Tíminn - 14.10.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.10.1995, Blaðsíða 10
10 gfoiitm Laugardagur 14. október 1995 Ruslib, sem tínt var í hreinsunar- átakinu, var flokkab og íþessu kökuriti sést samsetning ruslsins. Langmest var um plastúrgang, 42%, en ibnabarúrgangur var 20%, pappadrasl 14%, málmílát 10% og abrir hlutir 14%. Ruslió sem féll í flokkinn Abrir hlutir var m.a. klósettpappír, dömubindi, föt, skór, gúmmídekk, rafhlöbur, heim- ilissorp í pokum. Þessi hlutfalls- skipting fer eftir stykkjatölu, þ.e. fjölda einstakra hluta, en segir ekki til um þyngd eba umfang hlutanna sem fundust. Anna Margrét jóhannesdóttir. Blab um umhverfísmál, sem gefib var út ílok frœbsluátaks Ungmennafé- lags Islands um umhverfismál. Dcemigerb hrúga eftir hreinsun. Eins og sjá má er langmest af plast- og spýtnadrasli. vötn. Alls tóku um 3000 manns þátt í hreinsunarátak- inu og hreinsuöu 1000 km vegalengd við strendur, ár- og vatnsbakka. Heiðra góöa um- gengni með aðals- merki Ólafur Örn Haraldsson, for- maður umhverfisnefndar Al- þingis, varpaði fram þeirri hugmynd á málþinginu að hvetja ætti fólk enn frekar til þess að fegra umhverfið út um sveitir, t.d. með því aö taka upp nokkurs konar umhverfis- merki, aðalsmerki, sem upp- fyllti ákveðin skilyrði í um- hverfismálum. „T.d. að frá- rennslismál séu í lagi, vatn ómengað og gott, ekki sé brotajárnshaugur við bæinn, öllu bagga- og heybindiplasti sé fargað með réttum hætti og að sorpmál séu í lagi," sagði Ólafur í samtali viö Tímann. Eins og fram kom í Tíman- um í gær, telur Ólafur að til greina komi að beita viðurlög- um á þá sem ganga illa um landið. „Af hverju má ekki skoða þessa hugmynd eins og aðrar? Þetta er gert erlendis. Æskilegast væri að vísa til ábyrgðar okkar, en ef það dug- ar ekki þá er kannski hægt að skoða aðrar leiðir," sagði Anna Margrét um hugmynd Ólafs. Til að gleðja þá, sem telja sig ekki eiga gagnrýni skilda fyrir umgengni sína um landið, má nefna að á mörgum stöðum þar sem hreinsun átti sér stað töldu þátttakendur umgengni góða og búist hafði verið við meiru af rusíi. Þess má einnig geta að í skráningu frá Reyk- holtsdalshreppi kom fram að ástandið meðfram Reykdalsá hefur stórlega batnaö nú í ár og rekja heimamenn það til notkunar sorpgáma, sem hófst á vegum hreppsins fyrr á þessu ári. LÓA Spýtnadrasl, plastdrasl frá heimilum og ibnabi, bréfa- rusl, kaölar, járnarusl, hreinlætisvörur, girbinga- staurar, ónýt veibarfæri, fiskikassar, vefnabarvörur, nælonspottar, sígarettu- stubbar og glerbrot voru þær gersemar sem almenn- ingur, er tók þátt í hreins- unarátaki Ungmennafélags Islands, fann vib strendur, ár- og vatnsbakka landsins í sumar. Ofantalib drasl var þab sem þátttakendur töldu mest áberandi. „Við hreinsuöum ekki bara, heldur skrábum við einnig niður hvers konar rusl þetta var sem við fundum. Sam- kvæmt þessum niðurstöðum var langmest af plastdrasli eða umbúðum utan af neytenda- vörum. Síðan var mikiö af spýtnadrasli og töluvert af drasli tengt sjávarútvegi," sagði Anna Margrét Jóhannes- dóttir verkefnisstjóri um nið- urstöður hreinsunarátaksins, sem kynntar voru á málþingi sl. þriðjudagskvöld. Anna Margrét segir að mun- ur hafi verið á ruslinu eftir því hvort það fannst á svæðum tengdum þéttbýliskjörnum eða ekki. Mun meira hafi verið af neytendaumbúðum á þeim svæðum. „En þar koma líka áhrif skólpsins. Þar er mikið af hreinlætisvörum, svo sem dömubindum, klósettpappír, eyrnapinnum o.þ.h. Urgang- urinn, sem kemur frá skólp- inu, fer upp á strendur lands- ins. Annars staðar við strendur var mikið af netadræsum og öðru sem fellur frá sjávarút- vegi: spýtnadrasl, plast o.fl. Þar sem hreinsað var meðfram ám og vötnum inni í landi, voru umbúðir utan af neyt- endavörum mest áberandi og það má rekja til umgengni okkar og ferðamanna." Ungmennafélag íslands hef- ur verið með umhverfisverk- efni í gangi í tæpt ár, sem kall- að var Umhverfið í okkar höndum. Verkefnið var tví- Fjölbreyttur úrgangur viö strendur, ár- og vatnsbakka landsins: 40 prósent af rusl- inu var plast þætt, annars vegar voru fræbslufundir haldnir víðs vegar um landib og í fram- haldi af því var gefið út fræðslu- og upplýsingablað nú í byrjun október, sem hefur ab geyma fjöldann allan af frób- legum greinum um umhverf- ismál. Blaðinu verður dreift ókeypis til ýmissa samtaka og stétta, sem afskipti hafa af um- hverfismálum. Einnig getur al- menningur nálgast blaðið hjá þjónustumiðstöð UMFÍ. Eins og áður segir stób Ungmenna- félagið fyrir hreinsun landsins í sumar, einkum við sjó, ár og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.