Tíminn - 14.10.1995, Side 24

Tíminn - 14.10.1995, Side 24
Veöriö (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Su&urland: Vaxandl A átt, allhvass og dálítil rigning þegar libur á dag- inn og yfir nóttina. Hiti 3-7 stig. • Faxaflói og Breibafjörbur: NA gola eöa kaldi og smáskúrir eba slydduél framan af. Vaxandi NA átt sibdegis. NA stinningskaldi eba allhvass og skýj- ab en ab mestu úrkomulaust annab kvöld. Hiti 2-8 stig. • Vestfirbir: A og NA gola eba kaldi og smáél á stöku stab. NA stinnings- kaldi og skýjab en úrkomulítib sibdegis. Hiti 1-5 stig. • Strandir og Norburland vestra og Norburland eystra: A og NA gola eba kaldi og smáél framan af. A stinningskaldi eba allhvass og súld eba slydda þegar líbur á daginn. Hiti 1-6 stig. • Austurland ab Clettingi og Austfirbir: Vaxandi A og SA átt. A hvass- vibri og rigning síbdegis og fram eftir nóttu. Hiti 2-8 stig. • Subausturland: Vaxandi A-átt. A hvassvibri og rigning síbdegis og fram á nóttina. Hiti 4-8 stig. Fiskifélag íslands: Þorsteinn vill 30% niburskurb Lyfju-menn sendu inn umsókn til heilbrigöisráöu- neytis í gaer. Róbert Melax: Einokun hefur leitt til offjárfestingar Ingi Gubjónsson lyfjafræbing- ur sendi í gær inn umsókn um starfsleyfi fyrir Lyfju til heil- brigöisráöuneytis, nýja lyfja- búö sem Ingi hyggst reka ásamt Róbert Melax lyfjafræö- ingi aö Lágmúla 5. „Þetta gerum við þar eð okkur er núiö þessu um nasir, en okk- ur var sagt fyrir ári síðan að ekki væri tekið við umsóknum. Sama var sagt fyrir viku síðan," sagði Róbert Melax í samtali við Tímann í gær. Róbert sagði að viðtal Tímans í gær við Vigfús Guðmundsson í Borgar Apóteki benti til að nú- verandi einokunarkerfi hefði leitt til mikillar offjárfestingar í apótekum. „Vigfús gat ákveðið um síðustu áramót hvort hann tæki við þessu brauði í Reykja- vík eða biði í tíu mánuði og gerði hlutina á eigin forsend- um. Þá var ekki talað um frest- un. Hann hefur verið árum sam- an á lista yfir hæstu skattgreið- endur og fær eitthvert besta brauðið í landinu. Ef hann getur ekki rekið það við eðlilega sam- keppni þá er eitthvað mikið að. Það sýnir hugsanlega offjárfest- ingu sem orðið hefur í apótek- um. Þá þarf að afnema þeta kerfi hiö fyrsta," sagði Róbert. Róbert sagði það rangt sem heilbrigisráðherra hefur sagt að þaö sé sveitarfélags að meta fjar- lægð milli apóteka. Borgin hafi hins vegar yfirlýsta stefnu um að skipta sér ekkert af slíku. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi persónulega tjáð sér þetta. -JBP Bjarni Grímsson fiskimálastjóri segir aö framkomnar tillögur í frumvarpi til fjárlaga 1996 um allt ab 30% niöurskurö til Fiski- félags íslands séu „hálfgert kjafthögg" fyrir starfsemi og framtíb félagsins. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir því að sjávarútvegsráöu- neytið spari allt að 10 milljónir kr. í verktakagreiðslum til Fiskifé- lagsins vegna upplýsingavinnu Þróunarfélag Reykjavíkur skorar á félagsmálarábherra ab veitt verbi lán til endur- bóta á íbúbum til útleigu á umbótasvœbum: Eftirspurn mest í mib- borginni Stjórn Þróunarfélags Reykja- víkur beinir þeirri áskorun til félagsmálaráöherra aö breytt veröi reglugeröum um hús- bréfadeild og húsbréfaviö- skipti þannig aö unnt verbi aö lána til kaupa og meiri háttar endurbóta á íbúbum til al- mennrar útleigu á skilgreind- um umbótasvæöum eins og t.d. í mibborg Reykjavíkur. Kannanir sýna að mest eftir- spurn eftir leiguíbúðum sé í miðborg Reykjavíkur og þá sér- staklega meðal námsfólks. Með því aö nýta betur húsnæðið í miðborginni, sparist dýr fjár- festing s.s. vegir, lagnir og þjón- ustumannvirki í nýjum hverf- um. Breyting atvinnuhúsnæðis í íbúðir sé þjóðhagslega hag- kvæmt verkefni. Við það skapist aukin atvinna fyrir iðnaðar- menn og verömæti fasteigna aukist við endurbyggingu og endurbætur, segir í áskorun Þró- unarfélags Reykjavíkur. -BÞ sem þar er unnin. í bígerð mun einnig vera að bjóöa eitthvað af þeirri vinnu út. A fjárlögum yfir- standandi árs nema þessar greiöslur um 31,2 milljónum króna en á næsta ári er ætlunin að verja 21 milljón króna til þess arna. Fiskimálastjóri vonast til að breyting verði á þessum fyrirætl- unum í meðferð þings og fjárlaga- nefndar. Málið mun væntanlega koma til umræðu á stjórnarfundi félagsins í næstu viku og einnig á Fiskiþingi sem haldið verður dag- ana 21.-23. nóvember nk. -grh Crár fyrir iárnum um ab fornu oa nýju. brá áleik fyrir Ijósmyndara Tímamynd: CS jóhann Vilhjálmsson, einn af abstandendum sýningar á byss- um ab tornu og nyju, brá á leik fyrir Ijósmyndara Tímans í gær. Sýningin fer fram í Laugardalshöllinni um helg- ina og spannar vítt svib. Elsta vopnib er t.d. frá um 1600. jóhann ber á myndinni austurríska Ferlac haglabyssu, sem jafnframt er riffill, M2 vélbyssu, Smith og Wesson og Ruger skammbyssur og Smeichel riffil. Sjá bls. 3 Steingrímur J. Sigfússon formaöur sjávarútvegsnefndar Alþingis: Útilokar ekki fyrirfram skipti á veiöiheimildum Steingrímur J. Sigfússon for- maður sjávarútvegsnefndar Al- þingis teiur aö aukinn vilji Norömanna til aö ganga til samninga vib íslendinga um veiöar í Barentshafi sé m.a. vegna niöurstööu Úthafsveiöi- rábstefnu Sameinuöu þjób- anna og þá kannski ekki síst vegna þess afla sem flotinn hefur fengiö í Smugunni í sumar. Hann segist einnig líta á þetta mál sem beint fram- hald af fýrri útfærslum land- helginnar, þótt meö öbrum hætti sé, þ.e. meb öflun veibi- réttinda á fjarlægum úthaf- smibum. Þótt hann hafi almennt verið lítt hrifinn af því að hleypa er- lendum fiskiskipum inn í ísl. landhelgi, þá vill hann ekki fyr- irfram útiloka skipti á veiði- heimildum fyrr en hann hefur séð þá útfærslu og einnig hvort það sé hluti af einhverjum stærri heildarsamningi um hagstætt samstarf í sjávarútvegi. En hann telur að um umtalsverða mögu- leika geti verið að ræða fyrir framþróun atvinnugreinarinnar í frekari samskiptum t.d. við Rússland. Honum finnst einnig að hugmyndir um sveiflujöfnun milli ólíkra hafsvæða og fiskteg- unda sé nokkuð langsótt. Stein- grímur vekur einnig athygli á því að í þessu sambandi sé verið að ræða skipti á veiðiheimildum á alþjóðlegu hafsvæði og hinsveg- ar veiðum innan ísl. efnahags- lögsögunnar. Formaður sjávarútvegsnefndar segir margt benda til þess að Norðmenn séu að átta sig á því að þeir komast ekki frá þesssari deilu öðruvísi en semja við ís- lendinga um talsverðar og var- anlegar aflaheimildir. Hann telur að hreinn varanlegur kvóti um 15 þúsund tonn sé í neðri mörk- um þess magns sem menn ættu að reyna að ná. Hinsvegar sé það mikil breyting frá því þegar menn voru að ræða lítið sem ekki neitt. Á móti getur það skipt máli ef til viðbótar koma ein- hverjir samstarfsmöguleikar þjóðanna og m.a. kauþ og skipti á veiðiheimildum, þannig ab heildarmöguleikar íslendinga á þessu svæbi sé eitthvaö um 20 þúsund tonn og þar yfir. Hann segir ab það sé töluvert fyrir þab gefandi, miðað við heildaraflann sl. sumar og nú, ef samhliða opnast möguleikar fyrir veiðum á öðrum tegundum og veiðum hvar sem er í Norðurhöfum og m.a. á svonefndu fiskverndunar- svæði Norömanna við Svalbarða og Bjarnarey. *grh Viövörun til veiöimanna: Eins gott aö hafa allt á hreinu Þaö er eins gott fyrir menn ab hafa allt á hreinu og vera meö veibikortiö og byssuleyfib í vasanum þegar fariö verbur á rjúpu á sunnudaginn, aö minnsta kosti benti Þóröur Sigurösson yfirlögregluþjónn í Borgarnesi veiöimönnum á aö þaö væri tryggara þegar Tím- inn ræddi viö hann í gær. Þórður vildi ekkert gefa út á það hvort sérstakt eftirlit yrði á heiðum. „Við klífum ekki fjöll ótilneyddir," sagbi hann, en orðaði þab svo ab eftirliti yrði háttað eftir hendinni. -TÞ, Borgamesi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.