Tíminn - 14.10.1995, Blaðsíða 18

Tíminn - 14.10.1995, Blaðsíða 18
18 SÍMKÍtfVI Laugardagur 14. október 1995 Framsóknarflokkurínn Kópavogur Bæjarmálafundur verður haldinn að Digranesvegi 12, mánudaginn 16. okt. kl. 20.30. Á dagskrá verða skólamál. Stjórn bœjarmálarábs Kjördæmisþing framsóknar- manna á Suöurlandi verður haldið á Hvolsvelli 4. nóvember n.k. og hefst kl. 10.30. Nánar auglýst síðar. Stjórn KFS Siv Hjálmar verður haldinn í sal félagsins aö Háholti 14, laugardaginn 14. október kl. 16.00. Fundarefni: Venjuleg aöalfundarstörf, þar meö talið kjör fulltrúa á kjördæmisþing framsóknar- manna á Reykjanesi og önnur mál. Aö aöalfundi loknum veröur gert hlé til skrafs og vibræöna og kl. 19.30 hefst kvöldverður. Cestir fundarins verba Siv Friðleifsdóttir og Hjálmar Árnason alþingismenn. Fólki, sem ekki hefur tök á ab mæta til aðalfundar, er bent á að þab er velkomiö meb gesti sína í hlé eftir abalfund og siðan til kvöldverðarins. Vinsamlega hafib samband vegna pantana í kvöldverbarhófib við Gylfa Cubjóns- son, vs. 892-0042, hs. 566- 6442, og Sigurð Skarphéðinsson, vs. 566-7217 og hs. 566-6322. Hafið samband fyrir föstudagskvöld. • Stjórnin Létt spjall á laugar- degi létt spjall með Sigrúnu Magnúsdóttur borgarfulltrúa verbur haldib laugardaginn 14. október kl. 10.30 í fund- arsal Framsóknarflokksins að Hafnarstræti 20, 3. hæb. Fulltrúaráb framsóknarfélaganna í Reykjavík Afmælishátíð — Hálfrar aldar afmæli verbur haldinn mánudaginn 16. október kl. 20.30 ab Melabraut 5. Páll Pétursson félagsmálaráðherra verður sérstakur gestur fundarins. Ávörp flytja alþingismennirnir Siv Fribleifsdóttir, Hjálmar Árnason og Páll Pétursson félagsmálarábherra. Stjórnin Fjölmennum á 7. landsþing LFK, sem haldib verður dagana 20.-22. október n.k. að Auöbrekku 25 (í sal Lionsmanna í Kópavogi). Athugib breyttan fundarstab. Landssamband framsóknarkvenna Aöalfundur Framsóknar- félags Kjósarsýslu Sigrún Félag framsóknarkvenna í Reykjavík held- ur kvöldverbarhóf þann 20. október n.k. í Borgartúni 6, kl. 20.00. Ávarp: Sigríbur Hjartar, formabur FFK. Einsöngur: Jóna Fanney Svavarsdóttir, undirleikari Lára Rafnsdóttir. Hátíðarræba: Halldór Ásgrímsson, for- maður Framsóknarflokksins. Horft um öxl: Sagan í tali og tónum. Þátttökutilkynningar berist á flokksskrif- stofuna f síma 562-4480 eigi síbar en mib- vikudaginn 18. október. Stjórn FFK Halldór $jv Páll Hjálmar Aöalfundur Framsóknar- félags Seltjarnarness Kristjana Ingibjörg Valgerbur Siv Framsóknarkonur Framsóknarvist Framsóknarvist verbur haldin sunnudaginn 15. 10. 1995 kl. 14.00 ab Hótel Lind. Veitt verba verblaun karla og kvenna. Gestur fundarins verbur Alfreb Þorsteinsson borgarfulltrúi. Stjórn FR Sigrföur Alfreb Þórhallur Höskuldsson sóknarprestur á Akureyri Sr. Þórhallur Höskuldsson fœdd- ist í Skriðu í Hörsárdal 16. nóv- ember 1942. Hann lést 7. októ- ber sl. Faðir hans var Höskuldur Magnússon, bóndi og kennari í Skriðu í Hörgárdal, f. 8. október 1906, d. 27. janúar 1944. Eftir- lifandi tnóðir hans og stjúpfaðir eru Björg Steindórsdóttir, f. 21. október 1912, og Kristján Sœ- valdsson, f. 24. apríl 1913. Systir sr. Þórhalls er Hulda Kristjánsdóttir hjúkrunarfrœð- ingur, f. 11. ágúst 1950, gift Gesti Jónssyni bankastarfs- manni og eiga J>au þrjá syni, Kristján, Jón Asgeir og Arna Bjöm. Þann 26. september 1962 kvæntist sr. Þórhallur Þóru Steinunni Gísladóttur sérkenn- ara, f. 1. desember 1941, en þau voni samstiidentar frá M.A. 1962. Börn þeirra eru Björg, hjúkrunarfrœðingur og lektor við Háskólann á Akureyri, f. 27. nóvember 1964, Höskuldur Þór, nemi, f. 8. tnaí 1973, og Anna Kristín, f. 26. júní 1983. Stjúp- sonur sr. Þórhalls er Gísli Sigur- jón Jónsson vélstjóri, f. 9. júlí 1958. Unnusta Höskuldar Þórs er Þórey Árnadóttir, f. 29. maí 1975. Sonur Gísla Sigurjóns er Bjartti Þór, f. 18. apríl 1980. Sr. Þórhallur nam guðfrceði við Háskóla íslands 1962-1968 og uppeldisfrœði við sama skóla 1966- 1967. Hann fór í kynnis- ferð til Cotnm. de Taizé í Frakk- landi 1967. Hann sótti endur- menntunamámskeið við Óslóar- háskóla 1988. Árið 1990 dvaldi hann í Noregi þar setn hann vann að rannsóknarverkefni um tengsl ríkis og kirkju á Norður- löndum. Þar kynnti hann sér jafnframt safnaðarstarf og safh- aðaruppbyggingu norsku kirkj- unnar. Þann 17. nóvember 1968 vígðist sr. Þórhallur til Móðm- vallaklaustursprestakalls í Hörg- árdal og var sóknarprestur þar til 1. júlí 1982. Þann 15. júní 1982 var sr. Þórhallur kjörinn sóknarprestur í Akureyrarpresta- kalli þar sem hann þjónaði til dauðadags, en sóknarkirkjur hans þar voru Akureyrarkirkja og Miðgarðakirkja í Grítnsey. Samhliða prestsstarfi á Möðruvöllum stundaði sr. Þór- hallur búskap og ae síðan á Ak- ureyri í félagi við stjúpföður sinn. Sr. Þórhallur kenndi samhliða prestsstarfi sínu um lengri og skemmri tíma við Grunnskóla Arnarneshrepps, þar sem hann var skólastjóri um tíma, Þela- merkurskóla, Barnaskóla Akur- eyrar, Oddeyrarskóla, Gagn- frœðaskóla Akureyrar, Iðnskól- ann á Akureyri og Háskólann á Akureyri. Sr. Þórhallur gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir þjóðkirkj- una. Hann sat í Æskulýðsnefnd Þjóðkirkjunnar 1969-1975; í stjóm Æskulýðssambands kirkj- unnar í Hólastifti 1971-1985; í starfsháttanefhd Þjóðkirkjunnar 1974-1978; í stjóm Prestafélags íslands 1980-1986; í starfs- kjaranefnd presta, skipaðri af kirkjumálaráðherra, frá 1981- 1986; í kirkjueignanefnd, skip- aðri af kirkjumálaráðherra, frá t MINNING 1981 og formaður viðrœðu- nefndar kirkjunnar við ríkið frá 1992 um sömu málefhi. Hann sat í héraðsnefnd Eyjafjarðar- prófastsdœmis frá 1986. Einnig sat hann í stjórn Kirkjumið- stöðvarinnar við Vestmanns- vatn frá upphafi. Hann var kirkjuþingsmaður frá 1986 og sat ávallt í löggjafarnefnd Kirkjuþings og oft sem formaður hennar. Þá var hann í milli- þinganefnd Kirkjuþings er fjall- aði um tillögur um Þjóðmálaráð þjóðkirkjunnar. Sr. Þórhallur beitti sér fyrir stofnun Þjóð- málanefndar kirkjunnar 1989, var formaður hennar ce síðan og stjórnaði mörgum ráðstefnum og fundum á vegum nefndarinn- ar. Hann var nýlega skipaður Kirkjuráðsmaður eftir að hafa verið varamaður í Kirkjuráði jtá 1986. Hann átti saeti í starfs- hópi, sem skipaður var affélags- málaráðherra nýverið, til að fjalla um greiðsluvanda heimil- anna, tilnefndur af Biskupi ís- lands sem fulltrúi þjóðkirkjunn- ar. Sr. Þórhallur var hvatamaðúr að stofnun Miðstöðvar fólks í atvinnuleit á Akureyri og Lög- mannavaktar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, er veitti ókeypis lögfrœðiráðgjöf fyrir almenning. Sr. Þórhallur gegndi jafnframt fjölmörgum félagsstörfum. Hann sat í stúdentaráði Há- skóla íslands 1963- 1964; í fraeðsluráði Norðurlands eystra 1974-1982; í þjóðhátíðamefnd Eyjafjarðarsýslu 1974; í skóla- nefnd Arnarneshrepps 1974- 1982; í bamavemdamefhd Am- arneshrepps 1974-1982, for- maður 1978-1982. Hann átti saeti í stjóm SÁÁN 1989-1995 og sat í stjórn Sorgarsamtak- anna á Akureyri frá stofnun þeirra 1989. Eftir sr. Þórhall liggur fjöldi greina í blöðum og tímaritum. Hann flutti erindi og fýrirlestra jafnt í fjölmiðlum og á ráðstefh- um baeði hér á landi og erlendis, iðulega sem fulltrúi íslensku þjóðkirkjunnar, m.a. á merkri ráðstefhu um skipulag kirkjunn- ar á Norðurlöndum, haldinhi í Turku 1992. Hann sat í rit- stjóm Æskulýðsblaðsins í nokk- ur ár, Tíðinda Prestafélags hins foma Hólastiftis 1971, 1975 og 1979 og Safnaðarblaðs Akureyr- arkirkju frá 1984. Jafnframt var hann hvatamaður að útgáfu á roeðum og ritum Þórarins Björnssonar skólameistara og sat í ritnefnd er annaðist útgáfu bókarinnar „Rcetur og vcengir" 1992. Sr. Þórhallur stóð fyrir út- gáfu rita um efni málþinga sem haldin voru á vegum Þjóðmála- nefndar kirkjunnar, en þau komu út undir heitinu „Staða fjölskyldu og heimilis í íslensku þjóðlífi" 1993 og „Berið hvers annars byrðar: Um málefni at- vinnulausra" 1994. Útfór sr. Þórhalls fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 16. október og hefst hún kl. 13.30. Kveöja frá sóknarnefnd Akureyrarkirkju Aö morgni laugardagsins 7. október bárust þau sorgartíð- indi aö séra Þórhallur Hösk- uldsson hefði látist snögglega þá um nóttina. Þessi tíðindi settu hrímkaldan haustsvip á líf og tilveru okkar sem með honum störfuðum, komu sem reiðarslag sem enginn vildi trúa. Séra Þórhallur var kosinn sóknarprestur við Akureyrar- kirkju árið 1982. Áður hafði hann verið þjónandi prestur í Möðruvallaklausturspresta- kalli um 14 ára skeið, við miklar vinsældir sóknarbarna sinna. Hann var því reyndur og virtur klerkur þegar hann var kosinn prestur í Akureyr- arsókn. Öll embættisverk leysti hann af hendi með einstök- um virðuleik, fágun og af ljúf- mennsku, svo að eftirtektar- vert var, enda öll hans fram- koma á þá lund. Hann var lifandi af áhuga um allt það er viðkom kirkj- unni og kirkjunnar málum og óþreytandi að gefa góð ráð og benda á færár leiðir í öllum þeim málum er að henni lutu. Séra Þórhallur bar hag þeirra er minna máttu sín í þjóðfélaginu mjög fyrir brjósti. Baráttu hans fyrir bættum hag og betri skilningi á málefnum atvinnulausra, mun lengi minnst. Einnig áttu aðrir, sem halloka fóru í þjóðfélaginu, ötulan stuðn- ingsmann í sr. Þórhalli. Þessi störf fóru ekki hátt, og munu fæstir gera sér grein fyrir um- fangi þeirra verka sem unnin eru í kyrrþey. Séra Þórhallur var mikils metinn innan Þjóðkirkjunnar, sat í mörgum nefndum og ráðum á hennar vegum, og var þar sem annars staðar öt- ull liðsmaður. Hann var skarpgreindur og fljótur að átta sig á stöðu mála og því ekki að undra þó að hann væri kallaður til mikilla trún- aðarstarfa á þeim vettvangi. Sóknarbörn Akureyrarkirkju hafa misst velmetinn og vin- sælan sálusorgara og sakna nú forsjár hans og hlýrrar vin- áttu. Með þakklæti í huga og virðingu kveðjum við séra Þórhall og biðjum honum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.