Tíminn - 14.10.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.10.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 14. október 1995 Valgeröur Sverrisdóttir: Breytt Norðurlandaráð í síðasta mánubi voru samþykktar á auka- þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn breytingar á Norburlandaráði, er miða að því að laga norrænt samstarf að nýjum tímum. Breytingarnar hafa verið lengi í undirbúningi og vom ýmsir farnir að gera því skóna að ómögulegt yrði ab ná sam- stöðu innan ráðsins um nýja skipan mála. Það var því ánægjulegt að breytingarnar vom samþykktar með aðeins einu mótat- kvæði, en vinstri sósíalistar sátu hjá við lokaafgreiðslu málsins. Hvers vegna er breytt? Það, sem gerbi nýtt skipulag óhjá- kvæmilegt, er sú staðreynd að miklar breytingar hafa átt sér stab í Evrópu á síb- ustu ámm. Vib fall kommúnismans opn- ast samskiptamöguleikar austur á bóginn og hins vegar em þrjú af Norðurlöndun- um orðin abilar að Evrópusambandinu, í staðinn fyrir eitt áður. Það gefur augaleið að þetta kallar á breytt vinnubrögð og nýjar áherslur í pól- itísku samstarfi Norðurlandanna. Þab hefur ekki fariö framhjá neinum ab gífurlegt uppbyggingarstarf er framundan í Eystrasaltslöndunum. Vitneskja almenn- ings um lýbræðishefðir em í lágmarki og þarf engan að undra eftir allt það sem þessar þjóbir hafa gengið í gegnum í tíð Sovétríkjanna sálugu. Þær Norðurlandaþjóbir, sem hafa ákveðið að standa utan við Evrópusam- bandið; líta m.a. á norrænt samstarf sem vettvang til þess að hafa tengsl vib sam- bandiö, möguleika til að fylgjast með mál- um og þegar best læmr hafa áhrif á mála- tilbúnað á undirbúningsstigi. Pólitískar áherslur aukast í Helsinkisáttmálanum, sem er gmnn- samningur um samstarf innan Norður- landaráðs, er lögð mikil áhersla á þab ab um sé að ræba samstarf fimm sjálfstæðra þjóða og þriggja sjálfsstjórnarríkja. Þrátt fyrir þetta hefur verib tilhneiging í þá átt á síðusm ámm að færa samstarfið meira inn á pólitískan vettvang, sem gæti þá oröiö á kostnað landsdeilda. í framkvæmd þýðir þetta það að það em ekki landsdeildir (þingmenn Norðurlandaráös frá hverju landi), sem til- nefna í valdastöður inn- an rábsins, heldur flokka- hóparnir (þingflokkarn- ir). Flokkahóparnir em fjórir, þ.e. sósíal- demókratar, mibjumenn, hægrimenn og vinstrisósíalistar. Styrkleiki þeirra er í þeirri röb, sem upp var talið. Eftir þær breytingar, sem nú voru sam- þykktar, má segja að tryggingar fyrir því að ísland eigi vísar ýmsar áhrifastöður eru ekki eins afgerandi og var. Þingmenn þurfa að njóta fylgis innan síns þingflokks til þess að verða tilnefndir til slíkra starfa. Nýtt fyrirkomulag fastanefnda Helsta gagnrýni, sem fram kom, var hin róttæka breyting á nefndaskipan innan ráðsins. Aödragandi málsins er sá að á Norður- landaráðsþinginu hér í Reykjavík sl. vetur var samþykkt að meginvibfangsefni sam- starfsins skyldi veröa bundíð við þrjú svið og raunar þrjú svæði. Þau em Noröurlönd, grannsvæðin (fyrst og fremst Eystra- saltslönd) og Evrópu. Eftir miklar vangaveltur og fundasetur varð síban ab niðurstöðu að þessi þrjú meginsvið yröu grundvöllur nefndaskipt- ingar innan ráðsins. Á lokastigum var þó ákvebið að fastar undirnefndir yrðu á sviði menningarmála, félags- og umhverfis- mála. Ab auki em for- sætisnefnd, sem fer meb æðsta vald á milli þinga, og eftirlitsnefnd, sem er ný. Þetta er mikil breyt- ing frá því sem ábur var, þar sem nefndir voru mjög í líkingu vib þab sem tíökast hjá þjóð- þingunum. Þab er hins vegar staðreynd að sú skipan mála hefur ekki reynst skila sér til þjóðþinganna í þeim mæli sem skyldi. Umfjöllun og áhugi á norrænni samvinnu hefur verið um of bundinn viö þá einstaklinga, sem setið hafa í Norðurlandaráði. Hvab er framundan? Það er í þessu tilfelli eins og endranær, þegar teknar em upp nýjungar, að þab er ekki hægt ab sjá nákvæmlega fyrir um hvernig þær muni reynast. Vinstrisósíal- istar komu fram með abrar hugmyndir að nefndaskipan, sem gekk ekki nærri því eins langt í átt til breytinga eins og það sem samþykkt var. Þeirra tillaga fékk stuðning einstakra þingmanna utan þeirra raða. Á þessari smndu er erfitt áð fullyrða nokkuð um það hvort sú tillaga hefði ver- ib betri eba verri fyrir norrænt samstarf. Hitt verbur að hafa í huga, ab þegar unnib er að samningagerð á milli þjóða og á milli pólitískra flokka, þá er mest um vert að halda áfram ab vera inni í „samninga- nefndinni", enda þótt ekki náist allt fram sem lagt var upp með. Þeir, sem sífellt skerast úr leik og alltaf em með sérstöbu í málum, em lítils metnir og hafa lítil áhrif. Mikilvægi norræns samstarfs Norrænt samstarf er einstakt. Það teygir sig til nær allra málaflokka íslensks samfé- lags. Það er mjög öflugt á sviði menning- armála, félagsstarfsemi ýmiss konar, inn- an atvinnulífsins og áfram mætti telja. Fyrir íslendinga sem litla þjóð er það gífur- lega mikils virði að geta héreftir sem hing- að til starfaö með þessum nágrannaþjóð- um og frændþjóðum á jafnréttisgrund- velli. Þær nýju aðstæður, sem nú hafa skapast þegar meirihluti þjóðanna er kominn inn í Evrópusambandið, em til þess ab ýmsir óttast ab norrænt samstarf sé í mikilli hættu á hinu pólitíska sviði. Þessi ótti er m.a. tilkominn vegna þess að Svíar, sem leggja mest af mörkum fjárhagslega, hafa ákveöið ab minnka sitt framlag á næstu þremur árum. Mín skoöun er sú að þær breytingar, sem nú em gerbar, verði til þess að hleypa nýju blóði í samstarfið og að það verði jafnvel skilvirkara en verib hefur. Að undanförnu hefur farið of mikill tími í ab tala um skipulag og önnur innri málefni, í stað þess að vinna að framfara- málum í þágu Norðurlandaþjóba. Það er gott ab geta núna horft fram á veginn, vitandi það að framundan er um- fjöllun um málefni en ekki skipulag. Höfundur er alþingismabur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.