Tíminn - 14.10.1995, Blaðsíða 6
6
tfítwmu
Laugardagur 14. október 1995
íslenskar sjávarafuröir valdar af alþjóölegu ráögjafarfyrirtœki til aö aöstoöa rússneskt risafyrirtœki á Kamtsjatka.
Annast stjórn veiöa, vinnslu á 120 þúsund tonnum afbolfiski og sölu afuröanna og eykur veltu sína um 30%:
30 manna víkingasveit í
fisk vinnslu á Kamts j atka
Forrábamenn íslenskra sjáv-
arafurba hf. virbast hugsa á
nokkub öbrum nótum en
flestir abrir menn í vibskipt-
um hér á landi. Samningur
fyrirtækisins vib stórt fyrir-
tæki í Rússlandi kom eins og
sprengja í fréttunum í fyrra-
kvöld. Þar var getib um
merkilega útrás ÍS í Kyrra-
hafsveibar og vinnslu afla í
Petropavlovsk á Kamtsjatka.
Samningurinn þýbir í raun ab
IS mun hafa yfirumsjón meb
veibi á 120 þúsund tonnum
af bolfiski í Kyrrahafi norban-
verbu — eba sem svarar þribj-
ungi alls bolfiskskvóta ís-
lenskra veibiskipa og 80%
samanlagbs þorskkvótans.
Samningurinn styrkir enn-
fremur mjög stöbu ÍS á al-
þjóblegum sölumarkabi á
fiski og stublar ab vibskiptum
á stærstu markabssvæbum
heims í Asíu. Tíminn ræddi
vib Benedikt Sveinsson og
Gubbrand Sigurbsson hjá ÍS í
gær:
-Þib hugsið á öðrum nótum
en aörir hjá íslenskum sjávar-
afurðum, Benedikt?
„Ég veit það ekki, kannski
erum við bara vitlausari en
aðrir," sagði Benedikt Sveins-
son forstjóri ÍS í spjalli við
Tímann í gær og hló við.
„Auðvitaö erum viö á okkar
hátt smeykir, en ég hef oft
veriö hræddur áður, til dæmis
þegar ég fór fyrst á sjó. Þetta
verkefni verður auðvitað erfitt
og mörg ljón á veginum. En
til þess erum við nú hér, til að
sigrast á ýmsu svona löguðu,"
sagði Benedikt. Hann segir aö
það sé engin spurning að ís-
lendingar eigi og verði að taka
áhættu á erlendum vettvangi.
Við eigum ekki að vera
hræddir við útlendinga og
eigum að mæta til leiks kjark-
aðir, vel undirbúnir og
ákveðnir.
íslenskar sjávarafurðir hafa
undanfarin tvö ár verið á
Kamtsjatka að þreifa fyrir sér
og rekið þar eitt skip fyrir
UTRF. Þetta verkefni kemur í
kjölfar þeirra þreifinga og þá
nýtur fyrirtækiö góðs af
reynslunni. Alþjóðlegt ráð-
gjafarfyrirtæki, McKinsey,
vann að þessu verkefni fyrir
einkavæðingarnefndina í
Moskvu á vegum Evrópusam-
bandsins. Það fyrirtæki benti
strax á ÍS sem heppilegan
samstarfsaðila.
Fangib fullt af
verkefnum
Verkefnið í Kamtsjatka er
tröllaukið. Um er að ræða
stjórnun á veiðum og vinnslu
afurða úr 120 þúsund tonn-
um af fiski, mest Alaskaufsa,
að ekki sé talað um að auka
vinnsluverðið á afurðunum.
Afurðir aflans eru taldar verða
um 55 þúsund tonn. ÍS mun
vinna að fjármögnun UTRF
og sjá um alla innheimtu og
uppgjör. Þá veröur unnið aö
þróunarmálum UTRF. Enn-
fremur sér ÍS um alla að-
Hjá íslenskum sjávarafurbum í nýjum skrifstofum vib Sigtún var mikib um ab vera í gær. Hér eru þeir Halldór Þorsteirisson tœknistjóri, Sigurbur Cils
Björgvinsson hagfræbingur og jónas Tryggvason verkefnisstjóri ab spá og spekúlera. Tímamynd cs.
jónas Tryggvason verkefnisstjóri ÍS
í Kamtsjatka hét því ab kyssa
fyrsta Alaskaufsann sem hann
kœmist í tœri vib í starfi sínu. Og
hér er fyrsti ufsinn. Þeir eiga eftir
ab verba margir á næstunni hjá
ÍS.
drætti, vistir og olíu.
Þá er fyrirtækið með verk-
efni í Namibíu í Vestur-Afríku
sem verið er að byggja upp.
Benedikt segir það ærið verk-
efni að halda utan um þetta
allt saman. Þeir séu með fang-
ið fullt af verkefnum og ráði
ekki við meira.
íslenskar sjávarafurðir verða
ekki eigendur að fyrirtækinu
UTRF í Petropavlovsk á Kamt-
sjatkaskaga. Benedikt segir að
það verði ekki að svo komnu
máli. Fyrirtækið er hlutafélag
og telur hann að það komi vel
til mála síðar að íslenskar
sjávarafurðir hf. eignist hlut í
UTRF.
Einn þeirra sem hafa unnið
mikið að samstarfsverkefninu
er Guðbrandur Sigurðsson
framkvæmdastjóri þróunar-
Aleksander Abramov, forstjóri
UTRF, á samningafundi.
markaði í Kína og mun gera
það áfram. Þar er fiskurinn
seldur á innanlandsmarkaði
en líka í endurvinnslu til út-
flutnings aftur. Einmitt í verk-
smiðju ÍS í Bandaríkjunum er
verið að kaupa 10-12 gáma á
mánuði af slíkum afurðum.
„Fiskur sem við náum að
flaka og vinna í blokkir mun
mestmegnis fara til Bandaríkj-
anna en líka til Evrópu. En
eins og nú háttar er aðstaðan
um borð í skipunum til flaka-
vinnslu slæm. Það er einmitt
eitt af markmiðunum að geta
aukið virði aflans, meðal ann-
ars með flakavinnslu. Þetta at-
riði skiptir þá stóru máli, og
ekki síður okkur," sagði Guð-
brandur.
Víkingasveit frá ís-
landi
Þrjátíú íslendingar verða
Allt gerist úti á sjó. Hér er skipib Admiral Zavoiko ab fá heimsókn olíuskips
úti á mibunum.
sviðs ÍS:
„Við munum aöstoða þá
með stjórn á útgerð og
vinnslu, einnig með fjár-
mögnun á rekstrinum gegn-
um afurðalánakerfi, kaupum
vöruna af þeim jafnóðum og
hún kemur. Síban munum
við veita aðstoð í markaðs-
málum sem ég held að sé
mjög mikilvægt. Þeir hafa ver-
■ið að selja á lágum verðum,"
sagbi Guðbrandur.
Guðbrandur segir að mestu
verðmætin fari til Japans, ekki
síst hrogn Alaskaufsans sem
eru afar verbmæt. Heilfrysti'
fiskurinn hefur mest farið á