Tíminn - 23.12.1995, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.12.1995, Blaðsíða 14
14 gjfmiiw Laugardagur 23. desember 1995 ✓ ✓ JONA RUNA á mannlegum nótum: Ovissa Flest kjósum viö frekar öryggi en óvissu í hugsun. Þrátt fyrir þessa staðreynd eru mörg okkar aö kljást viö vafa og kvíða. Við verð- um iðulega, þrátt fyrir óskir um annað, vör við það aö það hefur hlaöist upp með okkur óheppileg óvissa gagnvart okkur sjálfum og öðrum. Við getum t.d. án sérstakra ástæðna upplifað okkur óörugg gagnvart okkar nánustu. Það get- ur t.d. lýst sér í því að við efumst um tilfinningar þeirra og velvilja. Slík reynsla er óþægileg og þjak- andi, enda kærir sig enginn um að ganga í gegnum hana. Best er, ef þannig stendur á, að viö venjum okkur á aö tala um áhyggjur okkar og efasemdir við þann sem málið er viðkomandi. Iðulega kemur nefnilega í ljós að óöryggi okkar og ótti reynist ástæðulaus. Við ættum ekki að fela óvissu og vanlíðan fyrir þeim, sem okkur eru kærir, með því t.d. að slá um okkur og láta jafnvel eins og kjánar þegar við þyrftum að vera opinská. Það er beinlínis óviturlegt að vera ekki einlægur og heiðarlegur við sína, þegar við erum kvalin af vafa og óvissu. Allur feluleikur varöandi efa er afleitur og neikvæður. Ekki síst ef hugarástand okkar og aðstæður eru raunverulega hlaðnar óöryggi og kvíöa. Með þögn eða fyrirslætti gerum við þá, sem kjósa að styðja okkur út úr efanum, sjáifa óvissa um hvort rétt sé að blanda sér í okkar mál eöa ekki. Hyggilegast er, ef við erum þjökuö af óöryggi og efa, að við reynum þrátt fyrir vandann að vera aðgengileg og úthverf við þá sem vilja hjálpa okkur. Þaö er af- leitt ef við neitum öllum stuðn- ingi þegar við þurfum, að alvar- lega gefnum tilefnunv, að vinna bug á efasemdum og óstöðug- leika. Okkur líður flestum vel ef við erum viss og stöðug, en óþægilega ef við erum á báðum áttum. Það er því slæmt ef viö erum óstöðug og hvikul og kærum okkur ekki um að breyta því hugarástandi okkar til hins betra. Ágætt er að hafa í huga að þau okkar, sem eru brigðul og tvíráö, valda þeim, sem hafa afskipti af okkur, vanda. Flest það, sem við tökumst á við, gengur betur ef við tökum á því af ákveðni og stefnufestu frek- ar en af óvissu og óöryggi. Af þess- um ástæðum er m.a. áríðandi að breyta óöryggi í stöðugleika. Við vitum flest að það skapar vanda- mál í okkar daglega lífi, ef við komum okkur undan ábyrgð og skyldum t.d. vegna tvískinnungs. Það er auðvitað mikilvægt að við séum áreiðanleg og stöðug í öllu því sem við tökum okkur fyr- ir hendur eða aðrir treysta okkur fyrir. Óviss og óstöðug eigum við erfitt með það. Það er því ekkert fengið við það að viðhalda því hugarástandi sem er hlaðið óþarfa óvissu og efa. Við þurfum auðvitað að hafa töluvert fyrir því að eignast innra öryggi og vissu. Efahaldinn ein- staklingur getur illa stjórnað hegðun sinni og hugsun öðruvísi en að valda sjálfum sér og öðrum vandræðum. Það er því áríðandi að við upprætum óstöðuglyndi og efa og breytum þeim fallvaltleika innri ókyrrðar í stöðugleika og styrk. ■ LAUSN Á GÁTU NR. 50 19 aotaA \ i/rtreu K** 5 SSr v&s m □§01 SIFflsJ miL mrn WB Wi wpi fÍTht Mhirwi Á L € B / 7T DAHA M»rj '0 K 'A 7 A ESfl UÁÍAH 3 / V K A ■£) ) T STAlT UMJA B A K S 00 F Æ B A ’H\Mt T A FLA& mumu A H H1 '0 k LÓÍ,w s '0 L G 1 H s ílfM 0 U B U tala SUi H á L L 5 7T L w 1" 71 G A sa ui K iTJii EBE H '0 JVTTV iKÍL L 'A Gt A H MUfl1 HUTI M '0 L HJis u Al i'AMm r X L L J\ F w FfTUi A L 1 ÍAC./Í ÍKIUt K F8 R 7T A m la MUA fnUA 5 A U A R foJMU SuCA a 0* A R CtLX oK. G 'A brr/ R 'HwM'L S T 0(H& K[ A urrr 0 'o ö ***** f Ji 'A SJfÍLI iTUi AJ A ru'oT- ia T '0 K mtofi S 'A L OHh A s H 'A K A TJT H 'A jHBU. As G /7 7r S T PCMJ Q 'A 1 xrzr iff!1'. S/iHA T ¥ L UF l ’AÍÍfer F A s HFt/Sl MYAS K 0 F A R Jhítou- MÁwW 'A L F XAUu* SXÓU T / 17 L u LAuit H Ý r A ’A R L° A 'XJAf AJ A s 1 T T [Á K R \A S ír- A R A? A 77 iT 'A Absendar greinar sem birtast eiga í blaöinu þurfa aö vera tölvusettar og vistaöar á diskling sem texti, hvort sem er í DOS eöa Macintosh umhverfi. Vélrit- iwimm aöar eöa skrifaöar geta þurft aö bíöa reinar irtingar vegna anna viö innslátt. NÝJAR BÆKUR Falsarinn og dómari hans Bókaútgáfan Hólar hefur sent frá sér bókina Falsarinn og dóm- ari hans eftir Jón Hjaltason sagnfræðing. Þetta eru fimm söguþættir úr fortíð. í fyrsta þættinum greinir frá ógæfu- manninum Þorvaldi Schovelin er falsaði peningaseðil og var fyrir vikiö dæmdur til að háls- höggvast. Björn Th. Björnsson hefur í skáldsögunni Falsaran- um gert sér ævi Þorvalds að yrk- isefni en hér leitar Jón sannleik- ans um Þorvald: af hverju var tekið svona hart á broti hans, hverji dæmdu hann, og síðast en ekki síst, var falsarinn myrt- ur að yfirlögðu ráði? í öðrum þættinum fjallar Jón um ótrúlega auðsæld Jóns Sig- urðssonar á Böggvisstöðum og hvernig honum tókst ab brjót- ast úr fátækt til þess að verða einn ríkasti íslendingur 19. ald- ar. Þá beinir Jón skoðunarljós- inu að einu umtalaðasta saka- máli á Noröurlandi ofanverðrar 19. aldar, trippamálinu svokall- aba. Hvað varð af , hrossum Skagfirðinga og hverjir báru ábyrgð á hvarfi þeirra? Var til- gangurinn að drepa þau? Fjórði þátturinn er helgaður Snorra Pálssyni, hinum merka verslunarstjóra á Siglufiröi, og furðulegum viðbrögðum yfir- valda þegar hann reyndi að efla þorskveiðar Siglfirðinga á öld- inni sem leið. Það er viö hæfi aö þjóöskáldið Matthías Jochumsson eigi síð- asta orðið en á þessu ári eru 160 ár liöin frá fæöingu hans. í þættinum „Hákarlinn er ekki hörundssár" greinir frá miklum hremmingum er gengu yfir þjóðskáldið árið 1888 og ollu því að hann sagði þjóðinni ósatt um uppruna ljótasta kvæðis er ort hefur verib um ís- land fyrr og síðar. Jón Hjaltason er fæddur árib 1959. Hann er sagnfræðingur frá Háskóla íslands og hefur m.a. sent frá sér bækurnar Sögu Akureyrar 1. og 2. b. (1990 og 1994) og Hernámsárin á Akur- eyri og Eyjafirði (1991). Falsarinn og dómari hans er innbundin, 182 bls. aö lengd, prentuð hjá Steinholti hf. og kostar 3.250 krónur. Alþjóölegir straumar Mál og menning hefur sent frá sér bókina Bókmenntakenning- ar síðari alda eftir dr. Árna Sig- urjónsson. Þetta er framhald bókar hans Bókmenntakenn- ingar fyrri alda (útg. 1991) og er í nýju bókinni fjallað ítarlega um vestrænar bókmenntakenn- ingar á tímabilinu 1500 til 1900. Þetta eru fyrstu bækur sinnar tegundar á íslensku. í Bókmenntakenningum síð- ari alda koma við sögu mikilvæg menningarskeið kennd vib bar- okk, upplýsingu, rómantík og raunsæi. Vandlega er fjallað um helstu höfunda, svo sem Boil- eau, Dryden, Samuel Johnson, Schiller, Goethe, Schlegelbræö- ur, Coleridge, Zola, Brandes og Árni Sigurjónsson. marga fleiri. Einnig er fjallað um skrif ís- lenskra höfunda á þessu sviði og þau skoðuð í ljósi alþjóðlegra strauma. Má þar nefna Guð- brand Þorláksson, Jón Ólafsson, Magnús Stephensen, Jónas Hall- grímsson, Tómas Sæmundsson, Gest Pálsson og Benedikt Grön- dal. Bókmenntakenningar síðari alda er sett fram á aðgengilegan hátt þannig að lesendur geti þar auðveldlega nálgast mikilvægar heimildir um bókmenntahug- myndir síðari alda. Auk þess eru í bókinni birtir kaflar úr erlend- um undirstööuritum um skáld- skaparfræði sem fæst hafa áður verið kynnt á íslensku. Víða er stuðst við nýjar rannsóknir á þessu sviði og leiðsögn veitt um heimildir. Dr. Árni Sigurjónsson er bók- menntafræðingur og hefur auk ofangreindra rita skrifaö bækur um verk Halldórs Laxness. Bókmenntakenningar síðari alda er 462 bls., unnin í Prent- smibjunni Odda hf. Erlingur Páll Ingvarsson hannabi káp- una. Verð: kr. 4.480 krónur. Ný bók eftir Birgittu Andlit öfundar eftir Birgittu H. Halldórsdóttur er komin út. Jó- hanna er ung stúlka sem er bú- sett í Reykjavík. Hún er gædd dulrænum hæfileikum, fjar- skyggni, sem gert hefur henni lífið leitt en hún telur sig hafa losnað við. Dag einn sér hún sýn sem kemur blóðinu til ab frjósa í æð- um hennar. Hún bjargar litlu barni frá drukknun og fyrr en varir er hún flækt í ótrúlega at- burðarás, þar sem hún fær engu ráðið. Lífi hennar er stefnt í hættu. Jóhanna kynnist nýju fólki og um leið kemur ástin inn í líf hennar. Er hægt að vera hrifin af tveimur ólíkum mönn- um? Getur hún treyst þeim? Þessi þrettanda skáldsaga Birgittu er spennandi saga um afbrot og ástir. Enn á ný kemur Birgitta skemmtilega á óvart. Utgefandi er Skjaldborg hf. Verð bókarinnar er 2.480 krón- ur. Alveg ein- stakar bækur Smábækurnar Alveg einstakur faðir, Alveg einstakur sonur, Al- veg einstakur eiginmaður, Al- veg einstök amma, Alveg ein- stök systir og Til hamingju með barnið eru komnar út. Þýðandi er Óskar Ingimarsson. Hér er á ferð flokkur smábóka sem fariö hefur sigurför um all- an heim. Hver bók er safn til- vitnana sem er ætlað aö koma í staöinn fyrir kort eða dýra gjöf, því það er ekki besta leiðin til að þakka þeim sem hefur þann fá- gæta eiginleika að vera „einstak- ur". Áður útkomnar bækur í sama flokki eru: Hlotnist þér ham- ingja (uppseld), Alveg einstök móðir, Alveg einstök dóttir og Alveg einstakur vinur (uppseld). Útgefandi er Skjaldborg hf. og hver bók kostar 750 krónur. Ný ljóðabók Komin er út ljóðabók eftir Gunnhildi Sigurjónsdóttur er nefnist „Sólin dansar í baðvatn- inu". Þetta er fyrsta bók höf- undar og hefur að geyma fjöru- tíu ljóð sem ort eru á tuttugu ára tímabili. í kynningu segir: „Efniviðurinn er gjarnan sóttur til þeirra ólíku staða sem skáldið hefur dvalið á — Boston, Krít, Jamaíka, Grímsnesi og víðar, en fyrst og fremst eru ljóðin inn- blásin af ferðalögum um hina innri heima." Útgefandi er sjálfsútgáfuforlagið Andblær. Kápu gerði Sveinbjörn Gunn- arsson hjá Komdu á morgun. Bókin er prentuð í Prentsmíði. Hún fæst í Bókabúð Máls og menningar, hjá Eymundson og hjá höfundi og kostar 1.500 krónur. ■ Jólin koma Um gráa daga gastar svalt í grennd við norðurpólinn, því nú er veðrið nístingskalt og niðurdregin sólin. Margra lán er veikt og valt og viðsjál lukkuhjólin, og þó að fólkið fái malt þá fýkur samt í skjólin, En heimsins barn þú huggast skalt þótt harður sýnist skólinn, því barn í jötu bœtir allt. Bráðum koma jólin. Búi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.