Tíminn - 23.12.1995, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.12.1995, Blaðsíða 13
Laugardagur 23. desember 1995 13 það sé neitt ab gerast og Flugleið- ir pressa ekkert á slíkt." Gunnar sagði að Flugleiðir hefðu ekkert húsbóndavald í flugstöðinni. Það væri Flugmála- stjórn og utanríkisráðuneytið í framhaldi af því. Flugleiðir væru í raun verktaki hjá ríkinu, sem hefði rekstrarleyfið. Allt tal um að Flugleiðir vildu sitja einir að sínu, jafnvel bægja burtu flugvél- um annarra félaga, væri út í hött. Flugleiðir vildu þvert á móti sem mest slík viðskipti. Gunnar sagði að gjaldtaka fyrir þjónustu Flug- leiða í og við flugstöðina væri á sömu nótum og gerðist annars staðar. „Vib bjóbum gjarnan óánægð- um mönnum í kaffi og með því og ræbum málin. Þá sannfærast menn um að hér er verið að greiða nokkurn veginn það sama og gengur og gerist annars stað- ar," sagði Gunnar. Gunnar sagbi að Flugstöð Leifs Eiríkssonar væri því miöur orðin og lítil í dag. Undan þessu hefbi verið kvartað. Einkum vegna innritunarsalarins. „Þetta er verulegt vandamál á sumrin og reyndar komusalurinn líka. Þarna eru tvö færibönd og kannski fimm eða sex flugvélar ab koma í einu. Þab lendir þá allt í kaos með farangurinn sem menn eiga erfitt með að finna oft á tíðum. Þetta er hægt að leysa, bara spurning um vilja. Það liggja fyrir hugmyndir um lag- færingar án þess að fara út í stækkun til að fá eðlilega þjón- ustu," sagði Gunnar Olsen. Fríhöfnin: Islenskur markaður hefur áhuqa á hús- bóndavaldinu Fríhöfnin í Leifsstöð er sú verslun á íslandi sem skilar hvað mestum hagnaði og hagnaður af veltu er ævintýralega góður. Tekjurnar hverfa ab mestu í ríkis- sjóð. „Þetta undirbúningsfélag er aö mínu mati ekki að hugsa um að yfirtaka skuldir flugstöbvarinnar. Þarna eru miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan markað sem er í 54,6% eigu ríkisins. Lánasýsla ríkisins yfirtók þetta þegar Fram- kvæmdasjóður var lagður niður. Leigusamningur við fyrirtækið er til eins árs í senn. Meðan svo er er félagið ekki mikils virði. Missi það húsnæöið þá er fyrirtækib ekki til lengur, alla vega ekki í því formi sem það nú er. Þar af leiöandi hafa þeir áhuga á að ná húsbóndavaldinu h<&.í flugstöð- inni til þess til dæmis að gera við sig 10 ára leigusamning — og jafnvel tii að komast yfir Fríhöfn- ina í leiðinni. Þetta er mitt mat á stöðunni," sagði Guðmundur Karl Jónsson forstjóri Fríhafnar- innar í samtali við Tímann. Guðmundur Karl segir aö sér lítist vægast sagt illa á tilraunir einkavæðingarmanna. Reyndar lofi afrek þeirra manna í KRON, Miklagarði og Gliti, ekki svo góðu. Reynslan af einkavæðingu Kastrup segir Guðmundur Karl íhugunarefni. „Fríhöfnin á Kastrup var boðin út og það þurfti að bjóba þab út innan Evrópusambandsins og það var breskt fyrirtæki sem yfir- tók hana, stórt fyrirtæki sem er víða, Alders. Þegar þeir opnuðu og náðu ekki samkomulagi við SAS, þá tóku þeir upp á því að hafa lagerinn í Bretlandi og flytja allt þaðan. Ef þetta skeði hér á Is- landi mundu margir missa stóran spón úr sínum aski því vib eigum mikil viðskipti við innlenda um- boðsmenn í vörukaupum okkar," sagði Guðmundur Karl. Guðmundur Karl sagbi ab Frí- höfnin hefbi í fyrra skilab 550 milljónum króna í ríkissjóð, 600 trúlega í ár, auk þess að borga 100 milljónir króna í húsaleigu. Fríhöfnin borgar nærri þriöjungi hærri húsaleigu á fermetra en Is- lenskur markaöur. Eingöngu Frí- höfnin greiddi svo háa húsaleigu og í sjálfu sér væri ekkert viö það að athuga. Framundan eru án efa átök um Leifsstöö. Fríhöfnin er girnilegur biti sem margir renna hýrum augum til. Stóra búðin í Leifs- stöð, Fríhöfnin, er með áttfalda veltu þeirrar litlu, íslensks mark- aðar, og fimmtánfaldan hagnað litlu búðarinnar. Það er ekki ab undra að menn vilji hremma bit- ann. -JBP Flugstöb Leifs Eiríkssonar á Kefla- víkurflugvelli — bitbein ýmissa ab- ila. Þar vill litla verslunin gleypa þá stóru og ná húsbóndavaldinu. Tímamynd: Pjetur VjLEÐILEjG • * OG FARSÆLT KOMANDI ÁR MEÐ ÞÖKK FYRIR ÁNÆGJULEG SAMSKIPTI ÁÁRINU . 0 KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA AKUREYRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.