Tíminn - 23.12.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 23. desember 1995
®5nr i EtTi'^K.Tui
VWWrWW
5
I ögrandi starfsumhverfi
Kóngur um stund - Ævi og störf Gunnars
Bjarnasonar.
Höfundur Örnólfur Árnason
Utgefandi bókaútgáfan Ormstunga.
Gunnar Bjarnason er löngu orðin
þjóösagnapersóna vegna starfa
sinna og lífsstíls. Hann gengdi starfi
hrossaræktarráöunauts í rúm 20 ár
og var lengi síðan ráöunautur í
hrossaverslun til útlanda. Stærstu
sporin hefur hann þó að líkindum
markað með kynningu sinni á ís-
lenska hestinum erlendis sem leitt
hefur til stórra hluta.
Gunnar hefur frásögn sína á því
að líf hans hafi verið stórkostlegt
ævintýri. Undir þetta má vissulega
taka þegar lestri bókarinnar er lok-
ið. Þetta ævintýri er mörgum öðr-
um ævintýrum líkt að því leyti aö
mörg þau vandræði sem sögumað-
ur lenti í, með þau verkefni sem
hann var að vinna að, leystust oft
með óvæntum hætti. Gunnar spil-
aði alla tíð djarft enda öðlaðist
hann snemma trú á því að hann
væri maöur til að standa 'fyrir sín-
um gjöröum á sviði iandbúnaðar,
en kannski ekki eins í einkalífi.
Fyrri hluti bókarinnar fjallar um
bernsku og æsku Gunnars. Það skín
í gegn að hann hefur verið erfitt
barn. Hann getur sér þess til að lík-
lega hefði hann verið settur í sál-
fræðilega meðferð hefði hann verið
barn að aldri núna. Þetta er vissu-
lega rétt hjá honum miðað við lýs-
ingar þær sem í bókinni eru. Gunn-
ar hefur sem barn verið það sem nú
er kallaö á fagmáli ofvirkur sem
stafar af misþroska í miðtaugakerf-
inu. Böm nú til dags fá ákveðna
BÆKUR
KÁRI ARNÓRSSON
hjálp til að vinna gegn þessu en
þetta er talið eldast af þeim. Sá einn
sem höndlaði rétt með tilfinninga-
líf Gunnars var Hallgrímur Þor-
bergsson á Halldórsstöðum sem
Gunnar kallar fóstra sinn en hann
kom fram vib Gunnar á hans eigin
forsendum.
Lýsing Gunnars á æskunni er
fjörleg. Hann var fæddur inn í ó-
venju stóran systkinahóp en þau
urbu alls 13 sem uppkomust og ein
fóstursystir að auki.
Gunnar segir ítarlega frá ætt-
mennum sínum en faðir hans
Bjarni Benediktsson var sonur sr.
Benedikts Kristjánssonar á Grenjað-
arstað Kristjánssonar frá Stóradal,
og móðir hans dóttir Ásgeirs
Bjarnasonar bónda á Knarrarnesi á
Mýrum. Gunnar var því ekki Þing-
eyingur að ætt, aðeins að uppeldi
og þó veit ég ekki hvort uppeldi
hans hefur verib svo þingeyskt, ef
frá er talin dvölin á Halldórsstöð-
um. Engu að síður stafaði ljómi af
Bjarnahúsinu og myndarskapnum
þar undir stjórn móður hans. Faðir
hans var þekktur athafna- og ákafa-
maður. Álltaf hefur mér fundist
Gunnar sækja mest til fööurættar-
innar en það kann að stafa af því ab
móðurkyniö þekkti ég lítiö.
Gunnar rekur síðan æskuminn-
ingarnar og eru þær fjörlegar en líka
margar skrautlegar. Hann gerir mik-
ið úr því að hann hafi verið svarti
sauðurinn í mörgum efnum. Hann
var erfiður í skóla þó ekki skorti
hann námsgáfur, sem síðar kom í
ljós þegar hann hóf nám fyrir al-
vöru. Nokkrar missagnir rakst ég á í
þessum kafla. Jón Jóakimsson, faðir
Benedikts á Auönum, var bóndi á
Þverá en ekki Auðnum og á Þverá
var Kaupfélag Þingeyinga stofnað.
Jón,faðir Hjálmars á Ljótsstöðum,
var ekki prestur á Skútustöðum
heldur bóndi á Sveinsströnd en
Árni bróöir Hjálmars var hins vegar
prestur á Skútustöðum. Og Pétur
Sigurgeirsson, leikbróðir Gunnars á
Húsavík, var ekki langafi Lindu Pét-
ursdóttur fegurðardrottningar held-
ur afabróðir hennar. En þessar
missagnir skipta ekki máli hvað frá-
sögnina snertir að öðru leyti, því
þær hafa engin áhrif á framgang
sögunnar.
Gunnari finnst að fjölskylda hans
hafi aldrei hlotið algera viðurkenn-
ingu sem þingeyingar. Vel kann sú
tilfinning að vera rétt. Mér finnst
sjálfum að Húsavík hafi ekki komið
til Gunnars sem hans heimabær
fyrr en á efri árum.
Menginkafli bókarinnar er frá-
sögn Gunnars af störfum hans fyrir
íslenskan landbúnað. Margt af því
er þekkt áður en fjölmargt nýtt
kemur þó fram. Það er afar forvitni-
legt að lesa þessa sögu meö tilliti til
þróunar í íslenskum landbúnaði.
Skynjun Gunnars á því sem
framundan væri, reyndar í langri
framtíð sem mönnum hefur fundist
þá, er oft ævintýri líkust. Við lestur
Gunnar Bjarnason.
bókarinnar finnst manni á stund-
um að þetta hafi oft verið ómeðvit-
að, eitthvað sem Gunnar skynjar ó-
ljóst. En á þessum tíma, um og upp-
úr síðari heimstyrjöld þegar allt er í
miklu umróti á íslandi, verða menn
svo fastheldnir á þá skoðun ab
landbúnaðurinn sé kjölfestan og
grundvallarbreytingar mættu þar
ekki verða þó framfarir yrðu í bú-
skap. Nýjar róttækar hugmyndir
áttu því ekki upp á pallborðið, nóg
var upplausnin samt.
Þetta umhverfi var mjög ögrandi
fyrir Gunnar Bjarnason. Hann brást
við því með því að koma fram meb
lausnir sem mönnnum fundust
mjög fjarstæðukenndar, en þróun-
in hefur síðar sýnt að áttu fyllilega
rétt á sér.
Þessu gerir Gunnar góð skil í frá-
sögn sinni sem auðvitað er frásögn
hans en eins og áöur segir hefur
komið í ljós að reyndist rétt.
Gunnar skýrir mjög hispurslaust
frá líferni sínu og ýmsum uppátækj-
um og jafnvel lögbrotum til að
koma málum áfram. Kaflinn um
samskiptin við stóðbændur lands-
ins er skemmtilegur og þá ekki síður
allt það mikla starf sem hann innti
af hendi erlandis og sú þrautseigja
sem þar var ab baki. Hann var í bók-
staflegri merkingu óstöðvandi í því
að kynna íslenska hestinn og mun
það halda uppi nafni hans um ó-
komin ár. Lengst af þeim tíma var
hann að vinna í andstöðu við
vinnuveitendur sína, Búnaðarfélag
íslands. Bjargvættur hans virðist þá
hafa verið Hermann Jónasson ráð-
herra sem þó var pólitískur and-
stæðingur Gunnars. Gunnar fer lof-
samlegum orðum um Jónas frá
Hriflu enda hafa þeir vafalaust
fundið sjálfa sig hver í öðrum á
sumum sviðum.
Gunnar endar bókina á kenning-
um sínum um hreinræktun sem
vænlegasta kostin til ab viðhalda og
festa í kyni gæðin. Hreinræktunin
felst í skyldleikaræktun sem á
stundum hefur verið meiri í ís-
lenska hestastofninum en menn
vita dæmi annars staðar frá, og
stofninn hefur þolað. Þetta er hins
vegar mjög viðkvæmt í framkvæmd
og krefst mjög nákvæmrar þekking-
ar á stofninum. Þessar keningar eru
mjög dregnar í efa af fræðimönnum
nú til dags en kannski á framtíöin
eftir að sýna að þarna hafi Gunn-
ar líka rétt fyrir sér. Að endingu
eru birt nöfn, ættir og afkomend-
ur fjörutíu sögufrægra stóðhesta
sem Gunnar kallar gullklumpa.
Bókin er mjög lipurlega skrifuð
og gefur góða heildarmynd af lífi
sögumanns. Þetta er bæði
skemmtileg og fróðleg lesning.
Athyglisverð sýnisbók
Valbjörg Kristmundsdóttir.
Ég var sett á uppbob.
Kviblingar. Gamanmál.
Hörpuútgáfan.
Þessi bók er gefin út í tilefni af
85 ára afmæli höfundar 10.
janúar 1995. Þar kennir að
vonum margra grasa.
Þeir sem eru félagslyndir og
kunnir aö því að geta skilað
rímuðu máli verða þess yfir-
leitt varir að félagar þeirra vilja
heyra ljóð. Það er þrýst á þá að
setja ekki ljós sitt undir mæli-
ker. Kunni þeir sæmilega til
verka er ljóðagerð þeirra óðar
en varir orðin ærin fyrirferðar.
Við hana eru bundnar margar
góðar minningar sem félagarn-
ir vilja gjarnan eiga. Slíkur
skáldskapur nýtur sín best í
sínum hópi. Þar er löngum
margt sem er kunnugum
krydd en aðrir út í frá kunna
síður að meta þar sem kveikjan
er þeim hulin.
Kviðlingarnir í þessari bók
falla margir undir það aö vera
gamanmál. Þeir eru margir
þægilegir til lestrar en skilja
ekki mikið eftir. Þó eru sumir
tengdir sögu þjóðarinnar eins
og stakan um Karvel:
Áöur kom það ei til tals
hatm yrði slíkur tnaður.
Út úr höfði Hatmibals
hljóp hann alskapaður.
Það er gaman að sjá áttþætt-
ing í nýrri ljóðabók eins og
þessa afmælisvísu:
Siglir knár þótt svigni rár.
Sýpur tár og hvessir brár.
Hleypir klár um klakagjár.
Kveikir þrár þó gráni hár.
Það er engin ástæða til að
biðjast afsökunar á þessum
kviðlingum. Sumir þeirra eru
BÆKUR
HALLDÓR KRISTjÁNSSON
samboðnir skáldi. Auk þess
tengjast þeir sögu Akraness,
heimild um sögu Skagans og
menningarlíf.
í frásögn af Spánarferð 1976
segir svo:
„Mér fannst áberandi hvað
víni var haldið að fólki. Á
mörgum stöðum sem við kom-
um á, var kampavín og fleiri
tegundir áfengis bornar á borð
óumbeðið en þeir sem ekki
vildu drekka það fengu ekki
Prestavísur
Séra Sigurbur Gubmundsson vígslubisk-
up tók saman vísur eftir og um presta.
Akureyri 1995.
Þessi bók er fyrst og fremst
vitni um það að menn setja
enn saman vísur sér til gamans
á mannfundum. Prestar eru þar
ekki neinir eftirbátar.
Þrír höfundar eru þarna
mestir fyrirferðar. Þaö eru þeir
sr. Hjálmar Jónsson, sr. Jón
Einarsson á Saurbæ og sr. Helgi
Sveinsson í Hveragerði. En það
sýnir gildi og gengi lausavís-
unnar að þarna finnast ýmsar
góðar stökur sem vinir hennar
hafa notið og numið að forn-
um hætti frá manni til manns.
í fremstu röð þeirra sem eiga
hér vísur er sr. Friðrik Friðriks-
son á Húsavík. Hann á hér 5
stökur. Ein af þeim er þessi:
annað nema með eftirgangs-
munum. Fararstjórarnir segja
ef fólk sé ekki því meira á móti
víni sé þess óskað að það
drekki það sem fram er borið.
Þeir sjá sig reiðubúna til að-
stoðar komist fólk ekki af eigin
rammleik heim á hótelin. Þá
varð þessi vísa til:
Ég vil heldur kók en kampavín
því kannske attnars fararstjór-
inn yrði
að bera heim á hótel holda-
pundin mín
sem heldur myndi þykja erfið
byrði."
Eftir sumar stutt og stirt
stœlist þjóðarkraftur.
Það hefur fyrr og svartar syrt,
samt hefur birt upp aftur.
Samkvæmt munnmælum er
nokkur saga tengd þessu máli.
Þingeyskir vísnamenn léku sér
að því að láta yrkja við eina
hendingu. í þessu tilfelli var
það fyrsta línan. Ég held að mér
hafi verið sagt að hún væri birt
í félagsblaði Kaupfélags Þingey-
inga. Sjálfsagt er hér farið rétt
með hlut séra Friðriks. En sagan
er ekki öll.
Karl Kristjánsson alþingis-
maður hvatti sr. Friðrik að yrkja
við upphafið svo að árstíðimar
yröu allar nefndar í fjórum lín-
um. Það gerði sr. Friðrik svona:
Hjaverk
vigslubiskups
Valborg Kristmundsdóttir
En fyrst og fremst eru þaö
minningaþættirnir sem gefa
þessari bók gildi. Þættirnir frá
bernsku Valbjargar sýnist mér
aö séu æskileg lesning fyrir
unglinga með afa og ömmu
eða langafa og langömmu.
Slíkur samlestur gæti hjálpað
til skilnings unga fólksins á
þjóðlífi horfinna kynslóða.
Slíkar bókmenntir er gott að
eiga.
Til gamans má geta þess að í
þessari bók hef ég, jafnaldri
Valbjargar, lært orðatiltæki
sem mér er nýtt. Það er að
„verði jólafeitt" hjá þeim sem
eiga eitthvað á prjónum yfir
jólin þar sem þeim tókst ekki
að ljúka verkinu fyrir hátíðina.
Þá varð aö taka af jólafeiti þess
sem prjónana átti til að verja
þá ryði skilst mér. ■
Siguröur Guömundsson.
BÆKUR
HALLDÓR KRISTJÁNSSON
Eftir sumar stutt og stirt,
stunda gutnar haustsins ötm.
Vá hefur hrumum vetur birt.
Vorið brumar undir fónn.
Þetta afrek hefði vel mátt
skila sér í prestavísurnar.
Trúlegt þykir mér að eitthvað
af þessum stökum hafi færst úr
lagi á leiðinni frá höfundi til
bókar. Ég held t.d. aö staka Jóns
í Garðsvík eftir að Auður Eir
vígðist til Súgandafjarðar eigi
að halda endarími og gæti því
veriö:
Góður biskup í góðri trú
gerði konu að sálnahirði.
Margir öfunda munu nú
meðhjálparann í Súgandafirði.
Hitt er ekki tiltökumál þó að
tvennum sögum fari um til-
drög og höfunda einhverra
þeirra vísna sem hér birtast.
Slíkt tilheyrir alltaf þjóðsögum.
Það kom út í fyrra safn lausa-
vísna frá árinu 1400 til okkar
daga. Það er gaman að hafa
þetta samtímakver til saman-
burðar og staðfestu því að hin
forna íþrótt orðsins á velli
lausavísunnar er enn í fullu
gildi sem alþýðleg íþrótt. Og nú
má þakka Hólabiskupi fyrir
hirðusemina að hirða og safna
og síðan að skemmta okkur við
þennan samtíning. ■