Tíminn - 23.12.1995, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.12.1995, Blaðsíða 19
Laugardagur 23. desember 1995 19 James Bond snýr aftur Gullauga (Goldeneye) **1/2 Handrit: (effrey Caine og Bruce Fierstein Leikstjóri: Geoff Murphy A&alhlutverk: Pierce Brosnan, Izabella Scorupco, Sean Bean, joe Don Baker, Robbie Coltrane og judi Dench. Bíóborgin, Bíóhöllin og Háskólabíó. Bönnub innan 12 ára. Eftir 6 ára hlé er loksins kominn nýr James Bond og er þaö Pierce Brosnan sem fetar hér í fótspor manna eins og Sean Connery, Roger Moore og nú síðast Tim- othy Dalton. Nýja Bondinum, þeim fimmta í röðinni ef Ge- orge Lazenby telst meö, tekst bara nokkuð vel upp í öllum stælunum sem gert hafa þenn- an breska njósnara svo frægan. Gullauga byrjar á hefðbund- inn hátt og síðan fylgja fljótlega í kjölfarið sígild Bondmyndaat- riði, eins og heimsókn til yfir- mannsins M, sem er kona í fyrsta skipti og Judi Dench leik- ur, og áður en Bond fer á stúf- ana þarf hann alltaf að fá yfirlit yfir nýjustu græjurnar frá Q. Þessum hefðbundnu atriðum eru gerð góð skil og á meöan þróast söguþráðurinn sem er um baráttu Bonds við glæpaöfl í Rússlandi. Þau hafa komist yfir stórhættulegt vopn, Gullauga, og hafa hugsað sér að kasta sprengju á London, hvorki meira né minna. En Bond hefur ekki í hyggju að láta sprengja borg hennar hátignar í loft upp KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON án mótspyrnu. Pierce Brosnan veldur hlut- verkinu mjög vel, hefur taktana á hreinu og James Bond er jafn- vel í betra formi en áöur hefur þekkst. Það eru hins vegar fram- vindan og persónusköpunin sem draga Gullauga óþarflega mikið niður. Þó að hasarinn sé oft mikill og vel útfærður, virð- ist hafa gleymst að huga að sæmilega trúverðugri fram- vindu. Sean Bean leikur vonda manninn og gerir það svo sem ágætlega, þótt áhorfendur séu engu nær um af hverju hann er svona „vondur". Með betra handriti hefði mátt komast yfir þessa hnökra, en myndin held- ur engu að síður dampi allan tímann meö tilkomumikinn hasar og góðan húmor að leið- arljósi. Gullauga er ágætis innlegg í Bondmyndasafnið, þótt nokkuð vanti upp á til að hún teljist með þeim betri, en Pierce Brosnan stendur sig með prýöi í aðalhlutverkinu og gerir sig lík- legan til að verða eftirminnileg- ur James Bond. Framsóknarflokkurinn Jólaalmanak SUF Eftirtalin númer hafa hlotib vinning í jólaalmanaki SUF: 1. desember 4541 3602 12. desember 5582 4585 2. desember 881 1950 13. desember 234 2964 3. desember 7326 3844 14. desember 1598 902 4. desember 4989 6408 15. desember 3840 4685 5. desember 105 6455 16. desember 5748 6053 6. desember 4964 3401 17. desember 6521 4094 7. desember 6236 4010 18. desember 7304 5119 8. desember 19 1284 19. desember 7638 7887 9. desember 1776 7879 20. desember 571 1861 10. desember 2532 6046 21. desember 626 974 11. desember 3595 117 Allar 'nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Framsóknarflokksins f síma 562 4480. Samband ungra fromsóknarmanno Vélstjórafélag fslands Aðalfundur Abalfundur Vélstjórafélags íslands verður haldinn föstudaginn 29. desember 1995 kl. 14:00. Fundurinn er haldinn í Borgartúni 18, kjallara. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins. Léttar veitingar í boði aö loknum fundi. Stjórnarkjör. Stjórnarkjöri lýkur kl. 14:00 28. desember 1995. Félagsfundur vélstjóra á fiskiskipum Miðvikudaginn 27. desember verður haldinn félagsfund- ur um málefni vélstjóra sem starfa á fiskiskipum. Fundurinn verður haldinn í Borgartúni 18, 3. hæö, og hefst kl. 14:00. Félagsfundur vélstjóra á farskipum Fimmtudaginn 28. desember verbur haldinn félagsfund- ur um málefni vélstjóra á farskipum. Fundurinn verbur haldinn í Borgartúni 18, 3. hæb, kl. 14:00. Hrundi eftir æfingar Michael Jackson hrundi eftir æfingar með hinum fræga lát- bragðsleikara Frakka, Marcel Marceau, fyrir skemmstu í New York Beadon Theater. Sjúkraliðar fundu Michael hálfmeðvitundarlausan, fölan og tautandi. Honum var ekið í skyndi á sjúkrahús þar sem hann er grunaður um að vera veill fyrir hjarta. I TÍMANS Systir hans, Janet Jackson, mætti strax á spítalann ásamt lífveröi sínum og missti þar með af verðlaunaafhendingu sem hún ætlaði aö vera við- stödd. ■ janet mœtir ásamt lífverbi sínum á spítalann. Þó ab Alexandra sé lítt þekkt ut- an Frakklands er hún mebal hæstlaunubu fyrirsœta heims, líkt og abrar fyrisœtur sem sagb- ar eru í tygjum vib leikara. Meb sveigjur og kúrfur réttilega stab- settar á búk og fési er Alexandra dœmd til ab vekja athygli hvert sem hún fer. Don og Kabi I kjölfar þess að Melanie Grif- fith skrapp óvænt út úr lífi Don Johnsons fann hann sér ást- konu í franskri fyrirsætu að nafni Alexandra Kabi. Don og Kabi hittust fyrst í Cannes síðastliðið sumar og hafa verið nánast óaðskiljanleg síöan. Það er ekki fyrr en samn- ingsbundin atvinna þeirra kall- ar að þau hrökkva endrum og sinnum í sundur og á síðustu mánuðum hefur Alexandra sést koma og fara frá heimili Dons í Los Angeles við hin ýmsustu tækifæri... Melanie komst á forsíöur slúðurrita í júli þegar hún losaði sig út úr öðru hjónabandi þeirra Dons vegna yfirgengilegrar ást- ar hennar á því eldheita spænska nauti, Antonio Band- eras, sem sagður er trylla kven- fólk um allan heim um þessar mundir. Hver stendur fyrir þeim orðrómi skal ósagt látið. ■ Síban Don og Alexandra hittust fyrst í Cannes síbastlibib sumar hafa þau verib óabskiljanleg og eru því talin yfir sig ástfangin. Michael Jackson og Marcel Marceau œfa saman atribi fyrir tveggja klukkustunda sjónvarpsþátt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.