Tíminn - 23.12.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.12.1995, Blaðsíða 11
Laugardagur 23. desember 1995 11 Á Fagradal 1951. Sigurbjöm í Cilsárteigi, jóhann á Finnsstööum og pósturinn, Pétur á Egilsstööum. Ljósm. Vilberg Gubnason ur við keksini. Allir menninir hovdu havt nakaö av turrum kjoti við sær, men tað hevði hvor fyri seg sjálvan. Tað kundi henda seg ab fáa okkurt kjotkent, fugl ella okkurt annað, men tað var bara hendinga ferð. Fingu vit kalva (lúbu), so ótu vit hann. Hetta var, sum sagt, ógvuliga fábroyttur kost- ur, men væl gagnaðist, og sjúku vistu vit tíbetur lítið um." (Til lands, bls. 114). —-Já sem betur fór, þeir urðu lít- ið varir vib veikindi. Þeir síbustu Um þessar mundir var Halldór Runólfsson kaupmaður í Höfn um- svifamestur athafnamanna á Bakkafirði og hafði svo venð um árabil. Auk almennrar verslunar keypti hann fisk og verkaði, hafði mótorbát í flutningum, „Njál Þor- geirsson" um 20 smál., og leigði Færeyingum viðlegupláss. „Um síðustu aldamót stofnabi Halldór Runólfsson frá Böbvarsdal þar verslun og útgerð. Hann rak fyrirtæki sín meö miklum myndar- skap til dauðadags 1920. Segja má að sá tími hafi verið blómaskeib byggðarlagsins." (Sveitir og jarðir í Múlaþingi, 1. b. bls. 10). Halldór lést 27. ágúst 1920, tæp- lega fimmtugur að aldri, fæddur 1. október 1870. Fyrirtæki hans var rekið fram til 1923. En þá stofnaði verslun Jakobs Gunnlaugssonar í Kaupmannahöfn útibú á Bakka- firbi, enda hafði Halldór haft mikil viðskipti við það fyrirtæki. Stóð svo til 1936. Kaupfélag Langnesinga keypti hús Halldórs og hefur rekiö þar verslun. En við skulum halda okkur að Færeyingunum. Útróðrar þeirra á Bakkafirði héldust óslitið fram um lýðveldisstofnun 1944. Eins og margir vita breyttust þá aðstæður þannig ab íslendingar og Færeying- ar voru ekki lengur þegnar sama konungs. Og íslenska landhelgin var ekki lengur opin þegnum Danakonungs svo sem verið hafði. Færeyingar reyndu að semja um undanþágur fyrir smábátana, en fengu ekki. Hefur víst mörgum þeirra sem árum saman höfðu ver- ið til lands þótt súrt í broti og saknað íslenskra vina og félaga. Á nokkrum stöbum reru Færey- ingar fram til 1945. Og að minnsta kosti einn formaður framlengdi út- róðra sína um fjögur ár — ég giska á óumtalaö. Og ég hugsa líka að Lúðvík Sigurjónsson útibússtjóri hafi keypt af honum aflann — á sama máta. Þessi formaður var enginn annar en Flottur, Líggjas á Fl0tti, Elías Hansen á Fl0tti í Syðrugotu sem greint er frá í upphafi þessarar frá- sagnar. Þeir reru þá tveir saman á trillu hans, Fl0tti, og hafa aö lík- indum síðastir Færeyinga farib til lands í þeirra orða réttri merkingu. Þetta skemmdi ekki Njáll Halldórsson (kaupmanns Runólfssonar) fæddist á Bakkafirði 1915 og hefur átt þar heima síban. Ég hitti hann ab máli 6. júlí 1991 ásamt konu hans, Guðrúnu Árna- dóttur. Bæbi muna þau Færeying- ana og Njáll hefur stundað sjó á eigin báti frá ungum aldri. Ég bað hann segja frá. Njáll nefndi þá staði sem hann vissi til að Færeyingar hefðu róið frá og bar það allt saman við bæk- ur. Oft komu sömu mennirnir ár eftir ár, allt fram um sjötugsaldur. Þeir komu yfirleitt seint í maí eða snemma í júní. Og fóru að ókyrrast í byrjun september, vildu þá kom- ast heim til að heyja blettina sína, því flestir áttu einhverjar skepnur. Oft fóru þeir með einhverri skút- unni ög þurftu þá stundum að bíða nokkra daga eftir sínum farkosti. Sumir fóru með bát sinn með sér, einkum eftir að vélar komu til sögu, fyrst „utanborðsmótorar". Annars var bátunum hvolft á stór- tré á haustin, kannski tíu í röb þar á Bakkafirði og bundnir rammlega. Fyrsta verkið á vorin var að bika þá og mála ábur en sett var ofan. Færeysku sjómennirnir voru ákaflega vinnusamir, sjaldnast áhlaupamenn en seiglan því meiri. Svefntími var oft stuttur, varla meiri en þrjár klukkustundir á sól- arhring þegar róið var með línu — sumir sváfu jafnvel ekkert seinni part vikunnar, sagði Njáll. Á sunnudögum var aldrei róið. Föst regla var ab hafa þá helgistund þar sem einhver úr hópnum las gubsorð eða flutti hugvekju blaða- laust. Börn máttu vera með og seg- ir Guðrún ab brýnt hafi verið fyrir þeim heima að hafa þá hljótt um sig. — Þetta skemmdi ekki, sagbi hún, þessir frændur okkar voru flestir einlægir trúmenn og til- heyrðu lúterskri kirkju eins og við. Færeyingar seldu jafnan kaup- mönnum fiskinn, fyrst blautan upp úr sjónum, seinna saltaðan, stundum fluttu þeir saltfiskinn með sér til Færeyja og fullverkuðu hann þar og pökkuðu til útflutn- ÍöfyS. I fyrstu höfðu sjómennirnir ekki ráöskonur. Mataræði var einhæft, mikiö borðað af fiski og lifur, jafn- an etib úr trogi í fyrstu og úti ef gott var veður. Sáralítið var um kjöt. Seinna fengu þeir rábskonur, hættir breyttust og fæban varð fjöl- breyttari. Þeir gerðu sig út með mat að heiman að mjög miklu leyti, brauð í fyrstu nær eingöngu hart, allt þar til ráðskonur komu og tóku að baka. Njáll sagði að Færeyingarnir hefðu einkum falast eftir snjó til að kæla beituna, en einnig ull og tólg og kjöti til að hafa heim með sér. Af prjónlesi höfðu þeir nóg og stöku sinnum keyptu íslendingar af þeim peysur. Fróölegt er að bera þessa frásögn Njáls saman við það sem Færeying- arnir sjálfir segja um lifnaöarhætti sína og aðstöðu við útróöra hér á landi síðustu áratugi 19. aldar og framan af þeirri öld sem enn lifir. Þar ber ekki mikið á milli. Á Skálum á Langa- nesi Sivar frá Húsum og Johannes í Vágum Sivar Hojgaard frá Húsum, seinna í Klakksvík, reri frá Skálum 14 sumur 1926-1939. Og Johannes Johannesen í Vágum var til lands í 12 ár, þar af 5 sumur á Skálum. Báðir segja frá veru sinni á íslandi í bók Sámals Johansens. Sivar ræbir um fisksöluna og önnur viöskipti meðal annars. Kaupmaðurinn, Stefán Jónsson á Seyðisfirði — Öldufélagið — átti aðstöðuna og keypti um skeið all- an fisk á Skálum og eitt árið lögðu 39 bátar upp hjá honum, íslenskir og færeyskir. Hann seldi líka allar nauðsynjar og annabist flutninga milli Seybisfjarðar og Skála á mót- orbátnum Öldunni. Aldan var reyndar seglskip, breið og burða- mikil, einmöstruð og hásigld og með hjálparvél. Öldufélagið hafði margt fólk í vinnu á Skálum, karla og konur. — „Hetta felagiö lat eis- ini konufólk vaska okkara íbúb tvær ferðir um vikuna, tað kostaði okkum einki," segir Sivar. Þeir borgubu 1/14 af afla í húsaleigu og var það í vægara lagi. Hús Öldufé- lagsins voru mannlaus að vetrinum og ekki sérlega aðgengileg að vori. Seinasta árið á Skálum, 1939, fiskuöu þeir 120 skippund (um 60 smál. upp úr sjó). Þá flöttu þeir og söltuðu sjálfir, fluttu fiskinn með sér til Færeyja á einni skútunni og gátu seinast selt hann þar fyrir 39 1/2 eyri kg og fengu 1600 kr. í hlut. — í fyrstu buðust þeim 22 aurar, bæði á íslandi og heima í Færeyjum. Sivar minnist á beituna, en þeir veiddu jafnan síld sjálfir og geymdu í frosthúsi sem færeyskir útgerbarmenn áttu á Skálum — fyr- ir 3 aura stykkið. Stundum gátu þeir líka selt frosthúsinu síld, á allt að 25 aura stykkið fyrir kreppuna um 1930. Kökubiti og „kalva- sprek" í frásögn sinni bregður Sivar frá Húsum upp frábærum svipmynd- um: Stúlkurnar hjá Öldufélaginu voru ágætar og gerðu sjómönnun- um margan greiða: „Til domis var tað ofta leygar- dagar, at tær bakaðu okkum ein kokubita til at hava sunnudagin, tað var forkunnugt at fáa. Vit lótu tær fáa kalvasprek (smálúðu) aftur- fyri." Á sunnudögum var lesib guðsorð og sálmar sungnir. Sivar og félagar hans voru slakir söngmenn. En í næstu íbúb — þar voru söng- mennl: „Men væl hoyrdist á sanginum, um vikan hevði verið veiðuvika. Hevði vikan verið góö veibuvika, var sálmasangurin harður og dun- andi, men hevði tað verið ein ván- alig veibuvika, var tab ikki meir, enn tað grælaöi í teimum." Eins og gengur: „Eg kann ikki siga annað enn, at mær dámdi íslendingar væl, tab var sjálvandi ójavnt fólk — har sum aðrastaðni, flest vóru ófora dámlig, men tað vóru ótangar ímillum, soleibis var har, og soleib- is er allastaðni, tað er einki við at gera." (Til lands, bls. 129-136). Sivar Hojgaard slær á létta strengi þegar hann minnist hús- lestra sambýlismannanna á Skálum á sunnudögum. En viðmælendum mínum ber saman um að færeysku sjómennirnir hafi verið menn trú- ræknir og yfir höfuð vandaöir til orðs og æðis. — Við skulum hyggja að þessu örlítið betur. Landróðramennirnir voru alls ekki á sjó á sunnudögum og veitti raunar ekki af hvíldinni. Joen Jacob Jacobsen, sem reri frá Vattar- nesi og fyrr getur, víkur einmitt að þessu: „Sunnudagurin varð hildin heil- agur burturav, tá fóru menn í sunnudagsklæði, tey frægastu klæði, teir hovdu við sær, tá vóröu lestrar lisnir og sálmar sungnir. Jú, jú, hvíludagurin varð komin í hug, og tað er einki at taka seg aftur í, at mangir foroyskir útróðrarmenn í íslandi vóru glaðir fyri hvíludag- in." (Til lands, bls. 216). ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.