Tíminn - 23.12.1995, Blaðsíða 15
Laugardagur 23. desember 1995
NÝJAR
BÆKUR
Rábningar á
3.000 draum-
um!
Vaka-Helgafell hefur gefið út
Stóru draumaráöningabókina
eftir Símon Jón Jóhannesson
þjóðfræöing. í henni eru birtar
ráðningar á um 3.000 draum-
um. í bókinni er að finna skýr-
ingar á þeim vísbendingum sem
dulvitundin birtir um fortíð
þína, nútíð og framtíð, vonir
þínar og ótta — meðan þú sefur.
Stóra draumaráðningabókin er,
að sögn útgefanda, ítarlegasta
bók sem út hefur komið hér á
landi um drauma og dráuma-
ráðningar. Hún er í nýju hand-
bókasafni Vöku-Helgafells, en
áður hefur forlagið gefið út í
þeim flokki bókina Sjö, níu,
þrettán um hjátrú íslendinga,
einnig í samantekt Símonar
Jóns.
í kynningu frá útgefanda á
kápu Stóru draumaráðninga-
bókarinnar segir:
„Fyrir hverju er að dreyma
nekt? Eða veisluhöld? Hvað
merkir að vera blindur í
draumi? Eða ástfanginn? Hvað
þýðir eldur í draumi? En fæð-
ing? Fyrir hverju er að dreyma
koss?
Svörin eru í Stóru drauma-
ráðningabókinni. Hér er að
finna skýringar á um það bil
þrjú þúsund draumtáknum og
er greint frá þeirri draumspeki
sem að baki býr.
Stóra draumaráðningabókin
er aðgengilegt uppflettirit um
efni sem allir hafa áhuga á og
leiða hugann að. Hún er í senn
fræðandi og skemmtileg og á að
höfða jafnt til ungra sem ald-
inna íslendinga, er áhuga hafa á
draumspeki. Og öll dreymir
okkur eitthvað!"
Stóra draumaráðningabókin
er 303 blaðsíður að lengd.
Hönnun og umbrot bókarinnar
fór fram hjá Vöku- Helgafelli,
en Magnús Arason hannaði
kápu. Bókin er filmuunnin í
Offsetþjónustunni. Stóra
draumaráðningabókin kostar
2.980 krónur.
Sveitasögur
Miklu fleiri sögur úr sveitinni
eru komnar út. Höfundar eru
Heather Amery og Stephen
Cartwright og þýðandi er Sig-
urður Gunnarsson.
Þessar skemmtilegu sögur
voru skrifaðar sérstaklega fyrir
byrjendur í lestri. í teikningun-
um er lögð áhersla á kátínu og
spennu sagnanna og að skýra
merkingu orðanna. Meö aðstoð
og hvatningu, getur barnið
fljótlega notið þeirrar ánægju
að lesa heila sögu sjálft.
Útgefandi er Skjaldborg hf.
Bókin kostar 890 krónur.
Föndurbók
Skjaldborg hf. hefur gefið út
föndurbókina Hvernig á að búa
til falleg vinabönd. Höfundur er
Moira Butterfield og þýðandi
Áslaug Benediktsdóttir.
Ef þið eruð byrjendur þá mun
þaö koma ykkur á óvart hversu
fljót þiö eruð að komast upp á
lag með að búa til ótrúlega fal-
leg vinabönd, sem munu gleðja
vini ykkar.
Ef þið emð vön, reynið þá
einhver af nýju vinaböndun-
um, sem voru hönnuð sérstak-
lega fyrir þessa bók (efni til að
búa til vinabönd fylgir).
Verð bókarinnar er 790 krón-
ur.
Mundu mig
Skjaldborg hf. hefur gefið út
spennusöguna Mundu mig eftir
Mary Higgins Clark. Jón Daní-
elsson þýddi.
Menley Nichols hefur aldrei
getað hætt að ásaka sjálfa sig
fyrir dauða tveggja ára sonar
síns þó að hún hafi á engan hátt
átt sök á því. Þrátt fyrir það þjá-
ist hún af síendurteknum ótta-
köstum og hjónaband hennar
og Adams, þekkts lögmanns, er
að liðast í sundur. Þau eignast
dótturina Hönnu og um tíma
virðist sem tilkoma hennar geti
orðið til að bjarga hjónaband-
inu. í sumarleyfi sínu ákveöur
Adam að snúa aftur á æskuslóð-
ir með fjölskyldu sína. Þau taka
hús á leigu sem heitir Minning
og strax eftir að þau hafa flutt
þar inn fara að gerast undarlegir
atburðir sem koma Menley til
að endurlifa slysið þegar hún
missti son sinn. Eitt leiðir af
öðru og þau dragast sífellt dýpra
inn í hinn ógnvekjandi og und-
arlega vef sem ókunn öfl virðast
spinna þeim.
Mundu mig er ellefta spennu-
saga höfundar, sem allar hafa
orðib metsölubækur um gjör-
vallan heim. Mary Higgins
Clark bregst ekki Iesendum nú
frekar en endranær og heldur
þeim í magnaðri spennu, allt til
síðustu blaðsíðu bókarinnar.
Verð bókarinnar er 2.480
krónur.
Poirot í ess-
inu sínu
Morð í þremur þáttum eftir
Agöthu Christie er komin út hjá
Skjaldborg. Ragnar Jónasson
þýddi.
Virtur leikhúsmaður býbur
tólf manns í heimsókn, þar á
meðal Ieynilögreglumanninum
Hercule Poirot. Hann fær svo
sannarlega ekki að slaka á vegna
þess að fyrir kvöldmatinn hníg-
ur einn gestanna niður eftir að
hafa sopið á glasi sínu. Ekki
finnnst vottur af eitri í glasinu
enda getur enginn ímyndað sér
að hinn látni, gamall indæll
prestur, hafi átt nokkra óvini.
En áhugi Poirots er vakinn og
ýmislegt athugavert kemur í
ljós vib rannsóknina.
- Morb í þremur þáttum er sí-
gild, fyrsta flokks leynilögreglu-
saga með spennandi söguþræði,
óvæntum atburðum, grunsam-
legum persónum og síðast en
ekki síst, sögulokum sem koma
öllum á óvart ... nema Hercule
Poirot.
Verð bókarinnar er 2.480
krónur.