Tíminn - 14.10.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.10.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 14. október 1995 7 Frá vinnunni viö samningagerb í Petrapavlovsk fyrir nokkrum dögum. Gubbrandur Sigurbsson og Benedikt Sveinsson vib kaffiborbib. ráðnir til stjórnunarstarfa á Kamtsjatka. Strax í fyrrakvöld var síminn farinn aö hringja hjá ÍS og menn farnir að spyrjast fyrir. Tíminn til stefnu er naumur, vertíð er að hefjast í desember og þá þarf allt að vera til reiðu. Af þess- um 30 verða um 20 til sjós en þar fer öll vinnsla aflans fram á fjórum móðurskipum, 19 þúsund tonna skipum með sérgreinda vinnslu á þrem vinnsluþilförum. Þrír til fjórir ísfisktogarar sjá hverju móð- urskipi fyrir hráefni, auk þess sem tveir nútímalegir vest- rænir frystitogarar eru að veiðum og fjórir rússneskir. „Við veröum núna að hafa hraðar hendur að ná saman harðsnúnu liði fagmanna — víkingasveit eins og við köll- um það. Við leggjum mikið upp úr því að þjálfa þann mannskap saman sem eina heild. Þeir eru að fara í erfitt verk, og það verður að undir- búa þá eins vel og hægt er," sagði Guðbrandur. Bætir stöbu ÍS á al- þjóba fiskmarkabi Guðbrandur sagði að hann hefði ekki áhyggjur af sölu- hliðinni. Ekki heldur af vaxt- arverkjum í kjölfar 30% veltu- aukningar, úr 15 milljörðum í 19 á einu ári. „Fyrir íslenskar sjávarafurðir þýðir þetta sem sölufyrirtæki að við gerum okkur meira gildandi framboðsaðila á al- þjóðlegum fiskmarkaði með bolfisk. Við verðum með víð- ara framboð en áður, meðal annars með þær bolfiskteg- undir sem mest eru seldar í heiminum. Á síðustu þrem ár- um höfum viö bætt við okkur lýsing sem er veiddur við Benjamin Wiikining rábgjafi frá McKensey vann mikib ab samn- ingagerbinni meb ÍS. Þórbur Gunnarsson iögfrœbingur var stob og stytta ÍS-manna í Kamtsjatka á dögunum. Hér renn- ir hann augum yfir skjölin. Namibíu og núna Alaskaufs- anum í Kyrrahafi, en sá fiskur er um helmingur alls bolfisk- afla heimsins. Þannig verðum við meira gildandi framboðs- aðili á heimsmarkaði," sagði Guðbrandur Sigurðsson að lokum. -JBP Rússneskir sjómenn og skipverjar á einu afskipum þeim sem ÍS mun nú annast rekstur á. Foreldrar unglinga í sérkennslu vekja athygli á vanda barna sinna eftir aö þau Ijúka grunnskóla: Eiga hvorki kost á vinnu né námi Nemendur sem þurfa á mik- illi sérkennslu að halda í grunnskóla eiga fárra kosta völ þegar honum lýkur. í vor ljúka 48 nemendur, sem þannig er ástatt um, grunn- skólaprófi í Reykjavík og 10 til viðbótar ljúka grunnskól- anum án þess að taka grunn- skólapróf. Eini skólinn í borginni sem sinnir þessum hópi er Iðnskólinn sem tekur við 12 nemendum á ári. Liðlega 50 foreldrar grunn- skólabarna í sérkennslu hittust á fundi í Reykjavík í vikunni. Foreldrarnir hafa myndað þrýstihóp til að vekja athygli á vanda þessara nemenda og þrýsta á um úrbætur. Óskar Elfar Guðbjartsson er eitt þessara foreldra. Óskar El- far segir að foreldrarnir líti svo á að börnin þeirra eigi rétt á framhaldsnámi eftir grunn- skóla eins og aðrir. Þau hafi hins vegar um fáa kosti að velja. „Ástandið er reyndar betra víða á landsbyggðinni en í Reykjavík. Það er ákveðin upp- hæð ætluð til sérkennslu á framhaldsskólastigi á hverju ári. Skólar víða um land hafa sótt um styrki úr þessum sjóð en minnst í Reykjavík. Iðnskól- inn er eini skólinn í Reykjavík sem hefur sinnt þessum hópi með því að taka tólf krakka í þriggja anna starfsnám á hverju ári. Það annar auðvitað engan veginn þörfinni." Öskar Elfar segir að í mörg- um tilfellum séu krakkarnir að- gerðalausir heima hjá foreldr- um sínum eftir að grunnskól- anum lýkur. Þau eigi ekki kost á aö halda áfram námi en fái heldur ekki vinnu. Samt eigi þau ekki rétt á atvinnuleysis- bótum. Það sé því brýn þörf á nýjum úrræöum fyrir þennan hóp. Foreldrarnir gengu nýlega á fund menntamálaráðherra og gerðu honum grein fyrir vand- anum. Óskár Elfar segir ráð- herra hafa sýnt máli þeirra skilning. Hann hafi sagst taka á þessum vanda í nýju fram- haldsskólafrumvarpi sem for- eldrarnir hafi þó ekki séö. Einnig hafi hann hækkaö fjár- hæðina sem ætluð sé til sér- kennslu á framhaldsskólastigi úr 32 milljónum á þessu ári í 60 milljónir skv. fjárlagafrum- varpinu fyrir næsta ár. Óskar Elfar ítrekar þó að ekki sé nægilegt að útvega fé ef skólarnir, þá sérstaklega í Reykjavík, vilji ekki taka við nemendunum. Nauðsynlegt sé að skipuleggja sérstakar brautir fyrir þennan hóp sem byggi fyrst og fremst á verklegu starfsnámi. Nýju samtökin verða meö innlegg á opnum málfundi í Norræna húsinu nk. sunnu- dag. Yfirskrift fundarins er „Vantar nýjar „dyr" að skóla- kerfi okkar? Er „opinn skóli" - „lýðskóli" lausnin? Málfundur- inn er haldin af nefnd á veg- um Norræna hússins sem'vill stuðla að umræðu um hvort þörf sé fyrir einn valkost í við- bót í íslenska skólakerfið. -GBK Sameining sex sveitarfélaga á Vestfjöröum fyrir dóm kjósenda eftir mánuö. Þorsteinn jóhannesson, formaöur samstarfsnefndarinnar: Um framtíðarlíf svæðisins að tefla íbúar sex sveitarfélaga á Vest- fjörðum, þar sem búa 4.850 manns, munu leggja dóm sinn á sameiningu byggöar- laganna í eitt stjórnsýslu- svæöi þann 10. nóvember næstkomandi. Þetta eru ísa- fjöröur, Þingeyri, Flateyri, Suöureyri, Mosvallahreppur og Mýrahreppur. Hugmyndin mætir ekki verulegu andófi, nema helst bæjarfulltrúa Al- þýöuflokksins á ísafiröi, Sig- urðar Ólafssonar, formanns Sjómannafélagsins. „Við í samstarfsnefndinni er- um örugglega öll á einu máli um að eigi byggðin sér ein- hverja framtíð, þá erum við að horfa til næstu tíu til fimmtán ára, þá verbur það gert svona, „ sagði Þorsteinn Jóhannessona formaður samstarfsnefndarinn- ar í gær. Þorsteinn segir að hann von- ist-til að þegar kosiö verður muni allir skilja mikilvægi sam- einingarinnar. Því sé ekki að leyna að úrtöluraddir séu nokkrar og þær láti hátt. Þar er einkum um að ræða Sigurð Ól- afsson bæjarfulltrúa krata á ísa- firði og flokksbróður hans, Guömund Sigurösson á Flat- eyri. Heildarskuldir sveitarfélag- anna sex um síðustu áramót voru rétt um 11,5 milljarðar króna. Það þýðir skuld upp á 305 þúsund krónur á hvern íbúa svæbisins. Reikna má með um 140 til 170 milljón króna framlagi úr Jöfnunarsjóði sveit- arfélaga við sameingu, sem kæmi til með aö lækka skuldina í 276 þúsund krónur á hvert mannsbarn í nýja sveitarfélag- inu. Til viðmiðunar má benda á að sama tala á ísafirði var 261 þúsund krónur á hvern íbúa. Þorsteinn segir það enga spurningu að sameiningin mundi leiða til mikillar hag- ræðingar fyrir alla. „Við kom- um til meb að taka tekjurnar í einn pott, þær aukast ekki tekj- urnar, en skuldirnar aukast heldur ekki við sameininguna. En það er áreiðanlegt að þegar til er orðið eitt sveitarfélag með eignir bak við sig sem stendur bak við skuldirnar þá gefst færi á að skuldbreyta og fá hag- kvæmari lán en nú fást. Hér er um að ræða framtíðarlíf svæðis- ins að ræða," sagöi Þorsteinn. Þorsteinn segir að það sé Iífs- hagsmunamál að íbúar svæðis- ins starfi saman, sporni gegn fólksfækkun og leysi verkefnin á sem hagkvæmastan hátt. Fólksflótti af svæbinu gæti haft afdrifarík áhrif um svæðið allt, ekki síst ísafjörö, sem byggir mikið á þjónustu við nágranna sína. Samkvæmt lögum þarf aðeins eitt sveitarfélag að leggjast gegn sameiningu til að málið detti upp fyrir. Félagsmálaráðherra mun hins vegar hyggja að reglugerbarbreytingum þannig að ef tveir þriðju hlutar sveitar- félaganna segja já, þá geti þau sveitarfélög sameinast, en hin detti þá upp fyrir. Vill sjá hvab er í pokanum „Ég var sá eini af 36 sveitar- stjórnarmönnum á fundi í Holti í Önundarfirði sem hreyfði andmælum. Ég hef aldrei sagst vera andvígur sameiningu og kannski er ég mesti sameiningarsinninn þegar öllu er á botninn hvolft. Ég er andvígur aðferð- inni og andvígur því sem sveitarstjórnarmaður að vita ekki hvab er í pokanum. Við í bæjarstjórn getum ekki bund- ið hendur komandi bæjar- stjórna á þennan hátt," sagði Sigurður Ólafsson í samtali við Tímann í gær. Sigurbur bendir á að spurn- ing vakni til daemis um þjón- ustustigið. Á ísafirði sé til dæmis hvert snjókorn mokað af götum. í öðru sveitarfélagi í nágrenninu hafi menn ekki efni á að láta moka göturnar. Sigurður segir að í sameinuðu sveitarfélagi sé hætta á ab þjónustan skerðist þar sem hún er best. Eða að jaðar- byggðir byggðarlagsins fái meiri þjónustu en áður. „Betra væri ab bíða með sameiningu, annmarkar hennar eru of margir. Þab lof- ar nú ekki sérlega góðu með þau sveitarfélög sem hafa þeg- ar sameinast, til dæmis í Vest- urbyggð sem hefur fengið að- vörun frá félagsmálaráðu- neyti," sagði Sigurður. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.