Tíminn - 23.12.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.12.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 23. desember 1995 9 kr. frá áramótum Á fjóröa hundraö íslenskir fyrirtœkjarekendur í 63 löndum víöa um heim. Samtökin lcenet: Rúmar 400 þús- und skattfrjálsar Sendiherrar íslands erlendis fá: Vegna fyrirspurnar Mar&ar Árnasonar, varaþingmanns Þjóövaka, um Iaun og skatt- fríðindi sendiherra og starfs- manna í sendiráðum vill Þjóð- vaki vekja athygli á svari ut- anríkisráðherra. í svarinu kemur fram aö meö- allaun sendiherra á þessu ári voru 207.000 kr., en að auki fengu sendiherrar greiddar 415.000 skattfrjálsar krónur á mánuði í staöaruppbót. Utan- ríkisráðherra segir að þessar staðaruppbætur séu hvergi skattlagöar í utanríkisþjónust- um annarra ríkja svo vitað sé, en forsendur fyrir slíkum greiöslum séu einkum vegna þess óhagræðis, álags og óbeins kostnaðar sem starfsmenn utan- Vísitölur launa og bygg- ingarkostnaöar hcekka um 0,2%: Leiga hækkar um 150 til 250 ríkisþjónustunnar 'verða fyrir vegna tíöra flutninga. En þeir hafa í raun framselt búsetufrelsi sitt til ríkisvaldsins og eru að jafnaði fluttir til á 3-5 ára fresti. Bent er á að makar missi af eigin starfsframa og fæstir þeirra eigi kost á starfi við sitt hæfi erlend- is. Auk þess þurfi börn starfs- manna að skipta um skóla og menningarumhverfi með óreglulegu millibili og því fylgi álag á fjölskyldumeðlimi. Sendifulltrúar, sendiráðu- nautar, sendiráðsritarar, sendi- ráðsfulltrúar og ritarar fá einnig greiddar skattfrjálsar staðarupp- bætur og voru þær á bilinu 115- 340 þúsund á mánuði á þessu ári. Risnukostnaöur sendiherra, sem ætlað er að kosta samskipti við lykilmenn í stjórnmálalífi, atvinnulífi og menningarlífi, var að meðaltali tæp 100 þús- und á mánuði þetta árið og milli 15-30 þúsund hjá öðrum starfsmönnum sendiráðanna. LÓA lörína C. jónsdóttir, f. 1900, Ólafur Sigurvinsson, f. 1935, Ólafur Ólafsson, f. 1955, Þórunn Alma Ólafsdóttir, f. 1973, og Axel Óli Albertsson, f. 1993. Fimm ættliðir koma saman Fimm ættliðir hafa loks litið dags- ins ljós í afkomendafjölda Jörínu G. Jónsdóttur og Sigurvins Einarssonar, fyrrum alþingismanns. Jörína er fædd aldamótaárið og það er ættleggur fjórða barns þeirra, Ólafs Sigurvins- sonar f. 1935, sem fimmti ættliðurinn lét sjá sig. Jörína og Sigurvin áttu alls sjö börn og eru sex þeirra á lífi. Að sögn ættingja eru ekki komnir fimm ættliðir í þeim ættleggjum sem komn- ir eru af hinum börnum Jörínu, þó að fyrsta barn hennar sé fætt níu árum fyrr en Ólafur. „i>au eru bara svo pen, þau eru ekkert farin að framleiða." Axel Óli er því fyrsta langalang- ömmubarn hennar, en alls eru af- komendurnir orönir 73. ■ Leiga fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, sem sam- kvæmt samningum fylgir vísitöiu húsnæðiskostnaðar eða breytingum meðallauna, hækkar um 0,6% frá og meö 1. janúar. Hækkun þessi reiknast á þá leigu sem greiða á nú í desember, en leiga helst síðan óbreytt næstu tvo mán- uði, þ.e. í febrúar og mars. Leiga fyrir 2ja til 4ra her- bergja íbúðir mun ekki óal- geng á bilinu 25 til 42 þúsund krónur á mánuði. Leiga á þessu bili mun hækka um 150 til 250 krónur á mánuði, svo dæmi sé tekið. Vísitölur byggingarkostnaðar og launa hækkuðu báðar um 0,2% milli nóvember og des- ember. Byggingarvísitala 205,5 stig gildir fyrir janúar 1996. Síð- ustu tólf mánuði hefur bygg- ingarvísitala hækkað um 3,2%, en launavísitalan hátt í tvöfalt meira, eða um 5,8%. Launavísi- tala miðast við og er reiknuð út frá meðallaunum í hverjum mánuði. ■ Vilja virkja þekkinguna Eitthvað á fjóröa hundraö ís- lenskir aðilar stunda viðskipti af ýmsu tagi á erlendri grund, í 63 Iöndum í það minnsta sam- kvæmt upplýsingum frá Aflvaka Reykjavíkur. Það er tímanna tákn ab íslendingar nýta sér frelsi til athafna í öbrum löndum, en slík- um rekstri fylgir áhætta. Gústaf Skúlason, athafnamabur í Sví- þjób, var á ferbinni hér á landi á dögunum. Hann kom til ab kynna hugmynd sína og fleiri ís- lendinga sem reka fyrirtæki í Sví- þjób, samtökin Intemational Network of Icelandic Business, eba Icenet eins og þab er kallab. „Vib höfum séb íslendinga vera að þreifa fyrir sér í fyrirtækjarekstri á erlendri grund, og þeir hafa gert ýmis mistök sem hæglega mætti komast hjá. Við teljum að með því að snúa bökum saman gætu ís- lenskir athafnamenn náð betri ár- angri í öðrum löndum," sagði Gúst- af Adolf Skúlason í samtali við Tím- ann. Gústaf rekur ráðgjafarfyrirtæki í Sollentuna í Svíþjóð ásamt sænsk- um félaga sínum, auk þess að starfa ásamt konu sinni, Ólöfu Baldurs- dóttur, við auglýsingastofu hennar. Gústaf segir að með nánara sam- starfi íslenskra athafnamanna megi nýta ýmis viðskiptasambönd og mikilvæga þekkingu á mörkuðun- um sem safnast hefur. Hann segir að hugmyndin með stofnun Icenet- samtakanna sé að mynda alþjóðlegt samstarfsnet íslenskra fyrirtækjaeig- enda á erlendri grund. Slíkt upplýs- inganet milli íslendinga, sem starfa vítt og breitt um heiminn, sé auð- velt að reka með nútíma fjarskipta- tækni, til dæmis á Internetinu. Gústaf segir að því miður séu of mörg dæmi þess í útflutningssögu okkar að gerð hafi verið dýrkeypt mistök. Einnig séu dæmi þess að Alþjóöleg enduruppbygging í Bosníu-Hersegóvínu skipulögö í Brussel: ísland sendir mann- afla og tækjabúnaö íslendingar munu taka þátt í enduruppbyggingu Bosníu- Hersegóvínu meö því að senda mannafla og tækjabún- að til landsins, en ekki fjár- framlög. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi fyrr í vik- unni. Utanríkisráðherra Hall- dór Ásgrímsson flutti tillög- una, sem samþykkt var á fundi ráðherranna. Skipuð verður nefnd þriggja ráðuneyta til að útfæra fjár- mögnun verksins. Ráðuneytin eru forsætisráðuneyti, fjármála- ráðuneyti og utanríkisráðu- neyti. Aðdragandi samþykktarinnar er sá að íslenskum stjórnvöld- um var sent boðsbréf frá Evr- ópusambandinu og Alþjóða- bankanum um að sækja fýrstu ráðstefnuna um framlög til upp- byggingar Bosníu-Hersegóvínu, en hún hófst í Brussel í gær. Sendiherra íslands í borginni fer fyrir þriggja manna íslenskri sendinefnd. Megináhersla er Iögð á þrjú atriði: í fyrsta lagi verður kynnt mat á brýnustu þörfum hvað uppbyggingarstarf næstu mán- aða varðar. í ööru lagi verður fjallað um fjárhagsþörf fyrir fyrsta ársfjórðung næsta árs, en talið er aö 518 milljónir banda- ríkjadala, eða um 34 milljarða króna, þurfi til að mæta brýn- ustu þörfum þetta tímabil. í þriðja lagi er gert ráð fyrir aö þátttökuríki og alþjóðasamtök gefi til kynna áætlanir sínar um framlög, þannig að taka megi tillit til þeirra í uppbyggingar- áætluninni. Loks verður fjallað um framkvæmd og samhæfingu aðstoðarinnar. Á ráðstefnunni í Brussel á að leggja grunninn aö annarri framlagaráöstefnu sem haldin verður í mars næstkomandi. Þar á að afla fjármagns til lengri tíma, fjögurra ára uppbygging- artímabils. -JBP ráðist hafi veriö í framleibslu á vör- um sem ekki hafi verið unnt ab finna kaupendur að erlendis, því ekki hafi veriö tekib tillit til sérþarfa og smekks hinna ólíku markaða. Þá séu fjölmörg dæmin um mislukk- aba dreifingarstarfsemi, sem kostaö hafi mikið fé. Innan samtaka eins og hugmyndin er að Icenet verbi, gefist mönnum kostur á að foröast slík mistök með nánu samráði inn- an hópsins. Gústaf heimsótti iðnaðarráðu- neytið, Útflutningsráb og fleiri að- ila meban hann dvaldi hér. Öllum íslenskum fyrirtækjaeigendum er- lendis hefur veriö skrifað bréf og kynnt hugmyndin og óskað eftir þátttöku þeirra. Þá er búið að skrifa sendiráðum íslands og ræðismönn- um.„Við vinnum að framgangi málsins á fullu og annast ðskar Kristjánsson framkvæmdastjóri hjá Interland í Uppsölum um að stjórna samtökunum. Næsta vor verður haldinn aðalfundur Icenet og þá munum við meta stöðu mála. Þá gerist annað hvort að það verður hætt — eða haldið áfram, sem ég vona sannarlega að verði ofan á," sagði Gústaf Adolf Skúlason. Auk Gústafs og Óskars Kristjánssonar er Einar Þorsteinsson forstjóri Inter- land. -JBP Framtíb þjónustu vib ferbamenn: Áhersla á gæði og arðsemi í skýrslu starfshóps, sem Rannsóknarráð íslands skipaði fyrir tveimur árum til aö gera úttekt á stöðu og þróunarmöguleikum feröa- þjónustu hér á landi, kemur ma. fram að ekki sé síður nauðsynlegt að leggja áherslu á gæði og arðsemi þjónustunnar en fjölgun ferðamanna. Tómas Ingi Olrich alþingis- maður var formaöur starfs- hópsins, en í honum voru ma. fulltrúar frá Ferðamála- ráði, Útflutningsráði íslands og allmörgum fyrirtækjum á sviði ferðaþjónustu. í skýrslunni eru settar fram beinar tillögur í sjö liöum. í fyrsta lagi er lagt til að staða ferðaþjónustu sem atvinnu- greinar verði skýrð, ma. með því að bæta úr upplýsinga- miðlun og öflun hagtalna um hana á vegum opinberra að- ila. Þá er lagt til að starfs- grunnur ferðaþjónustu verði breikkaður, ma. með tilliti til umhverfissjónarmiða og betri nýtingar fjárfestingar utan háannatíma. Þá er lagt til að leitað verði eftir samstöðu hinna ýmsu at- vinnugreina um þá ímynd sem gefin er af íslandi sem ferðamannalandi, að forsend- ur stefnumótunar í greininni verði styrktar, að efldar verði rannsóknir, þróunarstarf og nýsköpun í ferðaþjónustu, að skipulagi verði komið á fjár- mögnun og framkvæmd rannsókna og þróunar í þágu ferðaþjónustu, og loks að Rannsóknarráð hafi frum- kvæbi að viöræðum við helstu aðila þessara mála um verkaskiptingu og samstarf vib framkvæmd þeirra. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.