ja ára gamlan son sinn. Blóð á vegg Alice tók í útidyrasnerilinn á einbýlishúsinu og fann aö dyrn- ar voru ólæstar. Enn frekari ugg setti að henni. Hún gekk um húsið og sá muni í eigu Rachel- ar liggjandi á gólfinu. Á leiöinni inn í stofu sá hún skyndilega blóðblett á veggnum. Slitin hálsfesti, sem Rachel átti, lá á gólfinu. SAKAMAL an við húsið þegar enginn kom til dyra. Að því búnu fór hann með kærustunni heim til henn- ar, eyddi kvöldinu með henni og svaf hjá henni um nóttina. Kærastan staðfesti þetta. Rachel og Greg höfðu kynnst árið 1984 og gifst 10 mánuðum Elsie Thomas. Rachel Aquino Thomas. Föt drengsins Áður en Alice hafði samband við lögregluna hringdi hún í tvær bestu vinkonur Rachelar. Önnur þeirra sagðist hafa rætt við Rachel í síma aðeins nokkr- um klukkustundum fyrr og mælt sér mót við hana í líkams- ræktarstöö síðar um kvöldið. Rachel hafði sent soninn til mömmu sinnar yfir helgina og hlakkaði til að fá svolítinn tíma út af fyrir sig. Rachel hafði jafn- framt sagt vinkonu sinni að hún ætti von á fyrrverandi eig- inmanni sínum, Greg Thomas, sem ætlaði að koma með föt handa syninum. Alice hringdi því næst í móð- ur Rachelar. Hún hafði ekkert heyrt í dóttur sinni, en Greg hafði rætt við hana skömmu áb- ur. „Greg var mjög æstur. Hann sagðist hafa komið með föt handa drengnum og Rachel hefbi verið búin að lofa ab vera heima, en enginn svaraði dyra- bjöllunni þegar hann kom á umsömdum tíma. Greg neydd- ist því til að skilja fötin eftir á dyrapallinum." Alice hugsaði með sér að þetta væri skrýtið, hún hafði einmitt tekið eftir tösku fullri af fötum í forstofunni. Ef Rachel hafði ekki komið heim, hver hafði þá borið fötin inn í húsib? Fullkomin fjarvistar- sönnun Alice hringdi nú til lögregl- unnar og tilkynnti ab Rachel væri saknað. Tveir menn komu á staðinn og sáu strax af verk- summerkjum að átök höföu átt sér stað. Jafnframt staðfestu þeir ab bletturinn á veggnum væri blóð. Haft var samband við fyrrver- andi eiginmann Rachelar, Greg Thomas. Hann sagðist hafa komið ásamt nýrri vinstúlku sinni og skiliö töskuna eftir ut- seinna. Ættingjar Rachelar lýstu sambandinu sem óstöðugu, til- finningasömu og „hávæm". Rachel fékk nóg af ástandinu ár- ið 1990 og flutti út. Skömmu síðar gerði Greg tilraun til sjálfs- vígs. Hann hafði ætíð verið mjög mótfallinn skilnaðinum og fannst sárt að vera sviptur forræði yfir syni sínum, sem hann unni mjög. Lítt þokaöist í rannsókn máls- ins, en 15. september fannst Hondabifreið Rachelar á bíla- stæði í Jacksonville. Bíllinn var alblóðugur að innan, en að öðm leyti ekkert sem varpaði ljósi á glæpinn. í lok september kvæntist Greg nýju kærustunni, auk þess ab endurheimta forræðið yfir syni ✓ I lok september kvœntist Creg nýju kœrust- unni auk þess aö endurheimta forrœöiö yfir syni sínum. Þaö var augljóst aö líf hans haföi tekiö stakkaskiptum til hins betra eftir dauöa fyrrverandi eiginkonu hans. sínum. Þab var augljóst að líf hans hafði tekið stakkaskiptum til hins betra eftir dauða fyrrver- andi eiginkonu hans. Vitorösmaöurinn Tæpu ári eftir hvarfið barst lögreglunni ábending um ab Douglas nokkur Schraud vissi hver hefði myrt Rachel. Þegar loks tókst að hafa uppi á hon- um, viðurkenndi hann að hafa hjálpað Greg að ræna Rachel. Hann vissi hinsvegar ekkert um afdrif hennar. Greg og Douglas höfðu farið að húsinu með föt drengsins og hringt dyrabjöllunni, en enginn hafði svarað. Greg vissi aö Rac- hel var heima, þar sem bíllinn stóö í skúmum, og tókst aö brjótast inn í húsið með því að nota greiðslukort. Rachel öskr- aði af skelfingu og reyndi ab komast undan, en Greg réðst á hana og keflaði og batt. í átök- unum sprakk vör og það út- skýrði blóðið á veggnum. Greg hafði sagt vini sínum ab ásetn- ingur sinn og ætttar sinnar, sem væri tengd mafíunni, væri að losa sig við líkið þannig að Rac- hel fyndist aldrei. Það var hneisa, sem hann gæti ekki af- borið, ab vera sviptur forræði yf- ir einkasyninum og því væri þetta eina lausnin. Douglas hafði fengið greitt sem svarar 100.00 kr. fyrir að hjálpa Greg við verkið. Hann vissi hins vegar ekkert hvab hafði orðið um líkiö, en taldi fullvíst að Greg hefði banað Rachel strax og hann var búinn að troða henni í skottið á jeppa- bifreið sinni. Douglas féllst á að reyna að hitta Greg meb falinn hljóð- nema innanklæða og fiska upp úr honum hvar líkið væri. Það gekk þó ekki, Greg sagðist ekk- ert vilja hafa saman að sælda við Douglas frekar. Annaö morö Það var fyrst þegar annað morð hafði verið framib, sem Greg var handtekinn. Daginn áður hafði hann þotið út úr húsi stjúpmóður sinnar og hrópað til nágrannanna: „Hjálp, hjálp, mamma skaut sig." Lögreglan kom ab Elsie Thomas sitjandi í stól á eldhús- gólfinu með kúlugat á enninu. Á eldhúsborðinu lá 38 kalíbera skammbyssa. Greg sagði lög- Douglas Schraud. reglunni að hann hefbi verið í stuttri heimsókn. Eftir að hafa skroppið á salernið heyrði hann skyndilega byssuskot og kom síðan ab móður sinni látinni. Aö lokinni rannsókn var Greg handtekinn daginn eftir og ákærður fyrir morð á stjúpmóð- ur sinni. Ennfremur var leitað frekari sannana í málinu gegn Rachel. Greg var einkaerfingi móbur sinnar og þar var skýringin komin á málinu, að mati lög- reglunnar. Sögusagnir hermdu ab vegna ósættis heföi frú Thomas verið búin að hóta Greg að gera hann arflausan. Hann nýtti því síðasta tækifærið til að fá peningana með því að myrða móður sína. Sagan um mafíuna Nú var komið að þætti eigin- konu Gregs, sem hafði logið fyr- ir hann til að tryggja honum fjarvistarsönnun. Hún viður- kenndi að hafa ekki verið með Greg daginn sem hann heim- sótti Rachel. Um kvöldið hafði Greg komið heim og sagt henni ótrúlega sögu. Raunverulegir foreldrar sínir ■ tengdust mafíunni og hefðu lifi- brauð sitt af skipulagðri glæpa- starfsemi. Skyldur ættarinnar og virðing leyfðu ekki hjónaskiln- abi og þau hefðu lagt hart ab honum að ráða Rachel af dög- um. Greg kúgaði kærustuna til hlýðni með þessari ótrúlegu sögu og vegna skertrar dóm- greindar — en Gail hafði verið fíkill í mörg ár — trúði hún sög- unni og þorði ekki að segja neinum hið sanna af ótta um líf sitt. Aðspurö hvort Gail vissi hvar líkið af Rachel væri, sagði hún: „Hann sagðist ætla að gefa hákörlunum góðan kvöldverð." Þyngsti dómur Til ab gera langa sögu stutta, kom ekkert fram í málinu sem studdi þá fáránlegu sögu ab ma- fían tengdist morðunum tveim- ur. Greg var einfaldlega ill- menni sem sveifst einskis til aö fá sínum vilja framgengt. Hann var dæmdur til dauða 22. sept. 1994 og bíður þess nú að setjast í rafmagnsstólinn í Flórídafylki. Gail fékk þriggja ára dóm í vinnubúðum og Douglas Schraud 12 ára fangelsi. Líkiö af Rachel Aquino Thomas hefur aldrei fundist. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.