Tíminn - 23.12.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.12.1995, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 23. desember 1995 Þœttir úr bók Vilhjálms Hjálmarssonar „Þeir breyttu íslandssögunni": íslandssaga á sjó og landi Fœreyskir sjómenn á Bakkafiröi. feroya Fornminnissavn. í nóvemberlok kom út hjá Æsk- unni bók eftir Vilhjálm Hjálm- arsson, fyrrverandi rábherra. Hún nefnist Þeir breyttu íslands- sögunni; undirtitil! er Tveir þcett- ir aflandi og sjó. í þætti af landi fjallar hann um örlagaatburði er áttu sér stað að hálfnaðri þessari öld. Þegar bjargar- leysi vofði yfir og botnlaus ófærð og illviðri lokuðu leiðum, gripu vaskir menn til nýrra ráða og beittu skriðbeltatækjum sem höfðu verið gjörsamlega óþekkt á íslandi. í þætti af sjó segir frá árabátaút- gerð Færeyinga héðan. Að róa til fiskjar frá íslandi á eigin vegum og bátum, það hét að fara til lands. Sjómennirnir komu sunnan yfir sæinn — eins og vorið — og höfðu sumardvöl við einhvern fjörðinn eða víkina... Við birtum hér meö leyfi höf- undar brot úr nokkrum köflum þessarar fróðlegu og athyglisverðu bókar. Borgfirðingar áttu í harðbráki með Húsa- vík og Glettinganes En það var víðar hart á dalnum. Sama dag og fyrr getur, 21. apríl, birti Tíminn þá sérstæðu frétt sem hér fer á eftir orðrétt: — „Erfiðir fóðurflutningar í aust- firsku víkurnar. — Frá fréttaritara Tímans í Borgarfirði eystra. Menn hér munu almennt geta treint hey handa skepnum eitt- hvað fram í maí. Fóöur sem hingað hefur komið á skipum, hefur veriö flutt á hestasleðum út í byggðarlag- ið. Húsavík Miklu erfiðari hafa verið flutn- ingar í hinar afskekktu víkur norð- an Seyðisfjarðarflóans, því að ólendandi hefur verib þar. I Húsa- vík eru tveir bæir og búin stór, til dæmis á sjöunda hundrað fjár. Þangab var fyrir nokkru brotist frá Borgarfirbi yfir Húsavíkurheiði. Var fóður dregið af ýtum að heiðinni, en síðan fengnir fimmtán menn frá Borgarfirði til þess að bera þab upp á heiðina, 1-2 kílómetra leið. Síðan var það dregib á sleðum nið- ur í Húsavík. — I fyrradag komst svo bátur meb hálfa þriðju smálest af fóðurkorni og átta hestburbi af heyi til Húsavíkur. Glettinganes Vitavörðurinn á Glettinganesi var einnig kominn í algert þrot og kom hann til Borgarfjaröar að leita hjálpar. í fyrradag fór leiðangur frá Borgarfirði, 8-10 manns, meb fóð- urvörur og abrar nauðsynjar þang- að. Var flutningurinn borinn og dreginn yfir fjallgarðinn, sem er á fimmta hundrað metrar ab hæð, og niöur í Kjólsvík. Þaðan var hann borinn með sjó fram á Glettinga- nes." — Mér þótti þessi frétt svo sér- stæö að ég gaf mig á tal við Hannes Eyjólfsson á Sæbóli að heyra nánar um þessa atburði. Borgfirbingar höfðu eignast jarb- ýtu, International TD 9, 1950 og gerðist Hannes ýtustjóri sveitung- anna ásamt Sigursteini Jóhanns- syni. Kaupfélag Borgarfjarbar átti tvo litla hertrukka. Húsavíkurleibangurinn hófst með því ab hlaðib var um 20 pok- um (50 kg) á bílana og brölt af stað inn á sveit í bullandi ófærð. Það var hríðarhraglandi, leiðindaveður og það þurfti meðal annars að ryðja bílunum leið yfir Jökulsá í snjó og krapi. Við Ytri-Gilsárvelli var allt orðið ófært. Þar voru bundnir saman hlið vib hlið tveir hestasleðar (járnsleði kom seinna) og lagt upp meb þá aftan í ýtunni. Farið var austur yfir Fjarðará á Grundarvaði, ofan á snjónum, inn melás nokkurn og upp til Húsavíkurheiðar. Fleiri Borgfirðingar fóru meö ýtumönn- um, þeirra á meðal Ólafur Jónsson á Gilsárvöllum, nákunnugur stað- háttum. En fara varb um mishæð- ótt land meb lækjardrögum og skorningum sem þurfti að varast þrátt fyrir mikinn snjó. Innundir efstu brekkum, þar sem heitir Krossmeladæld, var snjórinn svo laus og djúpur að lengra varð ekki komist með ýtuna. Kjarnfóðurpok- unum var þá hlaðið á fönnina og haldib til baka. Hríðarveður var á og komið myrkur, slóðin horfin að hluta og varð að ganga á undan ýtunni sem þá var enn húslaus. Á Gilsárvöllum var haft ljós í glugga og náðu menn þangað seint um kvöldið. Þá var eftir ab drösla bílunum út í þorp og var allmjög liðiö á nótt er því var lokib. Þegar upp stytti fjölmenntu Borgfirðingar á skíðum inn á Húsa- víkurheiði, tóku mjölpokana á bak- ið og báru yfir háheiðina — á skíð- unum — niður á svonefnda Vetrar- brún. Þar sneru nokkrir til baka, en aðrir hjálpuöu Húsvíkingum heim á leið með björgina. Glettinganessleiðangurinn var farinn á skíðum alveg frá Bakka- gerði. Vélbundið hey og lítið eitt af fóðurbæti var dregib á skíðagrind- um svo langt sem kostur var. Svo lögðu menn byrðar á bak og báru upp í skarð og sumir renndu sér með baggana á bakinu niður í Kjólsvík. Þar tók við brött og torfar- in fjallshlíð síðasta spölinn ab Glettinganesi. „Harður er sá sem á eftir rekur7' Öllum ber ýtustjórunum saman um að lítið hafi verið sofið í skorp- unum, til dæmis eftir að ófært haföi veriö daglangt. Þá stundum Vilhjálmur Hjálmarsson. vakað nærri samfellt 2-3 sólar- hringa. í sumum tilvikum a.m.k. var ekkert talað um kaup fyrr en eftir á. Við gerðum okkur ánægba með það sem við fengum, sagði Bergur Ólason. Og ég hef, í viðtöl- um mínum við soldátana í flutn- ingaherdeildinni á Fljótsdalshéraði og Fagradal 1951, engan heyrt ýja ab því að níðst hafi verið á mönn- um meöan á stríðinu stób. Einn sagði ab vísu að þetta hefði verib ein martröð. Annar aftur á móti: Þrátt fyrir allt var þetta gaman! En báðir sögðu: Kringumstæðurnar / jökulsárhlíö 1951. knúðu á, yfirvofandi bjargarleysi fyrir búfénabinn, þab var mergur- inn málsins. Tveir viðmælenda minna, sinn í hvort skiptið, nefndu atvik sem sýna þetta alveg nakib. Stefán Guttormsson lýsti venjubundinni hleðslu trukkanna, kornvaran (fóð- urbætirinn) neðst, svo heyið — og bætti við: Stöku sinnum fluttum við kolapoka á stuðaranum. Og Hlöðver Jóhannsson sagði vib mig seinna: Við höfðum stundum einn eba tvo kolapoka á sleðabeislinu. — Betur verbur því varla lýst hversu fóðurflutningarnir voru „númer eitt, tvö og þrjú" eins og þrátt er til orða tekið nú um stund- ir. í léttu áramótaspjalli við nokkra Austfirðinga í desember 1962 vék ég að þessum flutningum við Sig- fús Árnason — hvort hann heföi verið með? Hann svaraði að bragði og á þessa leiö: „Jú, blessaöur góði. Vib Sigurður í Gilsárteigi fluttum í tvær sveitir, Eiða- og Hjaltastaðaþinghár, höfb- um eina ýtu. Mikið engfnn skyldi þá drepast úr kulda og vosbúð, vor- um yfirleitt tveir um ýtu, en sjaldnast gat nema einn verið inni. Það var haldiö áfram meðan mögu- legt var — og stundum lengur. Einu sinni sofnuðum við báðir og vorum nærri farnir fyrir björg. Já, þá var mikill snjór, víða slétt af öllu. T.d. var gilið að Eiðalækn- um alveg horfið undir þaö síöasta. — Gaman hefði ég af að vita hvað við Siggi fluttum mörg tonn. En ég hef aldrei fengiö það upp." (Austri, 7. árg. 16. tbl.) Sigfús sálugi Kristinsson bifreiða- stjóri á Reyðarfirði var nærri vett- vangi 1951, bílstjóri þó ekki væri hann á trukkunum og vibgerða- maður. Hann tók svo til orba í bók þeirra Vilhjálms Einarssonar: „Bílstjórar og ýtustjórar sem hér áttu hlut að máli lögbu sig svo sannarlega alla fram. Segja má að þeir legðu líf sitt í sölurnar, að minnsta kosti hættu þeir heilsu sinni. Sumir bibu þess raunar aldrei bætur hversu mikið þeir reyndu á sig þennan vetur." Ég get vitanlega engan dóm lagt á þau ummæli, en árétta: Það voru þessir menn sem í raun breyttu íslandssögunni — á einu vori. „Keksirnar voru harbar" Andreas Poulsen og Símun Pauli Johansen, bábir frá Strondum, voru til lands á Borgarfirbi og segja frá dvöl sinni þar. Lýsing Símuns Pauli á viburværi Islandsfaranna er sér- þekkilega tær: „Viðvíkjandi matgerðini, so var hon so sum so, ikki var altíð líka gagnsamligt. Fyrr hovdu teir havt ein petroleumskókara, sum alt skuldi matgerast á, seinni komu primussarnir, og tá gekst betur. Tab var fost skipan, at onkur av tí fyrsta bátinum, sum kom á land, skuldi fara til hús at kóka drekka, helst vóru tað teir yngstu, sum vóru ko- yrdir til at gera hetta. Drekkað var fyri tab mesta tevatn, summir vildu heldur hava kaffi, sukur hovdu vit, men lítið margarin. Aftur vib drekkanum var keks, oftast vib ongum uppiá. Keksirnar vóru harð- ar, men tá tær vóru bloyttar í drekkanum, bar tab til at eta tær. Vatnið, sum vit brúktu, var ikki tab besta. Tað var heldur langt til ræt- tiliga rennandi vatn, men tætt við skúrin lagraðu nakrir dropar úr ein- um vollkakka, og har var ein fittl- iga (hæfilega) stórur hylur. Úr he- sum hylinum tóku vit tað vatn, sum vit skuldu brúka til at kóka all- an mat í. Men vatniö, sum vit skuldu brúka til at drekka og til at kóka drekka av, tóku vit úr ánni, sum var longri burtur. Maturin var ógvuliga fábroyttur, tað var keks, te og kaffi. Dogurðin var næstan bara fiskur og livur, vit ótu nógva livur, eplum (kartöflum) hovdu vit nakað av, men vit máttu drýggja eplini, vit ótu ofta livur aft- Ljósmynd Sigurjón Sigurbsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.