Tíminn - 14.10.1995, Blaðsíða 19

Tíminn - 14.10.1995, Blaðsíða 19
Laugardagur 14. október 1995 ðÍHtítttf 19 blessunar á eilífðarbrautum. Eiginkonu, börnum og ást- vinum öllum sendum við innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja þau og vernda í sorg þeirra. Guð blessi minningu mæts manns. Guðríður Eiríksdóttir, formaður sóknamefhdar Ak- ureyrarkirkju Þórhallur Höskuldsson, vinur og bekkjarbróðir, er látinn langt um aldur fram. Ég sá hann fyrst haustiö 1958 í þriðja bekk Menntaskólans á Akureyri. Hann var bráð- þroska og hærri en flestir bekkjarbræðurnir og prúð- mannleg framganga hans vakti athygli. Leiðir okkar lágu saman þegar við fórum að stíga í vænginn við verð- andi eiginkonur okkar og bekkjarsystur, sem báðar eru frá Siglufirði. Við nánari kynni skildist fljótt hvílíkur mannkostamaður bjó í þess- um bekkjarbróður okkar. Undir alvörugefnu og hlé- drægu yfirborðinu leyndist gamansamur, glettinn og góð- ur félagi. Hann var unnandi góðra lista, og var sjálfur mjög liðtækur á því sviði. Engum hef ég kynnst sem hafði list samræðunnar í jafn ríkum mæli á valdi sínu. Þar kom margt til. Hann hafði innsýn í fjölda málaflokka á sviði þjóðmálaumræðunnar og næman skilning á öllu er laut að mannlegum gildum og velferð. Oft tókst Þórhalli ab sjá spaugilegar hliðar á hinum alvarlegustu málum og alltaf tók hann að sér að verja málstað þess sem á ein- hvern hátt stóð höllum fæti eba átti undir högg að sækja. Þegar okkar gamli skóla- meistari kvaddi okkur á sín- um tíma, þá talaði hann um hina mörgu möguleika æsk- unnar og vanda valsins. Öll stóðum við á vissum vega- mótum og vegir lágu til ým- issa átta um óræða stigu. Ég held að Þórhallur hafi átt til- tölulega létt með valið. Hann hóf nám í guðfræði í Háskóla íslands haustið eftir stúdents- próf og undi sér þar vel. Hann sat um tíma í stúdentaráði og tók virkan þátt í félagsstarfi innan Háskólans. Að nárni loknu vígðist hann til Möðru- vallasóknar, haustið 1968. Samhliða fjölþættum embætt- isstörfum stundaði hann kennslu og deildi á sinn hátt í gegnum þau kjörum sóknar- barna sinna. Hann var skipað- ur sóknarprestur á Akureyri 1982. Á umliðnum árum hefur hann sinnt fjölda trúnaðar- starfa innan Þjóðkirkjunnar og meðal annars setið í starfs- kjaranefnd presta, kirkjueign- arnefnd og í stjórn Prestafé- lags íslands, svo fátt eitt sé talið. Sérstaklega voru honum hugleikin eignarréttarmál Þjóökirkjunnar og tengsl ríkis og kirkju. Þó að þessi störf væru fyrirferðarmikil, sinnti hann |dó sóknarbörnum sín- um af sérstakri alúð. Sóknar- börnin leituðu til hans með DAGBÓK Námskeið í tréskurði er kl. 15.30. Handavinnustofan er opin allan dag- inn. Lauqardaqur 14 október 287. dagur ársins - 78 dagar eftir. 41. vika Sólris kl. 08.13 sólarlag kl. 18.13 Dagurinn styttist um 7 mínutur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Brids, tvímenningur, í Risinu kl. 13 og félagsvist kl. 14 sunnudag. Dansað í Goðheimum kl. 20. Lögfræðingurinn er til viðtals fyrir félagsmenn á þriðjudag. Panta þarf viðtal í s. 5528812. Leikfimi í Víkingsheimilinu mánud. og fimmtud. kl. 11.50. Handavinnunámskeið byrjar á þriðjudag kl. 10 í Risinu. Söngvaka mánudag kl. 20.30 í Ris- inu. Stjórnandi er Steinunn Finn- bogadóttir og undirleik annast Sigur- björg Hólmgrímsdóttir. Hana-nú, Kópavogi Vikuleg Iaugardagsganga Hana-nú í Kópavogi er í dag, kl. 10 f.h. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8. Ný- lagað molakaffi. Húnvetningafélagib í Reykjavík er með sína árlegu kaffisölu í Húna- búð sunnudaginn 15. október kl. 15. Velunnarar hvattir til að mæta. Gjábakki, Fannborg 8 Á mánudaginn er námskeið í kera- mik kl. 09.30, enska 1 er kl. 13.30. Lomberinn verður spilaður kl. 13. Rabganga Útivistar 1995: Forn frægðarsetur — Bessastaðir Bessastabir verða heimsóttir sunnudaginn 15. októ.ber í ferðaröð- inni „Forn frægðarsetur", sem Útivist stendur fyrir. Farib verður með lang- ferðabifreið frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30 suður á Bessastaði. Þar mun Einar Laxness sagnfræðingur stikla á stóru um sögu Bessastaða og Guð- mundur Ólafsson fornleifafræðingur greina frá fornleifarannsóknum á staðnum. Að því loknu geta þátttak- endur valib um að fara með lang- ferðabifreiðinni til baka eða ganga gömlu alfaraleiðina frá Bessastöðum yfir Garðahraun, meb Arnarnesvík og yfir Arnarneshæð að þingstaðnum í Kópavogi og fara meb langferðabif- reiðinni þaðan eða í þriðja lagi, ef gott sjóveður og aðrar aðstæður leyfa, ganga niður á Skansinn og láta ferja sig yfir Skerjafjörð að Austurvör í gamla Skildinganeslandinu og ganga þaðan. Göngufólk fær sérstimpluð göngukort sem viðurkenningu fyrir þátttöku. Sýning í Deiglunni á Akureyri: Karlar gegn ofbeldi I dag, laugardag, verður sýningin „Karlar gegn ofbeldi" opnub í Deigl- unni, Akureyri. Á sýningunni eru myndir úr samkeppni Félags íslenskra teiknara, sem haldin var í samvinnu við Karlanefnd Jafnréttisráðs. Mynd- irnar voru til sýnis í Ráðhúsi Reykja- víkur í september, en þá var jafn- framt átaksvika karla gegn ofbeldi. Jafnréttisnefnd Akureyrar styrkir sýn- inguna. Hún er opin daglega frá 14 til 18. Atkvöld Taflfélagsins Hellis Taflfélagib Hellir stendur fyrir sínu öðru atkvöldi mánudaginn 16. októ- ber n.k. Tefldar verba 6 umferðir eftir Monrad-kerfi. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir og svo 3 atskákir, en ótrúlegustu mál og hann greiddi götu þeirra eins og hann best gat. Þegar við hjón- in heimsóttum Steinu og Þór- hall urðum við áþreifanlega vör við þann mikla eril sem fylgdi störfum hans. Síminn þagnaði ekki fyrr en um mið- nætti og hann fór á fætur eld- snemma til þess að vinna að ræðum sínum. Enda ímynda ég mér að friður til slíkra starfa hafi ekki gefist í annan tíma. Þó að friður samveru- stundanna væri ekki mikill, voru þau Þórhallur og Þóra Steinunn miklir höfðingjar heim að sækja og höfðu ein- stakt lag á að Iáta viðmælend- um sínum líða vel í návist sinni. Við settumst að hvor í sínum landsfjórðungi, en nýttum þau færi sem gáfust til heimsókna. Samverustundirn- ar voru samt of fáar og of stuttar. Þegar við útskrifuðumst úr Menntaskólanum á Akureyri 1962, fannst okkur sem allir vegir væru opnir og greiðfær- ir. Nú er vegurinn aðeins einn, en hann hlýtur að vera greibfær fyrir þjón Drottins sem þjónað hefur herra sín- um af trúmennsku. Söknubur- inn er sár. Það verður niður- lútur og hnípinn hópur sem fylgir bekkjarbróður, vini og félaga til grafar á mánudag- inn. Kæra Þóra Steinunn og börn. Við hjónin flytjum ykk- ur innilegustu samúbarkveðj- ur. Þið hafið misst mest. Megi góður Guð styrkja ykkur. Sveinn Þórarinsson þannig Iýkur mótinu á einu kvöldi. Teflt verður með hinum nýju Fi- scher/FIDE klukkum, en Hellir er eina taflfélag landsins sem býður upp á þessar vinsælu klukkur. Hellir stóð einnig fyrir atkvöldi 18. september s.l. og tóku þá alls 39 þátt í mótinu. Þátttökugjald eru kr. 200 fyrir fé- lagsmenn, en kr. 300 fyrir aðra. Ung- lingar fá 50% afslátt. Teflt verður í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi og hefst taflið kl. 20. Mótið er öllum opib. Valgerður Andrésdóttir. Tónleikar í Hafnarborg Valgerður Andrésdóttir spilar á tónleikum í Hafnarborg, Hafnarfirði, miðvikudaginn 18. okt. n.k. kl. 20. Á efnisskrá eru verk eftir Jórunni Viðar, Mozart, Debussy, Chopin og Liszt. Hún er nýbúin að spila á tónleikum á Akureyri og er á leið út til að spila þessa sömu efnisskrá á tónleikum í Kaupmannahöfn og á áskriftartón- leikum Kammermúsíkklúbbsins í Uppsölum í Svíþjóð. Valgerður tók einleikarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1985 og hélt síban utan til Berlínar í Þýskalandi til frekara náms. Hún út- skrifaðist frá Tónlistarháskólanum í Berlín árib 1992 og hefur síban búið í Kaupmannahöfn. Valgerbur hefur haldið allnokkra tónleika hér á landi og erlendis. Verb aðgöngumiöa er kr. 800,- og hefjast tónleikarnir sem fýrr segir kl. 20. Fréttir í vlkulok Fjárlagafrumvarpib 1996 kynnt Friðrik Sophusson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið í síðustu viku. Reiknað er með ab hallinn á ríkissjóði verði 3,8 milljarðar, eða sá minnsti í 12 ár ef fjárlögin ná fram að ganga. Fjármálaráðherra segir brýna nauðsyn að snúa afkomu ríkissjóðs, það gangi ekki lengur ab senda börnum og barna- börnum reikninginn. Framlög til heilbrigðismála hafa verið harölega gagnrýnd af stjórnarandstæbingum svo sem innrit- unargjöld. Borgaryfirvöld boba abgerbir gegn mibbæjar- vandamálinu Hækkun sjálfræðisaldurs og breyting á opnunartíma veitinga- húsa eru meðal þeirra tillagna sem borgarráð hefur viðrað til ab bæta ástandið í miðbænum um helgar. Þar safnast um helgar þúsundir ungmenna saman. Mál trillukarla endurskobub Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segist ætla að endur- skoða fiskveiðistjórnun smábáta. Trillukarlar eru mjög óánægðir með sinn hlut. Ekki grundvöllur til ab segja kjarasamningum upp Formaður ASÍ, Benedikt Davíðsson, telur að ekki séu forsend- ur fyrir því að segja upp kjarasamningum, en þeir koma til endurksoðunar í nóvember. Verðbólga sé innan þeirra marka sem samið var um og óánægja með kauphækkanir ákveðinna launahópa sé ekki forsenda fyrir uppsögn. Búvörusamningurinn samþykktur Aukabúnaðarþing samþykkti búvörusamninginn fyrir hönd bænda og á nú Alþingi aðeins eftir ab samþykkja hann til ab hann verði að lögum. Skiptar skoðanir eru um hvort vandi sauöfjárbænda Ieysist með samningnum en birgðir af lamba- kjöti nema 2.200 tonnum. Starfi Sjömannanefndar lokib? Miðstjórn Alþýðusambandsins lítur þannig á ab starfi Sjö- mannanefndar sé lokib og trúnaðarbrestur hafi átt sér stab þar sem enginn aðili frá ASÍ kom ab gerð nýja búvörusamn- ingsins. Formabur Bændasamtakanna harmar þessi viðbrögö en segir einkum við stjórnvöld að sakast. Tvö banaslys - Tveir fórust í bílslysum í vikunni, báðir í árekstri. Annað slys- ið varð við Gunnarshólma en hitt varð í Reykjavík. Rjúpnavertíb ab hefjast Útlit er fyrir gott veiðiár í rjúpunni, en vertíðin hefst á morg- un, 15. október. Alls eru áætlaðir um 1.000.000 fuglar í stófn- inum. Stórt fíkniefnamál Eitt kíló af amfetamíni og tvö kíló af hassi fundust á Keflavík- urflugvelli í vikunni. Áætlað söluverð er 20 milljónir króna. Arnþrúður Karlsdóttir varaþingmabur hefur flutt þingsálykt- unartillögu þar sem farið er fram á harðari viðurlög gegn fíkniefnabrotum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.