Tíminn - 23.12.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.12.1995, Blaðsíða 1
Verið tíni(wlep með jólapóstinn -JgggZ- PÓSTUR OG SÍMI 79. árgangur STOFNAÐUR 191 7 Laugardagur 23. desember 1995 ÞREFALDUR 1. VINNINGUR 243. tölublaö 1995 Katrín Vibarsdóttir þriggja ára bíöur spennt eftir jólunum. Tímamynd: Brynjar Cauti Framlag ríkisins til Byggingarsjóös verkamanna lœkkaö úr 1.200 millj. niöur í 400 millj. frá 1992: Áhyggjur af eiginfjárstöðu Byggingarsjóös verkamanna Fjárlaga- hallinn 3,9 milljaröar Halli ríkissjóös á næsta ári verb- ur um 3,9 milljarðar króna, samkvæmt frumvarpi til fjár- laga sem samþykkt var á Al- þingi í gær og hafa fjárlög ekki veriö samþykkt meb minni halla um margra ára skeib. Gert er ráð fyrir ab tekjur rík- issjóbs verbi 120,9 milljarðar króna á næsta ári samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árib 1996. í upphaflegri gerb frum- varpsins var gert ráð fyrir tekj- um ab upphæð 119,9 milljarbar en í meðförum Alþingis voru tekjulibir frumvarpsins hækkab- ir um 976 milljónir króna. Þá leiöa tillögur meirihluta fjár- laganefndar til breytinga á frumvarpinu til hækkunar út- gjalda aö 829,6 milljónir króna. -ÞI Fuiltrúar Húsnæbisstofnunar rík- isins lýstu áhyggjum af eiginfjár- stöbu Byggingarsjóbs verka- manna, á fundi sem þeir áttu meb félagsmálanefnd Alþingis. Þær áhyggjur verba sjálfsagt skiljan- legar þegar litib er til þess ab áætl- ub framlög ríkisins til sjóbsins 1996 hafa lækkab um 2/3 frá ár- inu 1992, eba úr tæpum 1.200 milljónum ab núvirbi nibur í 400 milljónir á næsta ári. Eigi ab koma í veg fyrir hrakandi eigin- fjárstöbu þurfi því annab tveggja ab koma til: hærri ríkisframlög eba hærri vexti af lánum sjóbsins. Samkvæmt greinargerö með fjár- lagafrumvarpi 1992 var það mark- mib sett með frumvarpinu að styrkja fjárhagsstöðu sjóbsins og jafnframt að treysta uppbyggingu og frambob félagslegra íbúða. Var vib það mibað að útlánaáætlun sjóðsins fengi staðist samtímis því sem eiginfjárstaða sjóðsins væri byggð upp og varðveitt. Framlag ríkissjóbs fyrir 1992 var ákvebið 1.075 milljónir (um 1.195 mkr. að núverði) „og vib þab miðað af hálfu ríkisstjórnarinnar að sú fjárhæð haldist að raungildi sem árlegt framlag til frambúbar", eins og sagði í greinargerðinni. Strax árið eftir lækkabi framlagið samt í 925 milljónir og áfram niöur í 918 milljónir fyrir 1994. Á yfir- standandi ári leggur ríkissjóbur 608 milljónir til Byggingarsjóðs verka- manna og í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir 400 millj- ónum, sem ábur segir. Forsvars- menn Sambands ísl. sveitarfélaga, sem einnig mættu á fund félags- málanefndar, töldu ab íbúðabygg- ingum með lánum úr BV mundi fækka úr 418 niður í 230 á næsta ári. Jafnframt kom fram að í lok síð- asta árs hafi 115 félagslegar íbúðir verið óseldar í 25 sveitarfélögum, hvar af 46 íbúðir hafi staðib auðar. Ljóst væri að mörg sveitarfélög gætu ekki staðið við þær ábyrgðar- skuldbindingar sem hvíli á þeim vegna félagslega íbúða. Þar á ofan séu félagslegar íbúðir ekki lengur raunverulegur valkostur fyrir efna- litlar fjölskyldur. Þegar svona sé komiö verði löggjafarvaldib ab taka á vandanum áður en í algjört óefni sé komið. ■ Minnsta fólksfjölgun á öldinni enda fcekkun í öllum lands- hlutum utan Reykjavíkur- svceöisins: Um 4.400 flutt úr landi íslendingum hefur abeins fjölgab um rúmlega 1 þúsund manns (0,38%) síban fyrsta desember, sem er minnsta fólksfjölgun síban árib 1900. Fólki hefur fækkað í öllum lands- hlutum nema á höfuðborgarsvæð- inu. Barnsfæðingum hefur fækkað töluvert, en mannslátum aftur á móti fjölgað óvenjulega mikið, eða um 10%. Mestu munar þó um þá 4.400 sem fluttu úr landi, sem er mesti brottflutningur fólks sem nokkru sinni hefur orðib á einu ári. Um 3.000 manns hafa þar á móti flutt til landsins. Aðeins eitt dæmi er um meiri nettó brottflutning úr landi, árið 1887, þegar vesturfarir stóðu sem hæst. En árin 1969 og 1970 sá ísland af álíka mörgum úr landi, umfram þá sem komu í stab- in, og nú í ár. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.