Tíminn - 23.12.1995, Síða 7

Tíminn - 23.12.1995, Síða 7
Laugardagur 23. desember 1995 Wíwáwu 7 Enkidú er önnur aöalhetja ljóðsins og vin- ur Gilgamesh. Hann var verndari dýra. Sagt var aö sköpunargyðjan Arúrú hafi skapað hann úr leir í mynd guðsins Anú. Þetta minnir á sköpun Adams í Gamla testament- inu. Adama merkir þar jörð, en Adam maö- ur, skapaður úr leir jarðar. Enlil var guð jarðarinnar, vísindanna og andanna. En í þessu ljóði er hann birting Ni- núrta, sem var stríðsguð Súmera. Enlil fædd- ist í myrkri og tómi milli festingarinnar og jarðarinnar. Þess vegna skapaði hann tungl- ið, Sin. Og Sin skapaði Shamash, sólina. Gilgamesh var, eins og fyrr segir, konung- ur í Úrúk. Samkvæmt fornum leirtöflum var hann sá fimmti í konungaröð borgarinnar eftir flóðið mikla. Hann var sagður að tveim- ur hlutum guð og að einum þriðja maður. í sögunni er hann frægur fyrir byggingar sínar. Húmbaba er hinn illi. Hann er sennilega fyrsta persónan í bókmenntum sem gegnir því hlutverki. Hann er að vísu þjónn guð- anna og skapaður af þeim til að gegna sínu hlutverki. Hlutverk hans er að gæta hinna helgu sedrustrjáa. Og hann ver hina helgu lundi með grimmdarverkum. Það er viss tvö- feldni í afstöðu guðanna til þessarar persónu. Guðimir hafa valið honum hlutverk. Einn guðanna blæs samt þeirri hugsjón í brjóst Gilgamesh að drepa Húmbaba vegna þess að hann er illur. Þegar Gilgamesh og Enkidú hafa framið þetta verk setjast goðin á rök- stóla og ákveða að hefna fyrir drápið á Húmbaba. Og það er upphafið að raunum vinanna. íshtar er gyðja ásta og frjósemi. En hún er líka gyðja stríðsins. Hún er dóttir guðsins Anú og hún er yerndargyðja Úrúkborgar, þótt hún og Gilgamesh hafi greinilega ekki átt skap saman. Ishúllanú er upphaflega garðyrkjumaður Anús. Hann varð vinur ástargyðjunnar, Isht- ar, en eftir stuttan leik breytti hún honum í moldvörpu. Hann á ekki afturkvæmt eftir þaö. Mashú er mcrkiiegt, goðsögulegt fjall með tveimur tindum Það er talið að hér séu hin helgu fjöll Líbanons fyrirmyndin. Sólin hnígur í þessi fjöll að kveldi og rís af þeim í dögun. I'jallið nær til stranda himinsins og niður til heljar. Er þetta ekki sama fjallið og fjallið Merú, sem löngu síðar varð frægt í indverskum goðsogum? Það fjall nær líka til himins og niður til undirheima. Og í því fjalli eru margir heimar byggðir guðum og mönnum. En'Merú er yngri útgáfa af Fjallinu eina. Þar sýnist fyrirmyndin Himalajafjöll. Ninsún var móðir Gilgameshar. Hún var gyðja, fræg fyrir visku sína. Hún var gift guð- inum Lugalbanda, en á þennan fræga son sinn með æðstaprestinum í Kullap, sem heyrði undir Úrúk. Drekafólkiö hefur þaö hlutverk að gæta hliða Mashúfjallsins. Shamash er sólarguðinn. Hann er bæöi bróðir og eiginmaður Ishtar, líkt og síðar tíðkaðist hjá faraóum í Egyptalandi. Sham- ash, sólguðinn, er sonur Sin, mánaguðsins. Urshanabi er ferjumaðurinn. í þessu ljóöi gegnir hann því hlutverki að ferja Gilgamesh yfir haf dauðans. Utnapishtím var vitringur sem bjó í borg- inni Shurrupak, sem er ein af elstu borgum í Mesópótamíu. Hún er um þrjátíu kílómetra fyrir norðan borgina Úrúk. Nafn þessa manns, sem síðar varð einn af hinum ódauð- legu, er útlagt: Hann sem sá líf. Hann bjarg- aöist, einn manna, úr flóðinu mikla. Honum var bjargaö af Ea, guði hinna miklu vatna. Þessi maður hefur gengiö undir öðrum nöfn- um, en best er hann þekktur sem Nói í Gamla testamentinu. Skýringar á þessu ljóði á ýmsum tungum eru þegar orðnar töluverðar bókmenntir. Fræðimenn hafa eins og fyrr segir sýnt fram á hvernig þetta ljóð tengist norrænni, grískri og rómverskri goðafræði. Áhrif þess á Gamla testamentið eru augljós. En þetta fyrsta ljóö heimsins höfðar ekki fyrst og fremst til fræðimanna. Það er góður og myndauöugur skáldskapur, sem höfðar í ótrúlega ríkum mæli til okkar sem nú lifum, árþúsundum síðar. Og enn eru yrkisefni þessa gamla skálds hin sömu og yrkisefni okkar, sársaukinn er sá sami og leitin, draumurinn og vonin eru enn á sínum staö í tilveru manna, sem eru að sigla inn í þriðja árþúsundið eftir Krist. Gurnar Dal Hér fara á eftir nokkur brot úr þessu elsta ljóði veraldar, þeim til íhugunar sem halda að ljóðið byrji með vini mínum, skáldinu Jóni úr Vör. í Nimrud og er yfir 3000 ára gömul. Vinir lians höfðu skilið hann eftir aleinan. Hann hafði aldrei fundið til áður. Ljónin sneni við til fjallanna. Vatnavísundar hurfu til fljótanna j og fuglar til himins. Vœngjabar gyöjur meö hringi í höndum fremja Ljóðið í heild er um 100 blaðsíður og væntanlegt óstytt á bók á næsta ári. Hetjan Gilgamesh heldur á Ijóni sem hann hefur fangaö. Höggmyndin er frá Korasab- ad, líklega frá níundu öld fyrir Krist. athöfn viö heilagt tré. Myndin var í höllinni Veiðimaðurinn skildi ástkonuna eina eftir við lindina þegar húmið féll yfir. Enkidú kom með dýnmum og drakk með þeim úr lindinni og Im'ldist við hlið þeirra. Þegar hann vaknaði sá hann vem sem var ólík öllu sem hann hafði áður séð. Hún stóð við vatnið. Hörundið Ijósbrúnt og mjúkt. Hún var hárlaus, nema að hún hafði hár á höfði og skaþahár. Hann langaði til að snerta hana, en þá gaf hún frá sér hljóð sem hann hafði aldrei heyrt áður. Það líktist ekki röddum vina hans dýranna og hann varð hraeddur. Ástkonan gekk þétt upp að honum og dýrin fjarlcegðust. Hún tók hönd hans og stýrði henni milli brjósta sinna og milli fóta. Hún snerti hann með fingnim sínum og beygði sig mjúklega niður og vaetti hann með vömm sínum og dró hann haegt til sín niður til jarðarinnar. Þegar hann reis aftur á faetur og leitaði að vinum sínum voru þeir horfnir. Hann fann til undarlegs tómleika eins og allt líf hefði fjarað iít úr líkama hans. Hann fann að vinir hans voni horfnir. Hann sá í huga sér gasellumar þjóta eins og þurrt ský, strjúkast við sandölduniar og breyta snögglega um stefnu. Hann sá slöngumar sem sváfu við lindimar skríða hljóðlega út í vatnið og villt kameldýr hörfa frá honum út í eyðimörkina. Ástkonan svafvið hlið Enkidú þar til hann hafði vanist líkama hennar. j Hún vissi að smám saman hverfur löngunin til að hlaupa með gömlwn félögum. Morgun einn vaknaði hún og sagði við hann. Hvers vegna vilt þú enn þá hlaupa með dýmm? Nú ert þú orðinn mennskur maður. Ekki lengur eitt afþeim. Þú ert eins og guð, eins og Gilgamesh. Ég vil fara með þér til Úrúk. Svo mœlti Gilgamesh: nú fórum við og drepttm hinn illa Húmbaba. Við verðum að santia að við emm sterkari en hann. Hvemiggetum við klifrað í sednistrjám, maldaði Enkidú í móinn, Húmbaba sefur aldrei. Sjálfur Enlil hefur skipað honum að gceta hinna helgu trjáa og verja þau með voðaverkum. Ég hefheyrt að hljóð hans séu eins og niður í fljóti sem heyrist í fjarlœgð sem vex smám saman þar til hann yftrgnœfir allt annað. Þar þagna raddir allra dýra. Vindurinn bœrir þargreinar trjánna en ekkert hljóð heyrist. Heilög tré, eöa tré lífsins, eru algeng á fornum myndum og hér krjúpa vcengjaöir guöir eöa veröir sem vernda tr'éö. Veríö getur aö þeir séu Enlil eöa Bel, guöir jaröar. Myndin er frá Nimrud og gerö um 900 fyrir Krists burö.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.