Tíminn - 14.10.1995, Blaðsíða 17

Tíminn - 14.10.1995, Blaðsíða 17
Laugardagur 14. október 1995 ÍÍ||||MÍS 17 ]VXeð sínii nefli Nú, þegar moldvibrið í kringum Strætisvagna Reykjavíkur er farið að lægja, er rétt að velja í þáttinn eitt gamalt og gott stræt- ólag, sem notið hefur mikilla vinsælda árum og áratugum sam- an. Þetta er að sjálfsögðu lagið Hagavagninn og er gott dæmi um það hvernig hægt er að gera strætisvagnaferðir að þunga- miðju kitlandi ástarævintýrs. Lag og ljóð eru eftir þá Ragnar Jó- hannesson og Jónas Jónasson. Lagið hefur verið sungið við margvísleg tækifæri og af fleiri en einum söngvara, nú síðast 1986 af Jóhanni Helgasyni á plötunni „Reykjavíkurflugur", og virðist alltaf jafn vinsælt. Góða söngskemmtun! HAGAVAGNINN G Em Am D 7 Stúlkan mín á heima vestur í Högum, G C E hún er í búð við Laugaveg. Am Cm Miðdepill í ótal ástarsögum, G D7 G enginn veit það betur en ég. Am D7 Hm Em Beibídoll hún selur og nælonsokka Am D7 G og sjálf um nætur klæðist því, Hm E7 Am Cm í rauðu hári hefur hún hvíta lokka G D7 G og hún er sæt í bikiní. Em z: t ► 4 H > oj Am H D7 3 1 0 X 0 0 2 1 3 C X 3 2 0 1 0 2 3 10 0 Mig dreymir hennar þýða yndisþokka, þegar ég er háttaður. Hún er óræð eins og myndirnar á Mokka, svo maður verður gáttaður. Með fagursveigða vör sem venusboga, og vöxtinn svona la la la, sem götuvitar grænu augun loga og göngulagið cha cha'cha. Ög næfurþunnum náttkjólum hún klæðist, svo næstum sést þar allt í gegn. Til hennar hverja nóttu hugur læðist, því einlífið er mér um megn. Með henni er ég alltaf einhvern veginn óstyrkur og skortir magn. Hana sætt ég leiði inn Laugaveginn, við laumumst inn í Hagavagn. Ég stundum fæ að faðma hana á kvöldin, fyrst fer hún í sitt beibídoll. En samt til þess að sefa ástareldinn, ég syng við hana í dúr og moll. Og þótt mig stundum langi að vera lengur, slíkt leyfist ekki að tala um. Hún segir alltaf: Ertu vitlaus drengur, þú ert að missa af vagninum. Með Hagavagni held ég burtu síðan, já, held þá í mitt kalda ból. Mig dreymir hennar yndisþokka þýðan og þennan gegnumsæja kjól. En sú er von að seinna þetta breytist, við beibídoll og brúðkaupskoss, þá um nátt hjá henni að vera veitist, þá vagninn ekkert hrellir oss. Cm X X I 0 2 4 Hm X X 3 4 2 '1 ( > ( > ( » 4 > 0 2 3 14 0 Venjum unga hestamenn strax á að NOTA HJÁLM! UMFEROAR RÁÐ t/e,/géu£a£a íeœúa- mannsÍKS 6egg 3 dlsykur 3 dl hveiti 2 tsk. lyftiduft Rasp Fylling: 1 1/2 dl jarðarberjasulta 1/2 1 rjómi 2 pokar möndluspænir Jarðarber Egg og sykur þeytt saman í þykka eggjahræru. Hveiti og lyftidufti blandað saman við. Deigið sett í vel smurt, raspi stráð hringform (2 1). Bakað við 180° í ca. 30 mín. Kökunni hvolft úr forminu og skorið stykki úr hringnum, þá mynd- ast skeifan. Kakan klofin í tvo botna og jarðarberjasultunni smurt yfir, hinn hlutinn því næst settur yfir. Rjóminn þeyttur og kakan skreytt með þéttum rjómatoppum. Möndluspónum stráð yfir. Jarðarber borin með. 'ac 2egg 2 msk. sykur 5 dl mjólk 1/2 tsk. kardemommur 100 gr brætt smjör Ca. 2 1/2-3 dl hveiti Þeytið saman egg og sykur, bætið mjólkinni í ásamt kar- demommum og hveiti. Síðast látum við brætt smjör saman við hræruna. Gott er að láta deigið bíða í ca. 10 mín. áður en við byrjum að baka. Það er gott að baka eitt „prufu" hjarta, til að sjá hvort deigið er mátulega þykkt eða hvort bæta þarf í meira hveiti eða mjólk. tfa//að íufifi tt(/papri/a 600 gr nautahakk Salt og pipar 1 laukur 1 græn og 1 rauð paprika 3 tómatar 4 msk. smjör eba olía, til steikingar Búið til „buff" úr hakkinu. Stráið salti og pipar yfir þau. Buffin steikt á báöum hliðum á pönnu, með smjöri eða olíu. Tekið af pönnunni og haldið heitu með álpappír yfir. Vib brosum ... Tveir einsetukarlar höfðu keypt sér saman koníaksflösku. Það mátti þó ekki snerta flöskuna nema í veikindum, aðeins þá mátti fá sér í glas. Það liðu ekki margir dagar þar til annar þeirra sagðist vera hálf slappur í dag og þarfnast áreibanlega smásopa af flösk- unni. „Það er of seint," sagði þá hinn. „Ég var sárlasinn í allan gærdag." Pétur hafði keyrt hring eftir hring um miðbæinn og engin bílastæði fundiö. Frúin var orðin bálreið. „Þú ert sá mesti þorskhaus sem ég þekki. Allir abrir hafa fundið bílastæbi, hvers vegna ekki þú?" Magnús gamli var hjá augnlækninum. Læknirinn: Þegar þú borðar egg, skaltu alltaf hafa það vel soöið. Magnús: Það er skrýtið, sérð þú það á augunum í mér? Læknirinn: Nei, ég sé það á jakkanum þínum. Yfirhjúkrunarkonan varaði nýju hjúkrunarnemana við, að þeir mættu alls ekki mæla meb einum lækni fremur en öðr- um. Dag nokkurn heyrði hún sér til skelfingar, að einn neminn svaraði í símann: „Jú, við höfum sex lækna hér, en því miður get ég ekki mælt með neinum þeirra." Pétur litli kom alltaf heim með mjög lakar einkunnir og pabbi hans var öskureiður. „Er það nokkur hlutur sem þú gerir betur en abrir í skólan- um?" „Já, ég er sá eini í bekknum sem getur lesið skriftina mína." A: Hvernig gekk þér með fyrstu máltíðina fyrir nýja eigin- manninn? B: Bara vel, læknirinn segir að hann geti farið aftur að vinna eftir vikutíma. A veitingastaðnum: Þjónninn: Ef þér viljið kvarta við kokkinn verðið þér að bíöa. Hann fór út að borða. Elisabeth Taylor er mikill dýravinur. Uppáhalds dýrið hennar er minkur. Laukurinn saxaður, paprik- an skorin í smábita og tómat- arnir saxaðir gróft. Þetta er lát- ib krauma saman á pönnu, þar til þab er orðið meyrt, þá er þetta sett á buffin um leið og þau eru borin fram. Kartöflur eru bornar meb. i'fóðu/pott/éttu/*' fndóneœiu Fyrir 4 500 gr svínakjöt, skorið í smábita 3 msk. smjör eöa olía 2 púrrur 4 epli 1 rauð paprika 3 dl kjötkraftssoð 2-3 msk. sojasósa Salt og pipar 4 bananar Kjötið er brúnað og púrru- sneiðar látnar brúnast létt með. Litlir eplabitar og papr- ikuhringir settir út í ásamt kjötkraftinum. Sojasósan sett út í og kryddað með salti og pipar. Allt er þetta svo látið krauma saman í ca. 50-60 mín. eða þar til allt er orðið mjúkt. Bananasneibum er svo bætt út í tétt áður en rétturinn er borinn fram. Soðin hrís- grjón og nýtt brauö borið með. Þetta er fljótlegur réttur, ágætis gestaréttur. Tauhettur á sultukrukkur Vinsæl gjöf til þeirra sem ekki hafa getu eða tækifæri til að búa til sultu eða hlaup úr berjum sum- arsins. Við notum smá efnis- bút, í fallegum lit, teikn- um á röngunni hring utan um undirskál eða smá- kökudisk, það fer eftir stærð glerkrukkunnar sem við ætlum að nota. Svo klippum við með sikk-sakk skærum og bindum svo hettuna fasta með basti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.