Tíminn - 14.10.1995, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.10.1995, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 14. október 1995 UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . . . * A 31 staö í heiminum áttu sér staö meiriháttar stríösátök áriö 1994: „Gleymdu stríðin" ná sjald- an athygli umheimsins Eitt af„gleymdu stríöunum" hefur aftur náb eyrum fjölmibla ab undanförnu. Hér má sjá libsmenn Taleban-skcerulibasveitanna íAfganistan vib herœfingar daginn ábur en þeir gerbu áhlaup á Kabúl, höfubborg landsins. Reuter London — Reuter Nú hillir e.t.v. undir það að mann- skæðasta stríöi, sem háð hefur ver- ið í Evrópu frá því að seinni heims- styrjöldinni lauk árið 1945, fari að ljúka. Reyndar er ekki hægt að ganga að neinu vísu í Bosníu, en samið hefur verib um nokkur grundvallaratriði um framtíðar- skipulag landsins og í vikunni gekk vopnahlé í gildi milli stjórnarhers- ins og Serba. Hvort sem þetta vopnahlé endist eitthvað og hver svo sem útkoman veröur úr tilraunum til aö koma á friði í Bosníu, þá eru enn háðir tug- ir stríða víðsvegar um heiminn. Mörg hver hafa þau staðið yfir ára- tugum saman, og um mörg þeirra gildir að hvorki fjölmiðlar né ráða- menn í heiminum virðast sýna þeim neina athygli eða áhuga. Þúsundir hermanna hafa látið lífið í landamæradeilum, átökum milli þjóöernishópa og uppreisnar- átökum sem engin leið virðist vera að binda enda á. Mannfaii í röðum hermanna enþó oft á tíðum minna en óbreyttra borgara, sem eru gjör- samlega varnarlausir þegar bæir og borgir verba vettvangur átaka og ökmm og engjum er breytt í jarö- sprengjusvæði. Þar fyrir utan fellur svo ótalinn fjöldi fólks í valinn vegna smitsjúkdóma og hungurs, sem einatt eru fylgifiskar stríös- átaka. Alþjóðastofnun um friöarrann- sóknir, sem hefur bækistöðvar í Stokkhólmi (Stockholm Interna- tional Peace Research Institute), telst svo til ab á 31 stað í heimin- um hafi meiriháttar stríðsátök átt sér stab á árinu 1994, flest þeirra á svæðum þar sem mikil fátækt ríkir. Og em þá ótaldar smærri skærur víða um heim. Svo virðist sem lítill áhugi sé fyrir þeim stríðsátökum sem brjótast út á fátæktarsvæðum heimsins, og mun minni áhersla er lögð á að stilla þar til friðar en t.d. í Austurlöndum nær eöa Júgóslav- íu sem var, þar sem mikill þrýsting- ur hvílir á samninganefndum og ráðamönnum um að finna lausn sem leiöir til friðar. í Afríku geisa stríðsátök nokkuð víða, en þau hafa yfirleitt ekki náð athygli umheimsins fyrr en blóð- baðið er orðið svo gífurlegt að engu tali tekur. í Rúanda, þar sem allt að milljón Tútsar voru drepnir af Hútúum á síðasta ári, em enn átök við landamærin að Saír og Tansaníu. í nágrannaríkinu Búr- úndí eiga uppreisnarmenn Hútúa enn í alvarlegum átökum viö her- inn, sem er aö mestu leyti stjórnað af Tútsum. í Súdan hefur stríð geisað í 12 ár milli stjórnarinnar í Khartoum og uppreisnarmanna í suðurhluta landsins. Svo er helst að sjá sem hvorugur aðili stríðsins sé fær um að berjast til sigurs. Pattstaðan þar er dæmigerð fyrir fjöldann allan af langvarandi stríðsátökum. Hundr- uð þúsunda hafa látið lífið í Súdan, mestan part af völdum smitsjúk- dóma og hungurs. í Líberíu hafa 150.000 manns fallið í uppreisnarátökum, sem nú eru í biöstöðu vegna 13. tilraunar- innar sem gerð er til að ná friðar- samningum. Vopnub átök hafa einnig átt sér stað í Senegal, Níger, Sierra Leone og Malí. Og ennfremur eiga ríkisstjórnir í Alsír, Egyptalandi og Líbíu í blóð- ugum átökum við herskáa músl- íma. Á meðan sovéskir hermenn voru í Afganistan var stríðið þar stööugt í kastljósi fjölmiðla og helstu ráðamenn heimsins létu málið mjög til sín taka. En um leið og sovéski herinn fór þaðan missti umheimurinn áhugann á átökun- um þar, en þau héldu engu að síb- ur áfram. Skæruliöahópar hafa bar- ist sín á milli í Afganistan allt frá því ab stjórninni þar, sem naut stuðnings Sovétríkjanna, var steypt af stóli árið 1992. Einn þess- ara skæruliöahópa, Taleban- her- sveit múslíma, kom fram í dags- Ijósið fyrir ári síðan og nú hefur hann hafið stórfellda árás á höfuð- borgina Kabúl. Á Indlandi eiga stjórnvöld í átökum við aðskilnaðarsinna í Ka- smírhéraöi. 20.000 manns hafa lát- iö lífið í þeim átökum og á stund- um hefur legið nærri að þau sner- ust upp í allsherjarstríð milli Ind- lands og Pakistans. Á Filippseyjum hefur staðiö yfir í 26 ár barátta stjórnvalda gegn upp- reisn kommúnista. Þar hafa músl- ímar í suburhluta landsins einnig barist í 23 ár. Skæruliðar Tamíla á Sri Lanka hafa barist fyrir sjálfstæöu ríki frá 1983. í apríl sl. mfu skæruliðarnir vopnahlé, sem staðið hafði í þrjá mánuði, og hafa bardagar geisað þar síðan. í Kambódíu hefur stjórnarhern- um að mestu leyti tekist að halda Rauðu Khmerunum í skefjum und- anfarið, en virðist þó ekki hafa burði til að ljúka stríöinu fyrir fullt og allt. Og í subausturhluta Burma eru skæruliðar enn að berjast fyrir sjálfstæöi í fjöliunum sem liggja að tælensku landamæmnum, enda þótt þeir hafi þurft að láta töluvert undan síga og verið skammt frá því að bíöa fullan ósigur í baráttu sinni. í austurhérubum Tyrklands hafa Kúrdar barist fyrir sjálfstæði sínu árum saman, og oft komið til harðra bardaga milli þeirra og stjórnarhersins. Stjórnarherinn hefur einnig farið yfir landamærin til íraks til að elta uppi kúrdíska skæmliða með misjöfnum árangri. í Austurlöndum nær ríkir friður að mestu leyti, en aöilar eru þar vopnum hlaðnir og sum ríki þar, eins og íran, em meðal stærstu vopnakaupenda heims. I lýbveldum Sovétríkjanna fyrr- verandi ríkir víða mikil spenna. í Georgíu er fribur eins og 'er, en hann er óstöðugur, og sama gildir um Nagorno-Karabakh, hérað í As- erbajdsjan sem er að mestu byggt Armenum. í Tadsjikistan eiga ís- lamskir uppreisnarmenn í átökum við ríkisstjórnina, sem nýtur stuðnings frá Moskvu. I Suður-Ameríku er fyrst að nefna landamæradeilurnar milli Ekvadors og Perú. Og í Perú hefur skæmliðahreyfingin Skínandi stíg- ur haldið áfram baráttu sinni fyrir byltingu, þrátt fyrir mikla ósigra undanfarið, en þau átök hafa kost- að 30.000 manns lífið. ■ Fribarverblaun Nóbels til kjarn- orkuvopnaandstœbinga: Skilaboð til Frakka Osló, London — Reuter Joseph Rotblat, 86 ára kjarneðl- isfræðingur og baráttumaður gegn kjarnorkuvopnum, og Pug- wash ráðstefnurnar um vísindi og heimsmálin, sem hafa verið haldnar reglulega frá 1957, hljóta friðarverðlaun Nóbels þetta árið. Rotblat er breskur ríkisborgari, fæddur í Póllandi, og var einn þeirra vísindamanna sem tóku þátt í að þróa og smíða fyrstu kjamorkusprengjuna í Bandaríkj- unum. Hann var einn helsti hvatamaðurinn að Pugwash ráð- stefnunum og er nú formaður þeirra. Pugwash ráðstefnurnar hafa starfað að mestu leyti á bak við tjöldin og hafa haft töluverð áhrif í þá átt að halda kjarnorku- vígbúnaði í skefjum. Rotblat sagðist vona að úthlut- unin sé skilaboð til bæði Frakka og Kínverja, sem enn stunda kjarnorkuvopnatilraunir. ■ Qfverfafi werjajunaur með borgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur fund með íbúum Lauganes- Lækja- Teiga- Langholts- Sunda- og Vogahverfis ásamt Skeifunni í Langholtsskóla mánudaginn 16. október kl. 20.00 Á fundinum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundar- manna og embættismanna borgarinnar. Jafnframt verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu efni. Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra. Átak í söfnun dagblaða, tímarita og annars prentefnis til endurvinnslu er hafið á höfuöborgarsvæöinu. Söfnunargámar eru víösvegar og vel merktir. . - í Efra- og Neðra-Breiðholti verða fleiri söfnunargámar en í öðrum hverfum. Hverjum gámi í Breiðholtshverfunum tveimur er ætlað að taka við dagblöðum, tímaritum og öðru prentefni frá um 250 heimilum, en annars staöar eru því sem næst 1800 heimili um hvern gám, enda eru þeir gámar mun stærri. PAPPIR endurtekið efni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.