Tíminn - 21.10.1995, Side 4

Tíminn - 21.10.1995, Side 4
4 Laugardagur 21. október 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugeró/prentun: ísafoldarprentsmiója hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Veró í lausasölu 150 kr. m/vsk. Bankarán og kúrekahetjur í gömlum en klassískum kúrekamyndum var vinsælt þema aö láta hetjuna, sem gjarnan var lögreglustjóri, vernda einhvern fanga sem múgurinn vill óöur og upp- vægur aö hengdur sé strax — án þess aö tíma, fé og fyr- irhöfn sé eytt í réttarhöld og allar þær málalengingar sem þeim fylgja. Lögreglustjórinn, sem þá er góði maö- urinn í myndinni, fær þá hið vanþakkláta en hetjulega hlutverk að gæta fangans fyrir múgnum og sjá til þess að hann fái sanngjarna málsmeðferð. Svona klisjur eru auðvitað ágætar í kúrekamyndum, en fæstir myndu halda að þær ættu erindi til nútímafólks í vestrænum lýðræðisríkjum og allra síst til íslands. Þó fer ekki hjá því að menn staldri við eftir dóm yfir bankaræningjanum í vikunni. Maður, sem fremur skelfilega misheppnað bankarán og er gómaður með allt niður um sig og einhverja þúsundkalla í poka, hefur orðið þess aðnjótandi að fá sérstaka flýtimeðferð í gegn- um dómskerfið, að því er virðist fyrst og fremst vegna þess að málið fékk svo mikla fjölmiðlaathygli. Búið var að rannsaka, ákæra og dæma manninn innan sólar- hrings frá því að hann var handtekinn. Hvorki ákæruvaldið né dómstólarnir hafa séð ástæðu til að beita hinum lítt notuðu lagaákvæðum um flýt- ingu, þegar önnur og viðameiri mál hafa verið tekin til meðferðar. Þvert á móti eru hvorutveggja þessi yfirvöld, ákæruvaldið og dómstólar, þekkt fyrir að vera hægvirk og hægfara og það svo að stundum virðist stefna í hreint óefni. Og eru þó stærri og alvarlegri mál í húfi en hin dapurlega bankaránstilraun í vikunni. Þess vegna mun þessa bankaráns einkum verða minnst fyrir tvennt: fyr- ir snautleg endalok og fyrir snögg viðbrögð ákæruvalds og dómsyfirvalda. í kúrekamyndunum hefur hetjan jafnan betur og „réttlætið það sigrar að lokum" með því að skúrkurinn fær sanngjarna réttarmeðferð. í bankaráni vikunnar virðist hetjan ekki endilega hafa haft betur. Guðmund- ur Ágústsson, skipaður verjandi bankaræningjans, er í hlutverki hinnar hefðbundnu hetju kúrekamyndanna, því hann vill gæta þess að maðurinn fái sanngjarna málsmeðferð, en verði ekki dæmdur af skrílnum. Guðmundur hefur haldið því fram að flýtirinn í mál- inu hafi orðið til þess að skjólstæðingur hans fékk þyngri dóm en hann hefði fengið ef málið hefði farið eftir hefðbundnum leiðum. í DV í gær er m.a. haft eftir Guðmundi: „Einhverjar skýringar eru á að þetta er mjög þungur dómur. Spurningin er hvort dómarinn hefur verið hræddur við almenningsálitið og því dæmt mann- inn fljótt og þungt." Vissulega væri ofmælt að segja að framinn hafi verið alvarlegur réttarglæpur með þessari flýtimeðferð. Hins vegar vakna alvarlegar spurningar um réttaröryggi og réttarkerfið. Þær spurningar snúast ekki síst um viröingu fólks fyrir dómskerfinu og traust þess á því. Getur fólk treyst dómskerfi, ef í ljós kemur að það dansar eftir al- menningsálitinu hverju sinni? Auk þess verður allur flýtirinn og röggin, sem ákæruvaldið og dómskerfið tek- ur á sig, hálf hlægileg í ljósi þess að manninum var sleppt eftir aö dómur féll. Hann þarf væntanlega að bíða afplánunar. Ef til stendur að breyta og auka skilvirkni ákæruvalds- ins og dómskerfisins — sem er hið besta mál — þá á aö gera það kerfisbundið og með úthugsuðum hætti. Til- fallandi hraðferðir á málum, sem mikið eru í sviðsljós- inu, munu einungis grafa undan trúnaði milli þjóðar- innar og dómskerfisins. Oddur Ólafsson: Bankarán og bankarán Þaö var kærkominn fjölmiöla- matur þegar maöur snaraöi sér inn fyrir afgreiösluborð banka og tókst aö góma þar penin- gaupphæð sem svarar til tveggja daga launa bankastjóra, áöur en hann var lagður aö velli. Ríkisfréttir voru meö nær beinar útsendingar af þessum stórtíöindum og næstu tólf klukkustundirnar glumdu viö- tölin við fólk á vettvangi og miklar lögreglurannsóknir fóru fram og voru tíundaðar í máli og myndum, svo aö ekkert af þessum voöaatburði færi fram- hjá landslýð. Lítið var eftir fyrir blöðin að japla á, yfirburðir loft- miðlanna voru algjörir, þar sem glæpurinn var upplýstur að fullu nær strax eftir að hann var framinn. Næsta vers í kviðunni um bankaránið mikla, sem framið var í 27. viku sumars, var stutt og laggott. Dómstólar tóku á sig rögg og var dómur kveðinn upp á mettíma, þar sem brotið var alvarlegt og upplýst af miklum skörungsskap. Þá var frá því skýrt að glæpa- maðurinn, sem tókst ekki að draga sér fé nema í örfáar sek- úndur, hafði ekki hreinan skjöld og hafði áður verið stað- inn að því að hnupla sér brenni- vínsflösku í einhver skipti í áfengisverslunum og svo hafði hann keyrt fullur. Er þetta satt best að segja heldur snautleg glæpasaga og þætti varia brúkleg í aumasta reyfara, ekki einu sinni í bíó- mynd um undirheima Reykja- víkurborgar eins og þær gerast slakastar. Aldrei kært En eitt er það að vera harðs- víraður brennivínsþjófur og fullkomlega misheppnaður bankaræningi, sem tekst ekki einu sinni að krækja sér í smá- smugulega upphæð úr þjóð- bankanum, eða virðulegur at- hafnamaður og landsstólpi sem snuðar banka og sjóði um svim- andi upphæöir. Kippur af svoddan körlum eru krossaöar á nýársdag. Til eru ágætar aðferöir til að snuða banka og hafa út úr þeim fé. Sumar eru löglegar og aðrar ekki, en öll hin ágætustu banka- rán eru aldrei kærð og þykir varla ástæða til að geta þeirra í fjölmiðlum, enda fá þeir sjaldn- ast vitneskju um þau. Afskriftir bankanna eru þeim glatað fé. Það hafa þeir lánað öðrum í alls kyns vitleysisköst- um og vilja stjórnendur bank- anna sem minnst um þau tala. En afskriftirnar þykja svo sjálf- sagðar að stofnaöir eru sérstakir afskriftareikningar, sem við- skiptavinir peningastofnana eru látnir greiða inná eftir króka- leiðum, og þeir mæta töpuðu útlánunum. Sérhannaðar leiöir Fyrirtæki eru stofnuð og sleg- in lán. Þau eru seld eða fara á hausinn, aðrir taka við lánun- um og slá sér viðbótarlán, og þeir í hringekjunni skipta um kennitölur á fyrirtækjunum, sem hið opinbera afgreiðir á færibandi af frábæru siöleysi, en ✓ I tímans rás samkvæmt lagabókstaf sem lög- gjafinn skaffar. Fé er dælt út úr bönkum og sjóðum í gegnum fyrirtæki og svokallaða atvinnuvegi eftir leiöum sem eru sérhannaðar fyrir löggilda bófa, sem fólki er talin trú um að haldi uppi at- vinnu hér og þar og byggðarlög- um í byggð. Og svo er það öll verslunin, sem byggir og byggir og blæs út og fer á hausinn, og einn selur öðrum fyrirtækin og annar hinum. Skuldirnar eru skildar eftir hér og þar, en fé sem tekið er að láni skilar sér hvergi. Leyft ab ræna aðra Svo eru bankarnir duglegir að leyfa viðskiptavinum sínum og lántakendum að hafa fjármuni af öðru fólki. Það fer fram meö þeim alkunna hætti að bankar og sjóðir afhenda peninga út á plögg þar sem aörir en lántak- endur eru gerðir ábyrgir fyrir greiðslu. Þeir sem skrifa upp á, fá yfirleitt aldrei að vita um greiðslustöðu þeirra sem fá pen- ingana í hendur. Þegar svo þeir, sem bankinn lætur peningana í té, geta ekki eða kæra sig ekki um að greiöa þá til baka, er hæg- ur eftirleikurinn að ganga að þeim, sem aldrei fengu peninga eða neitt annað í hendur frá bönkunum, og krefja þá um greiðslu og hirða eigur, sem bankinn eða sjóðurinn er allt í einu orðinn löglegur eigandi að. Þetta eru auðvitað miklu sið- legri rán en þau sem peninga- lausi brennivínsþjófurinn framdi í þjóðbankanum, og of- an í kaupið eru þau lögleg. Enda vekja þau enga athygli og engir vilja af þeim vita nema fórnar- lömbin, sem ríghalda sér sam- an, þar sem lögfræðingadeildir og dómstólar landsins fara með þau eins og sakamenn. Sérþekking og aula- háttur Þaö heyrir til undantekninga ef þeir, sem fremja stórfelldustu bankaránin, þurfa að svara til saka. Og ef svo fer, þurfa rann- sóknaraðilar og dómstólar að velkjast með málin árum sam- an. Ef þau fyrnast ekki, eru dómar í vægara lagi. Yfirleitt lendir þetta á af- skriftrareikningum og þar með eru stjórnendum bankastofn- ana fríir af sinni þátttöku og ábyrgðarlausir með öllu, eða þannig lítur það út. En sé það satt að þeir fái sæmilegt kaup fyrir ábyrgöarþungann sem þeir eiga að bera, gæti Kjaradómur kannski rannsakað og upplýst í hverju hann felst. Að ræna banka og sjóði krefst dálítillar sérþekkingar, sem auð- velt er að afla með því að glugga dálítið í athafna- og viðskiptalíf og sum þeirra lögmála sem þar gilda. Þeir sem komast upp á lagið, geta leikið sömu gömlu, þreyttu trikkin upp aftur og aft- ur, með því einu að breyta um nafn og númer og þarf jafnvel ekki til. Það gengur til að mynda sú saga ljósum logum að gamal- kunnur fallítisti sé búinn að koma fyrir drjúgum hluta af líf- eyrissjóði nokkrum fyrir á eigin reikningi á eyju þar sem gildir liðleg löggjöf um inneignir út- lendinga. Aftur á móti er það fráleit að- ferð að vera blankur alki og ætla sér að ná í tíkarlega upphæð í bankaútibúi með lambhúshettu á höfðinu. Bankarán af því tagi er dæmt til að mistakast. En gjörvallur fjölmiðlaheim- urinn nötrar og skelfur af áhuga, fjölmennt lögreglulið drífur að og það tekur dómstól ekki nema sólarhring að dæma delinkventinn í langa fangelsis- vist. ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.