Tíminn - 23.12.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.12.1995, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 23. desember 1995 Þetta er eins og að skynja ógnir sem læðastað okkur af vaxandi þunga en brátt heyrist ekkert nema skelfingin ein, ekki einu sinni óttablandnar hugsanir okkar. Eghefheyrt að úr munni hans spúi hann eldi sem svíður jörðina og á augabragði er þar ekkert eftir á lífi. Engin tré, engin skordýr. Þetta er eins og að vakna afdraumi oggráta af sársauka út afengu og vita ekki hver orsök hans er. Menn vakna og allt er horfið. Ég hef heyrt að Húmbaba sé ásýnd dauðans. Hann heyrir í hverju skordýri sem skríður í átt að skógi hans. Það engist og það deyr. Heldur þú að hann heyri ekki til okkar tveggja? Um morguninn þegar þeir höfðu baðað sig og voru að búa sig undir að fara aftur til Úrúk kom íshtar, vemdargyöja borgarinnar, gyðja ástarinnar, gyðja frjóseminnar og gyðja stríðsins. Hún fœrði Gilgamesh konungsskrúða hans og kórónu, oggafí skyn að guðimir syrgðu dauða Húmbaba. Hvers vegna skyldu þeir velja þig sem sökudólg? spurði hún ísmeygilega. Éggoeti reynt aö biðja Anú, fóður minn, að sýtia miskunn efþú kvœnist mér. Með þvígetur þú komiö á friði í ríki þínu. Gilgamesh lét sér fátt urn finnast. Hvaða gagn hefég afþví að taka þig fýrir konu? Ást, sagði hún, og frið. Eins og þú elskaðir Ijónið og bjóst þvígryfju til að falla í, eins og þú elskaðir hestinn setn þú húðstrýktir með svipu þinni, hrópaði Gilgamesh að henni. Ást þín kveikir aðeins ófriðarbál. Þú ert götnul, feit hóra. Það er það sem þú ert. Eftil vill varstu einhvem tímann falleg og gast táldregið menn sem þú skildir eftir með sorg sína. Við erum ekki lengur þau böm að halda að gyðjur endurgjaldi ástir okkar. Ég er þreyttur á gylliboðum þínum. Ég er þreyttur eins og Ishullanú setti færði þér elskhuga. Hann var sakleysingi þar til þú lagðir hönd hans að brjóstum þínum og breyttir honutn í moldvörpu sem lifir niðri í jörðinni, ófær um að grafa sig upp á yfirborðið aftur. Þarna leitar hann í myrkrínu aö þessari sömu mjúku snertingu. Gilgamesh hætti ásökunum sínum Assúr-banípa! Assýríukonungur, en úr safni hans fundust töflur sem höföu ab geyma kvœbib um Gilgamesh. og sneri sér til vinar síns, Enkidú. Gyðjan íshtar varð svo reið að hún gat aðeins stamað og flaug undir vemd fóður síns. Hinn göfugi Anú benti henni á með hinni óhagganlegu ró sinni að syndutn hennar hefði áður verið lýst á svipaðan hátt. Gyðjan íshtar skalfafreiði og sagði að hún hefði þarfara með tímann að gera en að hlusta á áminningu frá gömlum guðum. Hún væri hér til að biðja hann að hefna sín og láta Naut himinsins tortíma þessum manni. Naut liimiiisins kom frá himni til jarðar og felldi á augabragði þrjú hundruð tnenn. Síðan réðst það á Gilgamesh. Enkidú Itafði enn afl til að verja vin sinn. Hann þeyttist fram og aftur í leit að tækifærí til að ná tókum á homum Nautsins. Nautið var froðufellandi afreiði íþessutn dansi. Skyndilega greip Etikidú hala Nautsins og snéri honum í ýmsar áttir þar til Nautið stóð kyrrt, ráðvillt og náði ekki andanum. Og þá stakk Enkidú sverði sínu á milli homanna í svíra Nautsins og það féll niður dautt. ■ íshtar stóð upp á borgannúmm Únikborgar og hrópaði hátt. Bölvaðir skulu þeir sem hafa móðgað tnig og drepið Naut himinsins. Þegar Enkidú heyrði fonnælingar gyðjunnar þá sleit hann hægra læríð af naiitsskrokknum þeytti því í andlit hennar og hrópaði: Þannig tnundi ég fara tneð þig efég næði til þín. íshtar flúði til ástkvennanna og tneð þeitn hannaði hún dauða Nautsins. Útnapíshtím lyfti hönd sinni og lagði hana á herðar mannsins, sem varyngri en hann, tifþess að sefa skap hans. Það er tvennt sem fékk tnig til að vona, sagði hann. Að einhver færi þessa löngu ferð til að kalla vin hans aftur til lífsins og að þú skiljir að við verðum að fá Ijós að láni frá hinum blinda. Hægra auga mitt liefiirgefið sig fyrir löngu og það vinstra daprast smám saman. Vinátta er fyrirlieit um ódauðleika og hún skeytir því etigu þótt fegurðin hverfi. Vertu samt varkár, vegna þess aö þú stefhir til hins andlega. Fyrir mörgum ánim kenndi sorgin mér að ástin streymir frá gmtmi hjartans þar til sá sem er elskaður er einn til, en við ekki. Þú veist Gilgamesh hvað það er sem tnér er hugleikið. Að drekka úr bninni ódauðleikans. Það þýðir að dauðir rísa upp afgröfum sínum og fangamir koma út úr klefum sínum og syndarar fá lausti frá syttdum síntim. Ég hygg að ástin leysi okkur frá veröldinni. Hún er eina leiðin til eilífs lífs. Ástin yrði okkur óbæríleg kvöl ef við þyrftum að lifa á ttieðal hinna deyjandi blóma. Hlusta á sársaukafull kveðjuorð og horfa á vonir okkar verða að etigu. Ég held að samúðin sé hinn hreini logi guðs sem lýsir að eilífi. Það er nóg fýrir þann sem elskar að finna ástvin sinn í lijarta guðs og það er bikar ódauðleikans. Þetta ergjöfsetn þú skalt taka tneð þér og varðveita vel. Það er raunvemlega til jurt í fljótinu. Þymar hetmar tnunu stingast í hendur þér eins og þymar rósar. En liúti tnuti gefa þér nýtt líf. Hann batt steina við fætur sér og óð út í fljótið. Þar fanti liann jurtina, rósrauða og ilmandi. Hún glitraði í vatninu í öllum regnbogans litum. Hann greip hatia báðum höndutn og hún skar hann í lófana. Hatm sá blóð sitt renna út í vatnið. Hann skar steinana frá fótum sér. Hatin skaust upp iir djúpinu og synti til lands. Hanti kallaði háum rómi. Ég heffiindið hana. Ég heffundið liana. Úrslianabí stýrði þessum fagnandi tnanni burtu til strandarinnar hinum megin og eftir að þeir skildu varð Gilgamesh aftur einn. En ekki einti með einsemdinni eða minningunni utn dauðann. Hann nam staðar til að drekka og hvíla sig hjá lindinni. Síðati færði hann sig úr fötunum og renndi sér út í vatnið sér til hressingar. Hann skildi jurtina eftir á jörðinni. Höggonnur nokkur fann sætan ilm hetinar og hatiri sá sér færi á því að renna sér upp úr vatninu og gleypa hatia. Og lianti skipti þegar utn liatti. Þegar Gilgamesh kom upp úr tjöminni, sindraði nakinn, endumærður líkami hans en jurt lífsins var horfin. Hatin sá aðeins haininn setn höggonnurinn hafði skilið eftir. Hann settist niðurá jörðina oggrét. Hann gafmér jurt sem liann vissi að ég tttundi glata. Hann gafmér vísdótn sálarinnar. Gilgamesh stóð kyrr í myrkrinu. Hann var aftur á valdi þagnarinnar. Fann á ný myrkrið sem geytndi vin hans. Götnul sáríndi komu á ný frá safni minninganna. Háværðin í borginni ogglaövær hlátur að utan tiáði eyrum hans, eða var þetta aðeins annar draumur, eða nýr leikur guðanna? Það skipti allt í einu engu máli. Hann gekk út úr húsi sínu til þess að sjá með eigin augum livað það var sem fékk fólkið í borgitini til að kætast og halda hátíð. m jyÉjjj Eftirtalin fyrirtæki óska landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar d nýju dri Verkalýbs- og sjómannafélag Fáskrúbsfjarbar Ferbafélag íslands Happdrætti Háskóla Islands Skeljungur hf. Starfsmannafélag ríkisstofnana Hólmadr Hólms angur. IVÍk Heilsustofnun N.L.F.I. mam (SSSO) Olíufélagib hf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.